Morgunblaðið - 25.10.1972, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.10.1972, Blaðsíða 12
V ÍXVUUÍIUUJLl Inl, VJlll V/I>un. XiJiA Alltaf gaman að takast á við ný verkefni... Rabbað við nýskipaðan sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, um hans fyrri störf, fangabúðavist og fleira j 'ff* 'f' , Frederick Irvins, sendiherra. I.jó.sm. Mbl. Brynj. Helgason. — Nýskipaður sendiherra Bandarikjanna á fslandi, Frederick Irvingr, hefur af- lient forseta ísiands trúnað- arbréf sitt og hafið störf að Laufásvegri 21, þar sem hann svaraði góðfúslega nokkrum spurningrmn biaðamanns Morgiinbiaðsins. Frederick Irving er ekki einasta í fyrsta sinn á fslandi, þetta er einnig fyrsta sendiherra- staðan, sem hann gegnlr. Annað mál er, að lionum kom ekki á óvart, að fyrsti starfs vettvangur hans sem sendi- herra skyldi verða fsland, þ\i það hafði komið til tals fyrir alllöngu. — Ég heyrði fyrst á Is- land minmzt í þessu sam- bandi árið 1955, sagði sendi- herrann. Þá var ég starfandi í skrifstofu Evrópumála í ut- anríkisráðuneytinu i Was- hington og nokkurn veginn ljóst, að ég stefndi á sendi- herraembætti. Tyler Thomp- son, sem þá var þar einnig starfandi, sagði þá við mig, að ég mundi hafa gaman og gagn af þvi að vinna á fs- landi. Hann varð sjálf- ur sendiherra hér nokkru sið ar. Næst kom til tals, að ég kæmi hingað árið 1965, þegar að þvi kom að Penfield skyldi hætta, en eitthvað kom þá i veginn, ég man ekki hvað, og dvöl hans var framlengd. Árið 1967 stóð þetta enn til en þá var ekki hægt að losa mig úr þeim störfum, sem ég gegndi. En nú er ég hingað kominn og hygg gott til dvalarinnar. — Það er raunar athygl- isvert, að flestir Bandaríkja- menn, sem hafa starfað á fs- landi, hafa mælt með staðn- um við aðra og margir hafa fengið fraimlengda dvöl síma hér umfram venjulegan tima. Við höfum mikinn hug á að sjá sem mest af landinu — við kona mín og 16 ára dótt- ir, sem með okkur er. Við höfum öll mesta yndi af að ganga úti, höfum farið í gönguferðir á hverjum degi frá þvi við komum til lands- ins i lok september og njót- um þeirra aldrei betur en í roki og rigningu. — Hafið þér haft nokkur persónuleg kynni af íslend- ingum fyrr? — Já, ég hafði kynnzt ein um fslendingi áður, Birgi Möller, forsetaritara. Við vorum samtímis við fram- haldsnám við Fletcher School of Law and Diplo- macy, sem er sameiginlegur framhaldsskóli fyrir Har- ward — og Tufts háskóla í Massachusetts. Raunar höfð- um við áður verið í sama há- skóla, Brown háskólanum í Providence, heimaborg minni í Rhode Island. Birgir var þar í árgangi 1943 en ég 1945, svo að við kynntumst ekkert þá, en hann var svo í brúð- kaupi okkar hjónanna 1946 og var gaman að hittast aft- ur núna. — Börnin ? — Þau eru þrjú, tvö þau eldri eru við háskólanám i Bandaríkjunum en koma hingað væntanlega í leyfi. FJÖLBBEYTTUB STAEFSFEBILL Frederick Irving hefur starfað í bandarísku utanrík isþjónustunni frá því ár- ið 1951 og nú síðast sem að- stoðarráðherra við merunta- og menningarmáladeild utan ríkisráðuneytisins i Washing- ton. Meðal verkefna hans þar hefur verið að byggja upp áætlun um samskipti milli Bandarikjamanna og fólks af öðrum þjóðernum, skipuleggja námsmanna- skipti og kynningarferðir, sem hann sagði vel til þess fallnar að auka skilning þjóða í milli. — Það mætti kalla þetta „people to people diplo- macy“, sagði sendiherp- ann, valdhöfum er æ bet- ur að skiljast mikilvægi þess, að menn ýmissa þjóð- erna kynnist og læri að skilja sjónarmið hver annars, sjái hvað fyrir öðrum vakir og hvers vegna. Þó slíkur skilningur geti e.t.v. ekki komið i veg fyrir ágreining má þó vænta þess, að ágrein ingurinn sé byggður á gagn- kvæmri þekkingu en ekki á óljósum hugmyndum eða jafnvel kviksögum. Þetta starf okkar hefur náð til fólks allra starfs-, mennta- og listgreina og er ég sann- færður um að þetta á eftir að njóta vaxandi viðurkenn ingar í utanrikisstefnu ríkja í framtíðinni. Frederick Irving á að baki afar fjölbreyttan starfsferil í utanríkisþjónustunni. Þrjá fjórðu hluta af starfs- tíma sínum kvaðst hann hafa unnið að málefnum er varða Evrópuríki. Tvisvar starfaði hann í Vínarborg, fyrst sem sendiráðsfulltrúi á árunum 1952—54, síðan sem sendi- ráðunautur á