Morgunblaðið - 31.10.1972, Síða 17

Morgunblaðið - 31.10.1972, Síða 17
MORGtíN’BLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTOBER 19T2 17 Líkur á 4300 millj. króna óhag- stæðum viðskiptaj öfnuði Vinnutímastyttingin hefur valdið verzluninni og öðrum atvinnugreinum miklum kostnaðarauka og óþægindum Hér fara á eftir kaflar úr ræðu Hjartar Hjartar- sonar, formanns Verzlunar- ráðs á aðalfundi ráðsins: efnahagsmAl, Líkur benda til að aukn- ing þjóðarframleiðslu verði nokkru minni en áætlað var fyrrihluta ársins, eða tæp 6% í stað rúmlega 7% sem áætlað var. Aukning raunverulegra þjóðartekna verður sennilega nokkru minni en i fyrra, enda var hagvöxtur þá með eindæm- um mikill hér á landi, þó virðist aukning þjóðar- framleiðslu í ár mun meiri hér en nemur meðaltali aðild arlanda OECD og nokkuð yf ir meðalvexti á ári síðustu tvo áratugi og er það útaf fyrir sig mjög athyglisvert. Verðmæti útflutnings frá janúar til ágúst 1972 hefur aukizt um tæp 25% miðað við sama tíma i fyrra. Sé álið tal ið frá er aukningin um 12%. Verðmæti útfluttra sjávaraf- urða hafði aukizt um 9,4% eingöngu vegna verð- hækkana og birgðabreyt- inga. Útfiutningur landbún- aðarafurða hafði aukizt að verðmæti um rúm 27%, álút- flutningur hafði rúmlega þre falidazt, allnokkur verðlækik- un hefur enn orðið á áli, en álmarkaðurinn er nú talinn vera að styrkjast. >á hafði út flutningur iðnaðarvara ann- arra en áls og kisilgúrs auk- izt uim tæp 69% jan.—ágúst 1972 miðað við sama tíma i fyrra. Útflutningsframleiðslan er talin munu minnka að magni um e.t.v. 3%%; vegna birgða- breytinga er þó spáð 15—16% magnaukningu útflutnings 1972, og verðhækkun í heild er talin geta orðið um 5%%. Þannig er gert ráð fyrir, að útflutningsverðmætið í ár aukist um 21—22% (9—10% án áls), en þessi krónutölu- aukning byggist að verulegu leyti á spá um birgðaminnk- un áls og sjávarvöru. Útflutningur áls er talinn munu nálega þrefaldast, en útflutningur kisilgúrs aukast um 37%% og útflutningur annarra iðnaðarvara um 33%. 1 heild er gert ráð fyrir, að verðmæti útflutnings vöru og þjónustu nemi tæp- um 26 milljörðum kr. miðað við tæpa 22,3 millj'arða kr. 1971. Vöruinnfiutningurinn jan.— ágúst 1972 jókst uim 9,7% miðað við sama tíma í fyrra. Þá hefði innflutningur neyzluvara aukizf um tæp 19%%, fjárfestinigarvara um 5,0% og inmflutinánigur rekstrarvara um 4,7%. Aukn ing innflutningsins það sem af er árinu er tiltölulega hæg miðað við hina öru aukn ingu verðmætaráðstöfunar, sem m.a. gæti stafað af upp söfnun innflutningsvöru- birgða á s.l. ári, auk þess sem gera má ráð fyrir, að eft irspurnin hafi um sinn beinzt inn á aðrar brautir, svo sem inn á húsnæðismarkaðinn og eftir ferðalögum til útlanda. Víst er talið, að aukning innflutnings verði mun meiri á síðustu mánuðum ársins en þeim fyrri, og ber flestum vís bendingum saman um það. Gert er ráð fyrir, að aukn- ing hins almenna vöruinn- flutnings verði um 21% að verðmæti á árinu, en hins vegar mún hinn sérstaki inn flutningur (flugvélar og skip, Landsvirkjun, Isal) minnka nokkuð, þannig að í inn talinn munu aukast að verðmæti