Morgunblaðið - 25.06.1972, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.06.1972, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1972 21 - BÆKUR - BÖRN Framh. af bls. 17 brýtur niður siðferðisþrek og þrótt unglinga I stað þess að byggja upp. Börn og unglingar hafa mis- jafnlega mikið vit, dómgreind og þroska. Þau eru ekki alltaf „brjóst- mylkingar og pelabörn." Við eigum því ekki endalaust að ala þau á fæðu, sem búið er að melta eða þvi sem næst. Sumir vilja láta börnin afskipta- laus, aðrir ekki. Viljum við reyna að hafa áhrif á smekk þeirra og val les- efnis er bezt að byrja á því sem fyrst eins og öllu öðru. Strax þegar þau byrja að lesa. í eina tíð byrjuðu börn gjarnan á að lasra að lesa í Biblíunni eða kver- inu. Óskandi að nú væru til slíkar bækur, sem væru aðgengilegar hin- um ýmsu aldursstigum. KRÖFUR? Af þessu stutta spjalli mínu hljót um við að gera eðlilegar kröfur bæði til höfunda, lesendanna og útgefend- anna. Við hljótum að hafa í huga bók- menntalegar, siðferðilegar og fagur- fræðilegar kröfur, þó að við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því — og vitum um leið, að sumir lesendur hafa ánægju af einni tegund bóka, aðrir lesendur af annarri, enn aðrir jafnvel af tveimur eða fleirum — og stundum verður því ekki breytt. Það væri þá líka eitthvað skrítið í henni veröld, ef allir hefðu sama smekk og væru á sömu skoðun. Ég held, að höfundar eigi að skrifa þannig fyrir börn, að þau skilji, hvað þeir eru að fara. Sumir skrifa fyrir fullorðna um börn. Ein- staka skrifa fyrir börn um fullorðna. En flest börn hafa mest gaman af að lesa um börn, viðskipti þeirra við menn og dýr og náttúruna. Lýsingarnar á þessum fyrirbærum og persónum þurfa því að vera sann ar. Við þurfum að leitast við að skapa ekki „of fullkomnar" persón- ur, sem alltaf fara með sigur af hólmi. Það er ekki ætíð þannig í raunveruleikanum. Við þurfum líka að gæta okkar á, að láta ekki hinum vonda alltaf hefnast fyrir undir öll- um kringumstæðum. Það er ekki allt af svo í lífinu, er það? Það er vandi að skrifa fyrir börn og unglinga. Höfundar verða að segja eins satt og mögulegt er, þó að sannleikur sé stundum klæddur í mis jafna búninga. VANTAR NOKKRAR TEGUNDIR BARNABÓKA2 Maður nokkur vék sér að mér á fyrrnefndri sýningu og spurði: „Hefurðu séð nokkrar kristilegar bækur?“ Á tuttugustu öldinni finnst e.t.v. sumum eins og við hverfum aftur í miðaldamyrkur og svartsýni, þegar einhverjum dettur í hug að nefna Jesú á nafn i barnabók, hvað þá ef einhver nefnir ritningarstað, þar sem lesandi getur sjálfur lesið samhengi þess, sem vitnað er til, líkt og þeg- ar við vitnum til heimildarrita. Sumir halda og segja, að kristin lífsskoðun sé afneitun á lífinu. Hún er þvert á móti. „Öll skepna Guðs er góð, og engu ber frá sér að kasta, sé það þegið með þakkargjörð" (Ur bréfi Páls postula til Tímóteusar). Kristin lífsskoðun viðurkennir því allt i lífinu, sem er stórkostlegt, fag- urt og satt. Þeir, sem játa þessa lífs- skoðun, vilja því berjast við öll ill öfl tilverunnar ,— og benda öðr- um á óþrjótandi uppsprettu lífsins, bók bókanna, biblíuna. Það hafa verið til menn, sem vissu, hvað þeir vildu. Við skulum aðeins minnast þriggja þeirra. Sr. Hallgríms Péturssonar, sr. Jóns Sveinssonar (Nonna) og sr. Friðriks Friðriksson- ar. Rit þeirra og ritmennska einkenn ist hvorki af værð né væmni, til- finningasemi né hræsni. Allt lif þeirra og öll skrif einkennast af bar áttu og ferskleika, karlmennsku, drenglund og göfugmennsku. Þeir vissu, að hvaða marki þeir stefndu. Þeir vildu benda öðrum á Jesúm Krist — og gerðu það á mismunandi máta, hver á sinn hátt. Á þessum síðustu tímum vantar meira af kristilegum bókum um kristi leg efni eins og t.d. kristniboðsfrá- sögur og frásagtjir, um líf brautryðj- enda, landkönnuða og kristniboða, biblíufrásögur og sagnir fyrir börn, bænakver o.fl. í þeim dúr. NORIÍÆNT ÞING BARNA- OG UNGLINGABÓKAHÖFUNDA Um þessar mundir munu barna- og unglingabókahöfundar frá öllum Norðurlöndum þinga í Norræna hús- inu í Reykjavík. Margvísleg efni verða þar tekin fyrir og rædd. Hér hefur verið stigið mikilvægt skref í samvinnu og samstarfi við Norður- landaþjóðirnar. Við vonum, að giftu samlega takist og mörgum mætti verða ljósari sú staðreynd, hversu mikið riður á, að barna- og unglinga bókum sé gaumur gefinn, innlendum sem þýddum. Þórir S. Guðbergsson. Heilsurœktin Health cultivation Clœsibœ Athygli skal vakin á því að næsta námskeið sumar- og haustnámskeið hefst 1. júlí. Saina lága þátttökugjaldið, kr. 2.200 fyrir næstu 3 mánuði eða’kr. 1.200 per. mánuð, sé tekinn einn mánuður í einu. Innritun hefst nú þeg- ar- — Þeir sem hætta þátttöku eiga á hættu að missa af þeim flokkum, sem þeir hafa verið í. — Innifalið: 50 mín. þjálfun, tvisvar í viku, vatnsböð, gufuböð, háfjallasólir og innírarauðir lampar, geirlaugar, áburður, olíur, leiðbeiningar um mataræði, hatha- yoga æfingar. Rétt öndun og slökun. HEILSURÆKTIN, sími 85655. Volkswagen Land-Rover og Range-Rover eigendur Eigendum V.W., L.R. og R.R. bifreiða er bent á að bifreiðaverkstæði okkar verður lokað vegna sumarleyfa frá 29. júlí til 13. ágúst, þ. e. 9 virka daga. Þó mun deild sú, er framkvæmir skoðanir og eftirlit á nýafgreiddum bifreiðum (árgerð 1972) vera opin með venjulega þjónustu. Reynt verður þar að sinna bráðnauðsynleg- um minniháttar viðgerðum. Smurstöð okkar mun starfa á venjulegan hátt. HEKLAhf. Laugavegi 170—172 — Simi 21240 Fley og fagrir litir Hörpu-skipamálning Verndar skipið gegn veðri, vindum og seitu, á ferðum þess um höfin. Hörpu-vinnuvélalakk mikilvægur þáttur í verndun og viðhaidi véla og tækja. Þaulreynd og örugg efni, sem í áratugi hafa staðizt, hina umhleypingásömu íslenzku veðráttu. Verndandi — fegrandi. HARPA EINHOLTI 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.