Morgunblaðið - 04.11.1972, Qupperneq 22
22
MOÉGXJ'NBLAÐIÐ, IÍAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1972
Minning:
Ingimundur Guð-
mundsson Litlabæ
1 dag — 4. nóvember — verð-
ur jarðsettur frá Kálfatjamar-
kirkju, In!gim<undur Guðmiunds-
son bóndi að Litlabæ. Hann var
fæddur 18. nóv. 1879, en dó 27.
okt. síðastliðinn. Var því orðinn
nær 93 ára. Foreldrar Ingimund
ar voru Guðbjörg Egilsdóttir og
Guðmundur Ingimundarson,
bæði fædd og uppaíin í Biskups
tungum, hvar ættir þeirra stóðu.
Búskap hófu þau í Grindavik, en
fkittust þó brátt þaðan, að
Bakka á Vatnsleysuströnd. Er
Guðmundur lézt, var Ingimund-
ur enn á unga aldri. 1 fjötmörg
ár bjó ekkjan þó þarna eftir
það, með börnum sínum þrem,
Bjargmundi, Jódisi og Ingi-
mundi.
En að heiman fóru oig giftust,
Margrét og Guðrún. öll þessi
fimm systkini eru nú látin. Svo
má segja að Ingimundur hafi
alla þessa löngu ævi sína átt
heima á sama blettinum, þótt
nokkrir faðmar séu milli þeirra
þriggja bæja, sem voru hans
heimili.
Hann fæddist að Bakka og
átti þar heima enn er
hann kvæntist, 30. des. 1911, eft
irlifandi konu sinni, Abigael
Halldórsdóttur, fæddri 15. júlí
1880 að Hóli við Önundarfjörð.
Nokkur fyrstu búskaparárin
bjuggu þau að Bjargi og síðar
að Litlabæ nær 40 ár.
Þeim fæddust þrjú börn, eitt
dó í bemsku, en tvö, Stefán og
Guðrún, eru bæði á lífi. Um ára
bil tóku þau Abígael og Ingi-
mundur tvo systursyni hans í
fóstur, fyrst Steindór Áma Jóns
son, sem lézt um tvítugsaldur og
síðan bróður hans, Jóhann Ólaf
Jónsson, sem lengi er búinn að
eiga heima í Hafnarfirði, en allt
af hefir sýnt fósturforeldrum
sinum verðskuldaða ræktarsemi.
Frá þvi að ég fyrst man eftir
mér, man ég líka eftir Ingimundi
á Bakka, þessum góða nágranna
við æskuheimili mitt, Litlabæ.
Þótt aldursmunur okkar væri
16 ár, og hann þvi kominn yfir
tvítugt, er ég fór að skjótast
milli bæjanna og niður að tjöm
inni eða sjónum og reyna að
fleyta þar smáskipum, þá brást
ekki, væri Mundi nærstaddur
og sæi mér aðstoðar þörf, var
hann óðar komirm að leiðbeina
mér um hagræðingu segla og
sfýris.
Ekki var hjálpsemin siðri, þeg
ar kom til nytsamra verka.
Mörgum varð hugsað til
„Munda á Bakka“ jafnvel frá
yztu mörkum hins langa Vatns
leysustramdarhrepps, þegar
gera þurfti við skip eða hressa
upp á bæjarhús, fá skeifur og
járaa hesta og mörg önnur verk
er þurfti að fá framikvæmd, en
fjarri fór að hver og eínn væri
fær til. >á var leitað til Ingi-
mundar, sem alltaf varð við bón
inni, væru nokkur tök til.
Ekki átti Ingimundur langt að
sækja til sjómanrishæfileika,
þar sem faðir hans hafði tekið
að sér formennsku á stóru skipi,
strax um tvitugsaldur, er hann
fiuttíst úr sveitinní til Grinda-
víkur, þar sem eru stórbrima
lendingar og allt fyrir opnu hafi.
Það hefði ekki verið vangefnu
ungmenni hent.
Á þrítugsaldri gerðist Ingi-
mundur formaður á sexmanna-
fari og svo varð ég háseti hjá
honum, næsta ár eftir að ég
fermdist.
Ekki voru strangar kröfur til
mín gerðar og þessi liðlétti há-
seti naut góðs atlætis skipshafn
arinnar og þá ekki sízt formanns
ins.
Það munu nú milli 50 og 60 ár
síðan Ingimundur smíðaði fyrsta
bátinn. Síðar tók hann að gefa
sig að skipasmíði svo um mun-
aði. Smiðaði um árabil báta fyr-
ir ýmsa sem þekktu til handa-
verka hans. Þóttu afköst hans
við þetta ótrúlega mi’kil, svo fá-
breytt sem verkfærin voru, sam-
anborið við það sem nú gerist. En
verkið var unnið ósvikið og
traust.
