Morgunblaðið - 15.06.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.06.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1972 koma til íslands. Ótal símtöl milli þeirra feðganna sanna þó hið gagnstæða, og hefur listamaðurinn m.a. sagt af því tilefni: „Ég veit, að sú fullyrðing sovézkra stjórn- valda að faðir minn vilji ekki koma í heimsókn til okkar hér á landi er hrein og bein lygi. Stjómvöld í Sovétríkj- unum vilja láta fólk trúa því, að þau vilji allt fyrir alla gera, en nú standi bara á föður mínum að vilja koma til íslands! Maður mundi hlæja að þessari siðlausu og „ALVARLEG MOÐGUN VIÐ ALLA ÍSLENDINGA“ Útgefandi hf. Árvaikut', Röykiavík Frarrvkva&mdastjóri Harafdur Svems«on. fbtsitjófar Mattfiías Johannessen, Eýjóífur KonráO Jónsson. Aðstoðarritatjóri Sityrm-ir Gunnarsson. Ritstjóroarfollitrúi borbijönn Guðrrvundsson Fréttastjóri Björn Jóíiarmsson. Auglýsingastjóri Ámi Garðar Kriatinssoo. Ritstjórn og afgreiðsla ASalstraati ®, síml 1Ó-100. Au^Jýsingar Aðatetréeti 6, sfmi 22-4-60 Ásfcriftargjafd 226,00 kr á mónuði ionantarKte I teusasöfu 15,00 Ikr eintakið T Morgunblaðið í dag skrifar Helgi frá Kirkjubæjar- klaustri athyglisverða og tímabæra grein, þar sem hann fjallar um „íslandsvin- inn og göfugmennið Vladimir Ashkenazy“ og árangurslaus- ar tilraunir föður hans til að fá leyfi sovézkra stjórnvalda til þess að heimsækja son sinn og barnabörn hingað til landsins. Áreiðanlega munu margir verða til þess að hvetja til þjóðarsamstöðu í þessu máli, enda er það ekki ofsagt, að „það er alvarleg móðgun við alla íslendinga“, ef Sovétríkin halda fast við synjun sína, ekki sízt nú, eft- ir að Vladimir Ashkenazy hefur öðlazt íslenzkan ríkis- borgararétt. Tilraunir föður listamanns- ins til þess að koma í heim- sókn til Islands eru orðnar langar og strangar og hefur Vladimir Ashkenazy beðið Einar Ágústsson, utanríkis- ráðherra, að láta málið til sín taka, en ráðherrann hef- ur enn ekki verið virtur svars. Sýnir það eitt með öðru, hvemig framkoma Sovétríkjanna er í þessu máli, í senn ómannúðleg og siðlaus gagnvart einstaklingn um og móðgandi og meiðandi gagnvart okkur íslendingum sem þjóð. Svo langt hafa sovézk yfir- völd gengið í þessum hrá- skinnsleik, að þau hafa svar- að Vladimir Ashkenazy því til, að faðir hans vilji ekki barnalegu lygi, ef ekki væri um að ræða þá ómanneskju- legu og ómannúðlegu af- stöðu, sem að baki býr. En ég hef áður sagt, að Sovét- ríkin eru land lyga og ég er sízt af öllu undrandi yfir við- brögðum þeirra og þeirri stefnu, sem málið hefur tek- ið hingað til. Þvert á móti styður þessi afstaða allt það, sem ég hef áður sagt.“ Vladimir Ashkenazy hefur skorað á íslendinga, að þeir veiti sér aðstoð í þessu máli, svo að faðir hans geti notið sinna mannréttinda. Þótt ís- lendingar kunni að vera nokk uð sundurþykkir, þegar því er að skipta, munu þeir áreiðanlega standa einhuga í þessu máli. „FRELSI HANDA LITHÁEN“ rystrasaltsþjóðirnar hafa ■^ ávallt mætt ríkri samúð hér á landi, sem ekki hvað sízt á rætur sínar að rekja til þess, að þær fengu full- veldi eftir fyrri heimsstyrjöld ina eins og við. Af þeim sök- um fylltust íslendingar meiri óhug en ella, þegar Rauði herinn réðst inn í þessi lönd á miðju ári 1940 og innlim- aði þau í Sovétríkin með þeim afleiðingum, að hægt og bítandi hafa þessar þjóðir síðan verið neyddar til sam- runa við Rússa, eins og m.a. sautján kunnir félagar í kommúnistaflokki Lettlands sökuðu leiðtoga Sovétríkj- anna um í janúarmánuði sl. En þótt þannig séu rúm þrjátíu ár frá innlimuninni, hefur Sovétmönnum ekki enn tekizt að bæla niður þjóðern- ishreyfingarnar í Eystrasalts- löndunum. Á þetta vorum við óþyrmilega minnt síðast á þriðjudaginn, er það vitnað- ist í annað skiptið á þrem vikum, að Lithái hefði kveikt í sér og brennt sig til bana til þess