Morgunblaðið - 11.11.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.11.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÍAUGARDAGUR 11. NÓV'EMBER 1972 Otg-afendi hf Átv«ÍIcuc Röykjavfk Pram'kvæmda8tjóri Ha.raMur Sveinaaon. ftitetídrar Mattihfas Johannessen, Eyijólifur Konréð Jónsson. Srtyrmir Gunrrarsson. RrtS'tjórnarfu'll'trúi horbljörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson Auglýsingastjöri Ámi Garðar Kristinsson. Rítstjórn og afgre'ðsla Aðalstræti 6, sfmi 10-100. AugfýsingaiT Aðal'strae.ti 6, sfmí 22-4-60 Ás'kriftargjard 225,00 kr á 'miánuði innanlands 1 teusasöTu 15,00 Ikr einta'kið. Bretar í au furðulegu tíðindi hafa gerzt, að skipstjóri brezks togara í hafsnauð hafnaði að- stoð varðskips, þótt áhöfn hans og skip væru í yfirvof- andi hættu eftir hans eigin lýsingum. Verður ekki önnur ályktun dregin af þessu at- ferli en sú, að hann hafi fremur viljað stofna mörg- um mannslífum í hættu en koma til hafnar á íslandi, enda hefur hann mjög kom- ið við sögu í landhelgis- stríðinu. Andstæðingar okkar í Bret- landi hafa reynt að breiða út þann áróður, að íslendingar meinuðu skipum í hafsnauð að leita vars eða hafnar. Þetta er auðvitað fullkomin fásinna, en hitt er rétt, að hafsnauð við getum komið lögum yfir þá landhelgisbrjóta, sem tiJ næst. íslendingar hafa sýnt það fyrr og síðar, að þeir vilja allt í sölurnar leggja til að reyna að bjarga þeim, sem í nauðum eru staddir, hvort heldur eru íslenzkir menn eða erlendir, og ættu Bretar að vita það manna bezt, því að margir íslend- ingar hafa lagt líf sitt í hættu til að bjarga brezkum skip- brotsmönnum. Það er auðvitað með öllu óverjandi framferði af brezk- um skipstjórnarmönnum að kjósa heldur að hætta lífi fjölda manna en taka afleið- ingum gjörða sinna fyrir ís- lenzkum dómstólum og sæta hæfilegum refsingum. En þar að auki er þess að gæta, að eng'inn Islendingur vill hag- nýta sér bráða nauð annarra. Þess vegna er það álit Morg- unblaðsins, að hvaða dóms- málaráðherra sem er, mundi hafa náðað skipsbrotsmenn, sem bjargað hefði verið af ís- lenzku varðskipi, jafnvel þótt óhjákvæmilegt hefði verið að láta dómstóla fjalla um mál þeirra. Við íslendingar eigum ekki í stríði við Breta til þess að FVugráð hefur nú beint þeim tilmælum til flugfélag- anna tveggja, Flugfélags Is- lands og Loftleiða að þau dragi úr sætaframboði á flugleiðinni milli íslands og Norðurlandanna. Hefur ráðu- neytisstjórinn í samgöngu- ráðuneytinu lýst yfir því i viðtali við Morgunblaðið, að verði félögin ekki við þessari áskorun geti komið til þess, að Norðurlandafluginu verði skipt á milli þeirra. Öllum er Ijóst, að sú sam- keppni, sem ríkt hefur milli flugfélaganna tveggja á þess- ari flugleið er hreinasta fá- sinna. Enda hefur nýtingin verið svo lítil, að gífurlegt tap hlýtur að hafa verið á þessu flugi sl. vetur og fyrir- sjáanlegt tap nú í vetur, verði þar engin breyting á. knésetja einn eða neinn. Við erum einungis að fram- kvæma löglegar aðgerðir til þess að bjarga lífsafkomu þjóðarinnar. Nú er tækifæri til að snúa við þeim áróðri brezkra togaramanna, að það séum við, sem viljum stofna mannslífum í hættu. Það gera þeir sjálfir. Ætti nú ríkisstjórnin loks að taka á sig rögg og reyna að fá hæfa menn til að kynna málstað okkar á erlendri grund. Þessi tilmæli Flugráðs koma fram á sama tíma og ljóst er, að margvísleg vanda- mál steðja að íslenzku flug- félögunum. Þau hafa eins og önnur íslenzk atvinnufyrir- tæki orðið að taka á sig mik- inn kostnaðarauka á þessu ári, vegna hækkandi vinnu- launa og vaxandi verðbólgu. Fargjöld á flugleiðum þeirra hafa hins vegar verið óbreytt um margra missera skeið og fargjöld Loftleiða hafa bein- línis lækkað. Sú lækkun, sem orðið hefur á meðaltalsfar- gjöldum Loftleiða stafar af síaukinni samkeppni á flug- leiðinni yfir Atlantshafið. Stóru flugfélögin hafa keppzt um að bjóða lægri fargjöld, enda þótt þau standi mörg hver mjög höllum fæti og sum lifi