Morgunblaðið - 06.09.1972, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.09.1972, Blaðsíða 2
MORGITNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1972 Skreiö á Nígeríumarkaö: Fyrsti farmurinn fer í kvöld tJTFLUTNINGUR á skreiff tU Nifferíu er nú aftur að hefjast, og- fer fyrsti skreiðarfarmurinn áleiðis þangað í kvöld. Er hér um 700 tonn að ræða, aff verðmæti milli 50 og 60 milljónir króna. Það er leiguskipið Merc Phoen- icia sem hér lestar skreiðina, og siglir það héðan beint tU höfuð- borgar Nígeríu, Laos, og siðan til Port Harcour. Bragi Eiríksson hjá Skreiðar- samiaigintu sagði í viðtali við Mbl. í gær, að þau leyíi, sem þegar hefðu borizt um innflutnirug væru fæst frá hinum gömlu við- skiptavinum íslendiniga. Margir nýir aðiliar væru nú komnir með innflutningisleyfi á Skreið til Nígeríu, en þó mætti nefna, að nokkrir hinna gömlu viðskipta- vina í Austur-Nígeríu, hefðu fengið innfliurtningsleyfi, þótt flest væru þau smá. Sagðist Bragi búast við að út- flutningi á skreiðinni yrði hald- ið áfram, en heildarbirgðir af skreið í fcmdinu sagði hann að væru nú á milli 16 og 18 hundr- uð tonn, að þessum skipsíarmi meðtöldum. Innflutningsleyfin gi'lda fram að áramótum, en Keflavíkurflugvöllur: Fjárdrátturinn náði yfir 5 ára tímabil Gjaldkerinn hefur endurgreitt 530 þús. kr. EINS og skýrt hefur verið frá í Mbl. hefur saksóknari ríkisins höfðað mál gegn gjaldkera hjá tollgæzlunni á Keflavíkurflug- velli fyrir að hafa dregið sér fé úr sjóðnm gæzhmnar. Ríkis- endurskoðunin hefur yfirfarið bókliald gæzlunnar fyrir árin 1967—1971, eða fyrir fimm ára tímabil, og hefur komið í ljós, að rúmlega 793 þúsund krónur vant ar í sjóðinn fyrir þetta tímabil. Hefur ríkisendurskoðunin nú i athugun, hvort fjárdrátturinn nái yfir lengra tímabil og hvort um meiri fjárhæðir sé að ræða í því sambandi. Viðkomandi gjaldkeri hefur endurgreitt 530 þúsund krónur, fyrst 230 þúsund til ríkisendur- skoðunarinnar þann 22. júní sl., og síðan 300 þúsund krónur til lögreglustjóraembættisins á Keflavíkurflugvelli þann 7. júlií sl. MáMð 'gegn manninum hefur verið höfðað fyrir Sakadómi Reykjavikur, þar sem maðurinn á búsetu í Reykjavík, og verður það að öllum líkindum tekið fyr- ir á næstunni, að sögn Jóns A. Ólafssonar, sakadómara, enda þótt ekki verði unnt að iijúka þvi fyrr en endanlegar niðurstöður liiggja fyrir frá ríkisendurskoð- Bragi sagðist telja líklegt að þau yrðu framLengd. Vonir stæðu þó til að hægt væri að ljúka útskipun á skreiðarbirgð- unum á næstu þremur mánu'ð- um. Að þesisum fyrsta skipsfarmi af skreið til Nígeriu, sem lestað- ur var á Vestfjörðum, Breiða- firði, Faxaflóahöfnum, Suður- nesjum og Vestmanmaeyj um, standa eftirtalin sölusamtök oig félög: Samlag Skreiðarframleið'enda, Sarrneinaðir framleiðendur, SÍS, Félag vestfirzkra skreiðarfram- leiðenda, BÚR og Venus hf. í Hafnarfirði. Lögreglan göbbuð LAUST eMr kL 16 í geer var hirinigt til lögreglumnar oig sagt að maður hefði