Morgunblaðið - 25.10.1972, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.10.1972, Blaðsíða 23
MORGUNÍBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1972 23 Jón H. Þorbergsson: MENNING Þetta orS er oft notað í mæltu máli og misskilið. Undirstaða sannrar menningar, allra þjóða heims, er kenning Krists. KRISTIN KIKK.IV Þaðan og þangað liggja allar leiðir og andlegir straumar menningarinnar og er margþætt. Þaðan er trúin, sem flytur fjöll og gerir mennina mikla. Þaðan spruttu dýrmætustu bókmennt- ir, skólar, sjúkrahús og önnur líknarmál, bróðurþel, i öllu dag fari, sem er sterkur þáttur menningar. Fleira mætti telja af sama uppruna og allt miðar það til vaxtar menningar og bless- unar öllu fólki. 1 kenningunni heyrum við að Drottinn hefir gefið okkur hæfileikana að við notum þá til að stefna að þvi höfuðmarki að verða þegnar Hans, í landi lifenda. Þar sem eilíflega rikir réttlæti, friður og fögnuður, undir hans órjúfan- legu stjórn. Fyrirætlun Drottins með okkur öll er að við eign- ímst þegnréttinn, hjá Honum. En hann veitti okkur frjáls- ræði til að velja og hafna. Við eigum að nota hæfileikana, sem hann gaf okkur, til að þroska íkkur sjálf til að verða þegnar Hans. En Drottinn lét okkur ekki hjálparlausa, til þess að ná markinu. Hann sendi okkur frelsarann, leiðtoga allra. Hann sagði fyrir um það hvernig við ættum að hagnýta hæfileikana og Hann opnaði okkur veginn til Drottins, sem er lagður með trú og bæn til Hans, um leið og hann onaði náðarhús Guðs, fyrir okkur synduga menn. — Þess má geta að það er stórt menning armál að velja rétt og hafna, samkvæmt vilja Guðs. Um það höfum við nægar upplýsingar og leiðbeiningar í orði Drottins. Slíkt þurfa allir að kynna sér vel. Við getum, í okkar frjálsa vali, farið það langt afvega að við glötum lífinu, verðum við- skila við Guð. Þá erum við út úr allri menningu og í voða /tödd. Biblían — heilög ritning inni- heldur lög og fyrirmæli Guðs, til okkar allra. Samkvæmt þeim á að lifa til þess að ná mark- inu: Að verða þegnar í ríkl Hans. f þessari bók höfum við allan sannleikann — sem gerir okkur, ef við stundum hann, frjáls og sterk í allri menningu. Það sem er næst okkur þar er kenning Krists og verk Hans hér á jörð, allt ritað af sam- tíðarmönnum Hans og lærisvein ijm, sem fylgdu Honum á kenn- ingarferli Hans, lærðu alit sem Hann sagði og endurtóku með- al margra annarra — vottar að frelsunarstarfi Hans og krafta- verkum, sem allt sannaði Guð- dóm Hans. Allt nýja testamentið er um Krist og í gamla testa- mentinu er margt sagt fyrir um komu Hans og starf af kenni- imönnum Guðs. f gegnum alla þessa bók, er það sem rauður þráður að þeim sem fara að Guðs boðum, vegnar vel, en þeim, sem ekki skeyta þeim og sem brjóta þau, vegnar illa, og þetta vitum við gerast á meðEil ökkar. Kristur staðfesti Guð- rækni Gamla testamentisins. Hann sagði: „Þeir hafa Mose og spámennina, hlýði þeir þeim“ (Lúk. 16.29) og Hann sagði: „Ef þú vilt inn ganga til lífsins, þá hald boðorðin" (Matt 19,17). En svo kom Kristur í fyllingu tímans. Hann sagði „Ég er ekki feominn til að láta þjóna mér, heldur til þess að þjóna og til þess að leggja líf mitt í sölurn- ar fyrir marga“ (Þá sem trúa) (Matt. 20.28). Langmerkasti