um 15% á þessu ári. Verðmæti innflutnings vöru og þjónustu er talið geta numið rúmlega 30,2 milljörð- um 1972. Síðustu áætlanir benda til, að vöruskiptajöfnuðurinn verði óhagstæður um 4.300 millj. kr. og viðskiptajöfnuð urinn óhagstæður um sömu upphæð, þar sem búizt er við að þjónustujöfnuðurinn verði sléttur (var hagstæður um 535 millj. kr. 1971). Gert er ráð fyrir, að jöfnuður fjár magnshreyfinga verði hag hagstæður um 4.000 millj. kr. Skortir þá um 300 m.kr. til að jafna viðskiptajafnað- arhallann, sem gæti komið fram í samsvarandi rýrnun gjaldeyrisstöðunnar, en þessi tala er þó svo lág, að eins má gera ráð fyrir, að rýrn- unin nái ekki þessari fjár- hæð. Gjaldeyrisstaðan batnaði um 1.200 millj. kr. á fyrstu átta mánuðum þessa árs, sem nær eingöngu verður rakið til innstreymis. erlendra lána. Ef framangreindar áætlanir um vöruskiptajöfnuð og aðra þætti greiðslujafnaðar stand ast, ætti gjaldeyrisstaðan að versna um 1.100—1.400 millj. kr. á síðustu fjórum mánuð- um ársins. Samkvæmt upplýsingum Seðlabankans um lánaflokk- un innlánsstofnana mið- að við séptemberlok 1972, nema útlán bankanna sem hér greinir, í milljónum króna: Heildarútlán til verzlunar 5020 eða 19.15% hækkun frá sarna tíma 1971 er skiptist þannir í millj króna: % atf hei'ldiar útl. Samvinnufélög 1671 33. 3 Oliuféiag " 509 10.14 Aðrir 2839 56.55 Heildarútlán til iðnaðarins nam á sama tíma 2916 millj. kr. eða rúml. 15% hæikkun frá sama tima árið áður. Enda þótt um aukna kaup getu almennings og aukna veltu í verzlun, iðnaði og þjónustugreinum hafi verið að ræða, það sem af er þessu ári, og sennilega verður allt þetta ár, hefur allur tilkostnaður vaxið gif- urlega án þess að tekið hafi verið tillit til þess í verðlags- ákvæðum svo nokkru nemi, þannig að veltuaukningin skilar sér engan veginn í betri afkomu verzlunarinnar á þessu ári. Eins og svo oft hefur ver- ið bent á, skortir hér alvar- lega hagrannsóknarstofnun fyrir verzlunina og þvi baga legt að geta ekki haft við höndina tölur um hagsveifl- ur verzlunarinnar máli mínu til stuðnings. Samkvæmt athugun sam taka iðnaðarins má áætla að magnaukinig fram- leiðslu hins almenna iðnaðar hafi numið 10% á fyrri árs- helmingi og gert er ráð fyr- ir að sú framleiðsluaukn- ing gildi fyrir árið í heild. Búizt er við að framileiðslu- magn sjávarútvegsins minnki á árinu um 8—9%, en að aukning útflutnings sjáv- arafurða að magni verði nokkur vegna birgðaminnk- unar. Verðhækkun á útflutt- um sjávarafurðum er áætluð að meðaltali rúmilega 7—8% á árinu. Aflaminnkun ofan á mikla hækkun launakostnaðar í landinu hefur þrengt mjög að hag sjávarútvegsins á síð ustu mánuðum. Gert er ráð fyrir að fram- leiðsla landbúnaðarins ann- ars en jarðávaxta vaxi um 5%, en vegna lélegrar upp- skeru þeirra, verði heildar- framleiðsluaukningin ekki meiri en rúm 3%. Byggingariðnaður mun væntanlega aukast að magni um 10—11% á árimu. K.IARASAMNINGAR OG VERÐEAGSMÁE Eins og ykkur er kunnugt fóru fram •samningar um kaup og kjör verzlunar og skrifstofufólks í lok síðast- liðins árs. Samningum lauk á þann veg að í desember var lokið við að