Morgunblaðið - 06.09.1972, Side 28

Morgunblaðið - 06.09.1972, Side 28
VICTOR RAFEINDAREtKNIVÉLAR Einar J. Skúlason sími 24130. |Hor£(n«X>Tní>Íí) nuGLVsmcnR ^-«22480 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1972 Ægir klippir á togvír; Kolamolar járn- boltar og brunaexi Varðskipið Óðinn á meðal brezkra land- helgisbrjóta úti fyrir Vestfjörðum í gær, en þá dró fyrst til tíðinda milli togaranna og varð- skipanna Óðins og Æg- is, sem þar voru bæði. dundu á varðskipinu Bretar mótmæla í Reykjavík og London — Brezkir togara- menn hóta að eyðileggja sex íslenzk troll fyrir hvert brezkt : LANDHELGISGÆZLAN hóf í gær beinar aðgerðir gegn ómerktum togurum, sem voru að veiðum innan 50 sjó- mílna fiskveiðimarkanna norður af Horni. Varðskipið Ægir gaf þar ómerktum, fána lausum og alls kostar óþekkj- anlegum togara aðvörun, sem hann sinnti ekki, heldur lék aðeins af plötu „Rule Brit- annia“ um hátalarakerfi. Tog arinn var að veiðum 22 sjó- mílur fyrir innan 50 mílna mörkin. Klippti Ægir þá á annan togvírinn í vörpu tog- arans, en nærliggjandi togar- ar komu á vettvang. Meðan á þessum aðgerðum Ægis stóð, gerðu togararnir til- raun til þess að koma flot- kaðli í skrúfu varðskipsins, en hún mistókst. Þá grýttu skipverjar togarans, sem klippt var á togvírinn hjá kolamolum og járnboltadrasli yfir varðskipið og fylgdu ókvæðisorð með. Um leið og Ægir hafði lokið ætlunar- verki sínu, var brunaexi varpað yfir í varðskipið úr togaranum. Kallimerki togarans, er rætt var við hann var C'« Togarinn, sem talið er að hafi verið Peter Schott H 103, skipstjóri Eddy Woodrigds kallaði þegar upp eft irlitsskipið Mlröndu og lýsti við- burðum fyrir commander Charl- es Adams. Skipstjóri togarans tilkynnti að Ægir væri við hlið sér og færi nokkrum sinnum fram með síðunni á sér, en sið- an beygði varðskipið þvert fyrir skuit togarans, mjög nálségt í um 3ja rnetra f jarlar ;ð. Þar. stanzaði varðskipið og aftur úr þvi hékk eitthvað, sem skipverjum á Pet- er Scott virtist varðskipið bíða eftir að settist á togvíra togar- ans. Klipþti var ðskipið þá á ann- an vírinn. Síðan sagði skipstjór- inn að Ægir kæmi aftur upp að hlið sér og v. ru varðskipsimenn úti með krókstjaka og fleira og sögðust skipverjar búast við þvá Pramhald á bls. 27. Samkomulag vid Belga?; Ágreiningur í ríkis- stjórninni um samningsuppkast MIKILL ágreiningur kom upp í gær vegna samninga- viðræðna þeirra, sem nú standa yfir við Belgíumenn. Kom til harðra orðaskipta milli Lúðvíks Jósepssonar og Fox kyrr- settur CHESTER Fox var í gærkvöldi meinað að fara úr landi sam- ki’æmt beiðni um kyrrsetningu írá Guðmundi Jónassyni, Sól- heimum 25. Var Fox um það bil að fara um borð í flugvél á Keflavíkurflugvelli þegar emb- ættismenn frá lögreglustjóraemb ættinu á Keflavíkurflugvelli stöðvuðu hann og tjáðu homim málavexti. K.vrrsetningin er gerð þar sem að Giiðmundur Jónas- son telur Chester Fox eiga van- goldna tvegg.ja mánaða húsa- lelgu fyrir íbúðina að Sólheim- lim að upphæð 78.408 kr., auk simreiknings að upphæð 42 þús. kr. Símreikningtir sá nær þó að- eins fram til 12. ágúst og krefst Guðmiindur 150 þiís. kr. trygg- ingar fyrir greiðslu á símtölum eftir þann tima. Chester Fox tók í sumar ibúð á leigu í Sólheimum og var um- samið leiguverð 450 dalir á mán- uðí, eða um 39 þúsund krónur. Ibúð þessi er þriggja herbergja og var hún búin húsgögnum. Fox sagði í viðtali við Mbl. í gær- kvöldí, að honum hefði þótt þetta dýr leiga, en