fallið í sjóinn við Grandagairð. Lögreglumenn voru srtrax sendir til hjáilpar manninuim, en fuindiu harni hvergi. Skömmu síðar var hringt aftur og sagt áð maðurinm væri komirrn upp úr sjónum. Þráitt fyrir eftirgirennslan futndu lög- reglumenn emgan blautan msunn og var augljóslega um gabb að ræða. Þegar er byrjað að taka niður umbúnað og tæki, sem komið var fyrir í Laiigardalshöllinni vegna „einvigis áldarinnar". Var unnið að þvi af krafti í gær að rýma salinn og eins umbúnaðinn í and- dyrinu. Mynd þessi var tekin í Laugardalshöllinni í gær og sýnir, að búið er gð taka niður skiltið, sem hékk á vegg sviðsins. í sætinu við „skákborð aldarinnar“ situr Gunnar Guðmannsson, frani- kvæmdastjóri Laugardalshallarinnar. Suöureyri: Víkinga- hornin eftirsótt EINS og fram hefur komlð í fréttum áður, fengu gestirn- Ir í „veizlu aldarinnar" í Laug ardalshöllinni á sunnudags- kvöld afhend sérstök drykkj arliorn, svokölluð „víkinga- horn“, sem þeir skyldu síðan taka heim með sér til minja um „einvigi aldarinnar" og „veizlu aldarinnar“. Með því að gestimir voru um 1200 og til voru 1600 drykkjarhom, átti þama ekki að verða um neitt vandamál að ræða. Annað varð þó uppi á temimgnum, þvl að „eftir- spmmin“ varð greinilega meiri en framboðið. Munu margiir hafa farið þamnig að, að þeir fóru tvisvar sinnum — kannski oftar — að matar- borðinu og létu afhemda sér nýtt horn í hvert sinn. Varð þetta til þess, að sumir fengu ekkert hom og undu að von- um illa við sinn hlut. Eftirfarandi atvik sýnir vel sðfnumaræðið, sem ríkti og „heiðarleikann" í þeim við- skiptum. Eftir að veizlunni lauk og gestir voru almennt famir að tygja sig til brott- ferðar, settist Fred Cramer, einn af aðstoðarmönnum Bobby Fischers við skák við borðið uppi á senunni og tefldi nokkrar hraðskákir. Þegar hann stóð upp aftur og ætlaði að taka „víkingahom" sitt, var það horfið og fannst hyergi. Varð Cramer að fara tómhentuir heim. Pilturinn staðinn að morfínnotkun Sjö morfínsprautur fundust viö leit í herbergi hans Fjöldi taugataflnanna jafnvel talinn vera 5-6 þús. stykki YFIRHEYRSLUR fóru fram á ísafirði í gær yfir þremur pilt- um sem handteknir voru í fyrra- kvöld og fyrrinótt á Suðureyri vegna aðildar sinnar að tauga- töflumálinu sem upp hefur komið þar á staðnum, og kom fátt nýtt fram í málinu. Halda tveir pilt- anna ennþá fast við fyrri fram- burð sinn um að þeir hafi stolið taugatöflunum úr apótektnu i sjúkraskýlinu á Þingeyri, en héraðslæknirinn þar lýsti því hins vegar yfir í gær, að engum töflum hefði verið stolið úr apötekinu. Þriðji pilturinn, sem yfirheyrður var, var handtekinn á Suðureyri í fyrrinótt, er lög- regluþjónar frá ísafirði geirðu húsieit í tveimur íbúðum ver- búða þar á staðniim, og var hann undir áhrifum morfíns. Við leit í herbergi hans fundust 7 mor- fínsprautur, og viff yfirheyrsl- urnar i gær báru piltarnir, að þeir hefðu keypt þær í apótek- inu á Ísafirði. Mbl. hefur það hins vegar eftir heimildum á