Morgunblaðið - 11.11.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.11.1972, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1972 SAI BAI N | í frjálsuríki eftir VS. Naipaul kantinn. Bobby sá svarta díla fyrir augum sér greip fastar um stýrið, var nœrri kominn út af veginum. Enn færðist herflutn- ingabillinn lengra út í hægri kantinn. Bobby ók við hliðina á honum. Hann fann að hægri hjólin voru komin út í mölina í kantinum en tókst að hemla áður en bíllinn lenti í skurðin- um. Herflutningabíllinn fjar- iægðist, hermennirnir brostu. 1 hliðarspeglinum sáu þau hlæj- andi andlit bílstjórans. Bíllinn stóð skakkur á veginum og hálf ur uppi á kantinum. Herflutn- ingabíllinn ók aftur yfir á sinn kant. Andlit hermannanna urðu ógreinileg. Handleggur í kaki- ermi kom út um gluggann bil- stjóramegin og var veifað til merkis um að óhætt væri að aka fram úr. Linda sagði: „Verði hermenn á vegi ykkar, látið þá eins og þið séuð dauð, sagði ofurstinn." Skyrta Bobbys var orðin rennblaut á bakinu og honum hitnaði í framan. Honum fannst hann vera að kafna í bílnum. Hann fann stingi í augunum og buxnaskálmarnar loddu við fót- leggina. Hann ræsti bílinn og rétti hann við á veginum. Síðan ók hann af stað, aftur í hjóiíör her flutningabílanna. Hann ók hægt aldrei yfir 35 milur. Við og við sást til lestarinnar. Leopold Tor hækkaði þvi nær sem dró. Mistur fyllti síðdegisloftið. Nú mátti sjá þjóðveginn fram undan svo mílum skipti eins og rómverskar götur. Landið var þö hæðótt svo við og við hvarf bílalestin ofan í dæld en birtist siðan aftur uppi á næstu hæð. Þau voru komin inn á land- svæði konungsins og þjóðvegur inn lá þar sem áður höfðu verið götur frumskógarins um aldir. Fyrir mörgum öldum höfðu liðs- menn kónga á þessu landi lagt þennan þráðbeina veg með eng- um öðrum hjálpartækjum en þeim sem frumskógurinn hafði að bjóða. Yfir hæðir og ása og mýrlendi. í fjarska sá Bobby litlu hvitu múrsteinsbygginguna, lögregluvarðstöðina á landa- mærunum við yfirráðasvæði kóngsins. Fáni sem blakti þar við hún í dag, var ekki fáni kóngsins. Það var fáni forset- ans. Herflutningabílarnir beygðu út af veginum við múrsteinshús ið og hurfu sjónum. Bobby herti ekki aksturinn. Það var til- gangslaust úr þessu. Klukkan var orðin fjögur. Útgöngubann- ið var komið á. Brátt sáu þau einlyftu nýtízku.Iegu bygging- una, úr gleri og litaðri stein- steypu. Það var húsið sem Am- eríkanar höfðu gefið þessu nýja landi. Því hafði verið ætlað að hýsa skóla og þesj vegna verið valinn staður þarna á landa- mörkum kóngsins og forsetans. Þangað höfðu menn komið í heimsóknir en aldrei hafði það komizt í gagnið. Þar höfðu hvorki verið kennarar né nem- endur. Það hafði staðið ónotað þar til í dag. Rudda svæðið fyr- ir framan húsið sem var hálf- þakið illgresi var yfirfullt af herflutningabílum og í skugga þeirra stóðu hópar feitra her- manna. Engar vegtálmanir voru á veg inum. Enginn gaf þeim stöðvun armerki. En Bobby stöðvaði bíl inn. Skólahúsið, herflutningabíl arnir og hermennirnir voru hon um á vinstri hönd. Steinhúsið með fána forsetans við hún hinum megin við götuna á hægri hönd. Hermennimir litu ekki á bílinn. Enginn kom út úr stein- húsinu. Handan við Leopold Tor sá á fjölskrúðugan frum- skóginn í blámóðu