Morgunblaðið - 30.11.1972, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLA.ÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1972
Otfcgefandi Nf Árvdcun', ffev^awfk
Fri«rvkveaimda&tjiki HwaWur Svamsaon.
Ritetíórar M«tshía» Johorvnoes&n,
Eyíóltfur Konréð Jónsson
Styrmir Gunrmrsson.
Rhsrtiér-nerfiHHrúi Þtorbjönn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jólhanneson.
Augiýsingas^Öri Ámi Garðar Kristineson
R'itstjórn og afgroiðsia Aðaistravti S, sfmi 1Ó-100.
Au^ýairvgar Aðatstreati 6, sírrvt 22-4-60
ÁskrrftargjaM ^5,00 kr á rnórtuði innanlafKte
l (eusasöFu 15,00 Ikr eirrfcakið
ar málstað, sem ég vil þó
ekki áfellast þegar haft er í
huga ríkjandi ástand og að
semja á aðeins til tveggja
ára.“ Þessar upplýsingar for-
manns LÍÚ eru eftirtektar-
verðar og svo virðist sem
vmislegt fleira megi gagn-
rýna varðandi meðferð ríkis-
stjórnarinnar á samningavið-
ræðum um landhelgismálið
en það atriði, sem hér var
að vikið, en væntaniega verð-
ur Alþingi gefin ítarleg
skýrsla um viðræður allar og
stöðu landhelgismálsins og
má það vera að birtar séu
tillögur stofnu<nar, sem lýt-
ur sérstakri stjórn að lögum
án samþykkis viðkomandi
stjórnar?“ Þegar tillögur Haf
rannsóknastofnunar voru
sendar dagblöðum til birting-
ar var að sjálfsögðu litið svo
á, að hér væri um að ræða
tillögur frá stofnuninni sem
slíkri, en nú virðist komið í
ljós, að svo sé ekki og er
vissulega þörf skýringa frá
viðkomandi aðilum á því.
Af ræðu Kristjáns Ragn-
arssonar kemur glögglega í
AFKOMUHORFUR
ÚTGERÐAR
A ðalfundur Landssambands
íslenzkra útvegsmanna
hefur staðið yfir síðustu daga
og hljóta störf fundarins að
vekja óvenju mikla athygli
að þessu sinni, vegna þeirrar
óvissu, sem ríkir um afkomu
sjávarútvegsins á næsta ári.
Talið er, að halli á rekstri
bátaflotans í ár verði um 450
milljónir og áætlað er, að
halli á rekstri gömlu togar-
anna á næsta ári verði um
130 milljónir króna. Við
ákvörðun fiskverðs í byrjun
október sl. voru rekstrar-
vandamál útgerðarinnar leyst
til bráðabirgða með því að
taka fé úr verðjöfnunarsjóði,
en Ijóst er, að ekki er hægt
að halda áfram á þeirri braut
á næsta ári, enda mundi verð
jöfnunarsjóður þá tæmdur að
mestu eða öllu.
í ítarlegri setningarræðu
fjallaði Kristján Ragnarsson,
formaður samtakanna, m. a.
um landhelgismálið og kom
þar fram, að fulltrúar frá ís-
lenzkum útvegsmönnum hafa
ekki fengið að taka þátt í
samningaviðræðum. Um
þetta sagði Kristján Ragnars-
son: „Ekki hefur þótt ástæða
til að fulltrúar frá útvegs-
mönnum taki þátt í þessum
viðræðum nú frekar en áður,
þótt brezka sendinefndin sé
ávallt skipuð að hluta full-
trúum frá brezkum togara-
eigendum. Að því leyti, sem
ég hefi haft aðstöðu til að
fylgjast með undirbúningi
þeirra viðræðna, sem nú
standa yfir hér í Reykjavík,
virðist mér að óskum hinna
brezku aðila hafi verið mætt
með mikilli tilslökun af okk-
gefst þá frekara tilefni til að
fjalla um þá hlið þess.
í ræðu Kristjáns Ragnars-
sonar vekja einnig athygli
ummæli hans um tillög-
ur Hafrannsóknastofnunar-
innar um veiðitakmarkanir,
en um það sagði hann m.a.:
„í tilefni þessara tillagna hef-
ur mér borizt bréf frá
stjórn Hafrannsóknastofn-
unarinnar, þar sem hún til-
kynnir, að hún hafi ekki fjall-
að um þessar tillögur og hún
sé í mörgum veigamiklum
atriðum ósammála þeim,
enda sé í þeim vikið frá þeim
kröfum, sem gera verði til
vísindalegs álits. Hvernig
ljós, að fjölmörg stórmál
bíða úrlausnar í málefnum
sjávarútvegsins, sem of lengi
hefur verið dregið að leysa
og taka ákvörðun um, svo
sem hin slæma afkoma vá-
tryggingasjóðs. En þó skiptir
mestu máli sá vandi, sem
stærstur er, en það eru af-
komuhorfur sjávarútvegs og
fiskvinnslu í heild á næsta
ári. Miðað við það fiskverð,
sem ákveðið var í byrjun
október og þá greiðslu til
fiskiðnaðarins, sem þá var
einnig ákveðin, skorti um
900 milljónir króna á árs-
grundvelli til þess að trvggja
hallalausan rekstur þessara
atvinnugreina, en þar að
auki er fyrirsjáanlegt, að
margvíslegar kostnaðarhækk
anir koma til greina á næsta
ári, þannig að vandinn er enn
stærri, ef ekki kemur tiil ó-
venju mikill afli og stór-
hækkun á afurðaverði erlend
is en hvorugt er líklegt,
nema ef vera skyldi að loðnu-
afli verði eins og bjartsýn-
ustu vonir standa til.