Síldveiöiskipin í Noröursjó: Selt fyrir 16 milljónir kr. ALLS seldu 23 sildveiðiskip afla sinn í Danmörku og Þýzkalandi vikuna 28. ágúst — 2. september. Samtals var aflamagnið 1456,7 lestir og verðmæti aflans í ís- lenzkum krónum voru rúmar 16 milljónir. Meðalverð pr. kg. af afla var 11.07 krónur. Hæsta söluverð í vikunni fékk Börkur frá Neskaupstað. Hann seldi 81,4 tonn i Danmörku fyrir 1.301.798 krónur og var nieðal- verð aflans 15,99 krónur. í gær seldi svo Súlan EA 80,5 lestir af sild í Skagen á 1.041.292 kr. og Magnús NK seldi í Hirts hals 34,7 tonn af síld á 436.665 kr. og 17,3 lestir af bræðslusíld á 83.579 kr. Á mánudag seldi Hrafn Svein- bjamarsoti GK i Bremerhafen 55 lestir af makríl fyrir 544.964 kr. Suðureyri, að grunur leiki á um að morfínspraiitumim hafi verið stolið úr sjúkrakassa báts þess, sem piltamir voni sjómenn á, og við leit í koju eins þeirra í bátnum fundust tvær töflur, sem taldar eru vera ópíum og einnig Framhald á bls. 27. Hamranesmáliö: Mikilvægt vitni erlendis SAKADÓMSRANN SÓKN Hamranessmálsins, sem staðið hefur í um 6 vikur, hefur nú tekið nýja stefnu, eftir að rann- sóknarlögreglan í Hafnarfirði og bæjarfógetaembættið fengu nýj- ar upplýsingar um málið. Ef þær reynast réttar, getnr það ráðið úrslitum um niðurstöður málsins, að sögn Sigurðar Halls Stefánssonar, fulltrúa bæjar- fógeta, í viðtali við Mbl. í gær. Til að sannréyna þessar upp- lýsingar, þarf að yfirheyra ákveðinn mann, sem er erlendis og hefur lögreglan í viðkomandi landi verið beðin að hafa upp á honum. Verður síðan tekin ákvörðun um það, hvort rann- sóknarlögreglumaður verður sendur utan til að yfirheyra manninn eða óskað eftir því að maðurinn verði framseldur is- lenzkum yfirvöldum. — Áður en þessar nýju upplýsingar fengust, var rannsókn málsins komin í strand, þar sem óræk sönnunar- gögn skorti. Fámennt hjá Alþýðu- bandalaginu ALÞÝÐUBANDALAGIÐ í Reykjarik hélt í fyrrakvöld fund um landhelgismálið í Háskólabíói. Ræðumenn á fundinum voru Ingvar Hall- grímsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunarinnar, <Iónas Árnason, alþingismaður og Lúðvík Jósepsson, sjávarút- vegsráðherra. Fundurinn var vel auglýstnr á útsíðum Þjóðviljans yfir helgina og auk þess sagt frá honum i fréttum sjónvarpsins á mánudagskvöld. Fundiir þessi var fámennur og voru í hús- inu kl. 21, er hann átti að hefjast um 150—200 manns, en um 3—400 manns, þegar hann loks hófst um kl. 21.20. Norðursjór: Sjö bátar á heimleið SlLDVEIÐIBÁTARNIR af Norðursjávairmiðum eru nú margiir hvefrjir að halda heim á leið, og eru þegar 8 bátar hættir veiðum og komn i r heim. Þá eru sjö bátar á leið- inni tfl liandsins, 018111 Ámi RE, Skinney SF, Jón Kjartans son SU, Börkur NK, Heiriiil' SU, Ásberg RE og Héðinri ÞH. í gær voru því eftir 22 bátar við veiðar á Norðursjó. Nokkrir bátar hafa koriiið heim, en haldið áftur á Nórð- ursjávarmið eifitir stutta vlð- dvöl hér .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.