Morgunblaðið - 11.11.1972, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.11.1972, Blaðsíða 32
Jhyy&ttiyflinp* t TO¥<G©aH<S? Laugavegi 178, sími21120. LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1972 Flugfélögin: „Leggjum nú aukið kapp á viðræður“ — segir Alfreð Elíasson „FLUGFELÖGIN hafa verið að tala saman og þessi tilmæli flug- ráðs munn auðvitað hvetja okk- ur til enn meiri viðræðna,“ sagði Alfre® Elíasson, forstjóri Loft- leiða, þegar Mbl. hafði samband við hann í gær. Mbl. tókst ekki að ná tali af Emi Johnson, for- stjóra Flugfélags fslands. Eins og Mbl. skýrði frá í gær sendi flugráð Loftleiðum og Flugfélagi íslands bréf, þar setn félögunum var tjáð, að sætafram boð á Norðurlandaflugleiðum væri of mikið og voru félögin hvött til að hefja viðræður um það, hvernig draga mætti ur framboðinu, ellegar kynnu flug- málayfirvöld að sjá sig tilneydd til að skipta flu.gleiðinni milli fél-aganna. „Það er samkomulag milli flugfélaganna,“ sagði Alfreð, „að skýra ekiki frá efni eða gangi viðræðnanna meðan þæ.r fara fram. En viðræður hafa átt sér stað og við mun.um nú leggja aukið kapp á að halda þeim áfram.“ Um hugsanlega skiptingu flugleiðarinnar milli flugféiag- anna vildi Aifreð ekkert segja. Hæstiréttur: Fimm piltar dæmdir vegna LSD-sölu NÝLEGA var kveðinn upp í Hæstarétti dómur yfir fimm ung um piltum vegna sölu og við- töku á fíknilyfinu LSD í Hafnar- firði fyrir nokkrum mánuðum. Einn þeirra kom með lyfið heim frá Danmörku og seldi hinum hluta af því fyrir kr. 4 þúsund. Hvað hefði gerzt. ef • • • • MORGUNBLAÐIÐ spurðist fyrir um það í dómsmálaráðu- neytinu í gær, hvað hefði gerzt, ef varðskipið Ægir hefði dregið brezka togarann Ssafa FD 155 til íslenzkrar hafnar. Hefði verið settur réttur yfir skipstjóranum sem landhelgisbrjót? Baldur Möller, ráðuneytisstjóri, varð fyrir svörum og sagðist alls ekki vilja vera með neinar spásagnir um slíkt. „Menn geta búið sér til alls konar hugsanlegar aðstæður, þar sem lögbrjótar eru í höndum yfirvalda, en þurfi maður ekki að leysa úr slíku ástandi, vil ég ekki gers það,“ sagði Baldur. Framhaid á bls. 31 Efni sem fundust að auki í fór- um hans voru gerð upptæk. Mál- ið var dæmt í liéraði hjá bæjar- fógetanum í Hafnarfirði á sínum tíma. Piltarnir hlutu misþunga dóma. Jón Sævar Gunnarsson, sá sem efnið seldi, hlaut 2ja mán- aða fangelsisdóm, skilorðsbund- inn og var gert að greiða 8 þús- und króna sekt til ríkissjóðs. Heiðar Páll Halldórsson og Jón Benedikt Einarsson voru dæmd- ir í 4 þús. króna sekt til ríkis- sjóðs, Jóni Óla Miikaelssyni var gert að greiða 8 þús. krónur í sekc og Öm Karlsson hlaut 6 þúsund króna sekt. Jón Sævar Gunnarsson var dæmdur til að greiða einn helm- ing áfrýjunarkostnaðar sakar- intna.r &n hinn helming áfrýjun- arkostnaðair sakarinnar greiða alliir ákærðu óskipt. Brúarfoss kom til Reykjavíkur í gærkvöldi og þá tók ÓI. K. M. þecig.a mynd, sem sý.nir skemmd- ir þær, seim