Morgunblaðið - 11.11.1972, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.11.1972, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGU'R 11. NÖVEMBER 1972 23 * Okunnum þakkað NÝLEGA barst Krabbamieinsfé- var jafnan vinmargur, enda vann hann sér setið traust og trúnað þeirra, sem hann um- umgekkst. Sigurjón var vel með alhár og myndarlegur maður i fasi og framgöngu allri. Oklkur vinum og bekkjarsystkinum Sig urjóns er nú efst í huga sökn- uðurinn og minningin um goðan dreng, sem nú er fallinn í val- inn fyrir aldur fram. Við minn- ums 1 með söknuði og sárum trega hinna mörgu ánsegju- stunda, er við höfwm notið í ná- vist hans og á heimili þeirra hjóna. Og hugstæð mun oktkur llengst verða alúð sú og hliýja, sem þau hjón sýndu gestum sínum. Bseði voru gædd hinum fágæta eiginleika gestgjafans að hafa lag á að láta öllwm liða vel — eiga gleðina saman. Sigurjón var ritari Arkitekta- félags Islands árin 1961—‘63. Hann var í stjórn Iðnfræðinga- féiags Islands 1951—54 og for- maður frá 1953—‘54. Þá var hann deildararkitekt hjá húsa- meistara borgarinnar 1959— 1964, eða unz hann varð bygg- ingarfuffl'trúi. Hann fékík verð- laun i samkeppni, sem Reykja- vikurborg efndi til 1957. Af sér* stökum aukastörfum, er Sigur- jóni voru falin, má nefna teikn- ingu Félags- og gistiheimilis á Patreksfirði, að lokinni sam- feeppni 1962. Þá hlaut hann 1. verðlaun í samkeppni um upp- drætti að nýjum húsakosti fyr- ir Bændaskólann á Hvanneyri 1963 ásamt Þorvaldi Krist- miundssyni. Mörg hús, sem Sig- urjón teiknaði, hafia vakið sér- staka athygli fyrir myndarbrag og einstaka hús hafa verið, að sögn eigenda, notuð sem fyrir- mynd i teikningu nýrra húsa eða a.m.k. skoðuð sem fyrir mynd að góðum húsateikning- um, og ber það bezt vitni um hina ágæöu hæfileika hans. — Hinn flekklausi heiðursmaður Sigurjón Sveinsson, var óþreyt- andi eljumaður i starfi og þrátt fyrir meðfædda hlédrægni var hann hæfilega mannblendinn, gæddiur góðri kímnigáfu og hafði sérstafea hæfni til að halda uppi samræðum, jafnt í vinahópi sem við ókunmuga menn frá framandi löndum. Félil oft í hilut hans þátttaka í móttöku er lendra manna, sem borgina heim sóttu eins og getið var, enda var hann sannkallaður mennimg armaður í hvívetna, sem ætíð gætti jafnt sóma sins sem sam- félagsins í srnáu sem stóru. Slíkra manna er sönn ánægja að minnast, er þeir hverfa frá þess um heimi — vammlausir — og með þöfek og virðingu allra, er kynnzt hafa. Er við bekkjarsystkinin, vin- ir og samstarfsmenn Sigurjóns heitins Sveinssonar, kveðjum hann hryggum huga á útfarar- daginn, vottum við eiginkonu ag fjölskyldu hans allri dýpstu samúð og biðjum hinum látna blessunar guðs á hinu nýja til- verustigi. Hafþór Gtiðmtindsson. DRENGLUND og dugur voru einkenmaindi þættir í lifi hans og starfi. Þannig hygg ég að marg- ur muni hugisa nú er Sigurjón Sveinsson, arkitefet, er kvaddur hinztu kveðju. Ég, er þetta rita, minnist Sig- urjóns fyrst í leik og starfi í Menntaskólanum á Afeureyri. Hainn var einn þeirra, sem hlutu að vekja athygli. Bjartur svipur og hreinn. Bjart yfirbragð, styrk ur og karlmenmska, drenglund og dugur. Allt þetta