Á hinn bóginn bólar lítt á
stefnumörkun af hálfu ríkis-
stjórnarinnar. Endanlegar
niðurstöður hinnar svo-
nefndu valkostanefndar,
liggja enn ekki fyrir og ekkt
eru nema u.þ.b. 4 vikur til
jóla. Engum getum skal að
því leitt, hvort ríkisstjórn
og Alþingi tekst að afgreiða
fjárlög og ákveða ráðstafan-
ir í efnahagsmálum á þessum
skamma tíma, en óneitan-
lega er tíminn orðinn býsna
naumur, og horfur ískyggi-
legar á því, að þessi mikiu
vandamál verði afgreidd á
svo skammri stund. Vissulega
eru vinnubrögð ríkisstjórnar
Ólafs Jóhannessonar í þess-
um efnum mjög gagnrýnis-
verð. Afkoma þjóðarbúsins í
heild er nátengd afkomu út-
gerðar og fiskvinnslu og ekki
má til þess koma að tafir
verði á starfrækslu þessara
þýðingarmiklu atvinnu-
greina. Þess vegna veitir ekki
af að stjórnarherrarnir láti
hendur standa fram úr erm-
um á næstu vikum og er tími
til kominn.
Björn Bjarnason - þróun evrópskra öryggismála I:
Endarnir ná saman
MORGUNBLAÐIf) hefur óskað eftir
því við Björn Bjarnason, að hann
riti grreinar fyrir blaðið um þróun
evrópskra öryg'g'ismáia í tilefni af
undirbúningsfundi þeim undir vient-
anlega öryggismálaráðstefnu Evrópu,
sem nú stendur yfir í Heisinki. Fer
fyrsta greinin hér á eftir, en alls
verður um fjúrar greinar að raeða
og birtast þær allar næstu daga.
Sá misskilningur virðist útbreiddur,
að sú stefna Atlantshafsbandalags-
landanna, sem miðar að bættri sam-
búð við löndin í A-Evrópu og gleggst
hefur komið fram i utanríkisstefnu
rikisstjórnar Vestur-Þýzkalands und
anfarin ár, sé stefna andvaraleysis og
varnarleysis gegr. löndunum i Aust-
ur-Evrópu. Misskilningurinn ieiðrétt-
ist, þegar litið er til grundvallarins,
sem þessi stefna sátta og bættrar
sambúðar byggist á. Hans er að
leita í skýrslu. sem gerð var árið
1967 um framtiðarverkefni Atlants-
hafsbandalagsins. og nefnd hefur
verið Harmel-skýrslan. 1 þessari
skýrslu leggja Atlantshafsbandalags-
löndin áherzlu á, að öflugar varnir
og tilraunir +il bættrar sambúðar við
löndin í Austur Evrópu séu ekki and-
stæður, heldur hvorar öðrum til fyll-
ingar. Ekki sé unnt að vænta samn-
inga við iöndin í Austur-Evrópu,
nema þau geri sér fulla grein fyrir
því, að Atiantshafsbandalagslöndin
eru jafnöflug eða öflugri en þau á
hernaðarsviðinu. Þessari stefnu öfl-
ugra vama hefur verið fylgt æ síð-
an. Evrópsk aðildarlönd bandalags-
ins hafa lagt sig fram um að auka
þátttöku sína í vörnum Evrópu og
létta þannig undir með Bandaríkj-
unum, sem borið hafa þar stærst-
an hlut. Fyrsti ráðherrafundur At-
lantshafsbandalagslandanna eftir
samþykkt Harmel-skýrslunnar var
haldinn í Reykjavik í júní 1968. Á
þeim fundi komu ráðherrar allra land
anna nema Frakklands sér saman
um ályktun um jafnan og gagnkvæm
an samdrátt herafla í Mið-Evrópu og
tillögur þess efnis, sem kynntar
skyldu Austur-Evrópuríkjunum og
verða grundvöllur viðræðna og samn
inga um þetta mál. 1 tillögunum, sem
mótaðar voru hér i Reykjavík, kem-
ur fram sú meginstefna bandalags-
ins, að ekki skuli einhliða dregið úr
herstyrk þess í Evrópu, það skuli
einungis gert, ef það sé iiður í sam-
hliða aðgerðum beggja aðila.