hann hefði hins vegar ekki haft um annað að velja. Hann hefði svo greitt Guðmundi húsaleiguna fyrir fyrsta mánuðinn í ávísun, sem stiluð hefði verið á dóttur hans, sem búsett er erlendis. Guðmundur hefði hins vegar nokkru seinna beðíð sig að borga Framhald á bls. 27. ráðherra Framsóknarflokks- ins. Þetta gerðist á fundi, sem ríkisstjórnin efndi til með sérfræðingum þeim, sem þátt hafa tekið í samningaviðræð- unum við Belga. Á fundi þessum kom fram, að samnimganefnd fslendinga hafði náð fram í viðræðunum við Belga nokkruim höfuðatriðum, sem mi’kil áherzla hafði verið lögð á af ríkisstjóminni og þá sérstaklega sjávarútvegsráð- herra. Þegar hann sá hins vegar fram á það, að Belgar höfðu samþykkt helztu óskir hans og að samlkomulag gæti hugsanlega tekizt mun hanin hafa brugðizt við á þann hátt að krefjast þess, að nýjar kröfur yrðu lagðar fyrir Belgíumenm. Þessu harðneituðu ráðherrar Framsóknarflokksins. Um miðjan dag í gær var þingflokkur Alþýðubandalagsins kallaður saman til þesis að fjalla um málið. Skv. upplýsingum Þórarins Þórarinssonar komu einnig saman þeir þingmenn Framsóknarflokksins, sem urant reyndist að ná í. Ennfremur var utanríkismálanefnd Alþingis kölluð saman og henni skýrt frá gangi viðræðnanna við Belga. í dag kl. 11.00 hefur Landhelgis- nefndin svo verið boðuð á fund. Eftir því sem Morgunblaðið hefur komizt næst rn-un þessi ágreiningur innan rikisstjómar- innar að mestu hafa verið leyst- ur, þegar ledð á daginn í gær, þannig að Lúðvik' Jósepsson hafi orðið að falla frá nýrri kröfugerð á hendur Belgum. Afstaða sjáv- arútvegsráðherrans til þessa máls mun mótast af því, að hann vilji koma í veg fyrir, að nokkrir samningar verði á þessu stigi gerðir e.r varða landheligina. Viðræðumum milli samninga- nefnda Belgiu og IsJands var haldið áfram í gær og var þeim ekki lokið í gærkvöldi. Verður fundumum fram haldið í dag að sögn Einars Ágústssonar, utan- ríkisráðherra, sem taldi ekki úti- lokað að viðræðunum lyki með bráðabirgðasamkomuilagi. Einar Ágús'tsson vi'ldi að öðru leyti ekkert segja um gang viðræðn- anna. Brezk frei- gáta á íslandsmið BREZKA freigátan Áróra, sem legið hefur í höfninni í Rosyth á Skotlandi, nmn í dag halda af stað í eftirlits- ferð nm Norður-Atlantshaf og mun á leið sinni koma við á íslandsmiðiim — að því er segir í fréttaskeyti frá Associated Press, sem Mbl. barst í grær. Freigátan getiir fllltt tvær þyrlur og gengur 36 mílur. FJOLAN KOM- IN Á FLOT VELBATURINN Fjóla BA 150 er nú komin á flot. B.jörgunar- .skipið Goðinn dró bátinn af strandstaðnum á Kálfafellsmel- um á Skeiðarársandí kl. 14.37 í gærdag. Báturinn er alls óskemmdur að sögn björgunar- manna. Mbl. hafði samband við Kristján Sveinsson, sfcipstjóra á Goðamuim urn áttaleytið í gær- kvöldi. Var Goðinn þá með bát- inn í togi umdan Hjörlieifshöfða á leið til Vestmannaeyja. Kristján sagði, að mjög greiðiega hefði gengið að ná bátn um á flot. Þeir hefðu komið að strandstaðnuim kl. 13,20 og rétt rúmum klukkutima sieinma hefði Fjólan flotið utan við brimgarð- inn. Nokkuð hvaisst hefðd verið af suðaiustan, ldklega 5 til 6 vind- stig en sjólítið. Þeir hefðu lagt um 500 metra frá landi, en sent gúmmíbát upp undir brimgarð- inn. Þaðan hefðu þeir skotið línu í lamd, en vírinn hefði síðan verið dreiginn í land. Starfsmenn Björgumar hf. hefðu verið búnir að grafa rás niður firá bátnum þar sem hann Framhald á bls. 3.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.