Morgunblaðið - 06.09.1972, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.09.1972, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1972 15 ÖNNUR GREIN Alþjóðleg höfuðborg — þar sem hvorki er barizt um völd né kennisetningar Kjötfjall. Miinchen, ágúst. Olympíiuelduriinn og íslenzki fáninn eiga vei saman. Getur ekki þessi eldur brætt hatrið í heimin- um, unnið á soranum? Eins og kvöld só®n bræðir skýin og glóðin hverfur hægt og siígandi undiir sikógana. Suður-Þýzkaland er fallegt og vinalegt land. Og fólkið kemur á óvart, ekki sízt þeim, sem alinn var upp við aðdáun á bandamönnum I heimsstyrjöldinni og nærðlst árum saman á kvikmyndum, sem aldrei lýstu Þjóðverjum öðruvísi en sem skepnium. Margt hefur gerzt frá þvi Mtill drengur i Vesturbænum átti þá ósk heitasta að geta fært rauða fán- ann á kortinu, sem hékk uppi á vegg í sikrifstofu föður hans, vestur á bóg- inn. Þegar ég var síðast á ferð hér í ÞýZkaltandd, öl ég í brjósti þann ótta, að Þjóðverjar hygðu á hefndir, og þá ekki Sízt, ef Rússar héldu áfram að ýfa upp hryllilegar minningar. Ekkert hef ég séð á Olympíu- lei'kunum hér, sem styrkiir þennan grun. Þvert á móti. Stefna Willy Brandts hefur verið skynsamleg, þó að ekki séu alir sammálla um það, og Rússum hefur tekizt að hefta hat- urshugirin sem þeir hafa borið — og það ekki að ástæðulausu — til Þjóðverja. Allt stefnir þetta því í rétta átt. Samt eru blikur á lofti. Það vakti t.a.m. athygli hér, að þutarinn, sem lýsti opnun Olympíuleikanna í Moskvusjónvarpinu þagnaði skyndi- lega, þegar fuMtrúar Aibanta, Isra- eLs, Kambódíu, S-Víetnams, S- Kóreu, Formósu og Portúgaíls gengu inn á ieikvanginn. Ef leikarnir hefðu verið haldnir í Lundúnum þessu sinni hefði brezki fréttaskýrandinn skyndiiega átt að verða méllaus, þeg ar fulltrúar íslands gengu inn á leik vanginn. Mikið megum við þakka for sjóninni fyrir, að leikarnir skuilt vera haldnir hér i Þýzkalandi. Rússar ætlast til að þeir fái að halda næstu Olymptaleika í Moskvu 1980. En þá verða þeir áður að hafa lært að skilja milli iþrótta og stjórn- mála. Hér má skjóta þvi inn að enginn stjórnmálamaður siðustu ai'dar sýndi jafn eftirminnilegan Skiln'ng á sá'lfræði þjóða og Bismarek jám- kansleuri, þegar hann neitaði að fara siigurför inn í blæðandi hjarta Aust urríkismanna eftir sigur Prússanna. Þessu hafa Austurrikismenn ekki gleymt enn í dag. Vinátta þeirra og Þjóðverja er mikil, þó að hvorugur viti hinia raunverulegu ástæðu. Bf allir stjórnmálamenn hefðu sálfræði skilning járnkanslarans væri öðru- visi uimihorfs í heimimuim. Banda- rikjamenn sýndu óvenjulegt um- burðarlyndi, þegar þeir hjáipuðu Þjóðverjum að reisa ÞýZkaland úr rúst. Að þvi býr heimurinn enn. En Bandaríkjamönnuim hiefur ekki tekizt eins vel upp á siðkastið að sann- færa heiminn um sitt lýðræðislega hjartalag, enda er við jötna að eiga. Olympíuleikarnir hér í Múnohen eru ekki sjónarspil fyrir einn eða neinn Hitler, þeir bera aðeins vitni yfirburðaverkkunnáttu Þjóðverja, út sjónarsemi og skipudagsgáfu. Þetta er ekki a.m.k. ekki aillt, verk raf- eindaheila, heldur á smiðshöggið ræt ur í mannshuganum, þaðan seim snii'Id Goethes, Beethovens og Moz- arts kom eiins og fyrir guðlega ákvörðun. Olympíuþorpimu þarf ekki að lýsa, svo mjög sem um það hefur verið rætt. Úr miðri Múnchen er um 15 minútna lestarferð þangað. Frank- furter Allgemeine Zeitung segir, að þetta þorp sé gestgjiafi alls heims- ins. Það má líka segja með nokkrum sanni. Múnchen er um þessar mund- dr alþjóðleg höfuðborg, þar sem hvorki er barizt um völd né kenni- setningar, heldur sótzt eftir sigri í anda grískrar menningarerfðar. Og þó förum við ekki varhtata af póli- tíska heimisbröltinu hér í dympíu- þorpinu. Þegar norðurjkóreanski her maðurinn Ho Jun Lee, „hinn óþefekti sigurvegari", eins og blöðin kölluðu hann, hlaut gullverðliaun fyrir eitt- hvað, sem ég man efeki hvað var, sagði hann blákalt eins og góðum trú manni sæmir: „Ég he<ld að ég eigi sig ur minn að þakka ást og forsjá leið togia okkar, Kim II Sung“ — en hann er, eims og kunnugt er, sonur sólar- innar, enda veit enginn í hverju hún er að snúast á nóttunni. Kim H Sung — það er munur að eiga slíka for- sjón. Og þá er loks komin skýring á því hvers vegna við Islendinigar höfum aldrei fengið guilverðlaun á Olympíuleikum. En litlu munaði, þeg ar Villhjálmur fékk sfflfirið í Ástraliu. Það var vel af sér