Morgunblaðið - 25.06.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.06.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1972 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1972 17 Qtjgefandi h!f. .Áívafcutv R&ýkijavfk Framk.vaamdaatjóri Ha,ratdor Sveinsson. Rhsitjórar MattSiías Johannessen, Eyjólifur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gifnnarsson. RrtstjóroanfiirH'trúi Hortójörn Guðrrmndssofl Fréttastjóri Björn Jóhannsson Auglýsingastjór-i Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn og afgreiðsia Aðalstraeti 6, sími 10-100. Augifýeingar Aðaistr'eeti 6, sfmi 22-4-80 Áskriftargjald 225,00 kr á mánuði innanlands í lausasöTu 15,00 Ikr eintakið Tvjóðir Evrópu hafa um ára- * bil búið við frið, sem byggzt hefur á hernaðar- jafnvægi ríkjanna austan og vestan járntjaldsins. Þannig hafa spjótsoddar tryggt frið- samlega sambúð þjóðanna, sem smám saman hefur leitt til þess að slaknað hefur á spennunni í alþjóðasamskipt- um. Óvild og tortryggni þjóða á milli fer nú dvín- andi. Þjóðir, sem búa við ólík stjórnkerfi, auka sam- skipti sín á milli; og á allra seinustu árum hafa lýðræðis- þjóðir Vestur-Evrópu og kommúnistaríki Austur-Evr- ópu tekið að ræða af raun- sæi og hreinskilni um lausn aðkallandi vandamála. Þó að þannig hafi nokkuð miðað í átt til varanlegs frið- ar, er öllum ljóst, að enn er staðfest mikið djúp milli kommúnistaríkjanna og lýð- ræðisríkjanna í Evrópu. Á hinn bóginn verður því ekki langa hríð, að varanlegur friður, sem ekki styðst við spjótsodda, verður aðeins tryggður með samningum um gagnkvæman samdrátt herafla og afvopnun. Utan- ríkisstefna viðreisnarstjórn- arinnar var grundvölluð á þessum sjónarmiðum. I fyrstu var afstaða núverandi ríkisstjórnar óljós í þessum efnum, en nú virðist stjórn- in undir forystu Einars Ágústssonar, utanríkisráð- herra, hafa markað svipaða stefnu og áður var fylgt. því síður hafa þær ginið yf- ir og undirokað aðrar þjóð- ir til þess að halda áhrifa- mætfi sínum. Það er kúgun og frelsissvipting þjóða, sem ógnar friði á hverjum tíma. Ef engin ríki í Evrópu væru undirokuð af erlendu stór- veldi og milljónir manna væru ekki sviptar frelsi, væri annað og betra andrúmsloft í samskiptum þjóðanna. Kommúnistar á íslandi hafa haldið því fram, að kenningin um valdajafn- vægið og gagnkvæma af- GAGNKVÆM AFV0PNUN LEIÐIR TIL FRIÐAR á móti mælt, að það hernað- ar- og valdajafnvægi, sem haldizt hefur milli þessara ólíku þjóða hefur verið grundvöllur minnkandi spennu og aukinna samskipta milli frjálsra þjóða Vestur- Evrópu annars vegar og Sovétríkjanna og hinna und- irokuðu þjóða í Austur-Evr- ópu hins vegar. í ljósi þessara staðreynda hefur það verið fullljóst um Sovétríkin hafa þurft að beita fólkið kúgun með her- styrk til þess að viðhalda hinu sósíalíska stjórnkerfi. Sovétríkin efndu til blóð- baðs í Ungverjalandi og gerðu innrás í Tékkóslóvakíu til þess að tryggja rétta þró- un sósíalismans eins og það var kallað. Lýðræðisþjóðir Vestur-Evrópu hafa ekki þurft að viðhalda stjórnskipu lagi sínu með hervaldi og vopnun fæli það í sér, að það stofni friðnum í hættu, ef Sovétríkin léttu ánauðinni