Morgunblaðið - 25.06.1972, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.06.1972, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1972 m /I nn. xí.rii. i > ilur;1 22 0*22- RAUÐARÁRSTÍG 31 14444S25555 mitiw BÍLALEIGA-HVEFISGOTU 103 J 14444^25555 BfLAUUOAN 035329 BILALEIGA CAR RENTAL XX 21190 21188 Bilaleigan SKULATUNI 4 SÍMI15808 (10937) Einangrun GóS plasteinarigrun hefur hita- •eiönistaðal 0,028 til 0,030 Kcal/mh. °C, sem er verulega minni hitaleiðrvi, en flest önn- ur einangrunarefni hafa, þar á meðal glerull, auk þess sem plasteinangrun tekur nálega eng- an raka eða vatn í sig. Vatns- drægni margra annarra einangr. unarefna gerir þau, ef svo ber undir, að mjög lélegri einangrun. Vér hófum fyrstir allra, hér á landi, framleiðslu á einangrun (ir plasti (Polystyrene) og fram- leiðum góða vöru með hag- stæðu verði. REYPLAST HF. Armúla 44. — Sími 30978. Sr. ÞórirStephensen: HUGVEKJA Guð er trúr PÁLL postuli skrifar í Fyrra Korintu- bréfi orð, sem mér hefur alltaf þótt vænt um: „Yfir yður hefur ekki komið nema mannleg freisting, en Guð er trúr, sem ekki mun leyfa, að þér freistist um megn fram, heldur mun hann, ásamt freistingunni, einnig sjá um, að þér komizt út úr henni og fáið staðizt." Við höfum áður hugleitt, að orðið freisting getur táknað erfiðleika og böl mannlegs Hfs. Líf okkar þekkir mikið af sliku. Margir meðbræður okkar líða, af því að þessir hlutir hafa snert lxf þeirra og sett sín merki þar á. Það er þó misjafnt, hvað mennimir verða að reyna af þessu hér á jörð. Við skiljum oft ekki, hvernig á þeim mismun stend- ur. Eins og lifið blasir við augum okk- ar virðist það oft óréttlátt. En við vit- um líka, að við sjáum hér ekki nema örlítið brot af lífi einjstaklingsins. Það heldur áfram, það vitum við kristnir menin. Og við finnum lika, að án þess er ekki mögulegt að finna réttlæti lífs- ins, réttlæti, sem þó hlýtur að vera fyr- ir hendi, þar sem við trúum því, að Guð sé alvitur, almáttugur, réttlátur og kærleiksrikur faðir okkar barna sinna. Freistingar og erfiðleikar eru oft þess eðlis, að óhugsandi er, að Guð sendi slikt inn í líf barna sinna. Það er t. d. ekki vilji hans, sem leggur hörmungar styrjalda og annað slíkt yfir mennina. Þær, og svo margt annað, eru ávöxtur þeirra fræja, sem það hugarfar sáir, sem Guði er andsnúið. Það, sem gerist í kringum okkur, er því ekki alit Guðs vilji. En hann leyfir það. Hann veit því, að hann sendir hvert mannsbam, sem hann skapar og gefur lif, inn i heim, sem er þrunginn erfið- leikum og freistingum, þjáningum og þrautum. En hann skilur heldur ekki við manninn við svo búið. Hann ætlar honum ekki að berjast einn gegn því, sem hrjáir lífið. Það stendur enginn einn. Þess vegina er engin freisting óyfirstígahleg. Þess vegna em engir erfiðleikar ofurefli. Þetta er það, sem við eigum að finna í orðum Páls, þeim er ég vitnaði til hér i upphafi. Hann nefnir að visu aðeins freistingarnar, en eins og ég minnti á, þá tákna þær oft einnig erfiðleika, og þvi mætti líka þýða orð Páls þannig, að Guð leggi aldrei erfiðari byrðar á nokk- urn mann en hann er fær um að bera, ekki öruðugri þraut en hann getur leyst, — þ. e. a. s. með Guðs hjálp. Páll talar oft um hjálp Guðs, náð hans. „Allt megna ég fyrir hjálp hans, er mig styrkan gjörir,“ voru Páli mikil alvöruorð, en hann segir lika: „Þó ekki ég, heldur náðin Guðs með mér.