að leggja áherzlu á kröfur þjóðar sinn- ar um sjálfstæði, — „frelsi handa Litháen“ eins og hrópað var af þúsundunum. Kröfurnar voru sem áður barðar niður með vopna- valdi, en ungt fólk svo hundr- uðum skiptir situr í fangelsi og bíður þess að verða leitt fyrir rétt. Atburðir sem þessir hljóta að kalla fram í hugum manna harmleikinn í Tékkóslóvakíu, eftir innrás Sovétríkjanna og síðan. Einnig þar lét ungt fólk, ekki sízt stúdentar, mjög til sín taka, meðan enn var vonarglæta um, að ekki væri öllu glatað. Nafn 21 árs stúdents, Jan Palach, varð þá ódauðlegt í sögu frelsis- baráttu undirokaðra þjóða, þegar hann mótmælti innrás- inni með því að kveikja í sér „til þess að vekja þjóð, sem er á barmi örvæntingar“. Við, sem njótum þess frelsis, sem þessir ungu menn fórnuðu lífinu til þess að gefa öðrum, megum ekki láta þá deyja til einskis. í því fer saman samhygðin með öðrum þjóðum og holl- ustan við sína eigin þjóð, að halda uppi þeirra merki, — standa svo í hverju máli, sem málstað frelsisins þjón- ar bezt. Til þess þarf að vísu hugrekki, en fram til þessa hefur íslenzka þjóðin borið gæfu til þess að eiga for- ystumenn, sem þetta hug- rekki hafa haft. Vonandi verð ur svo einnig um alla fram- tíð. Mia Farrow — fulltrúi nýrrar kvikmyndakynslóðar MIA Farrow, ein athygMsverðasta leikkona, sem komið heíur íram í kvik myndaheiminum hin síðari ár, gistir ísland þessa dagana ásamt manni sínum André Previn, sem hingað er kominn á Listahátlð. Því er ekki úr vegi að kynna þessa ágætu listakonu með fáeinum orðum, þvi að sennilegt er að hérlendis þekki fólk hana frem- ur af lestri slúðurdálka vikublaða en fyrir framlag hennar til kvikmynd- anna. íslenzkir kvikmyndahússgestir hafa aðeinis séð Farrow í tveimur myndum, nú síðast í Dandy of As- pects, sem sýnd var í Stjörnubíó fyr- ir skömmu, en áður i Rosemary’s Baby eftir Roman Polansky, sem Há- skólabíó sýndi fyrir nokkru. Þeir sem sáu hana þar, munu vafalaust seint gleyma einlægri og sannri túlk- un hennar á örvæntingu og ótta van- færrar móður, sem berst örvænting- arfullri baráttu við makt myrkranna. Eða ætli móðurást verði öllu betur lýst en þegar Rosemary sigrast á við- bjóði sínum á afkvæmi sinu og djöf- ulsins og tekur að sefa grát þess í lokaatriði myndarinnar? Eftir Rosemary’s Baby sannfærð- ust víst flestir um að allar staðhæf- ingar slúðurdálka um að hér færi kvikmyndastjarna, sem troðið hafði sjálfri sér fram í sviðsljósið með skammvinnu hjónabandi með Frank Sinatra, væru jafn fjarri sannleik- anum, eins og títt er um skrif slíkra blaða. Farrow fékk einróma lof fyrir leiik sinn í þessari mynd, og það fór ekki framhjá neinum að fram á sjón- arsviðið var komin ný leikkona með umtalsverða hæfileika. Farrow hefur siðan staðfest þetta áiit með seinni myndum sínum, svo sem John and Mary, sem Nýja bió sýnir á næstunni og Buff, er nýlega hefur verið frum- sýnd ytra. Annars hefur al.lur ferill Miu Farrow i kvikmyndum verið í ein- kennilegri mótsögn við hið forna stjörnukerfi Holiywood — hvers af- sprengi hún verður á ýmsan hátt að teljast. Faðir hennar, John Farrow, var afkastamikill leikstjóri og hand- ritahöfundur í Hollywood (stýrði m.a. seinni útgáfunni af Bill of Divorcement og skrifaði handritið að Kringum jörðina á 80 dögum) en móðir hennar, Maureen O’Suliivan var fræg kvikmyndaleikkona (sást í sjónvarpinu fyrir skömmu i David Copperfield) og ber Farrow sterkan svip frá móður sinni. Farrow fer ógjarnan troðnar slóðir. Hún hefur verið leitandi sál; t.a.m. farið til Indlands og numið hugleiðslu hjá bítlagurunum Maharishi. Hún batzt vináttuböndum við súrrealistann Salvador Dali, sem ber henni vel sög- una og segir skemmtilega frá tiltektar semi hennar. Hann kveðst eitt sinn hafa boðið leikkonunni til tedrykkju. „Þetta síðdegi hafði mér borizt askja af fallegum fiðrildum og þegar hún kom setti ég öskjuna á borðið. Við borðuðum enska hveitiköku með hunangi og meðan við töluðum sam- an, tók hún eitt fiðrildið, setti það efst á hunangskúfinn og borðaði það. Hún hafði borðað 12 fiðrildi þegar tedrykkjunni lauk.