eingöngu vegna þess, að þau eru ríkiseign. Loft- leiðir hafa séð sig knúna til að lækka sín fargjöld til að halda mismUninum, en aug- ljóst er að takmörk eru fyrir því hveráu lengi er hægt að lækka fargjöld á sama tíma og kostnaður allur hækkar, án þess að taprekstur hljót- ist af. Sú ákvörðun Loftleiða að hækka ungmennafargjöld frá 1. desember n.k. bendir til þess, að fargjöldin hafi verið komin niður fyrir það mark, sem viðunandi var. Aukin samkeppni á flug- leiðinni yfir Norður-Atlants- hafið og hinar sérstöku að- stæður, sem skapazt hafa á Norðurlandaflugleiðinni, knýja á um, að staða ís- lenzku flugfélaganna verði tekin til athugunar með það markmið í huga að tryggja þann sess, sem íslenzku flug- félögunum hefur tekizt að ná í farþegaflutningum, á þann hátt að þau geti skilað nægum hagnaði, sem er for- senda fyrir heilbrigðum rekstri þeirra í framtíðinni. Þess vegna eru tilmæli Flug- ráðs tímabær og þess ber að vænta, að forráðamenn flug- félaganna tveggja taki hönd- um saman um að treysta framtíð íslenzks flugreksturs. sem nú er ef til vill ógnað meir en nokkru sinni fyrr, vegna nýrra viðhorfa og breyttra aðstæðna. Staða flugfélaganna INGQLFUR JÓNSSON: Nýtt tukthús leysir ekki vandann Nýlega fóru fram á Al- þingi umræður í fyrirspurna- tíma um áfengis- og fíkni- lyfjamál, dómsmál og fangels ismál. Þar kom fram, að for- sætis- og dómsmálaráðherra er að undirbúa frv. til 1. um- ræðu um fangelsismál. 1 frv. mun vera gert ráð fyrir, að byggt verði allstórt fangelsi. 1 umræðunni kom fram nokk ur gagnrýni á, hversu margir menn eiga um þessar mundir óafplánaða fangelsis- dóma. Dómsmálaráðherra upplýsti, að þeir væru 237 og næmu dómarnir samtals 136 fangelsisárum. Ráðherra til- kynnti þingheimi, að nú væri rösklega að þvi unnið að bæta úr fangelsisskortin- um, með því að koma upp nýju fangelsi. Ekki var frá þvi skýrt, hversu stórt þetta fangelsi ætti að verða, en andinn í umræðunum var sá, að það ætti að vera stórt í sniðum. í landinu eru nú 4 fang- elsi. Litla-Hraun, sem hefur rúm fyrir 52 fanga, Kvía- bryggja með 15 fanga, hegn- ingarhúsið við Skólavörðu- stíg 27 fanga og Síðumúli, nýtt húsnæði fyrir 12 fanga. Hluti af fangáhúsinu að Litla Hrauni er nýbyggt. Hegning ingarhúsið við Skólavörðu stíg er gamalt steinhús, sem þarf lagfæringar við. Teljá fagmenn, að það megi gera fyrir brot af þeim kostnaði, sem nýtt hús af svipaðri stærð mundi kosta. En sjálf- sagt er gert ráð fyrir, að nýja fangelsið verði miklu stærra, til þess að unnt verði að loka alia inni, sem fangels- isdóm hafa fengið. Nú er verið að taka í notk un nýtt fangelsispláss í Síðu múla og 12 klefar eru auðir á Litla-Hrauni. Á sama tima og nýir fangaklefar koma í gagnið í Reykjavík og hluti af fangahúsinu á Litlia- Hrauni er ekki notaður, telja stjórnvöld bráðnauðsynlegt að festa marga tugi eða jafn vel hundruð milljóna króna í nýju fangelsi. Á Litla-Hrauni eru nú 39 fangar. Nær helmingur þeirra er að afplána fyrsta dóm. 17 fangar á Litla- Hrauni eru á aldrinum 18— 25 ára. Mennirnir hafa flest- ir fengið dóma fyrir auðgun arbrot. Mörg brotanna má rekja til ölæðis og félags- skapar við eldri menn,( sem áður hafa gerzt sekir. Brot- in eru mjög misjafnlega stór í sniðum. En enginn fær dóm, nema hann hafi verið sekur fundinn fyrir refsivert athæfi. Ekki hefur verið unnt að fá upplýst, hve margir af þeim 237 mönnum, sem ekki hafa afpiánað dóma eru með dóm fyrir fyrsta brot. Lík- legt er, að það sé mikill meirihiuti. Telja verður víst, að.framkvæmd refsinga sé með þeim hætti, að þeir gangi sízt lausir, sem þyrigsta hafi dóma eða oft hafa gerzt brot legir. Það hlýtur að vera mikil refsing hverjum manni, sem fær yfir sig dóm fyrir refsivert athæfi, þótt því fylgi ekki innilokun í fangelsum. Því hefur orðið meira um það í seinni tíð og talið vænlegra til árangurs að láta sem flesta fá skilorðs bundinn dóm, sem brotlegir gerast í fyrsta sinni, ef ekki er um mjög gróft brot