við- burður í sögu mannkynsins er feoma Krists till jarðarinnar. Það varð bylting. Hann gat frelsað fólkið frá helsi syndar- innar og búið því það líf sem á að lifa til þess að eignast að- setur í riki Drottins, ná að lifa fullkomnu menningarlífi. Krist- ur stofnaði kirkjuna — „Hús mitt á að niefniast bænahús," (Matt. 21.13) Hann gaf veginn: Fólkið yrði að fylla sál sína af trú. Hann sagði: Trúið á Guð og trúið á mig (Jóh. 14,1) „Vertu ekki hræddur, trúðu aðeins". „Ég er upprisan og lífið, hver sem trúir á mig mun lifa, þótt hann deyi.“ (Jóh. 11,25) Viðburðirnir í lifi Meistarans: Kraftaverk Hans, fórnardauði Hans, upprisa Hans og himna- för — allt mjög greinilega vott- fest — er það, sem gerir kristna trú að órjúfanlegum veruleika. Allt annað í mannlífinu er hverfutleikanum háð. Hver sá sem hefir eignazt kristna trú og er altekinn af henni, vinnur um leið þau verk, sem Guði eru þóknanleg. Það vissi Meistarinn — og þetta er menningin sjáU. Trúnni fylgir lítillæti, friður, kærleikur í anda Krists, sann- leikur og margt fleira, sem tryggir menninguna. Hvernig stendur svo íslenzka þjóðin gagnvart þessari einstæðu menn ingu? Fjöldinn af fólkinu er sljótt og tómlátt í þessu efni, ber ekki i brjósti trúna, í sinni réttu mynd. Þótt allir hafi að- stöðu til þess. Töluverður hóp- ur fólks neitar tilveru Guðs og hefir orð Hans og fyrirmæli að engu. Þetta eru fyrst og fremst hinir róttæku kommún- istar. Þeir búa sér sjálfir boð- orð, þar sem þeir leggja áherzlu á það að afmá boðorð Guðs, og þá ekki sízt það boð- orðið, sem Kristur sagði að væri mest virði allra boðorða Guðs —- að virða Hann og elska um alla hluti fram og náungann eins og sjálfan sig. Þetta fólk er undir stjórn og leiðslu hins vonda og er stefnan baneitur sannri menningu. Margir fylgja þessari óttalegu stefnu í blindni, láta blekkjast af lygum henn- ar, sem hún notar óspart. Fjand- inn er höfundur lyginnar, segir í Bibliunni. Þjóðin þarf nauð- synlega að losna við kommún- ismann. Það gengur henni bezt með því að ástunda trúna á skapara sinn. Þar sem hún rik- ir, flýr kommúnisminn. Heimil- in í landinu eru þjóðin. Því sterk ari sem þau eru, í kristinni trú, því betra þjóðfélag. Biblí- aai kenniir að öll böm eigi að fæðast í hjónaböndum. Hér í landi fæðast yfir 30% barnanna utan hjónabands. Þá er talið að meira en eitt af hverjum þrem hjónaböndum endi í skilnaði. Allt er þetta fullt af ómenningu og synd, sem veikir þjóðina og veldur hlutaðeigendum stórerf- iðleikum og útilokun frá Guði, eins og allt syndalíf. Aðal or- sakir þess fargans eru: Trúar- leg vanræksla, hórdómur og of- drykkja. Allt bannaðar stór- syndir í orði Drottins -— ómenn ing þessi ríkir mest í þéttbýl- um. Þá eru það skólarnir, sem eiga að veita, öllum uppvaxandi lýð menningu. Þeir vanrækja yf irleitt stórkostlega, það sem mestu varðar. En það er að innræta nemendum öllum krist- indóm með upplýsingum um hinn kristna boðskap og ástund un hans í framkvæmd. Allt sam kvæmt kenningunni. Margir róttækir kommúnistar eru I kennarastöðum. En þeir ættu ekki að koma nálægt kennslu- máluim, svo hættulegir eru þeir sannri menningu. Skólatiminn er yfirleitt allt of langur, árlega. Unglingamir þreytast og tapa áhuga