Morgunblaðið - 19.11.1972, Side 4
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1972
Tengdi hjúskap höggstokknum
og barneignir
dauðanum
María Stúart á hög-gstokknum.
Giftingannál Elízabetar
voru rækilega tekin til meðferð
ar í þriðja þætti myndaflokks
BBC en þar skiptu tilfinning-
ar ekki höfuðmáli heldur
stjómmál. Nauðsynlegt var að
Elízabet eignaðist erfingja til
að koma I veg fyrir hugsan-
lega valdatöku Mariu Stuart
og afturhvarf til kaþólskunn-
ar en einnig var mikUsvert að
hafa í huga valdastöðuna í Evr
ópu.
Margur hefur velt vön-g-
um yfir tregðu Elízabetar
til að ganga í hjónaband og
Elizabet I
Síðari grein
ýmissa skýringa leitað. Sumir
hafa talið, að hún hafi verið
haldin einhverjum líkamleg-
um göHlum, er gerðu hana
ófæra til að lifa eðlilegu hjú-
skaparltfi en líkiegri þykja
skýringar, sem byggðar eru á
barnæsku hennar og þeim
áhrifum, sem hún þá varð fyr-
ir. Hún Iserði fljótt að tengja
hjúskap höggstokknum og
barneignir dauðanum, en einn-
ig hefu-r þess verið til getið að
hún hafi ógjarnan viljað kalla
yfir sig húsbónda, er segði
henni fyrir verkum og hún hafi
jafnframt séð, að eigirrmaður
gæti skapað fleiri vandamál en
hann leysti.
Sagnfræðingar hafa grann
skoðað samband hennar við Ro
bert Dudley og virðast einhuga
um, að hún hafi unnað hon-
um umfram aðra menn, en eink
um litið á hann sem sinn bezta
vin. Þau höfðu verið ieikfélag
ar sem börn í kon-ungsgarði og
síðar átt sömu hættuna yfir
höfði meðan María var við
vöid. Hanu hafði seít af eign-
um sínum til þess að hjáipa
Elízabetu, þegar hún var
verst stödd fjárhagslega og
þegiar hann frétti lát Maríu,
þeysti hann til Hatfield á hvit-
um fáki til þess að votta hinni
nýju drottningu hollustu. I>á
þegar, er EMzabet sá þennan
laglega riddara sinn, skipaði
hún hann „Fákavörð".
Hjónaband Elizabetar og
Ehidleys kom hins vegar ekki
tii greina eftir að kona hans
lézt með voveiflegum hætti —
og tæpast effla þvi bæði faðir
hans og afi höfðu verið liflátin-
ir fyrir svik við þjóðhðfðfimgja
sina, forvera El’ízabetar.
Á erlendum vettvangi komu
ýmsir menn til tais. Filippusi
Spánarkonungi hafnaði Elíza-
bet - með allri vinsemd þó —
þegar ári eftir að hún komst
til vald'a. Karl erkihertogi í
Austurríki var um hríð talinn
heppilegur, þar sem hann var
frændi Filippusar og gat kornið
sér vel að eiga liðsinni hans
víst, ef til styrjaldar kaami við
Frakkland eða Maria Stúart
l’éti á sér kræla að ráði. En
samningar fóru jafnan út um
þúfur, ýmist vegna þess, að
Elízabet vildi efcki giftast hon
um án þess að sjá hann, og
hann viidi ekki koma tíl Eng-
lands nema ser.i yfirlýstur vænt
anlegur eiginrnaður — eða hún
vildi ekki fallast á að hann
fengi að sækja kaþólsfca messu
þar sem hann mundi þá verða
fyririiði kaþólskra í landinu
gegn Elízabetu og enistou bisk-
upakirkjunmi.
Þegar samskiptin við Spán
fóru að versna, var reynt að
semja um ráðahaig við Frakka.
Fyrs-t bauðst Eliízabetu Hinrik
prins af Anjoú, rikisarfi, en síð
an yngsti bróðir hans, hertog-
inn af Alencon, sem hafði for-
ystu fyrir baráttu mótmælenda,
á Norðurlöndum gegn ágangi
Spánverja, enda þótt hann
væri sjálfur kaþólskrar trúar.
