Morgunblaðið - 25.06.1972, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.06.1972, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1972 13 planta. Hann er rithötfundur, en það er jafnvel komið í veg fyrir að hann geti birt verk sín. Mesta þverstæðan i öllu þessu er sú staðreynd, að Sol- zhenitsyn reynir að lækna þjóð félag sitt aá aiis konar kvill- um og sjúkdómum, svo að það geti orðið gott og heilbrigt, en þá er efnt til hatursherferðar gegn lækninum og allt gert af stjórnarinnar hálfu til að breiða út sjúkdóminn." Enn um Solzhenitsyn: „Hann er heiðarlegur. Heiðarleiki hans er sverð hans og skjödd- ur. Núveramdi einræðis- stjórn er augsýnilega hrædd við að láta hann tala. Ef hann og hans líkar fengju að tala, mundu þeir gera þjóðfélagið frjálsara, betra. En þá mundu þeir sem nú eru við völd auð- vitað missa þau. Afflt viildu þeir frekar upplifa en missa völd- in. í>á yrðu glæpir þeirra og óheiðarleiki — eimnig glæpir fyrirrennara þeirra — opinber- aðir. 1 þeirra augum má siíkt aldrei verða. Stjórnendur Sov- étríkjanna leyfa aldrei að hugsun Solzhenitsyns um rétt- iátt og heiðarlegt þjóðfélag geti orðið að veruleika í Rúss- landi. Enginn ætti að láta sér dietta í hug að slíkt geti gerzt í náinni framtið. Plönturnar eru ánægðar, það er farið vel með þær. Plöntur gera ekki uppreisn. I Sovétríkjunum er algjört einræðL Stjórmend- ur þeirra geta hrósað sér af fuMkommu einræði. Solzhenitsyn er heill, rétt- sýnn og eimlægur. Hann ökrifar um það sem hann hugs- ar og finmur og sér. Hann er ekki á móti landi sínu og þjóð. Þvert á móti vill hann lækna þjóð sí.na af krabbameini. Hann er hvorki á móti sósáal- isrna né kommúnisma sem stlík- um. Gagnrýni, hans beinist að skriffinnum og valdaklik- um sem nota hugsjónir sósíal- ismans til þess eims að full- nægja hégómagimd sinni og valdagræðgi. Gagnrýni mím beinist nákvæmlega að þessu sama. Mér finnst ég skilja Solzhenitsym betur en flesta aðra.“ En hvað þá um Vesturlönd? „Á Veisturlöndum er frelsi ein- staklingsins í heiðri haft, það er mjög mikilvægt. 1 Evrópu býr fóllk við allsnægtir vel- ferðarrikisins. En þar eins og amnars staðar segir mamneðilið til sín. Þar er otf mikið af hé- góma, græðgi. Og þar eins og i Ameríku er einnig atvinmu- leysi. Það er versta meinsemd þessara landa. Vesturlönd verða að losna við atvinmuleys ið. Ég er ekki stjóirnvísinda- maður og þess vegna eru dóm- ar minir og gagmrýni aðeins lei'kmanns þankar. Ég trúi á heilbrigði: bæði í fölki og um- hverfi, að hún sé for- senda hamingju. Á Vesturiönd um ætti að vera hægt að dreifa f'jármagninu til fátækra. Ég veit að þetta er erfitt þjóðféiagsvandamál, en þeim mun mikilvægara. Hver getur haft góða samvizkru, á meðam fólk eins og við býr á næstu grösum í einhverju harðllemi og er svo fátækt að það fer svangt í í’úmið á hverju kvöldi? Rík- isstjórnir allra frjálsra landa ei'ga að leggja höfuðáherzlu á að útrýma fátækt og hungri — og það strax. Ef það er ek'ki gert, sé ég enga aðra leið en byitingu með þeim afleiðingum auðvitað, að þessurn löndum verði einmig breytt í jurtagarð. Þá verða þau eins og Kína og Sovétríkin og önnur kommún- istariki. Mér vitanlega er að- eins til eitt dæmi um sósíalist- í'skt land, sem veitir þegnum sínum nokkurt frelsi, t.d. tii ferðailaga erlendis — það er Júgóslavía. En þar eru einnig snöggir blettir eins og sjá má af eltingaleiknum við Djilas. Hann hefur verið sendur i jurtagarð, en án árangurs. Samt sem áður er mikill mu'n- ur á Júgóslaviu og öðr- um kommúnistalöndum. Bandarikjamenn verða að út- rýma fátækt hjá sér og at- vinnuleysi. Það er hægt. Þeir eru fulltrúar og útverðir vest- ræns lýðræð'is, mannheigi og frelsis. Og sem slikir verða þeir miklu sterkári, þegar þeir hafa unnið búg á fátæktimni og skortinum. Þá fyrst geta þeir orðið sú fyrirmynd sem efni standa til. Þessi óleystu vandamál gefa byltingaröflum og öfgasinmim því miður sterka aðstöðu. Ut- rýming fátæktar í Bandaríkj- umum mundi auðvelda jafnrétti hvitra og svartra, þó að það sé önnur saga. Kynþáttamis- ræmi er miklu flóknara en svo, að unnt sé að afgreiða það í stuttu máli. Það er sálfræðilegt vandamál. Það er ekki hægt að útrýma hatri mi'lli ’kynþátta með peningum. En það er hægt að útrýma fátækt og bungri með peningum." Hvað gera skuli? „Sum- ir fullyrða, að það mundi ekki óhjákvæmilega leiða til einræð is, þótt vestræn