Morgunblaðið - 06.09.1972, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1972
Minning:
Finnur Sigurðsson
múrarameistari
HANN lézt snögglega að heimili
sínu hér í bæ 30. ágúst. Með
honum er horíinn úr dagsins
önn einn minn bezti vinur, er ég
hafði um 30 ára skeið átt meiri
og minni samskipti við og einn
af þeim fyrstu sem ég kynintist
við komu mína í Stykkishólm.
Kctn þar ýmislegt til og sérstak-
lega þó hans létta lund, glað-
værð og góðlátleg glettni sem
jafnan fylgdi honum. Ég minn-
ist hans sérstakleiga í undirbún-
ingi árshátíða, sem þá voru tíð-
ar í Hólminum, en þar var hann
drjúgur að leggja til efni sem
kom öllum í gott skap og fumd-
vis á hið spaugilega í hinu dag-
lega Hfi. Sömdum við því margt
saman og alltaf fannst mér eins
og litla húsið þeiira Magðalenu
og Finns sem stóð í miðju þorp-
inu hefði yfir sér sérstakan æv-
t
Faðir okkar,
Guðni Jóhannesson,
lézt að Hrafnistu þann 4. sept-
ember.
.Jóhann, Sigrún, Þorgrímur.
t
Bróðir okkar,
Óskar Þórðarson
frá Brekkuholti,
andaðist i Landspítaianum
3. þ.m.
María Þórðardóttir,
Ingvar Þórðarson.
intýraljóma og spor mín lágu
þangað oft í erindisleysu. t>að
var srvo margt sem dró mig þar
að. Þessa sögu hafði fjolmangur
að segja. ÁHtaf stóð opið hús
og þau hjón sérstaklega samheint
og góðir gestgjafar. í starfi var
Finnur ötull og í viðskiptum
áreiðanlegur. Hann haifði í æsku
numið þær dyggðir er jafnan
fylgdu honum og studdiu að gæfu
hans og gengi. Upp úr mi'killi fá-
tækt brauzt hann til bjargálnia og
kunnd vel að meta og þakka.
Fimnur var félagslyndur og
góður málafylgjumaður. Því sem
hann vissi sannast og réttast
fylgdi hann direngilega fram.
Honum voru falin mörg trúnað-
arstörf. Hann sat í hreppsmefnd
og var oddviti hennar um skeið.
í samtökum iðnaðarmanna var
hann lengi í forystu og þar sem
annars staðar lagði hann það
eitt til mála sem hamn taldi til
gagns og blessunar.
Finnur var Dalamaður að
uppruna. Foreldrar hans Jó-
hanna Saliómonsdóttir frá
Stakkabeirgi og Sigurður Jóhann
esson atf Skarðsströnd voru bú-
andi hjón á Kvenhóli er Finnur
fæddist 8. júni 1905. Hann var
einn af 6 bömum þeirra hjóna
og sá sem lengst af þeim lifði.
Ungur íluttist hann með foreldr
um sinum að Sellómi í Stykkis-
hólmshreppi og síðam í kaup>tún-
ið þar sem hann dvaldi og vann
sinmi byggð til æviloka. Um
t
Konan mín,
Erna Hallmundsson,
andaðist að heimili okkar
5. september.
Guðmimdur Hallmundsson.
t
Eiginkona mín og móðir okkar,
Asbjörg una björnsdóttir,
lézt í Ríkisspitalanum, Kaupmannahöfn, þann 4, september.
Ketill Ólafsson og börn.
t
Otför eiginmanns míns og föður okkar,
VALDIMARS BJÖRNSSONAR,
Grundarstíg 11, Ytri-Njarðvík,
sem andaðist 28. 8., fer fram frá Keflavíkurkirkju, laugardaginn
9. 9. klukkan 2 eftir bádegi.
Þeir, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlegast bent á
fíknarstofnanir
Sigriður Árnadóttir,
Ámi Valdimarsson, Hörður Valdimarsson,
Margrét Valdimarsdóttir,______________Bima Valdimarsdóttir.
Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og vinarhug
við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður og afa,
GUÐMUNDAR JÓNSSONAR,
fyrrverandi skipstjóra,
Kirkjubraut 21, Akranesi.
Hóhnfríður Ásgrímsdóttir,
Sævar Guðmundsson,
Ingibjörg Guðmundsdóttir,
Kolbrún Guðmundsdóttir,
Ásgrímur Guðmundsson,
Jónína Guðmundsdóttir,
Barði Guðmundsson,
Gréta Gunnarsdóttir,
Davið Friðriksson,
Bernharð Sveinsson,
Ingibjörg Guðmundsdóítir,
Björgúlfur Einarsson
og bamabörn.
skeið vamn Fininur að Korpúlfs-
stföðum. Þar kynntist hann sinni
elskulegu konu Magðalenu Hin-
riksdóttuir, húnvetnskri a® ætt, en
hún var ein atf mörgum á því
stóra og glæsilega búi Thors Jen
sen. Minminigar þeirra hjóna s'íð-
ar um veru sína þar voru þeim
kærar og var gamaai að heyra
þau segja frá því tímabilí í 14fi
þeirra.
