Morgunblaðið - 11.11.1972, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.11.1972, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. NOVEMBER 1972 Hægláti Ameríku- maðurinn Laugardagsmynd sjónvarpsins — Hægláti Ameríkumaðurinn — er ein af 15 myndum sem eiga upptök sín í frjóum huga brezka rithöfundar- ins Grahams Greene. í uppsláttar- bókinni okkar fær myndin þrjár stjörnur eða næsthæstu gjöf en þau orð fylgja að þessi útgáfa af sög- unni sé heldur útþynnt hvað varð- ar reiðilega afstöðu höfundar til Bandaríkjamanna. Svo og er þess getið að Audie Murphy hæfi tæpast Audie Murphy. hlutverki sínu en gott framlag mót- leikara hans bjargi myndinni að öðru leyti. Kvikmyndagerðarmenn hafa löng- um haft mikið dálæti á Graham Greene á sama hátt og Greene virð- ist annt um kvikmyndirnar sem tján ingarform. I upphafi rithöfundarfer- ils síns var Greene kvikmyndagagn- rýnandi við brezka blaðið Spectator og naut svo mikils álits sem slíkur að enn telja ýmsir að enginn kvik- myndagagnrýnandi hafi komizt með tærnar þar sem hann hafði hælana. Ýmsir halda því líka fram að kynni Greene af kvikmyndunum hafi haft umtalsverð áhrif á skáldsagnagerð hans, og er það eflaust skýringin á því hversu oft kvikmyndagerðar- rr.enn leita efniviðar í skáldsagna- kistu Greene. Fyrsta skáldsaga hans sem var kvikmynduð var Stamboui Train árið 1934 en hin síðasta The Comedians fyrir réttum fimm árum. Leikstjóri þessarar myndar er þús undþjalasmiðurinn Joseph L. Man- kiewicz. Strax á dögum þöglu mynd anna var hann rétt tvítugur að aldri tekinn til starfa í Hollywood og fékkst aðallega við gerð handrita en þegar fyrstu talmyndirnar sáu dags- ins ljós var hann tekinn að fást sjálfstætt við samningu kvikmynda- handrita. 1 kringum 1936 sneri hann sér að þvi að framleiða kvikmyndir — þar á meðal ýmsar annálaðar myndir eins og Fury og Philadelp- hia Story. Níu árum síðar gerðist hann svo leikstjóri og jafnframt handritahöfundur og má meðal þeirra mynda nefna A Letter to Three Wives, þar sem hann hlaut óskarsverðlaun fyrir bezta handrit- ið, All about Eve, þar sem hann fékk óskarsverðlaun fyrir bezta handrit og bezta leikstjórn. Auk þess var hann helzti hvatamaður og höfundur hinnar alræmdu stórmynd- ar Kleópötru. nrr I KVIKMYNDA HÚSUNUM ★★★★ FRÁBÆR ★★★ MJÖG GÓÐ ★★ GOÐ ★ SÆMILEG LÉLEG 111111 " Kristinn Benediktsson Sæbjörn V aldimarsson Erlendur Sveinsson Nýja bíó: HINIR ÓSIGRUÐU Eftlr styrjöld Norðurríkjanna og SuOurrikjanna fara John Wayne og félagar út í óbyggO- irnar og fanga villihesta sem þeir hyggjast selja her NorOur- rikjanna. Mexikómenn hafa einn- ig áhuga á aO fá hestana og verO ur þaO úr aO þeir fá allt stóOiO eftir að hafa boöið betur. Á leiO- inni til Mexikó hitta þeir Rock Hudson liösforingja úr her SuO- urríkjanna sem er á flótta meO sitt fólk eftir stríðið og tekst þeim í sameiningu aO sigrast á flokki ræningja. Þaö fer þó svo að Suðurríkjafólkið fellur í hend- ur óvinanna en NorOurríkjamenn- irnir kaupa þau laus með hesta- stóðinu. ★★★ Mynd sem er spenn- andi frá upphafi til enda, laus við alla væmni, ef undan- skilið er ástaratriði sem alveg mætti missa sig. ★★ Enn ein hesta- og hetjusaga frá hendi þeirra fé- laga Andrew McLaglen og John Wayne. Það eitt er all nokkur gæðastimpill. Þar að auiki hefiur sjaldan sézt á hvíta tjaldinu jafn glæsilegt stóð og hér gefur á að líta. ★ í vestra þessum er ekk- ert nýtt að sjá. Söliuvarningur þessi er ekki einu sinni tækni lega vel gerður. John Wayne og Rock Hudson eru samir við sig. Má sjá i hallæri. Tónabíó: er brottrækur ger. Flækist hann þá í hóp gamalla kunningja, sem láta reka á reiöanum í afhelg- aðri kirkju sem þeir hafa keypt. 