Morgunblaðið - 25.06.1972, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.06.1972, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JUNÍ 1972 drap milljónir manna í nafni kærleikans, hvernig er hægt að skýra það? Rf þú gætir skýrt það fyrir mér, væx - irðu sniilingur. En þetta leiðir bugann að ofsóknunum i Sovét- ríkjuinum nú á dögum. Ef einhver ber fram rétita og heið arlega skoðun, er hann send- ur á geðveikrahæli. í>að er kallað réttlæti. Zararnir not- uðu geðveikrahælin nákvæm- lega á sama hátt.“ Við koraum aftur að Kristi. Og Ashkenazy svaraði spurn- ingu minni svo: „Hann var engin þjóðsaiga. Hann var stað- reynd og við þekkjum lif hans af heimildum. En ég er ekki viss um upprisuna. Ef á borð- inu lægju visindatlagar sa'nn- anir fyrir því, að Kristur hefði risið upp, mundi ég auðvitað trúa því. Að segja að Kristur hafi ekki lifað er svona nokk- urn veginn eins gáfulegt og fullyrða að Lenin hafi aldrei verið uppi (Ashkenazy bros- ir): þá mundi hvina í tálkn- unum!“ Menntamálaráðherra út- nefndi Vladimir Ashkenazy sendiherra íslands í lýðveldi listanna, eins og hann komst að orði, þegar pia'nósnillingur- inn varð íslenzkur rlkisborg- ari og fékk bok Gaimards að launum fyrir framlag sitt til islenzkrar listahátíðar. En hvernig lítur þá hinn nýi sendiherra á heimi'nn? Mengunina t.a.m. sem nú er á allra vörum „Hræsnin' er versta mengun- in,“ segir hann. „Hún get- ur verið banvæn. Hún drep- ur. Fólk vill ekki endilega vera heiðarlegt. Það er erfitt fyrir mig að trúa þvi að stjórn málamenn geti verið heiðarleg- ir. Það er þvi ekkert undar- legt, þótt heimurinn sé ekki betri en hann er. Stjórnmála- mennimir ráða ho'num. Samt langar mig til að hálda í þá trú, að til séu heiðarlegar und- antekningar. En þær sanna þá aðeins regluna. Þess-ar undan- tekningar eru þó helzta von mannkynsins á akkaæ dögum. Ég trúi á einstakliniginn, frelsi hans. Vil ekki að fóliki sé breytt í plöntur, breytt úr ein- staklinigum í hugsiunarleys- ingja eins ög í Sovétríkjunum. Og þó eirnkum í landi eins og Kína. Þegar einvaldarnir og kerfið taka frelsið frá ein- staklingunum, er sagt: I>ú færð vinnu þú færð ókeypis sjúkra- og læknishjálp við gefum þér mat og pen- inga, svo að þú verðir hvorki hungraður né fátækur — o.s.frv. En þá er þess krafizt á móti að þú megir ekki hugsa, sem sagt: Þú verður að fórna mann eskjunni fyrir þessi þægindi. Á þann hátt er fólki og heilum þjóðum breytt í plöntur. Þess- ar plöntur eru vökvaðar, það er hugsað um rætur þeirra og jarðveg — en hvers vegna? Jú, af þvi vald og vegsemd stjóm- endanna eru undir þvi komin að plönturnar þrífist vel. Og helzt af öllu mega þær ekki vita, að þær hugsa ekki. Þegar nokkrir einstaklingar neita að láta breyta sér í plöntur, vita allir, hvað gerist: Þá verða til menn eins og Amalrik, Daniel, Sinyavs'ky, Solzhenitsyn . . . Þessu fólki er ýmist hótað eða þvi er stu'ngið inn í gróður- hús með nýju sniði, vinnubúð- ir, geðveikrahæli, ef það mætti verða til þess að breyta þvi í plöntur. Ég hefði einnig átt að minn- ast á unga skáldkonu, vinkonu mína, sem var sett á geðveikra hæli, eftir að hún hafði mót- mælt á Rauða torginu