við þess ar löngu skólasetur í þurrum lærdómum. — Bama og ungl- ingaskólar ættu að standa í 7 mánuði á ári. Þetta er í mörg- um tilfellum misþyrming. Ungl- ingarnir koma úr þessum löngu skólasetum, í allt of mörgum til- fellum, afkristnaðir, með drepn ar frumgáfur og hugsjónalausir, fullir af heimtufrekju, tillits leysi, skemmdafýsn o.fl. óæski- legu. Megin hugsjón allra hug- sjóna er að Guðsriki verði mitt á meðal okkar. Þá kem- ur annað nauðsynlegt af sjálfu sér. Þessa hugsjón þarf að hjálpa unglingunum til að helga sér. Það gera skólarnir yfirleitt ekki. Það gerist eingöngu með ástundun Guðs orðs. Þessi langi skólatími er alvarlega skaðleg- ur bjargræðis atvinnuvegum þjóðarinnar, bæði til sjós og lands. Unglingarnir venjast frá störfum sem þeim er nauðsyn að stunda og hafa mætur á. Fólksafl landbúnaðarins eru húsráðendur og unglingar, mjög lítið annað. Með þessari löngu skólavist er unga fólkið tekið úr sveitinni, í skólana, áð ur en lokið er fjárleitum og öðr um margþættum haustverkum og losna þaðan ekki fyrri en eftir sauðburð og vorannir. Þetta er líka erfitt fjárhagsmál, einkum í sveitunum. Getur þetta leitt til þess að margur bónd- inn neyðist til þess að hætta bú Jón H. Þorbergsson. skap. nú getur þjóðin ekki átt búsetu í landinu, án þess að rek in sé landbúnaður og því öfl- ungri, sem hann er, þvi betra. Bæði bændur og nemendur eru mér sammála um þetta. Aðrir atvinnuvegir verða að segja sitt álit. Skólatimann verður að stytta í 7 mánuði á ári. 1 flest- um tilfellum lærir unga fólkið meira á sjö mánuðum en á niu. Svona er ekki hægt að hafa þetta. Það stefnir til ómenn- ingar. Það er vissulega margt á boðstólum hjá þjóðinni sem stefnir unga fólkinu til ómenn- ingar, eins og sorprit, óhæfar myndasýningar, næturlif fjölbýl isins, vínföng o.fl. Þeir sem hafa ósómann sér að féþúfu, kynda undir ómenningu, eru vargar í véum. Heimilin eru fyrsti vett- vangur til að móta æskuna. For eldrar, sem halda börnum sínum fast við Guðsorð og góða siðu, eiga sterkan þátt I menningu þjóðarinnar. Þetta kemur oftast í hlut móðurinnar. Þetta hefir að undanförnu farið þverr- andi vegna aldarháttarins. Það þykir ófínt að vera trúaður og skólarnir taka börnin ung. Stjórnarfar landsins, eins og er, virðist gegnsýrt af kommún- isma og horfir ill'a til menning- ar. Ég fer ekki langt út í málefni stjórnarfarsins. Vík að- eins að einum lögum þess, sem er stytting vinnutímans í 37 tíma í viku hverri — auk fri- tíma jafnvel vikum saman. Frí- tíminn var áður vandamál og nú enn meira. Fólk notar hann mjög til margs konar syndalífs. Auk þess eru lögin óframkvæm anleg fyrir alla, sem þau varða, þá sem kaupa og selja vinnu. Fjölskyldufólk getur ekki lifað á launum fyrir svona- stutta vinnudaga. Ættu lögin að gilda i landbúnaðinum yrði að leggja hann niður. Afleiðing þess yrði sú að landið legðist í eyði. Þjóðin yrði vegalaus. Að samþykkja lög, slík sem þessi, horfir ekki til menningar. Ég minnist þess þegar það komst á að vinna ákveðið 12 tima á dag, um sláttinn, 72 tíma á viku og hvað fólki fannst það létt. Þegar ég kom fyrst til útlanda 1906, var vinnudagurinn 10 timar, 60 tímar á viku. Það fannst mér mikill hægðarleikur. Eitt fyrsta boð Guðs til mannanna