semja um flokkaskip- un og fleiri atriði, en þar sem kröfur Verzlunarmannafé- lags Reykjavíkur og Lands- sambands Verzlunarmanna um kaup í hærri flokkum voru verulega hærri en kröf- ur annarra starfsgreina, er sömdu um sama leyti, varð samkomulag milli samningsað ila að vísa þeim þætti samn- inganna til úrskurðar gerðar dóms, sem siðan var kveðinn upp í byrjun þessa árs. Eins og kunnugt er gerði núverandi ríkisstjórn með Hækkun frá sama tíma 1971 % 18.67 35 17 sér samning um framkvæmd ýmissa þjóðmála, þar sem seg ir m.a. „Ríkisstjórnin leggur rika áherzlu á, að takast megi að koma i veg fyrir þá háska- legu verðlagsþróun sem átt hefur sér stað í efnahagsmál um undanfarin ár. í trausti þess að rikisstjórnin hljóti stuðning til þess að ná sem beztum tökum á þróun verð lagsmála, og í því skyni að hægt verði að tryggja lág- launafólki árlegar og eðlileg ar kjarabætur, mun ríkisstjórnin beita sér fyrir eftirtölduim ráðstöfunum í kjaramiál'Uim: Vinnuvikan verði með lög- um stytt i 40 stundir án breytinga í vikukaupi. Orlof verði lengt í fjórar vikur og framkvæmd orlofs- laga auðvelduð. Kaupgjaldsvisitalan verði leiðrétt um þau 1.3 vísitöhi- stig sem felld voru niður með verðstöðvunarlögunuim og komi leiðrétting nú þegar til framkvæmda. Þau tvö vísitölustig sem ákveðið var í verðstöðvunar- lögunum að ekki skyldu reiknuð i kaupgjaldsvísitölu fram til 1. sept., verði nú þeg ar tekin inn í Jkaupgjaldsvisi töluna. Auk þeirra kjarabóta er að framan greinir, telur ríkis- stjórnin, að með nánu sam- starfi launafólks og ríkis- stjórnar sé mögulegt að auka i áföngum kaupmátt launa verkafólks, bænda og ann- ars láglaunafólks um 20% á næstu tveimur árum og mun beita sér fyrir, að því márki verði náð. Að gagngerð athugun fari fram á núgildandi verðlagn- ingu á sem flestum sviðum i því skvni að lækka verðlag eða að hindra verðlagshækk anir.“ Þetta var sem sagt það veganesti, sem samnings- aðilar fengu við upphaf samninganna. Vinnuvikan verði með lög- um stytt í 40 stundir, auk þess ýmiss konar aukin fríð- indi og hert verði á verðlags ákvæðum. Hjörtur Hjartarson. Fijótlega. eftir að KÍkis- stjórnin tók við völdum var henni bent á að stytt- ing vinnuvikunnar í 40 stundir mundi valda því að „effektifur" vinnutíimi á Is- landi yrði sá lægsti á Norð- urlöndum, en þar um varð engu þokað og vinnutíma- styttingin var lögfest. Vinnutimastyttinigin ein hefur valdið verzluninni sem flesum öðrum atvinnugrein um miklum kostnaðarauka og óþægindum, eins og öBum er nú ljóst. 1 upphafi samningavið- ræðna gengu forsvarsmenn verzlunarsamtakanna ásamt fuliltrúa samvinnuverzl'unar- innar á fund forsætisráð- herra og leituðu umsagnar hans um hvort sá kostnaðar- auki sem fyrirsjáanlega yrði, ef til. samninga kæmi á þeim grundvelli, er ríkisstjórn- in hafði lagt til, fengis-t reiknaður inn í verðlags- ákvæðin. Forsætisráðherra kvað það sína skoðun að svo bæri að gera, en tók þó þann fyrirvara að ef til vill þyrftu ekki allar vörugreinar á sömu hækkun að halda. Nokkur viðtöl áttum við við viðskiptaráðherra og viðræð ur um verðlagsmál almennt. Taldi hann