af fólkinu heima fyrir, gæfu Eystrasaltsríkjunum sjálf- stæði á ný og færu með her sinn frá Tékkóslóvakíu. Þessi málflutningur afhjúpar rökþrota menn, sem trúa því, að unnt sé að bera saman samvinnu lýðræðisþjóða og kúgun Sovétríkjanna á þjóð- um Austur-Evrópu. Lýðræð- isþjóðir Evrópu sækjast ekki eftir landvinningum og seil- ast ekki til áhrifa um innan- ríkismál annarra þjóða. Sovétríkin geta því létt á- nauðinni af fylgiríkjum sín- um og leyft fólkinu að tala, án þess að það ógni friði í álfunni. Þessum blekkingarvef hafa íslenzkir kommúnistar reynt að þyrla upp á undanförnum árum í þeirri trú, að hann kæmi þeim að liði í baráttu þeirra fyrir því, að ísland hætti þátttöku í samstarfi lýðræðisþjóðanna í Evrópu. Þessi málflutningur Alþýðu- bandalagsins er í samræmi við afstöðu kommúnista- flokka í Evrópu, sem reynt hafa að slíta sig lausa frá boðvaldi miðstjórnarinnar í Kreml. Alþýðubandalagið hefur nú tekið upp all náin samskipti við Kommúnista- flokk Rúmeníu, sem eins og kunnugt er rekur nokkuð sjálfstæða stefnu gagnvart Sovétstjórninni. Samskipti Alþýðubanda- lagsins og Kommúnista- flokks Rúmeníu gefa til kynna þau markmið, sem að er stefnt. Það er ekki frelsi og sjálfstæði þjóðanna, sem situr í fyrirrúmi, heldur þró- un sósíalismans í sömu átt og gerzt hefur í Rúmeníu. Bar- áttan fyrir því, að ísland hætti þátttöku í samstarfi lýðræðisþjóðanna í Evrópu er einn þáttur í þessari, bar- áttu. Norræna barnabókaþingið: BÆKUR-BÖRN Eftir Þóri S. Guðbergsson rithöfund Börn og unglingar hafa um nokk- urt skeið verið í brennidepli fjöl- miðla. Unglingavandamál hafa oftast verið þar efst á baugi. Mikið hefur verið ritað og rætt, misjafnt að gæð- um og viturleik, svo sem eins og oft- ast er, þegar margir leggja orð í belg. Segðu minna, framkvæmdu méira — það er hægara sagt en gert. Marg ir hafa bent á, að nauðsynlegt sé að geta leyst vandamál, þegar þau koma upp, en þó enn mikilvægara að vinna svo að málunum með fyr- irbyigtgjandi starfi, að börnin og ungl ingarnir skynji sjálf hætturnar og læri sem fyrst að sigla sem bezt í skerjagarði lifsins. Ég er viss um, að þau börn og unglingar, sem hafa yndi af góðum bókum, eru betur undir þessa sigl- ingu búin en mörg önnur, sem e.t.v. hafa látið ánetjast í lestri sorprita og tekið að gæla við þau. Það er ekki á hverju ári, sem við eigum þess kost að sjá yfirlit yfir barna- og unglingabækur, sem gefn- ar eru út á Norðurlöndum. Miklar þatókir eiga þeir skilið, sem hafa stað ið að framkvæmd þessarar sýningar, sem hlýtur að vera mikil's virði bæði fyrir foreldra, kennara, fóstrur og aðra, sem vilja sjá og fylgjast með, hvað börnum er boðið af myndiuim og lesefni. Gæti trúað, að enn væru til þeir menn, sem ekki er sama, hvað börnin sjá og lesa, menn, sem hafa einhverjar skoðanir. Sýningin er hin fróðlegasta og skemmtileg barnahúsgögn og veggir prýddir fjörlegum myndum koma sýn ingargestum á óvart og vekja verð- skuldaða athygli. HVAÐ LESA BÖRN? Nokkuð er mismunandi, hvað börn lesa helzt. Bæði fer það þá eftir aldri þeirra, upplagi, þroska og öðru, sem kann að hafa áhrif á þau. Ég spjallaði fyrir nokkru við nokkra útgefendur og . verzlun- arstjóra bókaverzlana. Eftir það spjall, fannst mér ég geta skipt þessu nokkuð niður í tvo hluta eftir aldri. I fyrri hlutanum eru yngri börn. Þau velja helzt: 1. Andrés Önd og félaga hans. Víða um heim mun þessi áhugi vera tals- vert mikill. Alltaf er mikið að gerast hjá þeim félögum bæði skemmtilegt og spennandi, og næsta furðulegt á stundum, hvað hugmyndaflug þeirra manna er mikið, sem að útgáfu standa. 