hafði hamn til að bera í ríkum mæU. Vin- seeklir hans í hópi skðlaíélaga, jafnt bekkjamauta sem annarra, einkenndust af þessu. Ég minn- ist þess er ég kom til Siglu- fjarðar í atvininuleit, öllum ó- kunnugur. Var það fyrst fyrir að leiita til Sigurjóns á heimili for- eldra hainis á Steinaflötum. Fyr- irgreiðsla var og ekki skorin við nögL Viðtökur allar, umhyggja foreldra Sigurjóns og hans, er mimning, sem ekki máist úr huga. Við dvöl og störf á Siglu- firði varð mér ljóst að Sigur- jón var sannur fuUtrúi sinnar byggðar. Hann var Siglfirðingur eins og þeir gerast beztir. Svip- hreimn eins og fjöUin, sem um- lykja fjörðinn er þau ljórna í kvöldsóliinni á sólsföðum. Dug- mikiU eins og báran, sem svarr- ar við kletta norðursins. Leiðir skildust. Áratugur leið þar til fundutm bar saman að nýju. Síðan meira og minna til- vUjanakenndir fundir. Menn hittast á götu, heilsast og ræð- ast við. Af sMkum fundum með Sigurjóni Sveinssyni gekk mað- ur ætíð léttard. Hann var bjart- sýnismaður og hann eins og geislaði frá sér bjartsýni og dug. Hvaitninig frá honum hefir örugg lega stuðiað að því að koma mörgum fraimkvæmdum, á sviði byggingarmáia, heilum i höfn. Sigurjón var fjölmenntaiður um byggmgarmál og störf hans á því sviði spanna víðfeðmt svið. Þau fáu orð, sem hér eru sögð, gefa litla innsýn i víðfeðmi per- sónu, sem starfað hefir að fjöl- þætturn og umfangsmiklum mál- um um áraibll. Þess er og engin von né að því stefnit. Fáein orð orka litt að bæta þainn harm og það tjón, sem skyndilegt fráfall dugmikilla og fjölmenntaðra at- hafnamanna veldur. Aðeins, memn fá ekki orða bundizt. Orðs- tír góðra drengja á að lifa. I því feist viss bót, viss huggun. Ég færi Sigurjóni Sveinssyni kæra þökk fyrir kynnin og sam- fylgdina. Eiginkonu hans, sonum og öðrum skyld- og venzliamönn- um votta ég dýpstu samúð vegna hims mikla missis. Jóhann Jakobsson. Guðleifur Högnason Minning 1 DAG fer fram minningarat- höfn í Hníflsdalskapellu um minn ástkæra bróður, Guðleif Högnason, en hann fórst með m.b. Geirólfi ís 318, þann 20. otot. s.l. Guðleifur var fœddur 16. febrúar 1951 og varð þvi að- eins 21 árs gam’all. Guðleifur eða Leifi eins og hann var alltaf kal'laður, ól'st upp í Hnífsdal og átti þar heiirna nær alla ævi. Eft- ir að móðir oktoar andaðist 1960, dvaldist hann lengst af hjá Inigi- björgu systur okkar. Hann stundaði nám við Reykjanesskóla, en síðar fór 'hann á vélistjóranámskeið í Reykjavík, enda hafði hann hugisað sér að gera sjómennsku að ævistarfi sínu. Þegar hann hafði lokið vélstjóranámskeið- inu, kom hann til Keflavíkur og var þar í tvö ár. Vann hann þá í fiski fyrst, en síðar við mál- arastörf á Keflavíkurflugveili. Ails staðar varð hann sérstak- lega vinsæl'l meðal vinnufélaga sinna. Leifi var mjög iðinn og vinnusamur og þótti vinnutím- inn á Keflavikurfl'ugvelli tæp- ast nógu langur. Varð þá að ráði að við keyptum saman teppahreinsunarvélar og stofn- uðum Teppahreinsun Suður- nesja, en hana starfræktum við i eitt og hálflt ár. Fyrir hans áeggjan fórum við viða um Vest- firði með teppahreinsun okkar. En heirmþráin kallaði á hann og dró hann aftur til æsku- stöðvanna. Þar