Morgunblaðið - 25.10.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.10.1972, Blaðsíða 17
MORGUNIBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1972 17 -^STIKUR JÓHANN HJÁLMARSSON JAFNVÆGI LJÓSSINS Guðmundur Böðvarsson er í far- arbroddi þeirra islensku skálda, sem enn eiga heima i sveit og yrkja um sveitalífið og náttúruna með hefð- bundnum hætti. Ekki svo að skilja, að Guðmundur Böðvarsson sé ekki heimsborgari í hugsun og hafi ekki orðið snortinn af nýjum tíma, bæði hvað varðar lífsskoðun og afstöðu til skáldskapar. Guðmundur hefur freistað þess að yrkja með nýjum hætti eins og aðrir skáldbræð- ur hans. Glöggt dæmi er síð- asta ljóðabók hans Innan hringsins 0969). En mér eims og fieirum hefur alltaf þótt Guðmundi Böðvarssyni eiginlegast að halda sig innan ramima hefðbundins skáldskapar. Guðmundi er ákaflega létt um að yrkja, rim og stuðlar eru ekki skáld skap hans nein hindrun. Tyrfni á Guðnuindur Böðvarsson hann ekki til. Hann yrkir slcálda ljósast og einfaldast, Ijóð hans eign- ast oft trúnað lesandans með sjald- gæfum hætti. Guðmundur er að vísu mistækur eins og mörg önnur skáld, en þegar homum tekst best á hann sér fáa jafnoka í islenskum samtíma- skáldskap. 1 nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar er ljóðið Gullastokkur eftir Guðmund Böðvarsson. Gulla- stokkur leiðir hugann að þeim ljóð- um Guðmundar, sem eftirminnileg- ust eru úr fyrstu bókum hans. Ljóð- ið sýnir hve kliðmjúk hrynjandi og innileiki eru sterk einkenni hans sem skálds og hverjum árangri hann getur náð í ljóðúm með við- kvæmum yrkisefnum, þar sem ná- kvæm beiting málsins og listræn smekkvisi ráða úrslitum. Ljóðið Gullastokkur mun eflaust gleðja marga gamila og nýja aðdá- endur Guðmundar Böðvarssonar. Það fjallar um þau sígildu sannindi, að fólk verður oft að hverfa frá þrám sínum og draumum og snúa sér að öðrum og óskáldlegri efnurn. Um ljóðið hæfir ekki að fjölyrða, en þannig er það i heild sinni: 1 kistli þeim, frá þírium æskumorgni, sem þú lézt gjarnan standa úti í horni og laukst ekki upp í augsýn nokkurs manns, straukst aðeins rykið burt af loki hans, og kæmi barn og segði: — sýndu mér, var svar þitt jafnan: — það er ekkert hér, — þar fann ég niðri á botni lítið lín, einn iítinn dúk, — og fyrstu nálarsporin þín. Ein barnsleg rós með rauðum krónublöðum, fimm rósarblöð í kyrfilegri röð, og óljóst teiknuð áfram sex til niu, þau áttu að verða tíu, og út frá leggnum uxu prúð og væn með yndisþokka laufin fagurgræn, og það átti eflaust þarna að koma fleira, — en það varð aldrei meira. Ég veit það bezt, það varð þín ævisaga að verða að hverfa fiesta þína daga frá þinni þrá og draumi, frá þínum rósasaumi, og nálin þin að þræða önnur spor en þau, sem eitt sinn gerðir þú að tákni um sól og vor.. Svo gróf ég enn hjá öðrum vinum sinum þinn útsaumsdúk, í gullastokknum þínum, og lagði á ný til hliðar I horni gamals friðar, og fannst sem væri von og huggun mín að einhver lyki seinna við að sauma sína og þína drauma með rauðum þræði í þetta hvíta lín. f sama hefti Timarits Máls og menningar og Gullastokkur Guð- mundar Böðvarssonar, eru tvö ný ljóð eftir Stefán Hörð Gríms- son, einn helsta fulltrúa hins „inn- hverfa“ nútímaljóðs. Hér sé vor, segir Stefán, og blessar vorvindinn og þakkar litrófi náttúrunnar. Hann yrkir um „þetta lifandi flos sem við merjum á bökkunum —íslenskt landslag verður honum hvöt til að Stefán Hörður Grimsson yrkja. 1 ljóðum hans er næm til- finning fyrir náttúrunni og undrum hennar. Þau eru ekkert sérstaklega frábrugðin ljóðum skálda eins og Guðmundar Böðvarssonar. Það sannar að íslenskur nútímaskáld- skapur er á leið til meira jafnvæg- is en áður, skáldin leggja ekki eins mikið upp úr þvi eins og á dögum formbyltingarinnar að skapa óvænt hugmyndatengsl, rjúfa hina varan- legu mynd. Ljóð Stefáns Harðar Grímssonar Fundir kemur til móts við lesandann i öllum sínum einfald- leik. Þannig yrkir aðeins skáld, sem hefur agað mál sitt til fullnustu: Þegar ég kem úr f jöllum er þig enn að finna meðal byggðamanna. Þú stendur á brúnni og þekkir ein litinn á ánni. lNDALAG evrópu Karlanuignús. — Hugsjón Efnahagsbanda- lagsins á rætur í lífi lians og störfum. sem hinum mikla keisara mis tókst: að sigra latneska heims tungu með eigin máli. Að þvi leyti var íslenzkt bændaþjóð félag sterkara hinu mikla ríki bænda og lénsherra, sem Karlamagnús stofnaði. Ríki Karlamagnúsar var reist á traustari grunni en Efnaþagsbandalagið oig mætti hann vera stjórnenduim þess fyrirmynd. „Þegar hann lézt eftir 46 ára stjórn hafði hann stofnað ríki, sem náði yfir mikinn hluta Evrópu,“ segir í þýzkri sögubók. „Því var hann nefndur: „hinn mikli“.