2. Myndasögur. Greinilegt er, að myndasögur, með fallegum og skemmtilegum myndum og litlu les- máli, eiga miklum vinsældum að fagna meðal yngri kynslóðarinnar. Ekki er heldur nokkur efi á því, að þær auka og bæta hugmynda- Þórir S. Guðbergsson. flug barnanna — og getur þar með aukið á þroska þeirra um leið, ef vel Br valið og vel er á haldið. 3. Stuttar skenimtisögur. Loks eru á þessum vinsældarlista stuttar sögur úr hversdagslífinu. Mörgum höfund- um hefur tekizt að segja skemmtilega frá ósköp venjulegum atburðum, sem koma fyrir í daglegu lífi. Margt af þeim atburðum þekkja börnin og geta rifjað upp eitthvað úr eigin lífi um leið. Flestar þessarra skemmti- ’egu bóka eru þýddar og hafa notið mikilla vinsælda hér á landi. Þá er aðeins að minnast á eldri flokkinn og hvað börn í honum velja sér helzt. 1. Sögur uni dularfulla atburði. Æv- intýraþráin svellur í brjóstum flestra unglinga. Þá langar til þess að kanna ókunna stigu, ókönn- uð lönd og svið, sem þeir mæta ekki i daglegu lifi. Smekkurinn breytist gjarna. Þeir komast af „Róbinson Krúsó“ aldrinum og vilja heldur Tarzan, kúrekasöigur eða spennandi indíánasögur. 2. Ævintýri og hetjudáðir. Börn og fullorðnir eiga sér ætið ákveðnar fyrirmyndir m"ðvitað eða ómeðvitað. Okkur lang»>' xil þess að líkjast þess um persónurn, sem við höfum annað hvort lesið um eða séð með eigin aug um. Og þegar bezt tekst til höfum við bæði lesið um þær og séð þær síðan í raunveruleikanum. Unglingar velja sér gjarnan fyrir- myndir líka. Stundum íþróttastjörn- ur, popstjörnur, stjórnmálamenn og aðra, sem þá langar að líkjast. Þeir velja sér líka sögur um hetjur og hetjudáðir ungra manna og kvenna, ofurhuga, sem jafnan tefla á tæpasta vaðið. 3. Frásögur um fræga menn. Ég held, að bækur í þessum flokki, hafi vaxið nokkuð að vinsældum að undan- förnu og er það vel. Ekki er nokkur vafi á þvi, að gildi slikra bókmennta er mikið og vandasamt verk að skrifa á þennan hátt fyrir unglinga. HVAÐ VIL.ÍUM VI», AÐ BÖRN LESI? Nú hef ég hér að framan talið upp nokkra flokka bóka, sem börn og unglingar kaupa helzt og lesa. Þó er það skiljanlegt, að verzlunarstjórar eða útgefendur vilja ekki nefna eða tala um þá tegund rita, sem því mið- ur er allt of mikið lesin af börnum og unglingum og mörgum þykir mið- ur. Þetta á fyrst og fremst við sorp- ritin svonefndu, þar sem efni er væg ast sagt óvandað, lélegt málfar, ósannar lífslýsingar — efni, sem Framhald á bls. 21. Reykjavíkurbréf i______Laugardagur 24. júní --- Hvað getum við gert? Hinn nýi þegn íslands, Vladi- mir Ashkenazy, ákallaði nýlega samborgara sína og bað þá hjálpar til að hafa þau áhrif, að föður hans yrði leyft að koma hingað til lands, en rússnesk yfirvöld hafa