er þetta: f sveita andlitis þíns skalt þú neyta brauðs þins (1. Mós 3.19) Þannig eru það fyrirmæli skap- arans, að við vinnum daglega utan hvíldardagsins — eftir þörfum til þess að fullnægja daglegum nauðsynjum. Það ger- um við í landbúnaðinum. Allt iðjuleysi er Guði vanþóknan- legt. En skikkanlegur og hóf- legur frítími, er ástæður leyfa, virðist þó meinlaus. Næturlíf þéttbýlisins með öllu, sem því fylgir, er gróðrarstöð margs kon 'ar ómenintoigiar. Fleiraimœtti hér minnast á, í háttum þjóðarinnar, sem veldur ómenningu og hrúg- ar upp syndum og mis- gerðum og þjáningum fólks. Ailt dllkt þarf umlbóta með. Til þess er bara ein leið — sem allir þurfa að gera sér grein fyrir — Sú að taka á móti kenningu Krists og ástunda hana daglega. Þeir, sem í trú, leita verðmæta himinsins, fá þau og gæði jarðarinnar líka. En þeir, sem leita aðeins jarðn- eskra hluta, eiga samkvæmt kenningunni á hættu, að fá hvor ugt. Það er áreiðanlega vafa- samt að íslenzka þjóðin væri til nú hefði hún ekki tileinkað sér kristna trú, kirkju Krists og kenningu Hans. Starf kirkjunn- ar er að vinna á móti syndsam- legu lífi fólksins, en gróðursetja kenningu Krists i huga og hjört um allra. Koma öllum í skilning um það að menningin er ein- faldlega sú að kristin trú skipi öndvegi í hugsun og starfi fólks — vera i Kristi, þá verður Hann líka i okkur eins og Hann segir sjálfur. Hér i landi er trúfrelsi. Margir telja það til menningar. En slíkt fer víðsfjarri. Að til- einka sér annarleg trúarbrögð, lækkar fólk í stiga menningar- innar. 1 trúfrelsinu verða til hin furðulegustu fyrirbæri. Nú nýverið hefir mér opinberað sig söfnuður Ásatrúarmanna, sem er hinn forni heiðindómur. Fleira msetti hér nefna. Hinir vantrúuðu og tómlátu um verð- mæti kristilegrar trúar, eru í sí- felldri hættu um afvegaleiðslu. Sá sem ekki ástundar kristin- dóminn, situr fastur í fávizku sinni, það kemur sér alls stað- ar illa og þá líka í stjörnmálum. „En Hann sagði við þá: Þess vegna er hver sá fræðimaður, sem er orðinn lærisveinn Himna ríkis. (Matt 13,52). Trú á mann- legan mátt, án hjálpar Guðs, er vonlaus. Kristur hefir kveikt ljós vonarinnar. Ef við ekki hugsum og störfum í þeirri birtu, er ekkert framundan nema vonleysi og myrkur. Að lifa í kristinni trú er tómur ávinningur, en að lifa án henn- ar, tómt tap í sannri menningu. Ég leyfi mér að ráðleggja hinu tómláta fólki um þessi mál að lesa 5., 6., 7. kapitula Matteusar- guðis'pjalls, Fjallræðuinia og lesa hana oft. Þar er svo margt sem hjálpar okkur til að trúa og svo margt, sem hjálpar okkur til að lifa daglegu lífi, samkvæmt trúnni og kenningu Krists. Kirkjan og kristið fólk er vissulega ekki aðgerðalaust í þessu landi og er í sókn svo sem víða út um lönd. Því að kristin trú er siguraflið. Það má segja að þessir. aðiljar hafi lyklavöld- in að þjóðmenningunni, í tímans rás. Það Ieynir sér ekki að áhrif hinna vantrúuðu eru ákaflega mikil. Þau stefna að útrýmingu sannrar menningar og að upp- lausn og glötun þjóðarinnar. Hvernig mundi umhorfs t.d. í höf uðborg landsins, ef þar væri eng in kirkja, engin samtök trúaðs fólks og engin lögregla? Þar yrði andleg eyðimörk. Botnlaus ómenning. Vissulega verður hin kristilega starfsemi að halda sig