Morgunblaðið - 28.05.1972, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 28.05.1972, Qupperneq 4
4 MÖRGUNBLAÐEÐ, SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1972 Árlega má vænta 200 - 300 nýrra tilfella geðsjúkdóma meðal aldraðra — sem krefjast sérstakrar meðferðar eða hjúkrunar Rætt við Tómas Helgason prófessor um athugun á 0 geðheilsu Islendinga 60-75 ára Athugun, sem Tómas Helgra son, prófessor, hefur gert á íslendingiim á aldrinum 60— 75 ára, leiðir í Ijós meðal ann ars, að líkur til þess, að menn veikist af geðsjúkdómum vaxa með hækkandi aldri; dánartala gamals fólks, sem veikist af g-eðsjúkdómum er miklu hærri en annarra jafn aldra — og að dánartala á- fengissjúklinga er helmingi hærri en fólks almennt, jafn- vel eftir að sextugsaldri er náð og þótt menn séu þá hætt ir að drekka. Morgunblaðið leitaði upp- lýsinga hjá Tómasi Helgasyni um niðurstöður þessarar at- hugunar og skýrði hann svo frá, að árið 1957 hefði hann rannsakað 5395 Islendinga, fædda á árunum 1895—97, sem hefðu verið á lífi árið 1910, þ.e.a.s. náð unglmgs- aldri. Hefði heilsufar þessa fólks verið kannað til ársins 1957 eða til dánardægurs. Á síðasta ári kvaðst Tómas síðan hafa, með aðstoð lækna stúdentanna Guðmundar í»or geirssonar og Tómasar Zoega, athugað sögu þessa fólks frá þvi árið 1957 og tek izt að rekja hana í 99,3% til- fella. Tilgangurinn hefði ver ið að finna f jölda þeirra, sem veikzt hefðu af geðsjúkdóm- um eftir þann aldur og kanna hvaða sjúkdóma væri um að ræða og gang þeirra. — Niðurstöður athugunar- innar sýna, sagði Tómas Helgason, að líkur einstakl- inga til þess að veikjast af geðsjúkdómum halda áfram að vaxa eftir að sextugsaldri er náð og að fjölgun tilfella er meiri, þar sem um er að ræða geðsjúkdóma, er eiga sér vefrænar orsakir, þ.e. sjúkdóma, sem fylgja heila- rýmun og æðakölkun. Þess- ir sjúkdómar koma sérstak- lega fram sem minnistrufian- ir, dómgreindarleysi, truflan- ir á persónuleika, truflanir á áttun, óráð og að fólk geng- ur í bamdóm, eins og sagt er í daglegu tali. Vitað er af fyrri reynslu, að sumt fólk hrömar fyrr en annað — eld ist verr, en ekki hefur áður verið vitað, hversu margt eða hvaða fólk ætti hlut að máli. — Er vitað um einhver ráð til að spoma við þessari þróun? — Nei, enn er ekki vitað um nein ráð til þess. Orsak- ir þessara sjúkdóma eru ó- þekktar og engar lækninga- leiðir fundnar enn sem kom- ið er. Hins vegar er hægt að draga úr óþægindunum, sem þeir valda, með því að skapa gamla fólkinu góðar aðstæð- ur, þannig, t.d., að það eigi auðvelt með að rata, þurfi ekki að flytja oft og að það sé vel undirbúið, ef þarf að flytja það, hvort sem er milli íbúða, á spítala eða hjúkrun arheimili — eða ef í hlut eiga aðrar óvæntar uppákomur. Einnig er mikilvægt að reyna að halda sambandi gamla fólksins við fjölskyldu sína sem beztu og viðhalda því sem lengst. Skiptir miklu máli, að hjúkrunar- og elli- heimili séu þannig i sveit sett, að vinir og ættingjar eigi auðvelt með að heimsækja gamla fólkið — og það að sækja heim ættingja sína um styttri eða lengri tíma. t»að skiptir miklu máli, að gamla fólkið fái góða umönnun, að reynt sé að draga úr óróa og leiða með hæfilegum verkefn um og hjálpa því til að fá góðan svefn. I>ví má heldur ekki gleyma að margt eldra fólk fær líka aðra geðsjúk- dóma — t.d. þar sem helztu einkenni eru þunglyndi og kvíði —- sem hægt er að lækna. Það má ekki alltaf ganga út frá þvi sem vísu, að allt, sem hrjáir gairralt fólk, sé ellihrumleiki. Ættingjar þurfa að vera á verði gegn þunglyndi og slíkum einkenn- um og læknar að gera það, sem hægt er, til úrbóta. — Er nokkuð hægt að gera á yngri árum til þess að tefja fyrir þessum sjúkdómum? — f»ví miður, á þessu stigi málsins getum við ekki gefið ráð í þeim efnum. — Eru geðtruflanir ungs fólks tíðari nú en áður? — Nei, ekki hlutfallslega. Rannsóknir hafa sýnt að geð truflanir meðal þritugs fólks t.d. eru ekki algengari nú en fyrir svo sem 3—4 áratugum. Hins vegar er nú fleira fólk, sem lifir lengur og þannig verður fjöldi þeirra, sem geð truflanir hrjá, meiri. Lífslík- umar eru meiri nú en áður fyrr, þ.e.a.s. líkumar til þess, að maður lifi af þann tíma, sem sjúkdómamir eru líkleg astir til að koma fram. — Það kemur fram í athug uninni, að jafnvel nýir áfeng issjúklingar koma fram eftir sextugt? — Já, það