meinað honum um leyfi til þess. Flestir Islending- ar vilja áreiðanlega verða við þessari hjálparbeiðni, en fólk veit ekki hvað það getur gert. Einar Ágústsson, utanríkis- ráðherra, hefur af fullum dreng- skap lagt sig mjög fram um að hafa þau áhrif á rússneska ráðamenn, að þeir leyfðu David Ashkenazy að koma til íslands, en hann hefur ek'ki verið virt- ur svars. Með framkomu sinni við ráðherran n hafa rússnesk yfirvöld ekki móðgað hann per- sómulega, heldur íslenzku þjóð- ina, því að í nafni hennar hef- ur ráðherrann talað. Nú er spurningin sú, hvort íslendingar geta ekki látið rödd sína heyrast skýrar en hingað til, hvort við getum ekki fengið utanríkisráðherra í hendur ein- hver þau vopn, sem bíta. Og þegar að er gáð, þá Iiggja þau raunar á lausu. Rússar leggja nú ofurkapp á starfsemi sína hér á landi, og allir vita, hveor er iðja þess her- skara sendiráðsmanna, sem hér starfa. Fer ekkert á milli mála, að þeir telja þessi störf hér á landi hin mikilvægustu, enda hefur árangurinn óneitanlega orðið talsverður — og raunar leit á tímabili út fyrir, að þeim mundi takast áformin um að gera ísland vamarlaust og of- urselt rússneska herveldinu. Nú gæti almeniningsálitið veitt utanríkisráðherra styrk til þess að tilkynna Rússum, að þeim beri að fækka i sendiráði sinu til jafns við þann fjölda sendi- ráðsmanna, sem við höfum í Moskvu, og jafnframt væri hægt að takmarka heimild- ir rússneskra sendiráðsmanna til ferðalaga, eins og gert er við okkar sendiráðsstarfsmenn í Moskvu. Þetta mál mundu rúss- nesk yfirvöld skilja. Allt 1 grænum sjc Það skal játað, að þegar Ólaf- ur Jóhannesson myndaði ríkis- stjórn sína fyrir tæpu ári, var ekki vel fyrir henni spáð hér í blaðimu, en þó óraði áreiðanlega engan fyrir öllum þeim ósköp- um, sem á daga þessarar stjórn- ar hefur drifið. Enda er nú svo komið, að naumast mælir nokk- ur maður þessari stjórn bót, nema kommúnistar, sem eru ánægðir með sitt hlutskipti og mega vera það, þvi að þeim hef- ur tekizt að lama báða samstarfs floikkaná, og ráða þvi, sem þeir vilja ráða i stjórninni. Ljóst er nú orðið, að ríkis- stjórnina skortir allt þrek til þess að gera minnstu tilraun til að ráða við þann efnahags- vanda, sem stefna henmar hefur leitt yfir þjóðina, og ráðherrana skortir líka þrek til þess að játa yfirsjónir slnar og biðjast lausn ar. Siíkt þrek hafði Hermann Jónasson, forsætisráðherra fyrri vinstri stjórnar, hins vegar til að bera. Hann gaf þá yfiriýs- ingu að engin samstaða væri um lausn vandamálanna í ríkisstjóm sinni og því bæðist hann lausnar fyrir hana. Satt bezt að segja er rikis- stjórnin orðin svo skelfilega aum, að ekki getur lengur tal- izt skemmtilegt að kljást við hana. Sjálfstæðismenn vi'lja líka gjarnan, að stjórnin sifji svolít- ið lengur, svo að ekkert fari á milii mála, hvert stefna hennar muni leiða. Þess vegna þora menn varla að stugga við stjórninni af ótta við, að hún geispi þá hreinlega golunni, áð- ur en hún nær eins árs aldrin- um. Hins vegar magnast nú mjög andstaðan við ríkisstjórnina inn an stjórnarflokkanna sjálfra, ekki sízt Framsóknarflokksins, og eru ráðherrum flok'ksins ekki vandaðar