Magðalena og Finnur eignuð-
ust tvo drengi sem báðir eru bú-
settir í Stykkishólmi, annar fet-
ar þar i fótspor föður síms S
múraraiðn, en hinn rekur þar
myndarlega verzlun. Fimmur rak
ti-1 dauðadags Pipugerð Stykkis-
hólms, og eins m-úraraiðn og
hafði löngum sömu mönmum á
að skipa sem sýndi glöggt að
þeir kunnu vel að meta góðan
húsbónda. Finnur vamdaði bæði
til vinnu og firamiei'ðslu og allar
framfarir og tækmi á sviði sinn-
ar iðnar var hann fljótur að til-
ein'ka sér ef hann var sanntfærð-
Ur um að þær væru til bóta. —
Seinustu árin átti Finnur við
van'heilsu að stniða og sömu
sögu var að segja um konu hans.
Ekki varð þó slíkt merkt af fasi
hans og framkomu. Glaðværð
og góðuim huga hélt hann til
hinztu stuedar og daginn áður
en hann lézt kom hann við hjá
mér, hreyfði þá sem endranær
hinum glaðværu stjrengjum og
fór ekki hjá að við mimntumst
skemimtileigira atvika fyrri
stunda. Þótt ég vissi að Finnur
gekk ekki heill til skógar kom
amdlát hans mér mjög á óvart
og leið það kvöld án þess ég
áttaði mig á hvað gerzt hefði og
hvort ég þyrfti að trúa þessum
umskiptum. Þess vegna er mér
mikill tregi í huga þegar ég
hripa þessar fáu límur á blað i
minninigu mins ágæta vinar. —
Hann var hamingjusamur mað-
ur og ég var heppimn að kynm-
ast honum niáið og deila Viö
harnn geði. — Milli fjölskylxlna
okkar var stenkur þráður sem
aldrei slaknaði á. Á mörgum
gleðistundum í lífi fjöQiskyldu
minnar voru þau hjón viðstödd
og mú seinast í vor við fermingu
yngsta barns okkar. Það var
ánægjulegt að fá þau hjón í
heimsókn.
Magðalena á nú á bak að sjá
góðurn maka og sérstökum föru-
nauti. Þess vegna finn ég svo
glöggt að á hennar herðar er
mi'kið iagt og sérstaklega þegar
tekið er tillit til þeirra veilkinda
er henni hafa mætt. Hitt veit ég
svo að hún er veiruilega sterk
kona. Hún þekkir lífið og hún
þekkir Mka vel hvaðan hjálpin
kernur, sú varanlega hjálp og
blessun, þegar í nauðir refcur og
eins á degi gleðinmar. Fjársjóður
hennar og fjölskyldu hennair er
Mka í þvi falinn og honum fær
hvorki mölur né ryð grandað.
Efst í huga miínum á kveðju-
stund er þakfclætið fyrir að hafa
kynnst göðum dreng. Vissam um
að leiðir okkar liiggja saman á
ný, slær bjairma á eilítfðarbraut-
ina. Því kveð ég vin minn kærri
kveðju og þakka gengin spor.
Ástvimum hans bið ég allrar
blessumar vitandi að góður guð
leiðir þá, venndar og styður.
Ámi Helgason.
Minning:
Júlíus Guðmundsson
Fæddur 23. júlí 1894.
Dáinn 11. júlí 1972.
Jarðaríör Júlíusar Guðmunds-
sonar, trésmiðs og fyrrum skip-
stjóra, Klapparstíg 13, Reykja-
vík, var gerð frá Fossvogskirkju
19. júií sl. að viðstöddu fjöl-
menni.
Hann var fæddur að Brekku í
Dýratfirði, kominn atf sterkum
vestfirzkum bændastofni. For-
eldrar hans voru merkishjónin,
Guðmundur Jensson, bóndi og
sjósóknari og koma hans, Jónína
Jónsdóttir. Böm þeirra hjóna
voru tíu, sem upp komust.
JúMus ólst upp í foreldrahús-
um og vandist fljótit öllum heim-
ilisstörfum eins og þá var venja,
eftir því þroskaskeiði sem færð-
ist yfir hann.
13 ára gamall fór hamn í
skipsrúm með föður símum og
gerðist brátt athafnasamur og
duglegur við sjóinn. Hanm varð
fljótrt heillaður af hafinu, storm-
um þess og gný. Þar var gott
að vera, hátt til lofts og vítt til
veggja.