“ Karlamagnús var fslending um vel kunnur og af rituðum heimildum, en ekki er unnt að vitna til þeirra hér, þar sem þær eru ekki við höndina. Athyglisverðar eru upplýs- ingarnar um andstöðu keis- arans við skattpíningu og toll heimtu. Efnahagsbandalag Evrópu er einmitt til þess stofnað að brjóta niður tolla múra milli aðildarrikjanna, og nú virðist einnig sú sbefna rikjandi að ,,opna“ bandalagið fyrir ríkjum utan þess. Fuindur æðstu manna banda lagsins hér í París, er haldinn eftir miklar viðræður við ríki utan bandalagsins eins og ís- land. í júlí sl. náðist samkomiu lag um tollalækkun á svissn- esikium úrum, svo að dæmi sé nefnt, i júli sl. náðu Austur- rikismenn einnig samningum uim auikinn innflutning á papp ír til Efnahagsbandalagsland anna og nemur aukningin um 11% miðað við árin 1968—71. Þannig geta Auisturrikismenn fliuitt út urn 200 þús. tonn af pappír til Efnahagisbandalaga- landanna á næsta ári með tollafríðindum. En Rússar eru mjötg á verði gegn því að Ausit urríki tengist bandalagimu of trausbum bönduim og hengja hatt sinn á það, segir Deutche Zeitunig, að ekkert Efnahags bandalagsríkjanria má gera sérstakan viðskiptasamning við önnur riki frá ársbyrjun 1973. En 1975 er gert ráð fyr ir því, að Efnahagsbandalaigs ríkin sem heild geti gert slíka samninga. Norðmervn hafa fengið frest til að ná samning um við bandalagið til 1. apríl n.k. eins og kunnugt er og í áiyktun toppfundarins er at- hyglisvert, að nafn Noregs er sérstaklega nefnt og látin í lijós von uim jákvæða niður- stöðu af samningagerð Nor- egs við Efnahagsbandalagið og má vænta að dönsku full- trúarnir hafi lagt áherzlu á að þessa væri getið í ályktun fundarins. Erfiðlega hefur gengið að koma auiga á sam komiulagsgruindvöllinn milli Efnahagsbandalagsins og Finnlands, m.a. um innfliuitn- ing á pappír. Nú liggur fyrir samningsuippkast milli Finna og Efnahagsbandalagsins og hefur Karjalainen, utamríkis- ráðherra í stjórn Sorsa, sagt að Finnar ákveði urn næstu mánaðaimót, hvort samningur inn verði staðfestur. Að venju þarf samþykki Rússa, sem eru mjöig tortryggnir i garð Finna og fjandsamlegir Efna hagsbandalaginu. En Finnar fara sér hægt. Finnskir ráða- menn telja samningsuppkast- ið viðunandi, en Rússar óttast að slíkur viðskiptasamnirigur bindi Finnland of sterkum bömdum við Efnahagsbanda- lagsríkin. Portúgalar hafa einnig átt í erfiðleikuim með sina samninga við bandaliagið en náðu þó samkomulagi að lokum, m.a. um að flytja 305 þús. hl. af púrtvíni til EBE- ríkjanna, með 50—60% lægri fcolli en áður. En ástæðulaust er að tíunda allt þetta hér, enda hefur Efnahagsbandalagið staðið í þrotlausuim samningaviðræð- um við fjölmörg ríki og langt frá, að öll kurl séu komin til grafar. Þrátt fyrir yfirlýsingu toppfundarins eiga Norðmenn erfitt verkefni fyrir höndum: að ná samninguim við Efna- hagsbandalagið erfiðasta raun in verður vafalaust sú, að brjóta niður þann múr stolts og sjálfstrausts, sem einkenn ir þetta bandalag.. Engir hafa móðgað það jafn hastarlega og þessi bræðraþjóð vor. En sú staðreynd, að Noregur, ein mesta fiskframleiðsluþjóð heims og einn helzti framleið- andi áls í Evrépu, er utan við bandalagið og situr við sama borð og við, er okkur hagstæð, hvað svo sem Norðmönnum liður. Við getum a.m.k. keppt við þá um svo til ónuminn fiskmarikað Vestur-Evrópu á jafnréttisgruindvelli, ef fram fer sem horfir. Fyrst milljóna þjóðir þurfa að gæta hags- muna sinna og líta í eigin barm, er okkur það ekki síður nauðsynlegt. En tengsl íslands við Banda ríki Evrópu eiga ekki aðeins að vera fjárhagslegs eðlis held ur — og miklu fremur — menningarlegs og stjórnmála- legs eðlis. Sterkt Efnahaigs- bandalag Evrópu getur orðið upphaf jákvæðrar menningar byltingar í áltfu vorri og horn- steinn lýðræðis í þeim lönd- um, sem næst okkur standa. Varnarbandalag við mörg þeirra er sjálfstæði fslands mikilsverð trygging fyrir lýð ræðislegri þróun á íslandi. En til þess að fyrirheit Efna hagsbandaiagsins eða Banda ríkja Evrópu verði ekki aðeins orðin tóm, er nauðsynlegt að bandalagið leysist ekki upp, eins og riki Karlamagnúsar. Hann átti þrjá sonarsonu og urðu allir að fá sinn bita af kökunni. Vonir núverandi leiðtoga Efnahagsbandalags- rikjanna standa til þess, að það eignist enga slíka erf- ingja. En enginn veit sina æv ina, fy rr en ölil er — segir is- lenzkt máltæki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.