innrás- imni í Tékkóslóvakiu ásarnt nokkrum félögum sínum. Hún heitir Natalya Gorbanevskaya. Hún er hugrekkið holdi klætt, engum hefur tekizt að breyta henni í plöntu. Eða Sólzhenit syn. Honum er raunverulega meinað að vinna. Honum er jafnvel neitað um að vera 1 bók þeirri sem eignuð er Krúsjeff og hlotið hefur nafn- ið „Endurminningar Krúsjeffs" mi'nnist hann á Vladimir Ashkenazy og segir m.a.: „Nú hlusta ég oft á útvarp. Ferðatækið er stöðugur föru- nautur minn, þegar ég fer í gönguferðir. Það veitir mér bæði fróðleik og ánægju. Ég hef unun af þjóðlögum og þjóð söngvum. Ég hef líka ánægju af vissri tegund nútímatónlist- ar, en játa, að maður á mínum aldri er hneigðari fyrir þá hluti, sem hann vandist i æsku. Flestir útvarpsþættir eru býsna góðir, en visst magn af einskis verðu dóti mengar loftið. Ég hef alltaf sérstaka unun af því, þegar ég opna fyrir útvarpið og heyri tilkynnt, að Ashkenazy sé kom inn til Moskv-u til að halda tónleika. Ég er glaður yfir þvi, að við vemduðum hinn góða orðstir hans sem mikils píanó- leikara og björguðum fjöl- skyldu hans í réttarhöldunum. Ef til vil’l mun sá tími koma, að Ashkenazy og kona hans vilja snúa aftur og setjast að í Moskvu fyrir fullt og allt. Eða kannski setjást þau að í Lund- únum. Ég útiloka ekki þann möguleika. En hvað um það! Leyfum þeim að búa, þar sem þau vilja. Ég held tími sé kom- inn til þess að veita sérhverj- um Sovétþegni heimild til slíks. Ef hann vill fara frá landi okkar og búa einhvers staðar annars staðar um skeið, þá það. Við ættum að gefa honum slíkt tækifæri. Ég trúi því ekki, að eftir fimmtíu ára Sovétveldi eigi paradís að vera geymd bak við lás og slá.“ Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þessi orð voru skrifuð. Timinn hefur sýnt að „paradísin" treystir aðeirns á lásinn og slána. Allir vita að jafnvel faðir Ashkenazys, David, hefur ekki fengið að heimsækja son sinn og barna- börn á Islandi, þrátt fyrir þá staðreynd að utanri'kisráð- herra landsins hefur reynt að skerast í leikinn. Hann hefur ekki, þegar þetta er skrifað, fengið svar sovézkra stjórnar- valda. En Vladimir Ashikenazy hefur verið skýrt frá því að faðir hans vilji ekki koma til íslands og heimsækja son sinn og barnabörn. Um þetta hefur Vladimir Ashkenazy sagt: „Ég veit að sú fullyrðing sovézkra stjórnarvalda að faðiir minn vilji ekki koma í heimsókn til okk- ar hér á iandi er hrein og bein lygi. Stjórnarvöld i Sovétrikjunum vilja láta fólk trúa þvi að þau vilji allt fyrir alla gera, en nú standi bara á föður mínum að viija koma til íslands! Maður mundi hlæja að þessari siðlausu og barnalegu lygi, ef ekki væri um að ræða þá ómanneskjulegu og ómann- úðlegu afstöðu sem að baki býr. Ég hef sagt áður að Sovét- rikin eru land lyga og ég er sízt af öllu undrandi yfir við- brögðum þeirra og þeirri stefnu sem málið hefur tekið hingað til Þvert á móti styður þessi afstaða allt það sem ég hef áður sagt. . .“ Neðanmáls í kaflanum um Vladimir Ashkenazy í „Endur- minningum Krúsjeffs" er svo- felid athugasemd: „1 ágúst 1969 bentu sovézkir stjórnarfulltrúar á Ashkenazy sem dæmi um sovézkan lista- Menuhin og Ashkenazy á æfi ngu í Laugardalshöll. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Samtal við Vladimir Ashkenazy mann, er gæti ferðazt frjáls til og frá Sovétrikjunum. A.shke- nazy lýsti þessa staðhæfingu ósanna. Hann sagði: Þeigar op- inber sovézkur talsmaður segir, að ég ferðist frjáls milli Sovét- ríkjanna og Vesturlanda, eins og ég helzt óskaði, er það gróf og óheiðarleg rangfærsla á sannleikanum." XXX Ashkenazy safnar flugvéla- likönum, honum þykir þau skemmtileg. Þau eru mörg í stofunni hans, in'nan um bæk- ur, myndir og plötuhulst- ur. Bókaskápur Ashkenazys er alþjóðlegur eins og hann sjálf- ur. Þar eru auk bókanna minja gripir frá mörgum löndum. Þar er norskt tröH, útskorið. Þeg- ar þau Þórunn flytjast í nýja húsið, ætla þau að fá sér norskt tröll „í fullri líkams- stærð". 1 hillunum eru falleg- ir munir frá Rússlandi, hebr- esk biblía, mynd af Solzhenit- syn — „ef einhver rússneskur diplomat skyldi slæðast hing- að inn,“ sagði Ashkenazy, þeg- ar við hittumst fyrir skömmu. Svartgljáandi flygillinn bíð- ur við vesturvegginn. Hann er eins og gljúfrabúi, fullur af töfrum. Á veggnum eru stórar myndir. Af Þórunni að sjálf- sögðu, Furtwángler og Richter. Af hverju Furtwá'ngler? „Ég álít hann einn af mestu tón- listarmönnum sem nokkru sinni hafa lifað," segir Ashkenazy. „Hamn var óvið- jafnanlegur stjórnandi, sá tónlistarmaður sem að mínu viti hafur kafað hvað dýpst.“ En Richter? „Hann er einn af uppáhaldspíanó'leikurum min um. Enginn vafi er á því, að hann er einn mesti píanóleik- ari sem uppi hefur verið. Töfr- andi listamaður." Og svo er þarna einnig mynd af Rachmaninov. En hvers vegna honum? „Vegna þess að hann er eitt rússneskasta tón- skáld, sem uppi hefur verið. Fulltrúi rússneskrar tónlistar." 1 stofunni er einnig mynd af Dostojevsky: „Ha'nn er stór- kostlegur listamaður. í verkum hans er sterk trú á hið góða í manninum. Það dregur mig að honum. Hann er mikill sjálfs- könnuður í ritum sínum, og þegar ég skoða þessa sjálfskönnun, birtist mér m.a. bjartsýni sem mér geðjast að. Það hljómar kannski þver- stæðukennt í eyrurn sumra, ef ég segi að ég fi'nni aldrei til leiða eða þunglyndis, þegar ég les hann, en það er nú sarn-t svo. Hann vekur mér bjart- sýni, iyftir irnér. Frá Dostojevsky lá leiðin til Krists. Ég spurði Ashkenazy, hverjum augum hann liti höfu'nd kristindóms- ins: „Ég er ekki trúmaður," sagði hann, „ég er í senn efa- semda- og hugsjónamaður. Ég trúi á listina, að hún túl'ki mannlega tilveru betur en allt annað. Mann langar að trúa á elskuna, kærleikann. En hvemig er það hægt, eins og veröldin er? Við verðum samt að reyna, það er eina vonin. Ef boðorð Krists væru fram- kvæmd yrði heimurinn betri, héldurðu það ekki? Hann trúði á kærleikann, prédikaði ást og auðmýkt. Það er sama og allir góðir listamenn gera. Beet- hoven sagði alltaf að hann mundi verða síðastur til að krefjast forréttinda sér til handa i skjóli þess, að hann væri mikill listamaður. Kristur lagði einnig áherzlu á jafnrétti i boðskap sínum. Ég trúi á allt þetta sem hug- sjón, en hvernig er hægt að trúa á það sem staðreynd? Það getur enginn. Kristið fólk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.