“ Boðskapur Páls er þvi mikill gleði- boðskapur, og hann varðar okkur öll. Erfiðleikarnir fylgja því að vera mað- ur og lifa á þessari jörð. Þeir byrja á ungum aldri i einhverri mynd. Þeir fylgja skólagöngunni, atvinnulífinu, heimilislifinu, jafnvel leikjum bam- anna. Þeir geta orðið mjög þungbærir, þegar sorgin ber að dyrum við ástvina- missi eða heilsubrest. Þeir geta viða mætt okkur, þótt við megum líka þakka fyrir margar góðar stundir, þeg- ar allt leikur í lyndi eins og við köll- um það. Guð ætlar okkur að berjast við erfið- lelkana, já, berjast og sigra, og hver sigur á að færa okkur nær honum. Og Páll kemur með hvatningarorð sín um þetta: Óttastu ekki erfiðleikana. Ef þú treystir Guði, verða þeir þér aldrei um megn. Guð leggur alltaf likn með þraut. Hann sendir sína hjálp, réttir fram sina styrku hönd. Þar, sem sorg- ber að dyrum, er huggun hans komin jafnframt. Hvar sem kvíðinn læðist að, þar er l'ika hughreysting hans fyrir hendi, ef við viljum eitthvað af henni vitá. Kærleikur Guðs er svo mikUl, að hann sleppir aldrei af okkur almáttugri hendi sinni eða alsjáandi auga sinu. Páll hefði sagt, að við skyldum aldrei biðja Guð að sleppa okkúr við erfið- leika Mfsins. Þá verður lífið lítils virði, ef ekkert er við að glima. En biðjið Guð af einiægum huga að hjálpa ykk- ur til að yfirstiga erfiðleikana. Sú bæn mun örugglega heyrð verða. En hvaða sönnun hefur Páll fyrir sliku? Fáir menn munu hafa reynt befcur en hann óþrjótandi hjálp Guðs. Hann varð að þola fangelsi, pyntingar og að lokum píslarvættisdauða. En hann bugaðist aldrei. Hann dó sem sigurvegari, og orð hans gleymast aldrei: „Lífið er mér Kristur og dauð- inn ávinningur." Ef við viljum finna eitthvað, sem er okkur nær og meðal fólks af okkar kynslóð, þá er þar lfka af nógu að taka. Spyrjum þá, sem óbugaðir hafa um ára- tugi strítt við veikindi og basl, hver hafi gefið þeim kraftinn til að þreyja svo vel. Syrjum þá, hvað hina vanti, sem erfiðleikarnir hafa gert sára og bitra. Spyrjum þá, sem fylgja nánustu ást- vinum sínum til grafar, hver það sé, sem geri það að verkum, að slíkar stundir eru ekki óbærilegar með öllu, að það er jafnvel hægt að brosa gegn- um fcárin. — Ég er illa svikinn, ef svör- in verða ekki öll á eina lund: Guð og óendanlegur kærleikur hans. Það hefur reynzt svo, að þegar neyð- in er stærst, þá er hjálpin næst, sú hjálp, sem Guð gefur okkur I Jesú Kristi, honum, sem er hinn lifandi 'Drottinn, og hvergi jafn áþreifanlegur I kærleiksrikum mætti sinium og þar Sem mannlegur máttur er að bresta.. Þetta segja þvi ekki bara löngu skrifuð orð, heldur öll trúarreynsla kristninnar. „Guð er trúr,“ það munum við einn- ig reyna. ORÐ I EYRA Skeggræður gegnum dýrtíðina ÞÁ er maður nú loksins kom- inn heim eftir að hafa flat- magað á Kanaríeyjum, spáss- érað um búlivarðana í París og kynnt landhelgismálið og fálkaorðuna í Hamborg og Tívóli. Og mikið er Jakob feg inn. —- Þó fróðlegt væri og geysihagstætt að kynnast lifs viðhorfum og ótradisjónellri litameðferð og myndbygg- ingu sénísins kanariska, Idiot a Holl Goma í Fálmaborg, var þó stórum uppbyggilegra að eiga umræðu við afmælis- barn allra alda á leiðinni um loftin blá og svo framvegis: — Það er sko ja . . . þetta með dýrtíðina . . . . já. Það er kominn maður að vestan, ef mann skyldi kalla .... Um . . . . ha . . . Þar sem mann líf byrjar i hnailþóru og end- ar í frosti. Já . . . . Dýrtíðin sko .... u .... u ... . ha . . . . Þú keyptir rikiing í gær, aftur á móti vætt af prinspóló í dag. Pund sfcerf- inig, takk . . . Er það kannski dýrtíðin? Sko ég meina .... já . . - — En öllu máli skiptir að skrifa góðan texta. Skiptir minnstu, hvort grænisápu- stykkið er þá fimm aurunum dýrara eða öfugt . . . Já . . . Tillögur og lagafruimvörp . . . ha . . . og nótur og saungvis- ur. Góður texti er alfa og ómega gegnum dýrtíðina . . . Ha . . .. já. Mikið var nú Jakob hrifinn af að vera samþota slíkum höfuðsnillíngi máls og stíls. Undur og býsn að okkur Is- lendingum skuli hafa verið gefið slí'kt úní'kuim í viðbót við Heldu, Geysi og Grettis- fang. Við menningarvitar og séní stöndum bara á öndinni og biðurn og getum ekki stamað upp orði, nema bera okkur í munn góður texti og svo víð- ara, sérhverju orði, sem fram gengur af munni SniIIíngs Vors. Og svo lenti potan eins og ekkert hefði i skorizt, þó hún hefði okkur báða innanborðs. Jakob.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.