Morgunblaðið - 11.11.1972, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.11.1972, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1972 Sigurjón Sveinsson arkitekt — Minning Fæddur 3. júU 1918. Dáinn 1. nóvember 1972. EITT sinn skal hver deyja. Það er eitt af lögmálum lifsins. Svo hversdagslegt sem það er, er þó oft eins og þá aðeins verði okk- ur það ljóst, er það birtist í ná- grenni okkar — við fráfall vina og ættingja. Þá fyrst verðum við vör við tilveru þess og miskunnarleysi. Þamnig fór mér, er ég frétti fráfall vinar míns og velgjörða- marans, Sigurjóras Sveinssonar, arkitekts, sem andaðist 1. nóvem ber síðastliðinn, langt fyrir ald- ur fram. Sízt hafði mig grunað, að þamnig yrði ég næst minntur návist dauðans. En svo erfitt sem það má oft reynast, verð- um við að lúta þeim lögmálum, sem iifið setur. Nú, þegar orðið er og ekki verður breytt, iifir aðeims minn- iragin. Og i mínum huga verður t Björgvin Stefánsson lézt að heimiH sínu, Hraun- brú 1, Hafnarfirði, 9. nóv. Sebna Böðvarsdóttir og börnin. minming Sigurjóns Sveinssonar fögur og svo mun verða um alla þá, er hann þekktu, en þedr voru ófáir. Fólk var hans líf og yndi, ekki sízt umgt fólk. Áhugi hams á áhugamálum þeirra var einstakur, og þrátt fyrir að harnrn væri störfum hlaðinn, var hann ætið boðinn og búinn að leggja sitt lið og sina aðstoð. Fáa hef ég þekkt, sem höfðu jafn mikla ánægju af að gleðja aðra og taka þátt í gleði þeirra. Hið hlýja viðmót, hjálpsemi, gestrisni og glað- værð myndu eim nægja til að minma á hanm og hafði hann þó fjölmarga kosti aðra, sem bezt mega prýða menn. Um leið og ég kveð þenman vin minn með söknuði, þakka ég honum fyrir allt. Af hans fund- um fór ég ætið giaðari og bjart- sýnríi en á. Konu hams, Ólöfu og sonum þeirra sendi ég og unnusta min okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum þeim styrks á erfiðri stund. Jóhann Tómasson. Klukkan var rúmlega sex að morgni hinn 1. þ.m. þegar sleg- in voru þrjú þung högg á glugg ann undir svefnherbergi mínu. Ég spratt á fætur og gekk úr skugga um það, að enginn mað- ur var þar nálægur. Rúmurn tveim timum síðar, er ég hugð- ist fara til vinnu, stóð likbíll fyrir utan hús nágranna míns, t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda saraiúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, Jóns Atla Guðmundssonar. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og útför. og vinarhug við andlát SIGRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR Nikulás Oddgeirsson, Sonja S. Nikulásdóttir, Sigurður Þ. Nikulásson, Grétar G. Nikulásson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR DANÍELSSONAR, kaupmanns, Ásgarði 10. Steinunn Guðmundsdóttir, Guðmundur Sigurbjörnsson, Ragnar H. Guðmundsson, Guðrún S. Jóhannsdóttir og barnaböm. t Alúðarþakkir til allra þeirra sem heiðruðu minningu mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS JÓAKIMSSONAR, Hraunbæ 86. Sérstaklega þökkum við hinum mörgu vinum hans sem heimsóttu hann síðasta áratuginn er hann lá sjónvana og oft sársjúkur og veittu honum gleði og hamingju meir en orð fá túikað. — Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Amgrímsdóttir, Hjálmar Jónsson, Stefanía Guðmundsdóttir, Ólafur Jónsson, Þórveig