vikið. Hann hefði áreiðanlega stofekið upp á gullpali- imn fyrir Kim II Sunig. Þjóðverjar eru ekkert frábrugðn- ir öðrum þjóðum í þvi að þeir fagna og gileðjast yfir velgengni sinna manna. Þannig má oft sjá í blöðun- um fyrirsagnir eins og þessar: Silb- er, endlich die 1. Medaille — eða: Deuitsohland: Vielie schöne Siegé am ersten Tag. Og svo tetar Bfflid am S. upp þessa „fögru“ sigra: Knatt- spyrnumenn okkar sigruðu MaiasSu, 3:0; við uinnum mikinn sigur yfir Belgum í hokkí; ræðarar ofekar voru fyrsta fliokks; „unsere“ alls ráðandi. En Svíar og Pólverjar fá rúsínuna í pylsuendanum: „Þeir hluitu fyrstu gullverðlaunin", segir í minnstu und irfyrirsögninni. Hvort sem þjóð er smá eða stór sér hún allt gegnum eitt hvert skráargat eða sérstök þjóðar- gleraugu, ef marka má blöðin. Þjóð- verjar eru sannarlega engin undan- tekning frá þeirri reglu. Og ekki við heldur. Samt held ég ekki að við gætum gengið eins langt og þegar Berlingatíðindi af öilum blöðum sló upp yfir þvera forsíðuna: Dani hand tekinn í Afriku! Stórblað, hvað er það? Pappír, stafir, orð; kainnslki bara skráargat, hver veit? Það eru svo fá ir sem hafa víðan sjónhring á vor- um dögum. Það er ekkert, sem ger- ir þjóð stóra, nema einstaklingurinn. Sá sem skarar fram úr. Sá sem höndil ar eilífðina í andartaki síns skamm- vinna Mfs. Ekki einu sinni þessir brjáluðu Hitlerar, sem allt gera í nafni „þjóðar sinnar". Þjóðverjar eru yfirtak hamingju- samir yfir þeirri aðdáun sem Ol- ympíuþorpið vekur. Og þeir hafa ekkert á móti þvi að heyra íþrótta- leiðtogia fullyrða að opnunarhátlðin hafi verið svo stórikostlegt að allt annað falíi í skuggann, Mexikó, Tókíó. . . Þeir eru ánægðir yfir þvi að eiga „höfuðborg heimsins" hér i Múnchen. Ég hef orðið að leita í blöðunum frétta af heimsmeistaraein víiginu I Skák heima í Reykjavík eins og að nál i heystakk. Einhver tíð- indi hafa þó alltaf komið í leitirnar. Ein og ein frétt birtist um landhelg- ismálið og þá aðeins í blöðum eirts og Die Welt og Frankfurter Allge- meine. í einni fréttinni af skákein- víginu í einhverju þessara drasl- blaða, eins og tz eða hvað þau nú heita, var sagt frá einvíginu, en ekiki minnzt á sjálfa keppnina, heldur fjölluðu þessar tiu línur um það að Fox hefði stefnt Bobby Fischer og krafizt 1,75 millj. dala skaðabóta. Og Fox sem var svo barnslega saklaus í andlittou og viðkunnanlegur í við- ræðum. Hann skyldi þó ekki bera nafn með rentu? Eða ætlaði hann virkilega að græða 180 milljónir króna á sniligáfu Bobbys? Auðvit- að mátti Fox græða, en fyrr má nú rota en dauðrota. Og hann á svo sannarlega skilið að komast felafek- laust út úr þessu, en hann getur ekki gert Bobby að öreiga. Bobby mundi kunna því illa, ef hann ætti eftir að ganga undir vígorðinu: Ör- eigar allra landa sameinizt! Og Fox sem hafði svo ágætt and- lit og bros sem mtonti á allt, nema peninga. Heimurinn hugsar ekki al'itaf með heilanum, heldur í stórum fúlgum. Ef hann hugsar þá nokkuð, ég veit það ekki. Fyrir fjórum vikum var engu lí'kara en aliir blaðamenn heims væru saman komnir í Reykjavífe, hún væri orðin höfuðborg heimsins. Nú gerist þar helzt ekkert, ef mairika má blöðin hér. Svona er nú þesisi eina og sanna tólg: frægðin — þessi vindur sem Prédifearinn talar um. Ég hef hitt margt frægt fólk, en fáa sem hafa heyrt þessa fræga fólfes getið. Hvílík sorptunna er nú þessi heimur í aðra röndina. Óupplýstur, og samt geta flestir nú orðið stát- að af þó nokkurri menntun. Ég held næstum því að fsland sé eina land- ið í heiminum, þar sem hægt er að vera heimsfrægur. Hvað sem um okkur má segja, þá erum við efeki óupplýst þjóð. Að minnsta kosti ekki áberandi óupplýstir. Hvar í heiminum annars staðar en á Islandi væri hægt að gefa út svo menningar legt sunnudagsblað sem Lesbók Morgumhlaðsins og vera samt viðlesn- asta blaðið! Blöðto lýsa ekki að- eins þeim, sem starfa við þau, heldur og fólkinu, sem kaupir þau og les. Nóg um það. Oiympíuþorpið er ekki aðeins veruleiki, he’ldur einnig áþreifanlegt ævintýri. Það var ekki reist átaka- laust. Þar voru mörg sérvitur Ijón i veginum. Margir hafa rifizt, sumir staðið á pólitísku öndinni. Það voru eimhverjir kiarlar, sem enginn man iengur eftir. Þegar Heinemann for- seti setti leikana, var hann alvarleg- ur á svip: blöðin segja að hann hafi Framh. á bls. 19 Merkisberi Mongólí (iiuanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.