Morgunblaðið - 11.11.1972, Side 12

Morgunblaðið - 11.11.1972, Side 12
12 MORGUNB'LAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1972 Með tæknilegri þróun ljós- bogaofnsins hefur orðið geysi- leg bylting í stálframleiðslu á undanförnum árum. Risið hafa upp víðs vegar um allan heim hinar svokölluðu dvergstálgerð- ir (mini-mills), sem draga nafn sitt af smæð verksmiðjanna mið að við hinar risastóru stálverk- smiðjur, sem áður voru nauðsyn legar til að geta framleitt stál á samkeppnisfæru verði og urðu að hafa milljóna tonna ársaf- köst. Hins vegar er verksmiðja álitin dvergstálgerð, sem hefur allt að 1 milljón tonna ársaf- köst, þótt algengast muni vera að ársafköst þeirra séu frá 100 þús. upp í 500 þús. tonn. Aðal- hráefni ljósbogaofnsins er brota jám, sem bútað hefur verið nið- ur í hæfilegar stærðir og að- greint eftir járntegundum, en þó hefur á síðari árum ný að- ferð við hreinsun málmgrýtis rutt sér mjög til rúms, þannig að víða er blandað saman brotajárni og hreinsuðu máim- grýti og gerir þannig dvergstál gerðirnar óháðari brotajárns- markaðnum. Dvergstálgerðirnar eru aðal- lega staðsettar þannig, að þær þjóni ákveðnu markaðssvæði og að hráefnið tilfalli að mestu í grenndinni og þar með sparist flutningskostnaður. Reynslan hefur þó sýnt, að vegna veru- legrar minni fjárfestingar per framleitt tonn og hve fljótt dvergstálgerðimar geta breytt framleiðslu sinni á hinum ýmsu stálbitastærðum, hafa þær verið mjög samkeppnisfærar við hin- ar risastóru stálgerðir og i fjölda mörgum tilvikum náð frá þeim markaði. Víðs vegar um heim hafa nú risið upp hundruð dvergstál- gerða og mun ég hér á eftir leit- ast við að gera grófa arðsemis- útreikninga fyrir eina slíka á ís landi með 300 þús. tonna ársaf- köst og sem framleiðir hvers konar stálbita, t.d. vinkla, I— blta og U-jám. STOFNKOSTNAÐUR 1 Bandaríkjunum var byggð árið 1968 dvergstálgerð með 120 þús. tonna ársafköstum. Stofn- kostnaðurinn var $69 per ársaf- kastatonn. Siðan 1968 hafa orðið miklar verðhækkanir t.d. hafa vinnulaun í Bandarikjunum hækkað að meðaitali um 60—70 af hundraði síðan 1968 og munu meðalverkamannalaun vera nú $7.00 pr. klst og meðallaun iðn- aðarmanna $9.00—10.00 pr. klst. Með tilliti til verðhækkana síð an 1968 og samkvæmt öðrum heimildum, sem höfundur hefur aflað sér, er hér gert ráð fyrir að stofnkostnaður íslenzku verksmiðjunnar pr. framleitt árs tonn, nemi um þessar mundir $120 eða alls $36 mílljónum. Sé gert ráð fyrir að árlegur fjár- magnskostnaður (afskriftir og vextir) nemi 15 af hundraði af stofnkostnaði meðan á afskrifta tímabilinu stendur (10 ár) er fjármagnskostnaður á hvert framleitt árstonn 120x15/100, eða 18 dollarar. Árlegur heild- arfjármagnskostnaður er þvi 5,4 milljónir dollara. VINNULAUN Vinnustundafjöldi á hvert framleitt tonn í dvergstálgerð- inni er 3—4 klst. Sé gert ráð fyrir að meðal útborguð laun Haukur Sævaldsson: Getur stál- gerð orðið ein grein stór- iðju á íslandi? nemi kr. 500 þús. á ári og að kostnaður vinnuveitanda við að hafa menn í vinnu nemi 25 af hundraði til viðbótar útborguð- um launum, er heildarkostnað- ur á hvem starfsmann kr. 625 þús. Raunverulegar ársvinnu- stundir munu