Morgunblaðið - 06.09.1972, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.09.1972, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MTÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1972 27 Dansleikur — til styrktar lömuðum og fötluðum HL JÓMS VEITIRNAR Trúbrot, Náttúra, Svanfríður, söngfélag- arnir Magnús og Jóhann og þan Kristín Liliiendahl og Jónas Þór gangast í sameiningu fyrir dansleik í Tónabæ í kvöld og verður öilum ágóða af honum varið til að styrkja starfsemi Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra í Reykjadal í Mosfellssveit, þar sem reknar eru sumardval- arbúðir og heimavistarskóli. Dansleikuriniíi stendur frá ld. 8 til kl. 1 og er aldurstakmarkið miðað við, að aðgang fái þeir unglingar, sem fæddir eru árið 1956 eða fyrr. Aðgangseyrir er — Fox Framhald af bls. 28. sér I íslenzkum krónurn. Fox kvaðsit þá hafa tekið við ávísun- inni aftur og í stað hennar skrif- að aðra að upphæð 900 dalir, stíl- aða á Guðmund. Hefði hann ætl- að að fá ávísuninni skipt I banka. í bankanum hefði honum hins vegar verið synjað um að fá ávtsuninni skipt, þar sem engin trygging væri fyrir innstæðu á réikningnum 1 New York. „Ég bað þá að hringja í bankann minn í New York, til þess að gamga úr skugga um það,“ sagði Fox. „Ég bauðst jafnvel til að borga fyrir þá simtalið, en þeir neituðu mér um það og sögðust myndu senda fyrirspum um það á telex. Við það sat og Guðmund ur hélt ávísuninnd. Ég get ekki að því gert hversu seinvirkt bankakerfið hér er." 200 krónur og rennur óskiptur til Styrktarfélagis lamaðra og fatlaðra, því að Tónabær gefur eftir öll leigugjöld, al'it starfs- fólkið gefur vinnu sína og állur annar kostnaður hefur verið felldur niður. Gestabók mun liggja framimi í anddyri Tóna- bæjar og er ætlazt til að allir gestir dansleiksins og þeir, se*m leggja vinnu sáina eða annað af mörkum, skrifi nafn sitt í bók- in'a og mun hún svo verða látin fylgja þeirri peningaupphæð, sem safnast, til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. og maðurinn hefur ávdsunina í höndunum. Ja, — • hvað skyldi gerast á morgun." Þá hafði Mbl. tal af Sigurði Gizurarsyni ilögfræðingi Fox og fékk þær upplýsingar, að srm- reikningur sá, sem Fox hefði greitt á mánudag, hefði aðeins verið fyrir símtöl á tímabilinú 16. júni til 13. júlí, ef dasma mætti af fylgiskjölum. Líklega hefur Chester Fox því ekki gert sér grein fyrir þvi, hvemig greiðslu afnotagjalda símans hér er háttað, og taiið, að þegar hann bæði um reikninginn á þennan síma, þá fengi hann reikninginn fram að þeim degi, er greiðsltan væri innt af hendi. — Suðureyri Framliald af bls. 2. eni taldar komnar úr sjúkra- kassa bátsíns. Þá sagði Fox, að Guðmundur hefði komið með reikning fyrir símtöl að upphæð kr. 42.000 núna um mánaðamótin. Hefði hann neitað að borga hann, en farið niður á símstöð og gert upp reikninginn fyrir simann. Hefði sá hijóðað upp á kr. 10.765.— Benti Chester Fox að lokum á, að hann hefði í gær greitt Kristni Benediktssyni ljósmynd- ara ýmsan kostnað og iaun með ávísun og það hefði ekki verið fyrr en einn af bankastjór- um Landsbamkans hefði verið kominn í málið, að hringt hefði verið í banka hans í New York og þá fengizt staðfesöng á að innstæða væri fyrir hendi. „Ég veit satt að segja ekki hvað gengur á hér,“ sagði Fox. „Fyrst er það málið vegna kröfu Gisla Gestssonar, síðan þetta Iðntæknimál og loks kyrrsetn- ing vegna vangoldininar húsa- leigu, sem ég hef þegar greitt UNDIR ÞREM ÞÚSUNDUM EÐA YFIR FIMM ÞÚSUND? Að sögn Björgvins