riki tækju upp sósíalisma eða kommún- isma, vegna þess að i þeim sé miklu þróaðri siðmenning en t.a.m. Sovétrikjunum, og hugs- unarháttur á Vesturlöndum sé ailt annar en þar. Kannski hafa þeir rétt fyrir sér, kannski ekki. Ég efast um, að það borgi síg, að taka áhætt- una. Ég trúi á hægfara breyt- ingu í vestri og að slík breyt- ing geti haft í för með sér bæði frel!si frá atvinnu'leysi og frelsi undan einræði. Ég trúi því að hægt sé að veita ölllu fólki bæði fæði og frelsi, en ekki fæði eða frelsi. Að hægt sé að auka á virðingu föl'ks og það sé á færi vestrænna þjóða, ef rétt er á haldið. En stjórnend- ur Sovétrikjanna reyna að koma af stað byltingum alls staðar, þar sem þeir geta hagn azt á þeim. Líttu bara á, hvem ig þeir nota sér ástandið á Norður-lrlandi: Þarna eru enn merki brezkrar nýlendu- stefnu og kúgunar á minni- hluta, hrópa þeir — en þegar þeir gera sjálfir innrás i Tékkóslóvakíu, segja þeir aft- ur á móti að hún sé til að vernda landið gegn vestrænum heimsvaldasinnum! Og óþarft er að tala um, hvernig meðtferð þeirra er á minnihllutahópum í Sovétrí'kjunum sjálfum, t.d. hvernig þeir'kúga Tatarana á Krím. Þeir færa sér i nyt stefnu sinni til framdráttar veikustu blettina í hverju landi. Á fs- landi munu þeir leggja áherzlu á að veikja stöðu varnarliðs- ins á Keflavikurflugvelli. Bandaríkjamenn eru keppinaut ar þeirra og fátt rnundi gleðja þá meira en ef bandaríska varnarliðið færi héðan. En þeir mundu ekki gleðjast vegna fslendinga, helldur sjálfra sín. Þeir stefna að því að öll lönd, einnig ísland, - verð'i það sem kal'lað er kommúnískt land eða „alþýðulýðveldi“ og lendi þá auðvitað á yfirráðaisvæði þeirra. Verum ekki barnaleg. Ef varnarliðið færi frá íslandi, mundi Sovétstjómin fyrst i stað gera lítið sem ekkert, því að hún kann öðrum betur að notfæra sér tímann. Hún mun ginna ísilendinga smám saman að væntanlega mjög hættuleg- um punkti, ef svo mætti segja, og á öriagasitundu gætu ís- lendingar glatað sjálfstæði sínu, enda þótt ég viti að þjóðin er mjög sjálfstæð í eðli sínu og upplagi. En það voru Eistlendi'ngar einnig og aðrar þjóðir sem ginntar voru. Littu á Litháa. Tálbeitan, sem stjórnendur Sovétrikjanna munu leggja fyrir íslendinga, verður m.a. girnileg efnahags- aðstoð. Þar sem ég þekki Sov- étstjórnendur af eigin reynslu, mundi ég verða óörugtgur svo að ekki sé meira sagt, ef vam- arliðið færi héðan, eins og nú er ástatt, þó að ég skillji óskina um að losna við erlent herlið úr landinu. Vonandi kemur sá tírni. Ég hef búið hér í fjögur ár og aldrei tekið eftir neinum amerískum áhrifum fram yfir það, sem alls staðar gerist. Þau eru jafnvel minni en ann- ars staðar eins og Menuhin sagði við þig. Þegar kommún- istar komast til valda og þeir telja sig nógu sterka, er eng- i'nn uindansláttur leyfður eða samnimgagerðir. Þá er þess að- eins að biða að fóikinu sé breytt i plöntur — og land- inu í jurtagarð. M. Til sölu BNyt x2, árgerð 1968, með grafarmi og 606 L skófJu. Frd Tækniskólo íslnnds Skólaárið 72/73 er áætluð þessi starfsemi: 1. 2. 3. 4. Undirbúningsdeild. Raungreinadeild. Fyrsta námsár af þrem í rafmagns-, reksturs-, skipa, og véltæknifræði (tvö síðustu árin oftast við danska tækni- fræðiskóla. 3ja ára nám í byggingatæknifræði (eftir raungreinadeild) — til Jokaprófs. Til athugunar er að starfrækja ef næg þátttaka fæst: 5. Raftæknadeiid, 2ja ára framhaldsmennt- un fyriic iðnaðarmenn í rafmagnsgrein- um. Fyrra árið fari þessir nemendur í undirbúningsdeild tækniskóla í Reykja- vík, á Akureyri eða á ísafirði, en síðara áirið í sérhæft nám. 6. Meinatæknadeild, 2ja ára framhalds- menntun fyrir stúdenta. Umsóknareyðublöð fást að Skipholti 37, Reykjavík, bæði í Tækniskólanum og einnig í Iðnþróunarstofnuninni. Svo má og biðja um þau í símum 84933 og 81533. Umsóknaírfrestur er til 15. júlí nk. og verður skriflegt svar skólans sent fyrir 1. ágúst. Skólaárið 72/73 hefst 11. sept. 1972. SKÓLASTJÓRI. UIÍISREIFIK UUGmPLCTUS Paul Simon — PAUL SIMON Harvest — NIEL VOUNG Obscured by Clouds — PINK FLOYD Exile on Main Street — ROLUNG STONES Machine Head — DEEP PURPLE Just Another Band fram L.A. — MOTHERS Procul Harum in Concert — PROUC.UL HARUM Carl an the Passions — BEACH BOYS Bare Trees — FLEEDWOOD MAC Manassas — STEPHEN STILLS FÁLKINN Hljómplötudeild Laugavegi 24, Suðurlandsbraut 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.