fjarlægðar- innar. Eigum við að bíða eftir þeim hérna," spurði Linda. Bobby svaraði ekki. „Ef til vil'l er ekkert útgöngu bann,“ sagði Linda. Einn hermannanna horfði á þau. Hann var lægri í lofti en hinir sem stóðu hjá honum aft- an við bílpallinn. Hann var að drekka úr dós. „Ef til vill var þetta misskiln ingur hjá ofurstanum," sagði Linda. Hermaðurinn tæmdi dósina og gekk i áttina að bílnum. Hann var krúnurakaður og kakibux- urnar voru í fellingum í hnés- bótinni og yfir mjaðmirnar. Hann saug innan kinnarnar, setti stút á munninn og spýtti til annarrar handar. Svo brosti hann. Þá komu þau auga á fangana. Þeir sátu á jörðinni. Sumir lágu endilangir. Flestir voru naktir. Nekt þeirra gerði það að verkum að þeir skáru sig lítt úr umhverfinu. En skær augun hvikuðu til og frá. Annars var engin hreyfing á þeim. Þetta fólk var grannvaxið og smá- beinótt, af ættflokki kóngsiris, fólk sem vant var að klæðast fötum, fólk sem hafði lagt vegi. En sá virðuleiki sem þeirra var, þegar það átti frelsi, var nú á bak og burt. Nú var þetta fólk ofurselt óvinum sínum, — frum- skógarbörn. Sumt var bundið í kippur eins og tíðkaðist meðal skógarbúa, bundið saman á hálsinum, þrir og fjórir saman, eins og ætti að fara að afhenda það þrælasölum. Allt bar það merki um barsmíðar og blóðs- úthellingar. Einn eða tveir sýndust dauðir. Hermaðurinn brosti, hélt blautri hendinni um blauta dós- ina og kom nær bílnum. Bobby undirbjó bros, hallaði sér yfir Lindu og losaði blauta skyrtuna frá handarkrikanum með vinstri hendinni. „Hver er liðsforingi hér? Hver er yfir- maður þinn?“ Linda leit af hermanninum og á steinhúsið og fánann. Hermaðurinn studdi ýstruna við bílhurðina svo kaki-lyktin blandaðist svitalyktinni úr handarkrika Bobbys. Hermaður- inn leit á Bobby og Lindu og inn í bílinn og sagði eitthvað á sínu frumskógamáli. „Hver yfirmaður þinn?“ spurði Bobby aftur. „Við skulum halda áfram, Bobby,“ sagði Linda. „Þeir hafa engan áhuga á okkur. Við skul- um aka áfram.“ Bobby benti á steinhúsið. „Yfirmaður þarna?“ Hermaðurinn sagði eitthvað aftur og sneri sér nú að Lindu. Hún sagði gröm i bragði: „Ég skil ekki,“ og horfði beint fram. Hermaðurinn brást við eins og honum hefði verið gefið utan undir. Hann brosti kindarlega og hrökklaðist nokkur skref frá bílnum. Hann hristi dósina sína — hætti að brosa og sagði: „Skiljekki. Skiljekki." Hann renndi augunum yfir bilinn og hjólin eins og hann væri að leita að einhverju. Svo snerist hann á hæl og gekk til hinna her- mannanna. Bobby opnaði hurðina sín megin og sté út. Það var svalara úti. Skyrtan var köld á bakinu á honum en asfaltið mjúkt undir fótum hans. Hann sá móðu leggja upp af frumskógarsvæð- inu handan við Leopold Tor, en í þýðingu Huldu Valtýsdóttur. þetta var ekki venjuleg hita- móða og ekki reykur af eld- stóm. Þetta var reykur af brenn- andi kofum í þorpunum á við og dreif um svæðið. Hermáðurinn var farinn að ræða við félaga sína. Bobby gætti þess að líta ekki til þeirra. Mest langaði hann til að setjast aftur upp í bílinn og aka viðstöðulaust heim í útlendingahverfið. En hann stillti sig. Hann gekk hratt yfir götuna og að dyrum steinhúss- ins sem voru opnar. ÞM ALLIR VEGIR FÆRIR Á Yokohama SNJÓBÖRÐUM KAUPFÉLAG STEINGRÍMS- FJARÐAR velvakandi Velvakandi svarar i sima 