er athyglisvert, því að yfirleitt er talið, að menn séu þá löngu orðnir áfengissjúklingar, ef þeir geti orðið það á annað borð. Það er tvennt til í þessu, ann ars vegar, að líkurnar séu ennþá fyrir hendi eftir sex tugt — hins vegar, að mér hafi yfirsézt í fyrri rannsókn inni, að þar hafi leynzt duld- ir áfengissjúklingar, sem ekki fékkst nein vísbending um af fyrirliggjandi upplýsingum. En við þekkjum þess dæmi úr kliniskri reynslu, að menn á- netjast áfengi jafnvel eftir að þessu aldursmarki er náð. Slíkir sjúklingar eru þá gjaman viðráðanlegri til lækninga en þeir, sem fyrr veikjast. — Hvers vegna byrja slík- ir menn að drekka? Til að lina líkamleg öþægindi af völdum annarra sjúkdóma? — Sennilega er taugaveikl un eða þunglyndi aðal orsök in. Menn gripa til áfengis til þess að eyða drunga, kvíða og taugaspennu — gegn lík amlegum verkjum þarf svo gífurlegt magn af áfengi, að það gagnar lítið. Hættulegast er, þegar fólk, á hvaða aldri sem er, fer að nota áfengi til að eyða taugaspennu og kvíða. 1 þessu sambandi er athygl- isvert, að dánartala áfengis- sjúklinga er helmingi hærri en fólks almennt, jafnvel eft ir að komið er fram á þenn- an aldur, og þó menn séu þá hættir að drekka. Fyrr á æv inni er hún sennilega ennþá hærri, því þá er hættara við slysum og sjálfsmorðum. Það kemur einnig fram af þessari könnun, að fólk, sem fær vefræna geðsjúkdóma á efri árum, hefur líka miklu hærri dánartölu en þeir, sem ekki fá þá. Hins vegar virðast taugaveiklaðir ekki hafa hærri dánartölu en aðrir. Sömuleiðis leiddi ath. okkar í ljós, að þeir, sem hafa haft geðsjúkdóma fyrir sextugs- aldur , hafa ekki meiri lík- ur til að fá nýjan geðsjúk- dóm eftir þennan aldur en þeir, sem alltaf hafa verið lausir við geðsjúkdóma. Sting ur þetta í stúf við það, sem margir halda, — að þeir verði fyrr og fremur elliærir, sem veikzt hafa á geði á yngri árum. Könnunin leiðir í ljós, að af þeim einstaklingum, sem athugaðir voru, reyndust um 37%.hafa haft einhvern geð- kvilla á þessu árabili, 1957- 71, — og er það allhá tala. Þar af reyndist um helming- ur vera að fá nýjan kvilla eftir sextugt en helmingur hafa verið veikur af sama kvilla áður. — Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar sýnist fjöldi sjúkdómstilfella ekki kyn- bundinn ? -— Nei, svo er ekki. Segja má, að heldur meira beri á Tómas Helgason prófessor. æðakölkun hjá körlum og heilarýrnun hjá konum, ef gerður er greinarmunur þará en sóu þessir sjúkdómar tekn ir saman, er útkoman ekki mismunandi eftir kynjum. Það kemur einnig fram af samanburði við nágranna- löndin, t.d. Noreg, Danmörku og Bretland, að líklega er ekki neinn verulegur munur á tíðni þessara sjúkdóma þar og hér. — Nú eru þessir sjúkdóm ar misjafnlega alvarlegir. Hver má ætla að sé fjöldi al- varlegra tilfella, sem krefj- ast sérstakrar umönnunar og hjúkrunar? — Samkvæmt þjóðskrá eru um 9% íbúa landsins 65 ára og eldri. Út frá því og þess um athugunum má búast við 2—300 nýjum tilfellum árlega. Af þessum hópi má gera ráð fyrir 80—100 sjúkl- ingum, sem þurfi á langtíma hjúkrun eða umönnun að halda. Þetta er alvarlegt mál, sem nauðsynlegt er að hafa í huga vegna framtíðarskipu lagningar elli- og hjúkrunar- heimila, heimilisaðstoðar og félagslegrar aðstöðu hinna öldruðu, sagði Tómas Helga- son prófessor að lokum. — mbj > v VALVA auglýsir FROTTE SOLFOT í 3 litum Stœrðir 38-44 Einnig síð frotte-blússa í sömu stœrðum og litum nALFTAMYRI, SUÐURVERI. Hef flutt tannlœkningastofu mína að Stigahlíð 45-47, (Suðurver). Óbreytt símanúmer 18541. Guðmundur Ólafsson, tannlæknir. KSÍ Laugardalsvöllur KRR I DEILD Valur — KR leika í kvöld kl. 20. Komið á völlinn og sjáið góðan leik. Verð aðgöngumiða: Fullorðnir kr. 150,00, börn kr. 50,00. VALUR. Einangrun Góð plastemangrun hefur hita- leiðnistaðai 0,028 til 0,030 Kcal/mh. °C, sem er verulega ininni hitaleiðní, en flest önn- ur einangrunarefni hafa, þar á meðal glerull, auk þess sem plasteinangrun tek jr nálega eng- an raka eða vatn í sig. Vatns- drægni margra annarra einangr- unarefna gerir þau, ef svo bef undir, að mjög lélegri einangrurt, Vér hófum fyrstir atlra, hér é landi, framleiðslu á einangrun úr p'asti (Poíystyrene) og fram- leiöum góða vöru með hag- stæðu verði. REYPLAST HF. Armúla 44. — Sími 30978.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.