kveðjurnar. Framtíð Framsóknar Þótt bréfritari sé enginn aðdá- andi Framsóknarflokksins, fer ekki hjá því, að hann eins og aðrir lýðræðissinnar hugsi til framtíðar þess flokks. Þótt stjórnmálamenn og stjórnmála- flokkar séu ætið skammaðir, byggist þó lýðræðið á þvi, að sterkir stjórnmálaflokkar starfi. Þannig hefur Sjálfstæðisflokk- urinn verið og er enn kjölfest- an í íslenzkri pólitík. En Fram- sóknarfiokkurinn hefur ver- ið annað sterkasta stjómmálaafl ið á Islandi. Aliar líkur benda til þess, að Framsóknarflokkur- inn muni tapa verulegu fylgi, næst þegar til kosningar verð- ur gengið, því að hann ber fyrst og fremst ábyrgð á því ævin- týri, sem vinstri stjórnin er. Ekkert nerna gott eitt er um það að segja, að sá flokkur fái ræki lega ráðnimgu, þannig að sú vinstri stefna, sem hann hefur fylgt undanfarin ár, lúti í lægra haldi innan flokksins o<g hanm verði á ný samstarfshæfur við aðra lýðræðisflokka. Hins vegar væri það mjög al- variegt, ef Framsóknarflokkur- inn riðlaðist, því að enginn veit, hvað upp úr þeim jarð- vegi mumdi spretta, en mikil hætta steðjar að lýðræð- inu, hvarvetna þar sem fjöldi smáflokka er, en fáir eða engir stórir. Þá sitja hrossakaup og spilling i hásætinu. En því er hér að þeirri hættu vikið, að Framsóknarflokkurinn kunni að riðlast, að innan hans eru átök nú orðin svo illvíg, að ekki eru dæmi til um stlíkt í sið- ari tíma pólitik, nema þá í kommúnistaflokkn'um. En til þess að menn télji ekki, að hér sé farið með gífuryrði, skulu nú tilfærð orð eins af áhrifamömn- um i Framsóknarflokknum, sem birtist í Tímanum 20. þessa mán- aðar. En þar segir: „1 fyrsta lagi er reynt að ranig túlka störf blaðafuiltrúans og um leið að læða þvi að les- endum, að þegar Hannes Jóns- son skrifar sem einstakling- ur og lýsir sínum skoðunum sé hann að misnota stöðu sína, sem opinber embættismaður og eyði- leggja árangur starfs síns hjá ríkisstjórninni. Þetta er sið- leysi auk rökþrotsins. I öðru lagi er reynt á ósvíf- inn hátt, að gera Hannes Jóns- son tortryggilegan i aug- um starfsmanna Framsóknar- flakksins, í augum ráðherra flokksins og ráðherra samstarfs flokkanna i rikisstjórn. Þetta er atvinnurógur auk vesæimennsk- unnar. í þriðja lagi heimta „verðir" mannréttinda og lýðræðis, að því sem þeir kalla „húsbónda- vald“ verði beitt við opinberan embættismann til að kúga niður skoðanir hans sem einstaklings. Þetta er ómengaður fasismi. Forráðamenn SUF verða ekki beðnir um að vera skoðanalaus- ir eða láta af skoðunum sínum, Áning á siiniarfeiðalagi en þess er krafizt af þeim, að þeir standi við yfirlýsingar um frjáls'lyndið, hreinski'lnina og lýðræðisástina og siðast en ekki sizt að þeir sýni þann manndóm að viðurkenna, þegar þeirn verða á jafnstórfelld mistök og SUF-siðan i timanum 15. júní var, en það gera þeir bezt með því einfaldlega að biðjast afsök unar á sama vettvangi." Svo mörg eru þau orð. Áhrif kommúnista Því miður létu forustumenn Framsóknarflokksins kommún- ista mjög hlunnfara sig, er rik- isstjórnin var mynduð. Græðgi Eysteins Jónssonar og Ólafs Jóhannessonar í að flokk- ur þeiira myndaði ríkisstjórn var svo mikil, að kommú n istum varð þegar