Síðan þetta gerðist hefur margt
breytzt í Evrópu. Á sama tíma og
ráðherrar Atlantshafsbandalagsins
sátu fund hér í Reykjavik litu marg-
ir vonbjörtum augum til Tékkóslö-
vakíu og töldu, að þar yrði loksins
unnt að framkvæma „mannúðlegan"
sósíalisma. Þær vonir brugðust hrap
allega eins og kunnugt er, og óvig-
ur her Varsjárbandalagslandanna
kæfði frelsisvonina, sem ógnaði sós-
ialismanum. Þessi valdbeiting var
framkvæmd í nafni Breshnev-kenn-
ingarinnar svonefndu, sem siðan hef
ur verið skjalfest í samningi milli
Sovétríkjanna og Tékkóslóvakíu um
vináttu, samvinnu og gagnkvæma að-
stoð frá 7. maí 1970. En þar lýsa
samningsaðilarnir hátíðlega yfir ófrá
víkjanlegum vilja sínum í átt til sós-
ialisma og kommúnisma og til að gera
nauðsynlegar ráðstafanir í þvi skyni
að „verja sósíaliskan ávinning fólks-
ins“, en sá var einmitt vilji Brezhnevs,
þegar hann fyrirskipaði innrásina í
Tékkóslóvakíu.
Miðað við það, sem gerðist eftir
uppreisnina í Ungverjalandi 1956,
hefði mátt ætla, að Atlantshafsbanda
lagslöndin hyrfu frá allri viðleitni
sinni til bættrar sambúðar við ríkin
i austri eftir hörmungarnar í Tékkó-
slóvakíu. En tímarnir þöfðu breytzt,
og í ályktun utanríkisráðherrafundar
Atlantshafsbandalagsins frá því í
apríl 1969 segir svo:
„Árið 1967 var í skýrslunni um fram
tiðarverkefni bandalagsins lögð
áherzla á tvíþætt hlutverk þess:
varnir Vesturlanda og leitina að stöð
ugum friði við löndin í austri. 1 júni
1968 lýstu ráðherrar bandalagsrikj-
anna sig reiðubúna til þess að leita
ásamt öðrum viðkomandi ríkjum að
sérgreindum raunhæfum aðgerðum
til afvopnunar og vígbúnaðareftirlits
auk þess sem kannaðar yrðu hugs-
anlegar leiðir til jafns og gagnkvæms
samdráttar herafla. Þrátt fyrir hinn
alvarlega hnekki, sem vonir um bætt
samskipti austurs og vesturs urðu fyr
ir, er Sovétríkin réðust inn í Tékkó-
slóvakíu lýstu ráðherrarnir því yfir i
nóvember 1968, að örugg friðsamleg
samskipti milli austurs og vesturs,
sem kæmu að gagnkvæmum notum,
væru enn stjórnmálalegt markmið
bandalagsþjóðanna. Á þessum fundi
(þ.e. í apríl 1969) ítrekuðu þeir, að
ætlun ríkisstjóma þeirra væri að
halda áfram leitinni að raunhæfum
leiðum að þessu marki með sam-
bandi og samskiptum og með því að
þaulkanna öll hugsanleg atriði, sem
gætu leitt til samningaviðræðna.“
Siðar í þessari sömu yfirlýsingu
segjast ráðherrarnir ætla að kanna
sín á milli og með Sovétríkjunum
og öðrum ríkjum Austur-Evrópu,
hvaða málefni það séu, sem einkum
kunni að stuðla að árangursríkum
samningaviðræðum milli austurs og
vesturs um lausn deilumálanna í
Evrópu. Á þessum tíma var þetta
orðalag yfirlýsingarinnar almennt
skýrt á þann veg, að þarna gæfu
ráðherrarnir í skyn, að þeir væru
reiðubúnir að koma til móts við
tillögur Varsjárbandalagslandanna
um svonefnda öryggismálaráðstefnu
Björn Bjarnason.
Evrópu. Og var þetta i fyrsta sinn,
sem það kom fram í ályktun ráð-
herrafundar NATO.
Lítum nánar á það, hverjar hug-
myndir Varsjárbandalagslandanna
voru og við hvaða aðstæður þær
höfðu verið settar fram. Þann 23.
október 1954 voru Parísarsamning-
arnir svonefndir undirritaðir á ráð-
herrafundi Atlantshafsbandalagsins í
París.* 1 samningum þessum fólst í
stuttu máli, að hernámsstjórn Vest-
urveldanna þriggja skyldi lokið í
Sambandslýðveldinu Þýzkalandi; að
Sambandslýðveldið mætti endurher-
væðast með aðild sinni að Vestur-
Evrópusambandinu, og þvi væri boð-
in þátttaka í Atlantshafsbandalag-
inu. Þann 13. nóv. 1954 sendi sovézka
ríkisstjórnin mótmælaorðsendingu til
23 annarra Evrópulanda og Banda-
ríkjanna, þar sem hún mótmælir stað
festingu Parísarsamninganna, en
býður ríkisstjórnum jafnframt að
koma til al-evrópskrar öryggisráð-
stefnu, sem haldin yrði í Moskvu eða
París í þeim sama mánuði. Ekki var
efnt til þessarar ráðstefnu. 5. maí
1955 verður Sambandslýðveldið
Þýzkaland formlega aðili Atlantshafs
Framh. á bls. 21