Sigurðardóttir, og barnabðm. t Otför systur minnar, Aldísar Guðnadóttur er lézt 5. þ. m. fer fram frá Fossvogskirkju máraudagiran 13. þ.m. kl. 3 síðdegis. Kristinn Guðnason. Sigurjóns Sveirassonar, arki- tekts og byggiragarfulllitrúa. Hann hafði kvatt þennan sýni- lega heim einmitt um það leyti, sem ég heyrði höggin þrjú á glugganum. Hafði hann kvatt renig þessari hinztu kveðju? Hafði hann falið mér að skdla henni áfram til samferðamann- anna? Ef svo er, þá er það gert með þessum fátæklegu orðum. Fundum okkar Sigurjóns bar fyrst saman í Menntaskólanum á Akureyri haustið 1934. Hann kom frá Siglufirði og bjó í „Bað stofunni" í heimavist M.A. við fimmta mann. M.A. var þá úr- ræði og athvarf þeirra, sem bjuggu úti á landsbygigðinni og viiidu halda til framhaldsnáms. í heimavistinni var húsrými lít- ið og húsgogn svo til engin. En þótt þröngt væri setinn bekkur- inn, bundust þar þó þau bönd vináttu og tryggðar, sem standa ævina á enda. Nú er öldin önn- ur. Dapurlegt er að hugsa til þeirrar kynsllóðar, sem sezt að í allsnffigtum í ríkulega búnum menntastofnunum og telur það þarfast að gera með háreysti kröfur til annarra, en gleyma því sem þeim má sjáifum verða til mestrar farsældar — kröfunum til sjálfra sín. Þegar Sigurjón Svein-sson nú kveður, á hann að baki farsælt lifsstarf. Horaum l'ánaðist að velja sér ævistarf þar sem hæfileikar hans nutu sín. Hann átti þá skaphöfn, sem leysti úr hverjum vanda þegar á reyndi. Jafnaðargeð, gl'aðlegt viðmót, dugnaður og þrautseigja voru þar saman tvinnuð, ásamt sterk- um vilja til að viinna sér og öðr- um gagn. Þetta voru þeir eðiis- kostir, sem tryggðu honum vöxt og framgang i lífinu, og með þeim ávann hann sér þroska og virðingu allra, sem kynntust honum. Hann var stöðugt vax- andi maður allt til Mns síðasta, er hann nú hverfur okkur á bezta aldri — aðeins 54 ára. Frá skólaárunum í M.A. minn ist ég Sigurjóns ekki aðeins sem bekkjarbróður og vinar, heldur jafnframt sem stjórn- sams umsjónarmanms bekkjar- ins, skíðakappa og íþróttamanns og vegna þátttöku hans í hvers konar féfagslegum málum. Þótt hann stundaði nám hér við há- skólann aðeins skamma stund, varð hann í fremsta fiokki við byggingu Nýja stúdentagarðs- ins á stríðsárunum. Eftir það var hugur hans og lífsstarf ráð- ið. Hann lag byggingariðnfræði í Svíþjóð, gerðist bygglngareft- irlitsmaður hjá Reykjavíkur- borg. Tók síðan arkitektspróf í Noregi og varð byggingarfuH- trúi borgarinnar skömmu eftir. Jafnframt þvi starfi teiknaði hann fjölda merkra bygginga — og má efiaust telja hann meðal beztu arkitekta hérlendis á þess um tíma. Kom honum þar að miklu gagni hin fjölþætta verklega reynsla hans í bygg- ingarmálum. Þótt þessi væri braut hans, minnist ég hans þó fyrst og fremst sem hins ósér- hlífna og hjálipsama dugnaðar- manns. Honum féll aldrei verk úr hendi, og að synja einhverj- um um að vinna fyrir hann verk eða að gera honum greiða, kunni hann ekki. Hjónaband Sigurjóns og hinn ar glæsilegu eiginkonu hans, Ól- afar Steingrimsdóttur, var með miklum ágætum. Þau voru bæði einstakiega samhent um allt sem að heimilinu laut. Forlögin höguðu því svo, að við höfum verið nágrannar í 25 ár, þótt á tveim stöðum í bænum væri. Var því jafnan talsverður og ánægjulegur