ljóst, að þeir gætu valið úr ráðherraembættum, og þeir tóku til sín svo til öll at- vinmu- og peningamáil landsins og haifa óspart hagnýtt sér þá aðstöðu. Þeir Eysteinn og Óiaf- ur voru ekki meiri stjórnmála- menn en svo, að þeir gerðu sér ekki grein fyrir þvi, að komm- únistar voru jafn girugur í rík- isstjórn og þeir sjálfir. Þess vegna þurfti ekki að færa þeim áhrifamestu ráðherraembættin, þeir hefðu tekið við hverju þvi, sem að þeim hefði verið rétt. En þessi reginskyssa Eysteins og Óla'fs á eftir að draga dilk á eftir sér. Auðvitað mun hún fyrst og fremst lenda á þeim sjálifum og þeirra flokki, og hún hefur styrlct kommún- ista svo, að þeir standa miklu betur að vigi en vera mundi ella. Þeir hagnýta sér svo sannarlega aðstöðu sina út í yztu æsar og eru dag hvern að grafa undan samstarfsiflokikum sínum. Kommúnistum er auðvitað sama um það, þótt hér sé bull- andi verðbólga og ófremd- arástand í efnahagsmálum. Þeir vita sem er, að þeim gengur bezt að afla sér fylgis, þegar stjórn- arfarið er iélegt. Þeirra megin- takmark er að rýra það traust, sem alþýða ber til lýðræðislegra stjórnmálaflokika, og nú hafa þeir gullvægt tækifæri til að eitra andrúmsloftið innam Fram- sóknarflokksins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, og að því vinnur öll þeirra fylk ing daginn út og dagirui inn. Og nú eru kom m ú n istarn - ir teknir til við að tala um, að marka þurfi nýja efnahags- stefnu frá rótum. Þeir ætla aug- sýnilega að skapa sér sérstöðu innan ríkisstjórnarinnar, þvi að þeir sjá, eins og allir aðrir, að i hreint óefni stefnir. Þegar stjórnin svo geispar golunni, ætla þeir að segja: Sjáið þið nú, það vorum við einir, sem gerð- um okkur grein fyrir voðanum, pg vildurn þess vegna nýja efnahagsstefnu, en samstarfs- flokkarnir fengust ekki til þess að gena þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar voru. Þess vegna erum við saklausir, en þeir sek- ir. Ofstjórnaræðið Myndin, sem við blasir, er þess vegna í stuttu máli þessi: Kommúnistar sneru á framsóknarforingjana við mynd un vinstri stjórnarinnar og fengu í sinar hendur flest þýð- inigarmestu embættin. Þeir hafa notað aðstöðu sína til að styrkja fiokk sinn, og þeir hafa einbeitt sér að því að grafa und- an Framsóknarflokknum og Sam tökum frjálslyndra og vinstri manna, með góðum áramgri. Og þeir munu halda þvi áfram, þar ti'l stjórnin hrekkur upp af klaf- anum. En þar með er sagan ekki ö’ll sögð. Kommúnistar höfðu líka þau áhrif, að stjórnin fór inn á þá braut i efnahags- og fjármál- um, sem óhjákvæmilega hlaut að leiða til óðaverðbólgu og upp- lausnar. Þeim tókst að koma því til leiðar, að fjármálavaldi þjóð- félagsins væri þjappað saman og skattheiimtan stóraukin. Þeir höfðu megináhri'fin á stefnumót- unina, enda fóru þeir ekki dult með ánægju sína yfir því, að nú sigldi hraðfara til sósialisma. Kommúnistarniir hafa verið hinn sterkari aðili í ríkisstjórn- inni, og þeir hafa teymt sam- starfsflokikana með sér á asna- eyrunum til þessa dags. En nú eru þeir eins og aðrir farnir að gera sér grein fyrir óvinsældum ríkisstjórnarinnar, og þess vegna eru þeir að marka sér þá sérstöðu, sem