urðu á skipinu, er það rakst á ísjaka á heimsiglingunní frá Bandaríkjunum. Landhelgismálið: Einar og Lúðvík náðu samkomulagi Oákveðið hvar eða hvenær samningafundir hefjast SAMKOMULAG náðist í gær í ríkisstjórninni um tillögur í landlielgismálinu, sem íslenzka samninganefndin hefur að veg- arnesti, þegar fundir hefjast með Bretum. Ekki hefur verið ákveð- ið, hvar eða hvenær samninga- fundurinn fer fram, en athugun verður nií gerð á því í samráði við brezka sendiherrann í Reykja Vestur-pýzkur togari: Reyndi að slíta aftan vík, að því er Einar Ágústsson, utanríkisráðherra sagði í viðtali við Mbl. í gær. Morgunblaðið spurði utanrík- isráðherrann að því, hvort hann og Lúðvík Jósepsscm hefðu brætt samam sjómarmið sín og hvort þeir hefðu leyst ágreining siwn. Eimar svaraði: „Ég vil nú ekki kannast við að á mil'li okkar hafi verið mikill ágreiningur, en í morgum komom við okkur niðuir á þær tillögor, sem við hugsiim okkur að hafa sem vegarnesti í næstu samningum." >á spurði Mbl. utanríkisráð- herra um hvaða atriði samkomu- lag hefði orðið t.d. varðamdi opm- Framhald á bls. 31 I höfn Hafnarfjarðartogarton Rái kom í gær til Wiek í Skotland með norska flutningaskipií Lanto frá Stafangri í togi, ei eins og kom fram í viðtali Mbi við skipstjórann á Rán, Kristjái Andrésson, sem birtist í gær kom Rám að Lanto vélarvana vondu veðri. 183 nauðungaruppboð EITT hundrað áttatíu og þrjú hús og ibúðir í Reykjavík eru auglýst til nauðungaupiiboða í síðasta tölublaði Lögbirtinga- blaðsins. Nauðungaruppboðin eru hald- in eftir kröfu Veðdeáldar Lamds- banka ísiiands, samkvæmt heim- ildum í veðskuildabréfuim. Glæsibær í dag: úr Hólmatindi Eskifirði, 10. nóvember. V-ÞÝZKUR togari reyndi á föstudagskvöld að slíta trollið aftan úr Hólmatindi frá Eski- firði í suðausturhorninu á Stokksnesgrunni, en með snar- ræði tókst Sigurði Magnússyni, seni var skipstjóri á Hólmatindi í þessari ferð, að koma í veg fyrir það. Þarna voru tveir v- þýzkir togarar, báðir um 1000 lestir, og aðrir tveir voru að veið um á Papagriinnshorninii. Síð- ar var Hólmatindur að veiðum á Mýragrunni og var einn v-þýzk- ur togari þá þar og veiddi óáreittur. Sjómönnum á Aust- fjörðum gremst mjög afskipta- leysi Landhelgisgæzlunnar á miðunum fyrir Austfjörðum. Sigurður Maginússori sagði svo frá: „Þetita var á föstudagskvöld, um ktokkan 21. Við komum í suðausturhornið á Stakksmes- grumnimu, um 32 mílur út af Framhald á bls. 31 5. hverfafundurinn FIMMTI hverfafundur Geirs Hallgrimssonar, borgarstjóra verður haldinn í Glæsibæ i dag og hefst hann klukkan 14.30. Fundurinn er fyrir íbúa í Laug- arnes-, Langholts-, Voga- og Heimahverfi. Á fundinum flytja Geir Hall- grímsson, borgtarstjóri, og Birg- ir ísleifur Gunnarsson, borgar- fulltrúi, ræður og svara fyrir- spurnum fundargesta. Fundarstjóri verður Ágúst Geirsson, símvirki, og fundarrit- ari Arnar Ingólfsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.