samgangur á milli og aldrei bar þar á nokkurn skugga. Heimili Sigurjóns og Ólafar var með þeim brag, að allir, sem þangað komu, fundu að þeir voru þar velkomnir gestir, enda jafnan gestkvæmt. Á slíkum viraafundum kom í Ijós, hversu einstakt minni Sigurjón hafði á liðna tíð. Urðu honum liðin at- vik að fágætu söguefni, sem hann rakti með gamansömu og græskulausu ívafi. Var frásagn arhæfileiki hans skemmtilegur og liitskrúðugur — langt um- fram það, sem venjulegt getur talizt. Sigurjón var hispurslaus i allri framgöngu, hreinn og beinn við alla menn. Um hann eiga við orð fjalilræðun nar: Sæl- ir eru hjartahreinir, þvi að þeir munu Guð sjá. Nú, þegar vegir skiljast, mun Siigurjóns Sveinssonar saknað af stórum vinahópi, og það verð ur hljóðara og kyrrlátara á Kleifarvegi 15. Sllíkur er hverf- ulleiki l'ífsins. En minningin lif- ir og vermir hugann. Flekklaust liferni er fagurt fordæmi. „Ek veit einn, er aldrei deyr. Dómr of dauðan hvem.“ Við hjónin sendum Ólöfu, son unum þrem og Þórunni, svo og öllum öðrum vandamönnum, okkar inniliegustu samúðarkveðj ur. Önundur Ásgeirsson. NÁINN samstarfsmaður og vin- ur Sigurjón Sveinsson, bygg- ingarfulltrúi er látinn. Sigurjón var miklum hæfi- leikum gæddur, bæði sem arki- tekt og embættismaður. Á sinni stuttu starfsævi, sem arkitekt, inrati hamn af hendli mörg veiga- mikil verkefni. Haran var auk þess miklum mannkostum gædd- ur, sem komu að góðu haldi í sambandi við erfið störf hans sem byggingarfulltrúa. Hans glaðværa viðmót, ásamt góð- vilja, leysti margan vandann. Margir áttú erindi við hann um byggingarmál sin og leysti hann úr vanda hvers og eins af máiefmalegri góðvild. Samstarf okkar Sigurjóns var fyrst og fremst fólgið i þvi að rannsaka og undirbúa mál, sem leggja átti fyrir byggingamefnd Reykjavikur. Á ferðum okkar um borgina við athugun bygg- ingamaála, urðu kyrcni okkar Sigurjóns alináin, og fyrir þau er ég þakkiátur. Voru þau lærdóms rík og gáfu mér innsýn í rnann- kosti góðs drengs. Þrátt fyrir vökult eftirlit með því að farið væri eftir settum reglum, þá lét hann ávalit mann- leg sjónarmið sitja í fyrirrúmi. Sigurjón sat fundi skipu- lagsnefndar Reykjavíkur. Naut nefndin reynslu hans og þekk- ingar, m.a. vegna hinna nánu viðskipta hans við byggjendur. Honum var Ijós þörf á tengsl- um borgararana við byggingar- og skipulagsyfirvöld. Sigurjón Sveinsson, byggingar fulltrúi var byggingaryfirvald, en hann leit á siig fyrst og fremst sem þjón borgaranna og starf sitt sem þjónustustarfsemi við þá. Allt hans farsæla starf var mótað af þessu lífsviðhorfi. „Nú lætur þú Herra, þjón þinn í friði fara." Við hjónin vottum_þér Ólöf og sonunum innilega samúð. Aðalsteinn Richter. Að morgni hins 1. þ.m. lézt að heimili sínu, Kleifarvegi 15 hér í borg, öðlingsmaðurinn Sigurjón, Sveinsson, by ggin ga r fulllt rúl; Reykjavikurborgar aðeins 54 að aldri. Kom andlát hans sem reið arsiag yfir okkur bekkjarsystk in hans og vini, enda bar Si'gur- jón veikindi sín í hljóði og vissu fáir um hinn skæða sjúkdóm, sem svo sviplega varð horauim að aldurtila. — Sigurjón var sonur Sveins Jónssonar byggingameist ara á Steinaflötum á Siglufirði, sem var valinkunnur hagleiks- og dugnaðarmaður og konu hans, Geirlaugar Sigfúsdóttur frá