Árin liiða, og fuHur æskutfjörs
fer Július í Stýrimannaskólann
og lýkur þaðan prótfi með skip-
stjóraréttindum, þá 23ja ára að
aldri. Upp úr því gerist hann
mikill sjósóknari, ýmist sem há-
seti, stýrimaður eða skipstjóri á
ýmsum skipum er þá geinigu firá
Þinigeyri. Fyrstu árin er hann
skipstjóri þar á seglskipi, er hét
Fortuna, og þótti góður farkosrt-
ur á sikútuöldinni, er þá var að
Mða undir lok.
Júlíus var farsæll sjómaður og
trúhneigður. Sjálfur trúði hann
því, að með sér væri dulin hjálp-
arhönd eða kraftur, sem stýrði
buga hans og hönd, er við lá, og
það var þessi hjálparhönd, sem
eitrt sinn bjargaði skipi og skips-
höfn Júlíusar frá sitrandi, er
hann stóð í fangbrögðum við
srtórsjóa og blindhrið og ártti að-
Hjartamlega þökkum við
skyldfólki og vinum, sem
sýndu okkur hlýhug og vin-
áttu við lát
Laufeyjar Grímsdóttur,
Laugavegi 143.
Otförin fór fram í fyrrþey
samkvæmt ósk hinnar látnú.
Steingrímur Guðmundsson,
Steingrímur Kristjónsson,
Laufey Kristjónsdóttir,
Sverrir Þórólfsson.
eins srtutt farið í kletta og brot-
sjóa, er rofaði til.
Eftir að Júlíuis hefur flutzt til
Reykjavíkur árið 1937 srtundar
hann sjómennsku enn uim skeið.
Sem skipstjóri fór hann sflna síð-
ustu sjóferð til Englands á
stríðsárunuim. Margir fengu þá
vota gröf í þeim ferðum, en Júli-
us sigl'di sinu skipi heilu í höfn.
Júlíus var ekki við eina fjöl-
ina felldur. Hann var mikill hag-
leiksmaður. Þegair hann vegna
sjúkleika varð að yfiirgefa sjóinn,
gerisrt hann smiður hjá Trésmiðj-
unni Víði og vann þar 24 síðusrtu
æviárin, þar sem hann ávann
sér traust og virðimgu, enda
var vinnugleðin oig trúmennskan
honum í blóð borin. Júltíus. var
maður friður sýnum, vel gefinn
og glaður í vinahópi. Hann var
og lika ágætis heimilistfaðir og
gæfumaður í sínu hjónabandi.
Hann kvæntist 1921 eftirlifandi
ágærtis kionu, Sigríði Jónsdóttiur.
Þaiu eignuðusrt 6 myndarbörn,
sem öll eru á lítfi, en þau eru:
Bára, ÓMna Sigríður, Jón Hólm-
steinn, Guðmumdur, Jónína og
Guðrún Raignheiður.
Með þessium orðum kveð ég
þig vinur með þökk fyrir allt,
siem þú varst mér og bið guð
alföður að blessa þig og ástvimi
þína.
Sigmundur Jónsson.
Þingeyingar styðja
landhelgissöfnun
EFTIRFARANDI samþykkt var
gerð á aðalfundi Búnáðarsam-
bands Suður-Þingeyinga 1. sept-
ember s.I.:
„Aðalfundur Búnaðarsambands
Suður-Þingeyinga haldinn á Iand-
lielgisdaginn, 1. september 1972
að Laugum í Reykjadal, lýsir full
um stuðningi við stetfnu Alþing-
is og rikisstjóriiar í landheigis-
málinu og skorar á alla bændur
landsins að láta sinn hlut ekld
eftir Iiggja í hinni almennu f jár-
söfnim til stuðnings landhelgis-
gæzln Islands.
Er fundurinn þeiss fullviss, að
órofa samstaða íslenzkn þjóðar-
innar allrar í þessu mikla hags-
munamáli megi færa fullan sig-
ur með sæmd til hagsbóta fyrir
allar fiskveiðiþjóðir við Norður-
Atlantshatf."
Fréttaritari.
Herferð gegn reyk-
ingum hafin
ÁFENGIS- og tóbaksverzlun rík-
isins hefur nú hafið skipulega
auglýsingastarfsemi í fjölmiðl-
nm til að vara við hættu af völd
um reykinga. Sem kunnugt er
samþykkti Alþingi á sínum tima
að heimila að tveim þúsundustu
hlutum af sÖIuandvirði vindlinga
skyldi varið tö áróðurs gegn
reyliingum.
Nú hefur þessi herférð verið
skinniilöpið í samviinnn við Krahha
meinsfélagið og Hjartavemd, og
sagði Jón Kjartansson, fbrstjóri
ÁTVR I viðtaM við Morgunlbteðið
í gær, að sennilega yrði bundruð
um þúsunda króna varið í þessu
skyni, en endanleg upphæð lægi
ekfci fyrir nú. Jóm saigði, að of
smemmt væri að seigja til uim
hvem árangur þessi herférð
mundi bera, en saigðist þó tel'ja,
að vimdlmgureykki'gar hefð'u að
undantförnu nakkiuð minnkað.