Morgunblaðið - 29.10.1972, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.10.1972, Qupperneq 2
MORGCJNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1972 Skelfiskbanmð: Viljum ekki yrja miðin — segir Ingvar Hallgrímsson „VI® vorum búnir að spá l>vi I suniar, að skelfiskveiðin í Breiða firðinum mætti nema 3—5000 > tonniun, svo það ætti ekki að konia neinum á óvart, þó frekari veiðar hafi nú verið bannaðar, þegar 5000 tonnum er náð, sagði Ingrvar HallgTÍmsson fiskifræð- iiiífiir við Mbl. í gær. „Við vilj- um alls ekki láta yrja skelfisk- miðin þarna.“ Ingvar sagði, að skelfiskveiðar í Breiðafirði hefðu hafizt eftir að Hafrannsóknastofnunin fann þar mið 1970. >að ár voru veidd 2400 tonn af hörpudiski í Breiðafirði, í fyrra námu veiðamar 3000 tonnum og nú hafa á þessu ári verið veidd 5000 tonn. „Við telj- Tæki sem stöðvar blæðingu * Tókíó, 27. O’któber — AP VÍSINDAMENN viö kínverskt hersjúkrahús hafa fundið upp taski, sem getur stöðvað blæð- ingu, dregið úr sársauka og hÍTKÍrair smitun. Var þetta haft eftír hinni opinberu fréttastofu Kínverska alþýðulýðveldisins í dag. Var ennfremur sagt, að þebta tæki hefði verið 97% virkt í 1.703 ttlfellum. Unnt væri að nota það við vefrænar skemmd- ir og áverka á innvortis líffær- um. sem hlytust af skurðaðgerð- um. um að veiðiþol hörpdisksins í Breiðafirði sé nú 3—5000 tonn,“ sagði Imgvar, „og það er alls ekki svo lítið, þegar haft er í huga, að skelfiskveiðai’ Breta nema samtalls um 9000 tonmum og Frakkar veiða um 11.000 tonn í allt á ári.“ Þá benti Ingvar á að skelfisk- mið rétt uitan Stykkíshólms, sem hefðu gefið góða veiði 1970 og allsæmilega 1971 hefðu nú reynzt þurr. „Og ef miðin eru þurrkuð upp, þarf að bíða í 7—8 ár,“ sagði Ingvar, „þvi það tekur skel ina 7—8 ár að vaxa upp í mark- aðshæfa stærð.“ Ingvar sagði, að útflutnings- verðmæti 5000 tonna af skelfiski væri itm 125 millj. króna. „Fiskurinn í sjónum eftir fjárfestingum í „ÞAÐ voru engin sainráð höfð við Hafrannsóknastofn- unina, þegar nýja skelfisk- vinnslan í Stykkishólmi var sett upp og verður það að teljast furðuleg ráðstöfun," sagði Ingvar Hallgrímsson, fiskifræðlngur, í samtali við Mbi. í gær. Ingvar sagði nýju skelfisk- vinnsluna geta afikastað um 50 tonnum á dag, sem gerði um 10.000 tonn á ári, miðað við 200 vinnsludaga, en hlins vegar hafa rannsótonir sér- fræðinga leitt í ljós, að mesta fer ekki landi“ ársveiði, sem reikna má með úr Breiðafiirðinum er um 5000 tonn af skelíiski. „Þeir menn eru tdi,“ sagði Ingvar, „sem virðast halda að fiiskurinn í sjónum fari eftir fjárfiestinigum í landi, en það er nú ekki alilskosbar rétt.“ Hvolpadauöi minkabúanna: Er notkun rangra vítamína ástæðan? EINS og skýrt hefur verið frá í firébtum Morgunblaðskis var mjög mikill hvolpadauði hjá öll- * um minkabúum landsins á þessu ári. Nú er verið að kanna orsak- ir, sem kumna að vera fyrir þess- um óvenju mikia hvolpadauða og m. a. er verið að kanna sérstak- lega þau vítamín, sem búin not- uðu frá síðasta hausti. Fram til þess tíma notuðu búin vítamím frá Noregi, en þá komiu á mark- aðinn vítamín, sem SÍS flutti inn frá Bretlandi og