Furðu miklum starfskröftum
hélt Ingimundur, þar til fyrir
um fimm árum, að snögglega
kom þar breyting á. Þó hafði
hann lengst af fótavist, þar til
nú um skeið, er dró að því síð-
asta, að hann fékk hægt andlát.
Ég kveð þig og sakna, er hjálp
fúsu hendumar þínar mega ei
bærast lengur. Hafðu blessun og
þökk fyrir aKlt.
Ég votta þér, kæra Abígael,
sem staðið hefur og starfað með
kvadda ástvininum i nær 61 ár,
innilega samúð og bið þér og
börnum ykkar ailrar blessunar
um ókomna tima.
J. H.
1 dag er til moldar borinn
frá Kálfatjarnarkirkju Ingi-
mundur Guðmundsson, bóndi og
simiður, Li'tlabæ í Kálfatjarnar-
hverfi. Hann var elzti bóndi á
Islandi, fæddur 18. nóv. 1879 og
dáinn 27. okt. s.l. Hann 'kveður
síðastur sinna systkina sem
kennd voru við Bakka i Kálfa-
tjarnarhverfi, þrjár systur og
tveir bræður er öll náðu háum
aldri, en 5 systkinanna höfðu
látizt í bemsku.
Á Bakka bjuggu foreldrar
þeirra, Guðbjörg Egi'lisidóttir og
Guðmundur Ingimundarson af
Reykjavallaætt, bæði ættúð úr
Árnesþingi. Þau bjuggu fyrst í
Grindavik, en fluttu að Bakka
um 1870. Þá var prestur á Kálfa
tjörn séra Stefán Thorarensen,
og mun það hafa verið mjög að
hams ráðum að þau fluttu niður
á Strönd, að Bakka. Séra Stefán
var að austan ættaður, og hafði
verið prestur i Hraungerði, og
mun þvi hafa þekkt til Guð-
mundar og vitað að hann var
söngmaður mikill og góður en
séra Stefán, hinn annálaði söng
maður og sálmaskáld efldi mjög
söng í sínum söfnuði. Hann
lagði þvi kapp á að fá Guðmund
að Bakka í næsta nágrenni við
sig og kirkjuna.
Guðmundur og Guðbjörg vom
atorku manneskjur, Guðmundur
smiður góður og verkmaður mik
m.
Á Ströndinni var oft erfitt
með vatn í þurrka og frostatið,
en Guðmundi tókst að gera
brunn á Kálfatjöm, ekki langt
frá bænum, og í þennan brunn
kom vatn með flóði og fjaraði
með útfalli, flæðibrunnur
með mjög góðu vatni. Brunnur-
inn er enn í fullu gildi, tekinn
um 1870 og nú dælir rafmagnið
úr honium vatni til allra nota.
Þau Bakkasystkinin erfðu og
ávöxtuðu dugnað og framkomu
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
jarðarför föður okkar og tengdaföður,
HALLS JÓNASSONAR.
Ingunn Hallsdóttir,
Erlingur Halisson, Asta Tryggvadóttir,
Aðalsteinn Hallsson, Eba Stefánsdóttir,
Sigríður Björg Eggertsdóttir, Guðmundur Geir Jónsson.
fóreldra sinna. Öll voru þau hið
raesta dugnaðarfólk og fram
koma þeirra til orðs og æðis, til
fyrirmyndar. Bræðumir Ingi
mundur og Bjargmunidur annál
aðir dugnaðármenn til alilra
verka, á sjó og landi, og var
Bjargmundur mikill áhugamaður
um ræktun og framfcværadi þar
imikið verk á því sviði.
Inigimundur var einnig trúr
sinni sveit og Kálfatjarn'arhverf
inu og aldrei mun honum hafa
til hugar komið að eiga heimili
anmars staðar, þótt hann hafi
stundað atvinnu austur á Fjörð
um og á Norðurlandi og séð
þar góðar sveitir og sjávarpláss.
Hann sótti sjó á opnum skipum,
segl- og árabátum, en þegar vél
amar komu var hann með þeim
fyrstu að setja vél i bát sinn.
Sama gilti um vélar til landbún
aðar og fékk hann sér Farmall
dráttarvél er þær voru fyrst
fluttar inn 1945.
Jafnframt þessum störf-
um, l'andbúnaði og sjávarútvegi,
stundaði Inigiimiundur smíðar, á
yn'gri árum í smiðju sinni, en
síðar einkum skipasm'íðar, allt
fram á efri ár. Ég kom oft í
smíðahús hans þar sem hann
smiðaði bæði smáar og stórar
fleytur, er reyndust vel að allri
gerð og sjóhæfni.