“ Með þessum hætti vann Mia hug og hjarta þessa aldna postula fjarstæðunnar, sem hefði tæpast sjálfur getað sýnt slíka hugkvæmni. En sagan lýsir Farrow líka ágæt- lega. Hún bíður öllum heiminum birg- inn hvenær sem þvi er að skipta — og hirðir ekki um kreddur eða for- dóma. Hugrekki, frelsi og sjálfstæði hafa einkennt feril Miu Farrow. Tild- ursemi þekkir hún ekki. Því var það, að bandaríska vikutimaritið Time. helgaði þeim Farrow og Dustin Hoffman meginfrásögn sína í einu febrúarheftinu árið 1969, sem full- trúum nýrrar kynslóðar kvikmynda- leikara — „ferskra og sjálfstæðra", eins og blaðið orðaði það. Þetta var þegar taka á John and Mary var að hefjast, en þar léku þau Farrow og Hoffman í titilhlutverkunum. Blaðið benti á þau svo sem tákn nýrra tíma og breyttra viðhorfa í kvikmyndun- um. Gamla stjörnukerfið í Holly- wood var fallið og þessir nýju leik- arar komu inn i kvikmyndirnar sem ferskur andblær, hirtu ekki um hið Ijúfa og spillta lif kvikmyndaborgar- innar gömlu, kærðu sig ekki um að búa þar, heldur tóku næstu flugvél til New York strax og upptökum var lokið. Þeir hugsuðu ek'ki um útlitið, þegar þeir völdu sér hlutverk, heldur var það þyngst á metunum hvers hlutverkið krafðist af þeim. Þau Farrow og Hoffman voru fulltrúar andhetju vorra tírna — með nokkuð öðrum hætti en Brando og James Dean, þvi að þau höfðu losað sig við aktygi stjörnukerfisins. Áhrif þeirra voru samt engu minni, eins og sést bezt þegar Farrow klippti hár sitt og fékk sér drengjakoll, þá varð það fyr- irmynd ungra stúlkna um allan heim. Leikferilil Miu Farrow hófst þegar hún var 17 ára að aldri eða fyrir rétt- um níu árum, skömmu eftir að faðir hennar lézt. Hann var sitramgur upp- alandi, og hafði kaþólska siðfræði að leiðarljósi heima fyrir. Hann lagðist eindregið gegn þvl að börn hans legðu út á sömu braut og foreldrarn- ir, og því var það ekki fyrr en að honum látnum að dóttir hans lagði út í leiklistina. Fyrsta hlutverk henn- ar var í The Importance of Being Earnest, í leikhúsi utan Broadway, sem leiddi siðan til þess að hún fékk hlutverk i sjónvarpsþætti. Þar rák- ust framleiðendur framhalds-mynda- flokksins Peyton Place á hana og réðu hana þegar í hlutverk Allison MacKenzie. Sem slík varð Farrow eft- irlæti milljóna sjónvarpsáhorfenda næstu tvö árin en hún hætti þar, þegar hún giftist Sinatra. Um sama leyti lék hún í Rosemary’s Baby og þar með hófst frami hennar á hvíta tjaldinu, eins og fyrr er sagt. Um KVIKMYNDIR þessa mynd he-fur hún sjálf sagt; „Mér fannst hún góð — þessi hug- mynd uim Andkrist. Kaþó-lskt uppeldi skilur eftir sig mark á þér. Það tattóverar sálu þína.“ Siðasta mynd Farrow, sem við höf- um fregnir af, er brezka myndin Buff. Þar leikur Farrow blinda stúlku, sem kemur dag einn að heim- ili sínu og finnur alla fjölskyldu sína myrta. Hún er ein í húsinu ásamt öllu-m líkunum og finnur nærveru morðingjans; veit að hann bíður að- eins færis til að koma henni einnig fyrir kattarnef. Að sögn tekst höfund um myndarinnar eirnkar ve-1 að lýsa varnarleysi hins venjulega manns, þegar hann stendur fraimmi fyrir ógnu-m og ofbeldiskennd, sem býr í sjúkum huguim fáemna þjóðcfélags- þegna með afbrigðilegt sálarástand, en hinn venjulegi maður hvorki þekkir né ski-lur. Farrow he-fur feng- ið prýðilega dóma fyrir túlikun sína á blindu stúlkunni, en-da þótt mynd- inni sjálfri þyki nokkuð svipa til Wait until dark, sem Austurbæj-arbíó sýndi fyrir fáum árurn með Au-drey Hep- burn og Alan Arkin I aðalhlutverk- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.