Skarðdal á Siglufirði. Eru þau bæði látin fyrir allmörgum árum. Sigurjón var fæddur á Siglu- firði 3. júll 1918. H'ann ólst upp í foreldragarði á Siglufirði og fór snemma að vinna. hörðum höndum — svo sem titt var um ungliniga fyrirstríðsáranna. Þó var hann heilsutæpur á námsár um sínum og varð að fresta menntaskólanámi um 1 ár af heiisufarsástæðum. En ekki lét hann þessa raun á sig fá, enda vann hann alveg fyrir náms- kostnaði sinum á sumrum í síld arvinnu á Siglufirði. Siigurjón fór i Menntaskólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan vorið 1941. Fór hann að því búnu í við- skiptafræðideild Háskóla Islands, en hélt síðan til náms til Sví- þjóðar. Tók hann próf í Göte- borgs Tekniske Institut 1947 í byggingariðnfræði. Eftir það lærði hann hér heima byggingar iðn i trésmíði og tók próf í þeirri iðn 1948. En árið 1948— 1954 vann hann í Byggingareftir- liti Reykjavíkurborgar. Haustið 1954 fór Sigurjón til framhalds- náms í Norges Tekniske Hög- skole í Þrándheimi og lauk þar góðu prófi haustið 1957, en frá 1957—1964 vann hann sem arki- tekt hjá húsameistara Reykja- vikur. Árið 1964 var hann skip- aður byggingarfulltrúi Reykja- vikurborgar, en það starf rækti hann eins og hin fyrri af frá- bærri samvizkusemi, óhlut- drægni og dugnaði, allt til dán ardægurs. — Mun Sigurjón hafa verið meðal ærið fámenns hóps hátt settra manna, sem aMrei heyrðist nein gagnrýni um frá nokkrum manni á embættisstörf hans og mun slíkt dæmafátt enda samvizkusemi hans og óhlutdrægni jafnan við brugð- ið. Starfaði Sigurjón ætíð af ýtr ustu réttsýni og drengskap, svo sem gert höfðu foreldrar hans, sem allra götu vildu greiða og sýndu ætið einstaka hjálpfýsi og reisn, einkanl'ega þeim, er erfitt áttu. Hinn 9. marz 1944 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Ó1 öfu Steingrímsdóttur, Pálssoraar, ráðsmanns á Elliðavatni, gáfaðri og mætri mannkostakonu. Hún hefir ætíð stutt mann sinn með ráðuim og dáð og byggt með hon- um hið myndarlegasta heimili. Hún fór út með honum til Þrándheims siðari hluta náms- dvalar hans eríiendis, þar sem heimili þeirra var með sama myndar- og glæsibrag sem hér heima. — Mörg aakastörf féllu í hlut Sigurjóns, er hann hafði tekið við störfum fyrir borg- ina s.s. móttaka erlendra gesta hennar og fleiri kvaðir, t.d. kynnisferðir á veguim borgarinn ar til útltanda, auk upplýsinga- starfs og jafnvel kennslu á nám skeiðum hér heima. Þá yann hann jafnan mikið við teikning- ar, ýmist fyrir opinbera aðila og eigi síður fyrir vini sína og kunningja, en hann mun lítt hafa séð þar til endurgjalds, þótt hann væri einn bezti bygg- ingartæknifræðingur síns tíma hér í borginni. Þau hjón áttu ætið heimilisláni að fagna, en þeim varð þriggja barna auðið. Elzti sonur þeirra, Steingrímur, er í tækniskóla i Danmörku. Sveinn Geir er næst elztur og ér vélstjóri, en ymgsti sonur þeirra, Kristinn, er i mennta- skóla, allir efnismenn. Sigurjón var strax í mennta- skóla frábærlega féiagslyndur og greiðvikinn við skólafélaga sína, og eftir að námi lauk, hélt hann ætið tryggð við báða ár- * ganga bekkjarsystkina sinna, en eins og gétið var, varð hann að hætta námi sakir veikinda einn vetur í menntaskóla. Hann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.