Árið 1910 kvæntist Ingimundur
vestfirzkri myndar- og sóma-
koniu, Abigael Halldórsdóttur
frá Kirkjubóli í Önundarfirði,
sem lifir mann sinn 92 ára göm-
ul. Þau eignuðust 3 börn, Guð-
m'und er þau misstu ungbam og
Stefán og Guðrúnu, bæði búsett
hér í sveit. Heimili þeirra Ingi-
mundar og heimilisbragur var til
fyrinmyndar. Þar var bóikakios't-
ur góður og mikið lesið, fómar
dyggðir í heiðri hafðar og bor-
in virðing fyrir kirkju og krist-
indómi og trúrækni. Aldrei mun
Imgiroundur á allri sinni löngiu
sjó- og farmannstíð hafa farið svo
á sjó að hann læsi ekki sjóferða-
bæn og aldrei varð neitt að hjá
honuim, er þó erfið lendinig á
Bakka og farið að segja má, ut-
an í boðunum sem þama er nóg
af.
Við nágrannar hans og sveit-
ungar kveðjum hann með þakk-
læti fyrir vel unnin störf og ós'k
um honum faraheilla, „meina að
starfa Guðs um geim.“
Eftirlifandi konu haras send-
um við innilegar samúðarkveSj-
ur og biðjum Guð að blessa
henni ævikvöldið.
Erlendur Magnússon.
Þorsteinn Guðbrands-
son — Minning
Það kvað skiljanlega ekki við
neinn vábrestur, þó að vinur
minn Þorsteinn Guðbrands-
son skildi við þetta jarðlíf.
Hann var dæmigerður íslenzkur
almúgamaður. Honum féll aldrei
verk úr hendi meðan fjörið ent
ist honum, hann vann öll þau
verk, sem hann var settur til af
samvizkusemi, verkmaður var
hann vel i röskara lagi, — hann
var bæði hjá Þórami Olgeirs-
syni og Tryggva Ófeigssyni ára
tugum saman, og það segir sína
sögu um manninn — hann var
óáleitiran, vinaifastur, sparsarour
við sjálfan sig, én greiðvikinn
við vini sina. Hann var spaug-
samur og sagði vel frá. Hann
var svo að útliti, að hann var
tæplega meðalmaður á hæð, en
sívalur og þrekmaður mikill til
vinnu, þó að hann væri ekki
ýkja sterkur.
Helztu asviatriði Þorsteins
voru þau, að hann fæddist 4.
maí 1889 — (ekki 1890, eins og
segir í Sjómannadagsrabbi við
Þorstein fyrir nokkrum árum)
— að Kothúsum í Garði hjá afa
sínum sem þar bjó og var al-
nafni hans. Þorsteinn sagði mér
aldrei neitt um ættir sínar, nema
hann taldi sig kominn af góðu
búand og útróðrafólki, eins og
við flestir Islendingar. Vel get-
ur verið, að i ætt Þorsteins sé
fullt af prestum eða öðrum emb
ættismönnum, eins og fólk nefn-
ir gjaman ættum sínum til ágæt
is. Það gilti áreiðanlega einu
fyrir Þorstein, hann var nógur
af sjálfum sér. Átta ára gamall
fluttist Þorsteinn að Görðum á
Álftanesi, þar sem hann var til
tvítugs, að haran fluttist til
Reykjavíkur. Hann tók sér her-
bergi á leigu í húsi við Liradar-
götu og við þá götu bjó hann æ
síðan, því að 17 árum síðar en
þetta var keypti hann sér lítið
hús, austast við Lindargötuna
(nr. 49) á mótum Lindargötu og
Frakkastigs. Þetta var Mtið en
snoturt timburhús, smíðað
eftir næmri sjón smiðsins fyrir
réttum hlutföHum. Það verður
eftirsjón að þvi fyrir marga, þeg
ar það verður rifið.
Þorsteinn hóf togarasjó-
mennsku strax og hann kom til
Reykjavíkur og þá á þvi merka
tímamótaskipi, Marzinum, sem
kom upp í marzmánuði 1907.
Skipstjóri var hinn frægi mað
ur Eldeyjar-Hjalti.
Það áleit Þorsteinn, að hann
myndi hafa verið síðastur manna
á lífi af þeirri skipshöfn (1910)
— þó að einn eða tveir menn
muni eidri á lífi af fyrri skips-
höfn Marzins. Næstu tvær ver-
tíðir var Þorsteinn með nafna
sínum og nábýlismanni, Þor-
steini í Bakkabúð á litlum tog-
ara, sem hét Belle of War, einn-
íg var Þorsteinn nieð Guðbjarti
Jóakim Guðbjartssyni á togaran
um Fortúna, en Guðbjartur var
einnig sögufrægur skipstjóri,
því að hann var með Snorra
Sturluson, sem kom upp í júní
1907, það er, sama árið og For-
setinn og Marzinn og er þetta
talið timamótaár í Islandssög-
unni. Og enn var Þorsteinn
Guðbrandsson með sögufrægum
skipstjóra.