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. • Ljót saga Eftirfarandi bréf er frá íbúa við Kleppsveg: „Ástæðan til þess að ég skrifa þessar línur er, að nú haltrar bezti vinur dætra minna, grábröndóttur fresskött ur um íbúðina á 3 fótum. Þeg- ar harnn kom heim í gærkvöldi var búið að klippa allar klær af annarri afturlöppinni upp í kviku svo blæddi úr. Þetta er í annað sinn í stutt- um tíma, sem slíkt kemur fyr- ir. f fyrra skiptið voru klæm- ar klipptar af báðum aftur- löppum og annari framlöþp. Þrátt fyrir það, að bólga hlypi í sárin tókst að græða þau með aðstoð dýralæknis. Erfitt er að imynda sér ástæðuna fyrir stíkum igerðum og vonandi er hér um að ræða verk framið í hugsunarleysi, en ekki verk sjúks manns. Ef þú, sem fremur slíkan verknað, lest þetta, bið ég þig að íhuiga vel að vafasamt er, að slíkar hermdarráðstafanir breyti eðli kattarins, sem nú, þegar nóttu tekur að lengja, kernur hvað hávaðasamast í ljós. Hitt er vist, að verk þin hafa þegar haft varanleg áhrif á stúlkurnar litlu. Þær fengu hann í jólagjöf, þegar hann var lítill kettlingur, vegna þess að þær óskuðu sér einskis frem- ur. Síðan hefur hann verið þeim góður leikfélagi, borðað úr hendi þeirra, sofnað hjá þeim á kvöldin og án efa þyk- NORÐURUO^ NORÐURLJOS, NORÐURLJÓS, NÐRÐURLJOS, NORÐURLJÓS. Opið alla daga frá 9—22. rSlómnhú>r ir þeim jafn vænt um hann og væri hann litli bróðir þedrra. En nú er svo komið, að eigi að hleypa honum út, taka þær hann grát andi og vilja ekki lofa honum að fara. Þær eru hræddar um, að vondi maðurinn nái honum og meiði hann. En innilokaður getur köttur ekki þrifizt. Á plötu, sem fest er á hális- bandið hans er letrað bæði heimiMsfang og símanúmer. Því vonast ég til þess, að valdi hann einhverju ónæði í framtíð inni, hvort heldur er að nóttu eða degi, þá verði hringt, og verður hann þá sóttur tafar- iaust. íbúi við Kleppsveg.“ • Um tal og tóna í sjónvarpsþætti Ragnar Thorarensen hringdi og vildi koma á framfæri kvörtun til sjónvarpsins. Hann sagðist alJtaf horfa á þáttinn „Nýjasta tækni og vísindi", en sér þætti erfitt að skilja það, sem stjórnandi þáttarins segði, einkanlega vegna þess, að tón- list væri btandað saman við tal ið. Þættir þessir væru mjög góð ir, að sínu áliti, og vildi hann okki missa af einu orði, sem sagt væii, en hann gæti ekki skilið, hvaða erindi þetta „músíkgarg" ætti í þáttinn. Ragnar sagðist ennfremur á- líta, að stytta mætti sjónvarps dagskrána til muna, sérstak- lega ef það gæti orðið til þess, að auka gæðin. Skaðlaust væri, til dæmis, að sleppa glæpa- myndu.num. „Kæri Velvakandi. Mig langar til að biðja þig að flytja þakkir til útvarpsins fyrir þáttinn úm Nordahl Grieg, 1. þ.m. Erindi Andrésar útvarps- stjóra var ágætt, en alveg ó- gteymanlegt var að hlusta á Hjört Pálsson lesa Ijóðin eftir Nordahl Grieg, í snilldarþýð- ingu Magnúsar Ásgeirssonar. Þau voru flutt af svo sannri list, að lengra verður varla náð. Kærar þakkir. En ekki get ég skilið tilgang sjónvarpsins, með þvi að sýna þáttinn um Framboðsfilökkinn. Ég uindrast, að það skuii vera boðið upp á annað eins. Skemmtun er það ekki. Oddfríður Sæmundsdóttir." Kúplingsdiskor Jnpönsk gæðnvarn Jnpnnskt verð Þ. JÓNSSON & CO., sími 84515.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.