áður var nefnd. Þeir ætla sér að afneita þeirri stefnu, sem þeir í rauninni hafa einir ráðið, því að forusta sam- starfsflokkanna hefur verið gjörsamlega máttlaus, og síðan á að núa samstarfsflokkunum upp úr þvi, að þedr séu aular og aumingjar, sem e'kki þori að gera grundvallarbreyt- ingu á efnahagsmálum til rheiri sósiálisma og fullkomnara mið- stjórnarvalds. Þess vegna beri þeir ábyrgð á óförunum, en kommúnistar ekski. Þetta er sú ömurlega mynd, sem nú blasir við forustumönn- um Framsóknarflokksins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, ef þeir eru þá ekki slegn ir pólitiskri blindu á báðum auig- um. Fasteigna- skattarnir Eitt þeirra mála, sem kommún- istar leggja megináherzlu á, er að koma í veg fyrir, að fjöldi einstaklinga eigi sitt íbúðarhús- næði. Þeir vita sem er, að á ís- landi treystir alþýða manna fjárhagSlegt sjálfstæði sitt rneð þeim hætti að koma sér upp eig- in húsnæði. En fjárhagslegt sjálfstæði borgaranna er eitur i beinum kommúnista. Þeir hafa þess vegna margsinnis rætt um nauðsyn stefnubreytingar í hús- næðismá'Ium, þannig að riki og sveitarfélög byggðu leiguíbúðir, í stað þess að borgararnir væru að bjástra við að byggja. Við S'kattalagabneytingarnar lögðu kommúnistar ofuráherzlu á tvennt. Annars vegar að þrengja fjárhag sveitarfélag- anna og færa aukið vald til rík- isins, óg hins vegar að koma á þumgbærum fasteignasköttum, sem lið í þeirri stefnu að draga úr einkaeign ibúða. Þess vegna var þannig um hnútana búið, að 'hlutdeild sveitarfélaga í bei'n- um sköttum var lækkuð um meira en héiming og sveitar- félögin þar með neydd til þess að nota heimildir til álagningar fasteignaskatta að fullu. Framsóknarmenn vo-ru fús- ir til að skerða tekjustofna sveit arfélaga, vegna þess að þeir hugðust með þeim hætti klekkja á Reykjavík, og þeim borgar- stjórnarmeirihluta, sem Rey'k- vikingar hafa valið sér. Einm af þingmönnum Framsöknarflokks- ins sagði þetta raunar berum orðum og undraðist, að borgar- stjóri skyldi ekki vita að setja ætti framsóknarmann hoimim til höfuðs, þegar borgin væri orð- in greíðsluþrota. Ábyrg forusta Reykvíkingar hafa verið svo gæfusamir að velja sér ætið ábynga forustu í borgarmálum. Þetta t hefur andstæðingum Sjálfstæðisflokksins sviðið svo, að allt viJdu þeir til vinna að geta hrundið þeim borgarstjórn- armeirihluta, sem í Reykjavik er. Þetta hugðust þeir gera með þeim hætti að þrenigja svo fjár- hag Reykjavíkurborgar, að til vandræða horfði. Framkveemdir mundu minnka, og þjónustan við borgarana, og þá væri hægur eft irleikurinn. Rikisstjórnin hefur líka öll yf irráð bankamáia og hugmyndim var að sjá til þess, að Reykja- víkurborg ætti hvergi aðgang að lánsfé, þegar eigið fjár- magn hennar þryti, vegna þess að tekjurnar væru skertar og komið í veg fyrir að gjalldskrár fyrirtækja borgarinnar yrðu í samræmi við útgjöldin. En þessi aðför að Reykjavík mun ekki takast. Borgárstjórnar meirihlutinn mun haga fram kvæmdum og útgjöldum þannig, að endar nái saman. Þess vegna tekst aldrei að setja framsókn- armanninm til höfuðs borgar- stjóra og Reykvikingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.