að ræða. Einnig ber að athuga, hvort heppilegt er að gera meira að því að dæma menn í fjársektir en verið hefur. Nauðsynlegt er að hafa vel hæfa menn til þess að fylgj- ast með öllum þeim, sem bið- dóm hafa fengið. Óskar Clau sen hefir mörgum hjálp- að með dugnaði, velvilja og eljusemi. En hann er orðinn gamall maður og endirt ekki til að fylgjast með öll'um, sem þurfa á leiðbeiningum að halda. Prestar, uppeldis- fræðingar eða aðrir hæf- ir menn þurfa að hafa þessi mál með höndum og vinna öt ullega að því að aðstoða þá, sem misst hafa fótfestu, til þess að ná jafnvægi á ný, svo þeir megi verða löghlýðn ir þjóðfélagsþegnar. Nauð syn ber til þess, að tala um fyrir þessum mönnum og láta þá fá vissu fyrir því, að þeir geti ur.nið fyrir sér á heiðar legan hátt. Þeir verða að geta trúað því, að þjóð- félagið vilji taka þá í sátt, þótt þeir hafi hrasað. Þann- ig myndi viðhorf þeirra til samfélagsins verða heilbrigð ara ag hugsunarhátturinn breytast. Bamfara því kæmi löngunin til þess að verða löghlýðinn þjóðfélagsþegn og ákvörðun uim, að gerast aldrei brotlegur aftur. Þann ig mætti vinna á mann- bætandi hátt að þvi að fækka afbrotum og koma í veg fyrir óhamingju fjölda einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Með því að halda þannig á málúm ætti að vera mögulegt að komast hjá þvi að byggja nýtt fangelsi á næstu árum. HÆLISPLÁSS MEÐ LÆKNIN G AR AÐSTÖÐU VANTAR Með þvi að láta menn taka út refsingu í fangelsi, þótt ekki sé um grófustu eða end urtekin brot að ræða, er hætt við að betrunarleið- inni sé oft lokað. Fanginn fyllist í mörgum tilvikum von- Ingólfur Jónsson. leysi og verður bitur út í þjóðfélagið. Ilann telur sig útskúfaðan og fyrirlitinn um al-la framtíð. Þegar fanginn kemur úr fangelsinu fyllist hann cft ótta um, að ekki sé viðreisnar von. Hann hefur e.t.v. ekki í mörg hús að venda og er vinafár. Hætt er við, að þær kringumstæð- ur geti valdið því, að afbrot verði framið í annað sinn. Hér er um mikið vandamál að ræða. Lög eru sett til þess að þau séu haldin. Hjá því verður ekki komizt, að hafa fangelsi fyrir afbrota- menn. En með því að leið- beina þeim, sem verða brot- legir eins og hér hefur ver- ið drepið á, mætti afstýra mörgium óhöppum og afbrot- um. Með þeim hætti gætu margir Islendingar orðið heiðarlegir menn, sem ann- ars hefðu dregizt niður í svaðið. I þeim umræðum, sem á var minnzt í upphafi þessarar greinar var einnig rætt um áfengis- og fíkni- lyfjamál. Þar er um að ræða mikið vandamál ekki síður en um meðferð afbrotamála. Hér á landi er mikið af drykkjusjúkl'ingum, tauga sjúklingum og geðsjúkl ingum, sem oft má rekja til Ofdrykkju. Því til viðbótar eru fiknilyfin nú einnig kom in til sögunnar. Á gæzluvist- arhælum er rúm fyrir 70 menn, 40 í Gunnarsholti og 30 í Víðinesi. Gæzluvist- arsjóður hefur það hliu.tverk, að auka við og reisa stofnan ir fyrir drykkjusjúklinga. Árið 1964 var með lögum ákveðið að greiða gæziuvist- arsjóði árlega 7,5 miilj. kr. af hagnaði áfengisverzlun- ar rikisins. Siðan hefur fjár- veitingin farið hækteandi og er á þessu ári 20 málij. kr. En það er eigi að síður allt of lítið fé miðað við verk- efnið. Unnið er nú að áætl- un um byggingu hælis fyrir erfiða drykkjusjúklinga, sem gæti tekið á móti 25 mön.n- um. Sjálfseignarstofnun Bláabandsins áformar að byggja í Víðinesi hæli fyrir 36 menn. Á Kleppsspítalan- um er alilt að helmingur allra sjúklinga drykkjusjúklingar. Áætl-un er um að byggja geð deild við Landspítatann. Á þessu sviði eru því mör£ verkefni, sem kosta mikið fé. Hér er um framkvæmdir að ræða sem enga bið þola. Drykkjusjúklingar, tauga- sjúklingar og geðveilir menn verða að komast á ha4i og undir læknishendur. Þá er alltaf nokkur von um bata. Það ber því að kapþ- kosta að koma upp lækning- araðstöðu fyrir þetta fólk. Með því að iáta tugthúss- bygginguna bíða gæti orðið meiri hraði á nauðsynlegustu framkvæmdum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.