vann hann eina vertíð í rækjuverksmiðju, en fór síðan til sjós á Pólstjörnunni á skelfiskveiðar. Síðla sumars réð hann sig á Geirólf tii vinar okk- ar Jósefs Stefánssonar. Sú ver- tíð fékk þó skjótan endi, þvi að 20 dögum liðnum gerðist sá sorglegi atburður að Geirólfur fórst í Isafjarðardjúpi og varð hvoru'gum af áhöfn hans bjarg- að, enda þótt brugðið væri skjótt til hjálpar. Þegar ég nú kveð þig, ást- kæri bróðir, er svo margt að þakka, að ekki verður það allt tínt eða talið, en ég vil fyrir hönd barna okkar hjóna, þakka þér alla þá umönnun, sem þú sýndir þeim. Þá vill Munda þakka þér innilega alla þá hjál'p semi, sem þú sýndir á heimili okkar. Það voru mikil viðbrigði, þegar þú fliuttir vestur, að geta ekki lengur leitað aðstoðar þinn ar. Július Högnason. Skáta- félag í Hveragerdi Hveragerði, 4. nóvember. Á 60 ÁRA afmæli skátahreyf- ingarinnar á fslandi var stofn að skátafélag hér í Hvera- gerði og eru nú 125 börn og ungmenni í félaginu. Skáta- foringi er Sonja Andrésdóttir. Á laugardag var foreldrum boðið að vera viðstaddir, þeg- ar fyrstu nýliðamir unnu sín skátaheit, og á eftir var boðið upp á kaffiveitingar. Þá sungu hinir nýbökuðu skátar fjörug skátalög undir stjórn Ragnheiðar Sigurjónsdóttur. — Georg. Skátaheitið unnið. (Ljósm. Mbl.: Georg) Leiðtogi Hjálpræðis- hersins í heimsókn STJÓRNANDI Hjálpræðishers- ins í Noregi, íslandi og Færeyj- um, kommandör Hákon Dahl- ström og frú koma í heimsókn til fslands dagana 10.—12. þessa mánaðar. Munu þau stjórna foringjasamkomum og tala á al- mennum hópsamkomum í Hjálp- ræðishernum á kvöldin. Hákon Dahlström fæddist í Dammen, en hefur lengst af bú- ið í Noregi. Hann útskrifaðist foringi í herskólanum i London og starfaði þar eftir það í eitt ár en sneri aftur heim 1932. Litlu síðar ferðaðist Dahlström ásamt eiginkonu sinni til Ghana til trú- boðs og störfuðu þau þar í sex ár. Árið 1962 fengu þau enn skipun út fyrir landsteinana og nú til Nígeríu, þar sem þau urðu æðstu foringjar Hjálpræðishers- ins viS hinar erfiðustu aðstæður, og m. a. störfuðu þau að hjálp- arstarfi í B'afrastriðinu. ÁriS 1969 fékk Dahlström skipun til Finnlands sem yfirmaður hers- ins þar og eftir þriggja ára starf var hann skipaður komm- andör yfir Noregi, fslandi og Færeyjum hinn 1. marz á þessu ári. lagi fslands 100 þús. kr. gjöf. Fé- lagið veit ekki hver gefandinn er, þar sem hann vill ekki láta nafns sínis getið. Þetta er önnur stórgjöfin á stuttum tíma, sem fél'aginiu berst. Að sjálfsögðu eru Leikurinn hefur nú verið sýnd ur 28 sinnum við mjög góða að- sókn. Nú eru aðeins eftir tvær sýningar á leiknum og verður sú næst síðasta á sunnudaginn kemur, þann 12. nóvember. slikar gjafir vel þeignar og stjóm félagsins vill hér með færa þess- ■jm rauvsnarlega gefanda kærar þakkir fyrir. (Frá Krabbamieinsfélagi íslands). Dahlström-Iijónin, leiðtogar Hjálpra'ðishersins í Noregi, fs- landi og Færeyjum. GlótooMur hefur reynzt furðu lífseigur hjá Þjóðleikhúsmu, og sýnir það bezt að þetta gamia ævintýri Sigurbjarnar Sveinsson- ar á enn mifeluim vinsældum að fagna hjá ungu kynslóðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.