Varð al kært með honum og
drottningu, þrátt fyrir meira
en tu'ttugu ára aldursmuin — og
að hann þóttí lítill fyrir mann
að sjá og heldur ljótur. Held
ur mæltist það þó illa fyrir
að hún skyldi ætla að brjóta
gegn fyrri afstöðu með þvi að
leyfa honum að iðka kaþólsfca
trú. Fór svo að Ellízabet hættí
við þetta hjónaband, hvers
vegna er ekki fylliiega ljóst, en
meðal skýringa er sú, að hún
var þá orðin 45 ára og skelfdist
tilhugsunina um að eignast
bam, þó læknar hennar siegðu,
að hún gæti það — ennfremur,
að hún hafi ekki vilj'að taka
af skarið sjálf, bera ábyrgð á
þvi sem af hlytist, þar sem tals
vert skorti á, að ráðhagur þessi
væri vinsæilil meðal alþýðu
manna annarra en kaþölskra.
Virðast orð þau, er Elizabetu
voru lögð í munn í þriðja þætti
myndaflokksins: „Hvernig get
ég tekið ákvörðun, þegar þið
gefið mér engin ráð,“ túlka
óákveðni hennar og hik, þegar
hún stóð frammi fyrir veiga-
mi'klum vandamálum og ákvörð
unum.
Andvíg
trúarofstæki
Sterkasta andstaðan gegn
ráðahagnum við hertogamn
kom úr röðum Kalvínisita, sem
þá voru farnir að láta taisvert
að sér kveða. Elizabet vax litlu
hrifnari af þeim en kaþólskum
og í trúmálium skipti það hana
mestu að halda yfirstjórn kirkj
unnar áfram í sínum höndum.
Hún var frábitín öl"iu ofstæki
og héX fram eftír öllu fast við
þá sannfæringu sína, að kaþ-
ólskir mienn settu að hafa rétt
til að tilbiðja sánn Guð með
þeim hætti er þeim sjálfum
hentaði. — Meðan hún hafði
ekki í hönd'um órækar sann-
anir fyrir samsæ.ri, kaþól'skra
um að steypa henni -af stóli,
viidi hún sýna þeim umburðar-
lyndi og hún hélt þvi fram, að
hún kærði sig ekki um að setja
glu'giga á sálir manna.
Þetta var í fullu samræmá
við hennar persómujiegu
reynslu á yngri árum, er hún
hafði neyðzt tii trúarhræsni til
að bjarga lífinu — en jafn-
framt gierði hún sér grein fyrir
því, að ofstæki í trúmálum gat
haft óheppilegar póllitískar af-
leiðingar, svo sem húm hafði
kynnzt á valdadögum Maríu
systur sinnar.
Eftir að María Stúart hafði
verið hrakin frá Skotlandi eft-
ir blóðug átök um vöMin þáf
og vafasamt framferði hennar
— og leitað á náðir Englands
drottniingar, tóku kaþólskir
menn að hafa sig meira í
framnrii. Árið 1570 lýsti páfi
Elizabetu í barcn, sem hafði þá
pólitísku merkingu að k)sa kaþ
Elizabet á banabeðL Fram til hins síðasta hafði Elizabet
drottning mikið þrek og starfsorku og hún dansaði bin létt-
asta allt fram á síðasta ár. Minnistap var helzta merki ell-
innar. Þegar hún fann dauðann nálgast neitaði hún hvers kyns
lyíjuin og læknisráðum. Fram kom í lokaþætti myndaflokks
BBC, að hún hefði tekið upp á þvi, er hún var að bana komin,
að standa upp á endann klukkustundiun saman unz hún hné nið-
or i stól, örend. Aðrar heimildfr herma, að hún liafi verið bor-
in á banabeð, þegar hún fékk ekki lengur uppi staðið og síð-
ustu dagana áður en hún dó, hafi hún þjáðst af svefnleysi, eirð-
arleysi og ofskynjunum. Hún lézt 24. marz 1603.
Legstaður Elizabetar í Westmin ster Abey i l ondon.