filest mimkabúin keyptu vegna þess að boðinn var lengri greiðslufrestur. Nú hefur hins vegar komið upp eá grunur að brezíku vítamínin hafi ekki verið fyrir minka og að í þeim hafi verið efni, sem ekki hafi verið meltanlegt íyrir þá. Eru sýnisihorn af fóðrinu nú til at- hugumar í Danimörku, Noregi og í Bretlandi. Norskur minkarækt- arsérfræðingur mun hafa komið fram roeð þá tilgátu að brezku vítammin hafi verið fyrir stór- gripi og að notkun þeirra kunni að vera ástæðan fyrir hinum ó- eðlilega minkadauða. Öil búin nema eitt notuðu umrædd víta- mlín, en það bú keypti minka inn- anlands og varð einnig fyrir tals verðuim minkadauða. Þá fóru minkabúin misjafnlega út úr hvolpadauðanum. Kópavogur: Almennur borgarafundur um hitaveitumál EINS og Morgunblaðið skýrði frá i gær, hefiur náðst saTnkomu- lag milli Reykjavíiburborgar og Kópavogsbæj ar uim, að Hita- veita Reykjavíkur leggi hita- veitu í Kópavogi og verðli þvi verki lokið á árinu 1976. Er hér uim mikið hagsmunamál fyrir Kópavogisibúa að ræða. Sjálfstæð isfélögin í Kópavogi hafa þvi Aðalfundi Verzlunar- ráðsins lokið ákveðið að efna til aimenns borg- arafundinn. arafundur í Kópavogi uim hita- veituimálin og verður hann n.k. þriðjudagskvöld kl. 21.00 í Fé- lagsheimilinu uppi. Fnummælend ur á fundinum verða Geir Hali- grímsson borgarstjóri og Björg- vin Sæmiundsson, bæjarstjóri í Kópavogi. Eru Kópavogsbúar hvattir til að fjölmenna á borg- Nýtt athafna- svæði Skipa- útgerðar ríkisins ÞESSA dagana er unnið að undirbúningi fyrir uppfyli ingu rétt fyrir ve«tan Gróf ina í Reykjavíkurhöfn. — Þessi vélskófla var sett á pramma tii að vinna þenn- an undirbúning, en gert er ráð fyrir að Ijúka við a.m.k. helming uppf.vllingarinnar nú á næstunni. Þegar upp- fyllingin verður komin, þá er gert ráð fyrir að þarna skapist nýtt atliafnasvæði fyrir Skipaútgerð ríkisins, m.a. vöruafgreiðslu. Þessa mynd tók ÓI. K. Mag. ljós- myndari Morgunblaðsins i Reykjavíkurhöfn í fyrra- dag og þar sést hvar vél- skóflan er að störfum i höfninni, en i baksýn er Gullfoss, sem nú hefur ver- ið lagt yfir vetrarmánuð- ina og fyrir aftan hann hinn nýi skuttogari Vigri. Bíl stolið DRAPPLITUM Volkswagen, R-23708, árgerð 1964 var stolið wt bílastæði í ÁMheimum i fyrri- nótt. Þeir, sem upplýsingiar geta gefið, eru beðinir að snúa sér tiil lögreglunnar. ABALFUNDI Verzlunarráðs Is- lands ta.uk í gær, en hann liafði staðið i tvo daga. Fjölmargar ályktanir voru gerðar á fundin- um. en auk þess flutti Lúðvík Jósepsson, viðskiptaráðherra, ræðu á hádegisverðarfundi og er hennar getið annars staðar í biaðinu í dag. Þá ræddi Jón Sig- urðsson, ráðuneytisstjóri, skatta mái og Guðmundur H. Garðars- son flutti erindi um gildi lífeyr- issjóða í peuingakerfinu. Eftirtaldir menn voru kjöm- ir i stjórn Verzlunarráðs Islands: Óliafur O. Johnson, Björn Hall- gjrímsson, HaraMur Sveinsson, Gísli V. Einarsson, Jóhann J. Ólafsson, Othar Ellingsen, Ingi- mundur Sigfússon, Davið Séh. Thorsteinsson, Árni Ámason og Matthías Bjarnason. Eftirtaldir fulitrúar hafa ver- ið tilnefndir í stjórnina af félags- samtökuim: Féiags ísl. iðnrek- enda: Gunnar J. Friðriksson