einnig eðlilegt að tekið yrði tillit til kostnaðar hækkunar við verðlagningu vara. Síðast átti ég símal við viðskiptaráðherra síðustu samninganóttina, þar sem ég tjáði honum að ekki yrði gengið frá sammngum nema að vissa væri fyrir þvi að áð urgefin loforð hans yrðu efnd. I viðræðum okkar við ráð- herrann um verðlagsmálin í heild, féllst hann á, að nú- verandi fyrirkomulag verð- lagsmála væri mjög gallað og þyrfti gagngerðar endurskoð unar við. Fórum við frarn á við hann, að skipuð yrði nefnd með fulltrúum verzlun arinnar til endurskoðunar á verðlagsfyrirkomulaginU, en sú nefnd hefur ekki enn ver- ið skipuð. Um efndir ráðherranna er það að segja, að eftir langt þref fékkst óveruleg lagfæring verðlags á vörum seldum í. smásölu og taldi for sætisráðherra sig þar með hafa efnt loforð sitt að þvi rnarki er á valdi hans væri, og i stað þess að efna til endurskoðunar á verðlags ákvæðunum sem flestum er ljóst að löngu eru gengin sér til húðar, bætti ríkisstjórnin gráu ofan á svart með þvi að gera verðlagsnefndina óstarf hæfa með þeim ákvæðum að hjáseta eins nefndarmanns nægir til að fella fram komn ar til'lögur. Ólýðræðislegri meðferð mála er vart hægt að hugsa sér. SKATTALÖG 1 tíð fyrrverandi ríkis- stjórnar voru gerðar veruleg ar breytingar á skattalögum. Við undirbúninig þeirra skattaiaga var samtökum at- vinnulífsins gefinn kostur á að fylgjast með afgreiðslu þingnefnda og koma fram með ábendingar og at- hugasemdir, sem í mörgum at riðum var tekið tillit til. Við undirbúning og af greiðslu Alþingis á frurn- vörpum til laga um tekju og eignaskatt og tekjustofna sveitarfélaga, sem samþykkt voru í tíð núverandi stjórnar, voru engin samráð höfð við samtökin, en þeim náðarsamlegast gefinn kost- ur á viðtölum við þingnefnd- ir, að beiðni samtak- anna. Álitsgerðir og ábend- ingar samtakanna voru að engu hafðar. í viðtali, er við áttum við fjármál'aráðherra fórum við fram á að áfram yrði haldið á þeirri braut að gefa fulltrúum atvinnulífsins kost á að taka virkan þátt í und- irbúningi núverandi skatta- laga og bent á, að þar sem skattamál yfirhöfuð eru mjög flókin og vandmeðfar- in, mætti með því móti nýta sérþekkingu og reynslu þeirra sem atvinnurekstur stunda. Ráðherra tók þessum tilmælum okkar vel, en efnd- irnar urðu en-gar og er nú svo komið að skattalögin eru á ný komin í endurskoðun og vilja nú fæstir við þau kann ast í þeirri mynd sem þau nú eru. Á núverandi ráðamönn- um má heyra, að þeir telji að ekki verði lengra gengið í beinni skattlagningu en boðuð er hækkun á óbeinum sköttum. eandhelgismAeið Um langt árabil hefur það verið augljóst okkur íslend- imgum að einn allra veiga- mesti þáttur okkar efnahags- lifs væri í vaxandi hættu, á ég þar við fiskimiðin í krin-g um landið. Það hefur verið unnið að því, að ég held heilshugar, af Alþingi og rík isstjórnum að leysa þennan vanda. Það er og hefur ver- ið öllum hugsandi mönnum ljóst að útfærsla fiskveiðilög sögu okkan er okkur lifs- nauðsyn og það í mjög vax- andi mæli. Lengst af hefur sú skoðun verið ráðandi, að Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.