Morgunblaðið - 25.06.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.06.1972, Blaðsíða 28
28 ■ ........... ........ .......i..... MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNl 1972 1 '■■■ 1 ... ........ 1 ..'J .. CjjjjjO^J5XV|\| maísret fer samvizkubit eftir georges simenon að treysta því að lögum verði íramíylgt og ætla því sjálfur að jafna metin, ef mér vinnst tími tn." „Ber að skilja þetta svo, að þér ætlið að myrða eiginkonu yðar fyrirfram?“ „Áður en ég dey, en ekki fyrr en henni hefur tekizt að eitra fyrir mér. Það eru mjög fáar eit urtegundir sem valda dauða taf arlaust og erfitt að koma hönd- um yfir þær. Þess vegna mun líða nokkur tími frá þvi að mér verður ljóst að henni hefur tek izt þetta og þar til ég missi all- an mátt. Ég hef hlaðna skamm- byssu heima. Ég tek það fram, að ég hef fullt leyfi fyrir henni. Konan mín veit það, því það er langt síðan ég fékk hana. En nú er hún falin, þar sem konan mín finnur hana ekki. Hún hefur verið að leita að henni. Hún er enn að leita ...“ Annað slagið fannst Maigret ráðlegast að fara með manninn beint á læknastofuna, sem starf- rækt var á stöðinni. „Setjum sem svo, að þér fáið verki klukkutima eftir kvöld- verðinn?" „Verið óhræddur, Momsieur Maigret. Ég þekki muninn á verkjum vegna eitrunar og venjulegum meltingartruflunum. Þar að auki hef ég alltaf haft sterkan maga.“ „En þér grípið til yðar ráða, um leið og þér álítið, að yður haíi verið byrlaö eitur, eða hvað?“ „Ef ég finn að mér hefur ver- ið byrlað eitur, þá hika ég ekki.“ „Þá gripið þér til byssunn- ar?“ „Já.“ Síminn hringdi og lögreglufor ingjanum fannst hljóðin í hon- um óvenju hávær. Andrúmsloft- ið á skrifstoifu'nni var orðið þrúg andi. Allt hékk á bláþræði . . . „Þetta er Lucas.“ „Já ...“ „Ég gat ekki látið vita fyrr, af því ég þorði ekki að líta af henni á bakkanum . ..“ „Hverri?“ „Konunni . . . ég skal útskýra þetta . . . ég varð að bíða, þang- að til einn starfsman n ann a gekk hjá. Ég setti hann á vakt og kom hingað til að hringja . . . Torrence tók við af mér ...“ „Vertu fljótur að þessu. Og tal aðu ekki svona hátt. Það iskrar í tólinu..." Var Marton ljóst að samtalið fjaiiaði óbeint um hann? „Ég skil . . . jæja . . . Janvier sýndi mér manninn, þegar hann kom út úr verzlunarhúsinu . . . ég veitti honum eftirför, en Jan- vier beið eftir strætisvagni (í „Og svo . . .“ „Ég tók ekki eftir neinu, á meðan við fórum um fjöl- förnustu göturnar. En þegar við fórum yfir torgið hjá Louvre og yfir á bakkann, þá sá ég, að ég var ekki einn um að veita honum eftirför . ..“ „Haltu áfram . . .“ „Ung kona, sem elti hann líka. í þýðingu Huldu Valtýsdóttur. Ég held, að hún hafi ekki séð, mig, en ég er ekki viss . . . Hún veitti honum eftirför alveg að Quai des Orfévres og hún er enn hérna fyrir utan, nokkur hundruð metra frá inngang- inum.“ „Lýstu . . .“ „Það tekur því ekki. Þegar Torrence var tekinn við, kom ég hingað upp og bað Janvier að fara niður og athuga hvort hann kannaðist við hana . . . Hann var að koma aftur og er hérna við hliðina á mér . . . velvakandi 0 „Að láta blóinin tala“ „Hér er nú orðin lenzka að veifa blómum í tíma og ótíma. "Blóm á tónleikapöllum, flug- Völium; næst verða það senni- lega blóm á knattspyrnuvöil- um. Stundum hefur hvarflað að mér, hvort plastið, sem blómin eru höfð í, geti ekki virkað eins og segl, þannig að snörp vindhviða, t.d. á flug- velli, gæti valdið því að sá, sem héldi á vendinum, tækist á loft og færi þannig sömu leið og hann kom. Það yrði stórbrotin sjón. En í aivöru talað, má ekki láta hvern hlut hafa sinn tíma? Þessar sífelldu blómaaf- hendingar eru orðnar einhvers konatr óumflýjanlegt fargan. 