og Sve nn B. Valfells. Félag isl. stór kaupmanna: Árni Gestsson og Björgvin Schram. Kaupmanna- sam’ök íslands: Hjörtur Jóns- sor. og Óskar Jéhannisson. Sérgreinalélög: í'ói. isl. by.gg- ingarefnakaupmanna: Hjörtur Hjartarson. Bíigreinasambandið: Gunnar Ásgeirisson. Emiurskoðendiur voru kjömir: Magnús Helgason, Ottó A. Micii- elsen. Kjörnefnd var kosin: Bjarni R. Jónsson, Leif uir Sveinsson og Sigurður Gunnarsson. í upphafi fiundarins sl. fhnimftudag minntist formaður Verzlunarráðsins, Hjörtur Hjart- arson, forstjóri, Þorvarðar J. Júlíussonar, framkvæmdastjóra Verzlunarráðsins. sem lézt 3. sept. sl. svo og þeirra kaupsýslu- manna, sem látizt höfðu frá því að síðasti aðalifundur var hald- inn. Fundarmenn heiðruðu minn ingu hinna látnu með því að risa úr sætum. Fundarstjórar voru Magnús J. Brynjólfsson og Þorsteinn Éern- harðsson og fundarritarar Grim ur Jósafatsson og Sigvaldi Þor- steinsson. Við setningu aðalíund- ar Verzlunarráðsins, flutti Hjört ur Hjartarson ræðu, þar sem hann fjallaði um störf ráðsins ag ræddi þróun efnahagsmála og horfurnar framundan og verður skýrt frá ræðu hanis í Morgunbiaðinu efitir heigima. Danski matsveinninn á Nordkap:~ Aldrei á ævinni orðið jafn hræddur þegar ég rankaði við mér úti á rúmsjó Esbjerg, 27. október — AP DANSKI niatsveinninn, sem fór í hina sögiilegu ferð á döguniun yfir Norðursjó á skipí sínu, sem hann hafði tekið ófrjáisri hendi, sagði í dag, að hann hefði aidrei ásett sér að gera það með fullri vitund og að hann hefði orðið skelfingu lostinn, þegar hann rankaði við sér einsam- all um borð í skipinu úti á rúmsjó. — Aldrei á ævinni hef ég orðið jafn hræddur, sagði Jörgen Christiansen, sem er 28 ára gamall, fyrir rétti í dag. Jörgen sagði þetta sólarhring eftir að hann komst til hafnar, en hann kvaðst ekki hafa vikið frá stýri á skipi sínu, Nordkap, 122 tonna, aita |>á þrjá sótar- hringa, sem það var á sigl- ingu. Jörgen Chistiansen kvaðst ekki hafa haift hugmynd um, hvers vegna hanin hefði lagt út í þetta ævimtýri, heldur hefði hamn aðeins látið undan augnablikshugdettu, þegar hanin setti í garng vél skips- ins í Aberdeen í Skotlandi. Síðan hélt hainn úr höfn og skildi eftir i iaindi skipstjór- ann og aðra af áhöfnimni. Þá sagðist hanm emnfremur hafa reynt að komast aftur til hafnar, en hefðí ekki get- að séð hafnairljósin og þá hefði það runnlð upþ fyrir sér, að hamn myndi aldrei sökum slæms veðurs og úf- ins sjávar geta siglt skipimu heilu og höldnu aftur til hafn- ar i Aberdean. — Það var því enginn ann- ar kostur fyrir hendi fyrir mig en að komast burt frá ströndinni og haida út á rúm- sjó, var haft eftir Jörgen í yfirheyrslumni í dag. — Þegar ég var kominn þamgað, tók ég stefniu, sem ég tiaJdi vera í áttina til Danimerkur. Jörgen Christiamsem hefur nú verið ákærður um stuld á skipi, fyrir að hafa stofnað því í mikla hættu og fyrir að hafa brotið öryg.gisreglur þær, sem gilda á sjó. Hanm hefur nú verið látinn laus að sinni, en bíður málshöfðunar og á yfir höfði sér fangelsis- dóm vegna hvers og eins a f framaingreindu.m broturn-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.