Bjamason- ar, sýslumanns í Isafjarðarsýsl- um, sem yfirheyrði piltana í gær, liggja ekki fyrir upplýsing- ar um meira töflumagn en á milli 2000 og 3000 stykki, en hins veg- ar var Mbl. tjáð á Suðureyri, að örugg vibneskja lægi fyrir um, að teknar hefðu verið af piltun- um með einum hætti eða öðrum yfir 4000 töflur, og væri þá enn eftir að gera grein fyrir þeim fjölda taflna, sem neytt hafði verið eða dreift frá fimmtudegi til sunnudags, er noWkrir íbúar Suðureyrar hófust handa um að reyna að bimda enda á það ófremdarástand, sem ríkj andi var meðal ungs aðkomufólks á staðnum. Það virðist nú ljóst, að nœr eimgörngu aðkomufólk haffi átt þátt í meðferð og neyzlu tauga- taflnanna, en unglingar frá Suð- Varðskipið Þór í Aaiborg Værtt. Steinsteypufélag Islands: Fyrirlestur um þróun steyputækni DANSKUR sérfræðingur í Btein- steypntækni, dr. Gunnar Idorn, heldnr næstkoniandi fimnitu- dag, 7. sept., erindi á vegum Steinsteypufélags fslands um þró un steinsteyputækni. Dr. Idorn hefur verið í fylk- ing'arbrjósti um sbeinsiteypurann sóknir í Danmörku, hefur átt sæiti í stjóm Norræna stein- steypusamibandsins, verið for- stjóri steinsteypurannsóknar- stöðvarinnar í Karlstrup og á sæti I danska rannsóknarráðinu. Fyrirlestur dr. Guranars Idoms verður haldinn í fundarsal Hótiel Esju og hefst kfl. 20.30. ureyri lítið komið þar nærri. SEINAGANGUR LÖGGÆZLUYFIRVALDA? Þá hefur Morgunblaðið það eftir heimildum á Suðureyri, að mikil óánægja sé meðal íbúa þorpsins með seinagarag lög- gæzluyfirvaida í ranin-sókn þessa máls og þyki mötninum alls ekki hafa verði staðið nógu vel að verki við þá ranrasókn. Erfiðlega hafi gemgið að fá lögreglumenn til að koma á staðinn og hefja rannsókraina, þeir tveir piltar, sem þegar hefðu játað að hafa stolið töflunum á Þingeyri hefðu ekki verið handteknir og settir í gæzluvarðhald, þrátt fyrir ein- dregnar óskir íbúarana, fyrr en seimt og síðar meir, ekki hefðu verið gerðar neinar húsleitir hjá þeim aðilum, sem vitað var að höfðu verið með töflur undir höradum, og alls ekki hefðu verið yfirheyrðir állir þeir, sem hlut áttu að máli, og væri nú svo komið, að sumir þeirra væru farnir af staðnum áleiðis til Reykjavíkur. Mbl. sneri sér til sýslumanns- ins og spurðist fyrir um þetta, og sagði hann, að hann hefði strax serat lögregluþj óna á stað- iran til að raransaka málið, eins og sjálfsagt hefði verið að gera í þessu máli. Um það, að pilt- arnir hefðu ekki verið settir í varðhald, sagði hanm, að það hefði aðeins verið hægt að gera á meðan rannsókn stæði yfir á því hvort þeir hefðu brotizt inn á Þingeyri og þar sem játning þeirra um það hefði legið fyrir, hefði ekki verið ástæða til að halda þeim inni eftir yfirheyrsl- urniar í gær, þar sem þeir hefðu aliir verið allsgáðir og ekki undir áhrifum neinna lyfja. Þess má geta, að eraginn lög- regluþjónm starfar á Suðureyri, þar sem þorpið er fámennt, og hreppstjórinn var ekki heima, er málið kom upp. Er þorpið ekki á löggæzlusvæði lögrégluþjóna á fsafírði og verða þeir að fara að fyrirmælum sýslumannsins við meðferð mála utan svæðisins. TVEIR KOMNIR AFTUR — SÁ ÞRIÐJI í VARÐHALDI í gærkvöldi voru tveir pilt- anna, sem fluttir höfðu verið til ísáfjarðar, kotnmir aftur til Suð- • • Onnur fall- byssa á Þór? DANSKA blaðið Aalborg Stifts- tidende birtir si. þriðjudag, 29. ágúst, frásögn af viðgerð þeirri, sem nú fer fram á varðskipinu Þór í Álaborg og' viðtal við Garð- ar Páisson, seni hefur nmsjón með verkinu. Þar segir rn.a., að skipið verði tilbúið til heimferð- ar