árunum 1967— 68. Þá var har.n i Nýja-Sjá- landi á árunum 1960—62 og gegndi þar margvíslegum störfum. — Þá var ég jafnvel land- búnaðarfulltrúi um skeið, sagði hann og hló við. Verði kind á vegi minum get ég vafalaust sagt hvers virði hún er á heimsmarkaði. — Nei, ég hafði ekki fyrr fengizt við slik mál. Þetta varð með þeim hætti, að land búnaðarfulltrúinn okkar veiktist og varð að fara heim og mér var skipað að taka við störfum hans. Ég vatt mér í að skoða sláturhús og hvers kyns kvikfjárræktar- stöðvar og annað, sem þess- ari atvinnugrein tilheyrði — svo var að bjargast eftir beztu getu. Ég hef alltaí haft ákaflega gaman af því að takast á við ný verkefni og verið svo lánsamur að geta fengizt við margvísleg störf, m.a. hef ég fengizt við fjár- mál, var um skeið á fjármála skrifstofu utanrikisráðuneyt- isins og fékk þar það verkefni að framtkvæma 300 mil'lj. doll- ara áætlun með 250 milljón dollara fjárveitingu. Síð- an hef ég mikla samúð með þeim, sem fjalla um fjármál og ber mikla virðingu fyrir þeim. SLAPP NAUMLEGA VIÖ HKNGINGU Árið 1959 var Irving val- inn til þess af utanríkisþjón- ustunni að stunda nám um eins árs skeið við æðstu menntastofnun bandariska hersins, þar sem saman koma til námsdvalar háttsettir her- foringjar og ríkisstarfsmenn til þess að læra hver af öðr- um og kyrnnast hver anmars sjónarmiðum. Ekki eru kynni Irvings af hernum þó bund- in við þessa skólavist, þvi að hann var siglingafræðingur í bandaríska flughernum í heimsstyrjöldinni síðari og varð fyrir þvi í ágúst 1944, að flugvél hans var skotin nið- ur yfir Ungverjalandi. Slapp hann þar naum- lega við líflát og var hald- ið i fangabúðum mánuð- um saman. Það var athyglis- verð reynsla, sagði Irving, — sem ég mundi ekki kæra mig um að lifa aftur. Það átti að hengja mig í tré þarna á víðavangi, þar sem flugvélin kom niður. Hermennirnir voru búnir að koma snör- unni um hálsinn á mér, þeg- ar mér varð af tilviljun litið á félaga minn úr flugvélinni, þar sem hann lá á jörðinni. Ég krafðist þess að fá að huga að honum og los- aði reipið af mér. Þannig tókst mér að vinna svolitinn tima og sá jafnframt, að fé- lagi minn var lifandi, aðeins meðvitundarlaus. Þegar þeir ætluðu að láta til skar- ar skriða á ný, gerði ég allt, sem hægt var, til að telja þá ofan af þessu uppátæki og segja þeim, að þetta mættu þeir ekki gera. Ég reyndi að gera mig skiljanlegan með öllu hugsanlegu móti, ensku og þýzku til skiptis, handapati og látbragðs- leik. Mér tókst að losa um hendur mínar, sem þeir héldu föstum meðan þeir smeygðu snörunni yfir höfuð ið, og eftir nokkurt stíma- brak gat ég losað mig. Loks gáfu þeir sig og fóru með mig til Búdapest. Þar var ég í fangelsi í þrjár vikur en var síðan fluttur til Sagan í Þýzkalandi. Næstu níu mán- uði var ég í þremur þýzk- um fangelsum — var látinn fara fótgangandi milli þeirra langar vegalengdir, stundum í hörkukulda. — Hvernig var meðferðin i fangabúðunum ? — Að matarskorti og kulda undanskildum var hún ekki svo slæm. Ég varð aðeins einu sinni fyrir bar- smíð ungra nasista, það var á gömgiu, sem okkur var þröngvað í, en þar fyrir ut- an slapp ég vel. — Var nasistaáróðri ekki haldið að föngunum? Jú, alveg sleitu- laust. Við þvi var ekkert að gera annað en að reyna að halda viti. — Hvernig teljið þér bezt eftir þessa reynslu að verj- ast heilaþvotti svokölluðum. Fyrsta skilyrði er að reyna að varðveita kíminigáf- una og brjóstvitið. Það skipt ir miklu máli að muna, hvað maður veit um land sitt og þjóð og láta ekki glepjast af staðhæfingum, sem stríða gegn því og heilbrigðri skyn semi. Aðalatriðið er þó senni- lega að halda kímnigáfunni, taka hvorki sjálfan sig, aðsitæð urnar eða umheiminn of al- varlega. Teljið þér ekki, sendi herra, að þessi lifsreynsla og hinn fjölbreytti starfsfer- ill hafi aukið frelsi yðar? — Jú, vissulega. Ég tel mig afar frjálsan mann. Ég hef orð fyrir að vera óbundinn umhverfi minu og óspar á að segja það sem mér býr í brjósti. Jafnframt hef ég lært að meta einstaklinginn mik- ils —- virða og meta mann- eskjuna í manninum og það hefur verið mér mikilsverð- ur styrkur í því starfi, sem ég hef haft með höndum á síðustu árum. —- mbj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.