vera um 1760 alls (44 vikur). Kostnaður á hverja vinnustund er því kr. 355, eða $4.05. Vinnulaunakostnaður á hvert framleitt tonn er um $16. Heildarvinnulaunagreiðslur yrðu þvi 420 milljónir króna, starfslið um 670 manns. HRÁEFNI OG OIÍKA Reikna verður með að allt hráefni til framleiðslunnar verði að flytja inn, þó er mjög hugsanlegt að hægt sé að nota islenzkan kalkstein af Faxaflóa botni, eða um 30 þús. tonn ár- lega. Sé lagt til grundvallar að meðalverð á brotajárni hingað flutt sé $38 á hvert tonn (um $8 í flutningskostnað) má reikna með að heildarkostnaður í hráefni og rekstursvörum ásamt viðhald'sefni sé $78 á hvert framleitt tonn af stáli, VtMNIMOOS; VOtVO 1« Qtmti ív* i m i VÉRÐMÆTí KR: 030.000.00 Wm. í ......... y. vnz þar af er raforkukostnaður $7. Reiknað er þá með að verk- smiðjan greiði um 60 aura fyr- ir hverja kwst. ANNAR KOSTNAÐUR Undir þennan lið flokkast ým is kostnaður svo sem skrif- stofukostnaður, símakostnaður, tryggingar, bifreiðakostnaður o. fl. Þennan lið hef ég áætlað $1 á hvert framleitt tonn eða um 26 miiljónir króna. HEILDARFRAMLEIÐSLU- KOSTNADUR Samkvæmt niðurstöðum hér að framan er heildarframleiðslu kostnaður á hvert framileitt tonn af stálbitum $113. SÖLUTEKJUR Um þessar mundir er grunn- verð á stálbitum frá verksmiðj- um á austurströnd Bandaríkj- anna $178 á hvert tonn að við- bættu aukaálagi $10—20 fyrir hinar ýmsu stærðir. Þannig mun vera óhætt að reikna með meðalverði frá verksmiðju $190 fyrir tonnið. Sé nú reiknað með $8 í flutningskostnað frá Islandi og 20 af hundraði í erlendan kostnað (uppskipun, umboðs- laun o.fl), yrði nettosöluverð er lendis: 190 (8 +38), eða $144, sem myndi gefa hreinan hagn- að (fyrir skatta) $31 á hvert tonn eða alls 9,3 milljónir doil- ara (um 815 milljón kr.) Séu seld vinnulaun, raforka og hagnaður umrei'knað í gjaldeyri, yrði það $54 á hvert tonn eða um 1400 milljónir kr. MARKAÐUR Svo sem sjá má af niðurstöð Ljósbogaofn. um hér að ofan, er rekstursút- koma dvergstátgerðarinnar ekki óálitleg. En þvi skyldu Is- lendingar geta keppt við gamal- gróin stálframleiðslulönd á hin- um bandaríska markaði með svo vænlegum árangri. Vil ég leyfa mér að benda á nokkur eftirfarandi atriði þvi til stuðnings. 1. Með nýjustu tækni má stór- lega spara vinnuafl. 2. Vinnuaflskostnaður á hvert framleitt tonn er a.m.k. $12 lægri en í Bandarikjunum. 3. Raforkukostnaður má reikna mieð að sé uim helmmgi lægri, eða um $7 á hvert tonn. 4. Flutningskostnaður sjóleið- is er hlutfaUslega ódýr miðað við flutning á landi þegar hægt er að flytja í stórum förmum og því hefur fjarlægðin ekki svo mifcla þýðingu sem ætla mætti. 5. Árlega flytja Bandarikin inn 18—20 milljónir tonna af stáli. 6. Brotajámið til framleiðsl- unnar myndi koma frá Banda- ríkjunum, og yrði því um veru- leg gagnkvæm viðskipti að ræða. Ekki er þó endilega nauðsyn á því að selja stálið eingöngu til Bandaríkjanna. Hinar furðu- legustu tilfærslur virðast vera á sölu milli hinna ýmsu Evrópu landa og virðist sem Evrópu- markaður muni geta opnazt fyr- ir okkur í framtíðinni á þessu sviði. T.d. hefur Spánn nú ný- lega gert samninga um sölu á 50 þús. tonnum af stáli til Sovét ríkjanna, þrátt