í lok september. Skipt hefur verið um véí í skip inu og sett Manraheimvél í það. Þá hefur verið skipt um hjálpar- vél. Á skipið hafa verið settir tveir skorsteinar í stað eins og, er verið að byggja þyrluskýli á milli strompanna. Þá segir í blaðinu, að verið sé að dytta að hinni 57 mm frönsku falibyssu um borð í Þór og að mögulegt sé, að annarri verðí bætt við, ef þurfa þykir. Haft er eftir Garðari Pálssyni, að ekki verið hikað við að skjóta á landhelgisbrjóta. Einnig ræðir Garðar i viðtalinu um nauðsyn þess að vernda fiskstofnana og segir lítillega frá siðausta þorska- stríði. ureyrar, en sá þriðji hafði þá verið settur í fangageymslur á ísafirði vegna ölvunar. Að sögn lögreglunmar á ísafirði mumu eimhverjir þeirra unglinga, sem hlut áttu að málinu, vera farnir til Reykjavikur, en aðeins hafi verið búið að taka skýrslu af eimurni þeirra. Sýslumaðurimm kvaðsit mumdu senda máisgögmdm í þessu máli til Reykjavíkur, þar sem piltarnir, sem hanm hefðt verið að yfírheyra, hefðu ætlað að fara suður einhvern næstu daga, þangað sem þeir eiga heima. Þess má geta að piltamdr tveir sem hafa játað innbrotið í apótekið á Þingeyri hafa báðír komizt á skrár lögreglunnar í Reykjavík vegna fíknieftia- notkunar. Valur-ÍBV EINN leikur fer fram í fyrstu deild fslandsniótsins í kvöld og leika þá Valur og ÍBV. Leikur- inn fer fram á Melavellinuni, og hefst kl. 18.00. — Kolamolar... Framhald af bls. 28. að va rðs ki psm enn ætluöu að reyna uppgömgu í togarann. Það ge-róu þeir þó ekki, heldur laigði varðskipið aftur afltur fyrir tog- arann og bjuggust þá skipverj- ar við þvi að klippa ætti á síðari vírinn. Komu þá aðvífandi fíieiri togarar og hætti Ægir við — að því er skipstjóranum á togaran- t*m virtist. Á meðan á þessu stóð kaliaði amnar brezkur togari upp Mir- öndu og sagði að varðskipið Óð- inm væri komið samsíða sér. Óð- inm mum þó ekki hafa gert neitt frekar, en skðmmu síðar ræddi commander Adams við síkipherr- amm á óðni, seim sagði að varð- skipin myndu hafa uppi mjög harðar aðgerðir gegn ómerktuan toguruim. Að öðru leyti viisaði skipherrann á Óðni til skipherr- ams . Ægi í sambamdi við áður- nefnt atvik. Hann yrði að bera frám kvörtun síma við hann. Um kHukkan 12.15 ræddi svo cornsm- ainder Adams við Br:an Holt, ræð isimanm. Um fjögunlieytið í geer- dag var svo senit úit í gegmum ísafj a rðarradtó viðvörum til allra islemzkra fiskiskipa og þau beð- in að gæta þess að koma ekki í námuinda við brezka togara, sem hefðu hótað því að eyðileggja 6 íslemzkar vörpur fyrir hverja eina, sem varðskip eyðilegðu af brezkuim. Brezka stjórnin mótmælti þess um aðgerðuim i gær og var Niels P. Sigurðsson, sendiherra í Lom- don krvadduir í brezka utanríkis- ráðuneytið klukkan 16.15. Þar voru homium flutt mótmæli brezku ríkisstjómarinmar. Þar var lögð áherzia á það að ís- lenzka rikisstjó' . in fyrir&kipaði varðskipum síraum að hætta öll- um slíkuim aðgerðum. Jafnframt myndi brezka ríkisstjómin hvetja brezka togaraskipstjóra til að viðhafa fýlstu aðgát. Málið yrði síðar tekið upp á formlegri hátt, er námari skýrsla um atvik hefði borizt ráðumeytinu. Þá var einnig sagt að þessi aðgerð Is- tenzka skipsins hefði auðveldlega getað orðið mönnum að fjör- tjóni uim borð í togaranum, sem hefði þá gert málið mim alvar- legra. Semdiherra Breta á Iskmdi, Mr. John McKenzie gekk einnig í gær á fund Einars Ágústssonar, utanríkisráðherra og flutti hon- um sömu móbmælin. Comtnandier Ohairles Adams um borð í brezka eftirlitsstoipinu Mjranda saygði í viðtali í gear