kröftuglega að efninu. Ef prest- ur talar í kirkju, eins og hið hálfkristna fólk vill heyra, þá veikir hann kirkjuna og er kom inn í andstöðu við sjálfan Meist arann, stofnanda kirkjunnar. Hann bauð að boða Guðsorð eins og Hann flutti það og að fylla sálir sínar af trú, á almátt- ugan Guð og af kærleik og sannleik. Sá, sem ber kærleik til sannleikans, ræður yfir mikl um andlegum verðmætum og menningu. Hann bauð að segja fólki til syndanna og varast og vinna á móti öllum áhrifum frá hinum vonda. Hann bauð að taka á móti áhrifum heilags anda og að endurfæðast — hverfa frá vantrú og trúleysi, en fyllast trú. Allt þetta ber kirkjunni að boða. Þetta getur fólki fundizt erfitt. En verður allt létt og svalandi, sé trúað og tekið á móti Kristv og kenn- ingu Hans. Biskup landsins, hr. Sigur- björn Einarsson, hefir beðið presta og skorað á fólkið I land- inu að biðja Drottin á bæna- degi kirkjunnar að gefa þjóð- inni almenna vakningu í orði Hans, í kristilegri trú. Það er vissulega verkefni kirkjunn- ar að koma á slíkri vakningu. Einskis þarf þjóðin frekar með og segja má að hana vanti ekk- ert annað, sér til menningar. Svona vakning þarf að verða þjóðarhugsjón og að allar at- hafnir með þjóðinni miðist við hana. Kristur er vegurinn. Kirkja Hans og kenning starfs- grundvöllurinn. Upphaf og end ir. Það sanna allir viðburðir tím ans, ef að er gáð. Kirkjan þarf að hafa nóg starfslið menn og konur brennandi í andanum til að kanna trúarástand á heimil- um þjóðkirkjunnar, prédika um vakningu í orði Drottins, hvetja til lesturs í heilagri ritningu og koma á hópbænum sem víðast. Bænin er leið til hjálpar Guðs í málinu. Ef nógu margir bæðu Drottin um vakningu þá kæmi hún yfir þjóðina. Almenningur les allt, ætt og óætt, nema Guðs orð, sem fólk þarf þó helzt að lesa. Slæmt menningarástand. Vakning í orði Drottins mundi valda byltingu í þjóðfélagsmál- um og einkamálum. Vakningar- fólk verður ávallt innblásið margskonar dyggðum, svo sem lítillæti hreinleik, áreiðanleik, hófsemi, sjálfsfórn sannleiksást kærleik o.fl. Það fólk rækir allt það, sem Kristur býður fólk inu að ástunda, þvi til sigurs að verða rétt bornir þegnar í ríki Drottins. Þjóðfélag, sem losaði sig við syndaflækjurnar, yrði unaðslegt þjóðfélag menningar. Hér að framan hefir verið vikið að mörgu sem illa horfir í þjóð- félaginu menningarlega séð. En af þvi margt er til af góðu fólki, þrátt fyrir allt, þá er ég svo bjartsýnn að trúa því að allt geti þetta lagazt, fólkið verður að leita hjálpar Drottins. Það á ekki annars kost. Öllum er leiðin opin til Hans, líka stór syndurum, ef þeir gera iðrun og yfirbót og ganga inn á þjónustu við Drottin. Að endingu þetta: Það er um að ræða andlega og efnislega menningu. En andinn er yfir efninu. Sönn menning felst í því, að fólk Iifi og breyti samkvæmt fyrirmælum kristinn ar trúar. Mörgum, sem vilja trúa, finnst erfitt að ná því marki. Biblían segir „Trúin kem ur af boðuninni, en boðunin byggist á orði Guðs.“ Lesum það daglega og þá eignumst við trúna, ef við þá líka biðjum Drottin að hjálpa okkur tíl þess. Það er vitað og margreynt að trúað fólk er heilsubetra og nær hærra aldri en vantrúað fólk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.