Þórarinn Olgeirsson hafði ver-
ið stýrimaður á Marzinum, þeg-
ar Þorsteinn var þar um borð
og þegar Þórarinn tók Great
Admiral fór Þorsteinn til hans
og var með honum upp frá því,
meðan Þórarinn stýrði skipi héð
an frá íslandi, fyrst Belgaum,
síðan Júpiter og síðast Venusi.
Þegar Þorsteinn fluttist alfar-
inn út, skildust leiðir. Og hafði
þá Þorsteinn verið með Þórami
í 23 ár,
Á striðsárunum síðari var
Þorsteinn með Áma Xngólfssyni
á Skutli, og þar kynntist
ég honum. Síðustu tvö árin var
hann á bátum.
Hann fór alfarinn i land 1946.
Þá fór hann að vinna hjá Júpi-
ter og Marz h.f. og þar vann
hann síðan meðan starfskraft-
arnir entust eða í meira en 20
ár. Siðustu æviárin var hann
ekki til vinnu og tók það nærri
sér. Hann hafði haldið, að hann
myndi ekki lifa þann dag allan
til kvölds, sem hann gæti ekki
gengið til verks. Það varS þó.
Hann hjaraði heilsulaus í ein
þrjú ár og var það honum rauna
tími, þó að hann nyti góðs fólks.
Hann hafði fengið blóðtappa
og dottið niður við vinnu sína.
Hann gekk til verks mörg ár
eftir það, en hann bar aldrei sitt
barr upp frá þessu áfalli, eink
um var minnið orðið reikult sið-
ast.
Þorsteinn var einn af stofn-
endum Sjómannafélags Reykja-
víkur og er mér sagt, að nú
muni aðeiras tveir á lifi af þeim,
sem stofnuðu það félag. Aldrei
kvæntist Þorsteinn og hann var
af þeirri gerð, að hann sætti sig
vel við einlífið.
Siðustu ár Þorsteins á togur-
um, ég held það hafi verið á
Skutli, kynntist hann Guð-
mundi Þorkelssyni, matsveini,
sem látinn er fyrir nokkrum ár-
um. Með þeim tókst vinátta, sem
hélzt meðan báðir iifðu. Eftir að
Þorsteinn fór alfarmn í land,
borðaði hann hjá Guðmundi og
hjá þeirri fjölskyldu varð síðan
hans annað heimili, þvi að ekkja
Guðmundar og böm hans, héldu
tryggð við gamla manninn, eftir
lát Guðmundar, og eftir að Þor
steinn varð örvasa. Gamli mað-
urinn rölti oft síðustu verklausu
árin, milli síns heima á Lindar-
götunni, heimilis Guðmundar
eða fjölskyldu hans á Snorra-
brautinni og hafnarinnar. Þeim
stað var hann einnig bundinn,
eins og margir sjómenn á efri
árum.
Þannig er i stuttu máli lífs-
hlaup Þorsteins Guðbrandsson-
ar, eða Steina Brands, eins og
hann var jafnan kallaður af fé
lögum sínum. Hann var í 23 ár
með sama skipstjóranum, í rúm
20 ár hjá sama vinnuveitand-
anum í landi. Hann bjó við sömu
götuna í meira en 60 ár, og hjá
sömu fjölskyldunni borðaði
hann í 28 ár. Þessar staðreyndir
held ég að staðfesti það, sem að
framan er sagt um manninn.
Ásgeir .Takobsson.
Skilningur hjá
Finnum
SAMBANDSSTJÓRN norrænu
félaganna finnsku (Pohjola-Nord
en) hélt ársfund sinn í Kuopio í
Finmlandi 23. september síðast-
liðinn. Sambandsstjómin lýsti
því yfir að hún virti aðgerðir is-
lendinga í landhelgismálinu,
bæði með það í huga, að verið
væri að vernda það næringar-
forðabúr heimsins, sem hvildi á
íslanzka landgrunninu og einnig
lýsti sambandsþingið yfir skiln-
ingi sínum og stuðiningi við að-
gerðirnar á þeirn fors.endum, að
íslendingar væru með þeim að
tryggja áframihaldandi tilvéru
síina.
Norræna félagið á íslandi hef-
ur sent sambandsstjórn Pohjola-
Norden þakkarbréf fyrir velvUd
hennar og skilning á þessu hags-
munamáli Islendinga.
IESIÐ
-^-Msœsgaasri
□nciEcn