að varðskipin Ægir og Þór hefðu í gærmorgum verið að fyligjast með togurum á svæðinu norð- vestur af lamdimu og þá hafi Æg- ir skorið á vö-rpu eins togarans. „Þegar varpa er skorin frá, get- ur það haft í för með sér alvar- legar afíleiðingar," sagði comm- ander Adarns, „svo að ekki sé mimmzt á árekstrarhættuna, sem því er samfara. Þegar varpan hefur verið skorin frá og virinn losr ar við þumga trollsins, getur hann slegizt til og þeytzt á sjó- miemnina við vimmu á þilfarinu. Ég hef haft samband við s-kip- herrann á Ægi. Hans mót’bára er að togarinn hafi neitað að gefa upp nafn og númer og slíkt sé ólöglegt. Islendingar neita einnig að hlita skipun alþjóðadómstólsins í Haag úm að hafa emgar ögranir í frammi, fyrr em deilam hefur verið ti'l lykta leidd". Adams bætti við: „Ég gerði skip'herra Ægis Ijóst, að hann væri að rjúfa alþjóðalög og önmur siglingalög, sem kveða svo á um, að emginm megi stofna mannslífum í hættu á hafi úti. Hann braut einnig alþjóðlega samþykkt, þar sem kveðið er á um aðgerðir til að koma í veg fyrir árekstra á hafi úti, em bæði Bretar og Islendingar hafa undir- ritað þá samþykkt." Adams sagði og að haran hefði nýtega heyrt um frekari afs/kipti af brezkum togurum, en hanm vissi ekki nán- ar um þau. Taldi hann að þar hefði Óðinn átt hlut að máli. Samtök brezkra yfirmanna á togurum hvöttu í gær félag brezkra togaraeigenda til þess að leita eftir herskipavernd fyrir togara á Islandsmiðum. Eins og getið er í amnarri frétt í Mbl. í dag átti brezka freigátan Aurra að halda af stað á íslamdsmið í dag. Það kom fram í fréttium í gær að færeyskir togarar hefðu hafið veiðar imman 50 mílma fiskveiði- lögsögumnar við Island. Land- helgisgæzlan gaf ávallt þær upp- lýsingar, að ekki hefði orðið vart færeyskra togara að „ólöglegum veiðum". Fréttin um togarana færeysku var höfð eftir comm- ander Charles Adams og í gær spurði Mbl. Einar Ágústsson um rétt færeyskra togara inman við fis'kveiðimörkin. Einar Ágústs- son sagði, að gegn viðurkenningu Færeyinga á 50 mílna landhelg- inni hefðu færeyskir togarar fengið leyfi til þess að veiða inn- an markanna til næstu mánaða- móta og þó aðeins, ef veiðiferð hefði hafizt fyrir 1. september síðastliðinm. Þeir yrðu jafnframt að fara út fyrir mörkin um leið og þeir yrðu beðnir um það Við gáfum þeiim þetta leyfi til bráða- birgða — sagði Einar, þar eð við vorum þá ekki tilibúnir til að semja við þá emdanlega og við- ræður við Breta og Vestur-Þjóð- verja stóðu yfir. Samkvæmt upplýsingum blaða- ful'ltrúa Lamdhelgisgæriunmar, Hafsteims Haifsteinssonar, voru tvö varðskip fyrir Norðvesitur- landi. Annað varðskipið sleit togvír eins togara svo sem áður hefur verið getið, em hitt gerði tilraun, sem mis- tókst, sökuim þess hve togarimm var fljótur að draga vörpuma imm. Alhr togarar, sem varðskipim sáu úti fyrir Norðvesturlamdi síðdeg- is í gær voru nú orðnir vel merktir. Fjöidi erlendra togara fyrir Vestur- og Norðuriandi var í gær svohljóðandi: Fyrir Suðvesturiandi voru 13 vestur-þýzkir togarar á veiðum við línuna og 2 vestur-þýzkir og einn brezkur voru fyrir iranan límiuna að veiðum á Halanum. Þá voru 2 brezkir togarar að veiðurn norður af Vestfjörðum og fyrir vestanverðu Noðurlandi, út af Húnaflóa og Skagaifirði voru 33 brezkir togarar. Austur af Sléttu voru 12 brezkir togarar, margir á austurleið, 17 brezkir austur af Hvalbak og 2 vestur-þýzkir siuð- austur af Hvalibak. AMs \"oru um- hverfis landið i gær 85 eriendir togarar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.