3. ógúst 15 daga 18. ógúst 15 daga 1. september 15 daga 15. september 15 daga 29. september 22 daga 20. oktober 10 daga Allt úrvalsferðir að sjólfsögðu. FERDASKRIFSTOFAN URVAL Eimskipafélagshúsinu simi 26900 Ég nefni sem dærni tónleika. Maður er iðuiega í hrifningar- „stuði" eftir tónlistina og klappar af öllum lífs- og sál- arkröftum. En sjá! Augnablik- ið ankannalega er xnmnið upp; ’á sviðinu birtist unglingstetur (oftast í hróplegu ósamræmi Við aðra á sviðinu, bæði hvað snertir kiæðaburð og annað) — hampandi blómvendi. Þetta er alís ekki sagt til þess að kleklkja á neinum einum, en sem sagt, mér finnst þetta mjög klökkt. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. H. H. G.“ 0 Um kurteisi og tillitssemi Ung húsmóðir í Breiðholti skrifar: Um daginn komst ég ekki hjá að hlusta á samtal, þar sem verið var að ræða kurt- eisi barna og ungliniga og m. a. I strætisvögnum. Þar var talað um að þau sætu alltaf sem fastast og byðu aldrei fólki og konum (þá ófrísikum, hlaðnar bögglum eða með lítil böm) sæti. Þar sem ég bý í Breiðholti, veit ég að þetta er mjög áber- andi í vögnunum hinigað. En á fullorðna fólkið ekki líka sök á þessu? Ég hef margoft stað- ið upp til að bjóða sæti mitt, en aldrei verið þakkað fyrir, nema eirnu sinni, og það var gömul kona. Ef fullorðna fólkið þakkaði oftar fyrir, en fyndist þetta ekki bara sjálf- sagður hlutur, væru þá ekki líkur á, að þetta hreyttist? Það þarf ekki mikið til að sýna unglingunuim vingjam- legt bros og segja um leið hið einfalda, en stóra orð ,,takk“, til að örva þá. Ef það dugar ekki, þá hafa unglingar mikið breytzt. Á meðan verið er að tala um strætisvagnana, þá langar mig að mintnast á annað. Þegar ég hef farið í bæinn gíðan ég flutti hingað þá hef ég alltaí þurft að hafa tvö litlu bömin mín meðferðis. Það hefur aidrei bruigðdzt að vagmstjór- imm hefur alltaf skellt hurð- inni á mig eða bömin í miðri tröppunmi, jafn einu siinmi nið- ur á Hlemmi og þá voiru tveir stórir piltar á eftir mér, sem stóðu líka við dymiar og sem vagnstjórinn hefur ekki kom- ist hjá að sjá. Hvort mamn- greyið var að fflýta sér í kaffi eða annað, veit ég ekki, en þá gekk alla vega fram af mér. Nú langar mig að bera fram þá tillögu að það verði settir upp speglar við útgöngudym- ar, eins og var í gömlu vögn- unium. Þá tók maður aldrei eftir að svona kæmi fyrir. Með fyrirfram þökk. Ung húsmóðir í Breiðholti (Hrönn Giiðmiindsdóttir). SPUTTHELLUR ? — Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt. — Sáasí ROSEMGRENS \ í ; ■ ' i$. VIÐURKENNDAR 1 % : ELDTRAUSTAR 1 i‘ — fyrir kyndiklefa 1; — hvar sem eldvörn þarf : I’ — Standard stærðir ,( i * 4| j — Sérstærðir j | SÆNSK GÆÐAVARA j' VKMJIKENNING - j •RUNAMÁLASTOFNUNAX RfKISINS. E. TH. MATHIESEN H.F. SUÐURGÖTU 23 HAFNARFIRÐI — SÍMI 50152

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.