fyrir að Sovét- ríkin séu nú mesta stálfram- leiðsluland í heimi (120 millj. Fyrri grein tonn árlega), en Spánn kaupir brotajám í milljónum tonna frá Bandaríkjunuim og seliur þangað stáJ, en kaupir þar einnig full- unnið stál. Annars er Spánn mjög gott dæmi um land sem hef ur byggt upp stáliðnað sinn með hinni nýju tækni, árið 1960 voru framleidd á Spáni 1,9 millj. tonn, en árið 1971 8,0 millj. tonn. Markaður virðist ekki eiga sér nein eiginleg landamæri, heldur gera þeir aðilar viðskipti þar sem báðir telja sér hagstæð- ust hverju sinni. HVERNIG SKAL HEF.IA HINA NÝJU IÐNGREIN? Nú er það svo, að hér er um að ræða mikla fjárfestingu (25 stk. 500 tonna skuttogara) og ber ekkLað flana að neinu. Hér er um að ræða nýjan atvinnu- veg, sem þarf að kynna og nokkurn tíma tekur að byggja upp markað. Stálfélagið h.f., sem er undirbúningsfélag til stofnunar dvergstálgerðar á ís- landi, hefur látið 'gera mjög ná- kvæma athugu-n á því hvort arð bært væri að reisa hér verk- smiðju, sem einungis myndi framleiða steypustyrktarstál fyrir innanlandsmarkað (einnig hugsanlega vír til naglafram- leiðslu og minni stálstengur) og nýta til þess íslenzkt brotajárn. Árlegur markaður er 10—12 þús. tonn. Að dómi forráða- manna Stálfélagsins er fyllilega grundvöllur fyrir slíkum rekstri, sem að vísu byggist á þvi að verksmiðjan nyti þeirrar tollverndar, sem Efta-samning- urinn býður upp á fram til árs- ins 1980. Dragist hins vegar úr hömlu að hefjast handa mun enginn grundvöllur vera fyrir rekstrinum, þar sem bæði fjár- magnskostnaður og vinnuafls- kostnaður á hvert framleitt tonn er miklu hærri en fyrir 300 þús. tonna verksmiðjuna, og þar að auki er steypustyrktar- stál ódýrari framleiðsla en stál- bitar, þótt verðlag hérlendis sé hærra vegna verndartolla. sem myndu þó faHa brott 1980 yrði framleiðsla þess hér hafin. Það tvennt myndi vinnast með því að hrinda sem allra fyrst i gang verksmiðju til fram leiðslu á steypustyrktarstáli, að við myndum nú þegar breyta verðlitlu járnarusli, sem víða liggur úti um byggðir landisins, i verðmæta vöru, otg spara all- verulega gjaldeyri og samtím- is myndi fást sá lærdómur og sú reynsla, sem gerði okkur ís- lendingum kleift að ráðast i stærri verksmiðjur eins og þá, sem að framan er lýst, þ.e.a.s. stefna að raunverulegri iðnþró un á nýju sviði og er sá þáttur miklu stærri og veigameiri. í áætlunum sínum hefur Stál- félagið reiknað með því að eigið fjárframlag, hlutafé, verði 100 milljónir króna. Fram hafa kom ið efasemdir hjá ýmsum forráða mönnum peningastofnana um að kleift verði að safna svo miklu hlutafé, en höfundur þessarar greinar er á öðru máli. Ekki verður því trúað, að ekki tak- ist að safna því fé, sem nemur verðgildi 200 bíla og sem fluttir eru inn á 2—3 vikum, þegar slíkt stórhagsmunamál þjóðar- innar er í veði, jafnframt sem þó nokkur ágóðavon er því sam- fara. Frá opinberu sjónarmiði ætti ekki heldur að vera miklu til hætt, sé haft í huga hve gífurlega möguleika hinn nýi at vinnuvegur gefur skapað. Mun ég í síðari grein gera nánari skil á rekstursafkamu verksmiðju þeirrar sem Stálfélagið hefur gert áætlanir um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.