1 þvi litla samfélagi gengur á ýmsu. M.a. er Arlo kvaddur að nýju i herinn, en hann kemst frá þvi meO klókindum. ★★ Einhverm vegirm snerti þessi mynd mig ekki og fannst mér aldrei gaman að henni. ★★★ Arthur Penn tekst mæta vel að lýsa rót- og stefnuileysi ungu kynslóðar- innar og virðingarleysi henn- ar fyrir þeirri veröld og venj- Uim setn him eldri hefur skap- að henni. Allt er þetta gert á framúrskarandi skemmtileg- an hátt, og músík Guthrie's vel nýtt. ★★★ Mynd þessi er gerð undir áhrifum frá tón-, og ljóðlist, söguljóðinu. Kvik- myndamieistarinn Pemn og þjóðlagasöngvarinn Arlo hafa ort kvifcmyndaóð til fólfks, sambýlis og samifélags. f því felst frumleiki myndar- innar. Uppldfum, sem enginm skyldi fara á mis við. ALICE’S RESTAURANT Þegar á aö skylda Arlo Gut- hrie til herþjónustu, grípur hann til þess ráOs að skrá sig til fram- haldsnáms í háskóla. Honum vegnar þar ekki sem skyldi. Áhugi hans fyrir þjóOlagatónlist, virðingarleysi fyrir lögunum og skólastjóranum valda þvi að hann Háskólabíó: GuSfaSirinn ★★★ 1 ★★★★ ★★ Austurbæjarbió: SíSasta hetjan ★★ 1 ★★★ ' Stjörnubíó: Glaumgosinn og ★★ hippastúlkan ★★ ★★ Hafnarbíó: 1 Klækir kastalaþjónsins ★★ Dregið hjá H.í. — happdrætti FÖSTUDAGINN 10. nóvember var dregið í 11. flokki Happ- drættis Háskóla fslands. Dregnir voru 5.100 vinningar að f.járhæð 32.320,000 krónnr. Hæsti vinn- ingurinn, fjórir miiijón króna vinningar, komu á númerið 240. Voru allir miðarnir seidir i um- boði Frímanns Frímannssonar í Hafnarhúsinu. Þetta er í annað skiptið í ár sem þetta númer kemur upp með vinning. 200.000 króna viimingurmn kom á númer 1771. Tveir miðar af þessu númeri voru seldir í Aðalumboðinu í Tjamargötu 4, en hinir tveir hjá Arndísi Þor- valdsdóttur, Vesturgötu 10. 10.000 914 krónur 962 1183 1745 1876 1927 2735 3408 4264 7415 7670 7959 8596 9707 10561 11541 11862 12335 13505 14675 16208 17236 17427 19007 19160 19811 23088 23401 24365 25052 25645 26496 26755 26870 27057 27094 27100 27493 27699 28438 28905 29429 29567 32406 33032 33291 34389 34828 34889 35311 37586 38197 38562 38715 39363 40194 41731 42354 42981 43553 43850 44619 45918 46577 46834 46960 47810 48601 49500 49595 49816 51270 53706 54582 55980 56459 56504 57331 57805 58048 58675 59186 59308 59731 59932 (Birt án ábyrgðar) Eldri borgarar V estmannaey j um Sjálfstæðiskvennafélagið Ey- gló í Vestmanniaeyjum býður eldri borgurum í kaffi á Hótel Berg sunnudagmn 12. nóvember kl. 3 e.h., en þá er kaffidagur sjálfstæðiskvennafélagsins Ey- glóar. Eru allir velkomnir og þeir, sem óska þess að verða sóttir, eru beðmir að hringja í sima 1927, 1259, 1544 og 2354. Tuttugu ára afmæli Heimaeyjar KVENFÉLAGIÐ Heimaey held- ur árshátíð sina að Hótel Sögu föstudaginn 17. nóvember. Félag- ið á 20 ára afmseli á þessu ári, en þetta er í fyrsta skipti, sem árshátíðin er haldin i SúlniasaJ Hótel Sögu. Var ákveðið að halda hana nú i stærsta skemmti húsnæði borgarininar vegna stöð- ugt aukinnar aðsóknar á ársihá- tíð félagsins sl. ár. Árshátíðin hefst með borðíhaldi kl. 7. Meðal skemmtiatriða verða m.a. Guð- rún Á. Símonar, óperusömgkoina, og gaimamvísiur eftir Loft Guð- mundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.