Morgunblaðið - 30.11.1972, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.11.1972, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1972 Stefanía Benónýsdóttir M F. 12. okt. 1917 D. 23. nóv. 1972 I DAG fer fram frá Dómkirkj- unni útför Stefaníu Benónýs- dóttur, Blönduhllð 29 hér i borg. — Hún var fædd að Sveinseyri I Dýrafirði þann 12. október 1917. Foreldrar hennar voru hjónin Benóný Stefánsson, bóndi á Sveinseyri, síðar stýrimaður á vitaskipinu Hermóði o>g Guð- munda Guðmundsdóttir, mikil- t Móðursystír mín, Jóhanna Jónasdóttir, andaðist í Eltíheimllinu Grund 28. nóvember. Hildur Gunnlaugsdóttir. hæf hjón af þekktum og dug- miklum vestfirzkum ættum. Ólst Stefanía upp á Sveinseyri í stórum og glæsilegum systkina- hópi til fermingaraldurs er hún fluttist með foreldrum sínum til Reykjavíkur árið 1930. Átti hún alla ævi ljúfar og kærar minn- ingar um bernskustöðvamar vestra og fegurð Dýrafjarðar. Innan við tvítugsaldur settist hún í Kvennaskóla Reykjavíkur t Sonur minn, Páll Ó. Pálsson, Suðurgötu 16, Sandgerði, andaðist í Borgarsjúkrahús- inu 28. þ.m. Fyrir hönd vandamanna. Helga Pálsdóttir. og lauk þar þriggja ára námi. Annaðist hún næstu ár heimili foreldra sinna, þar eð móðir hennar átti við miklta vanheilsu að stríða. Um nokkurra ára bil starfaði hún við bókbandsiðju og fleiri afgreiðslustörf hér í Reykjavík. Árið 1950 giftist hún Eggert Arnórssyni, skrifstofustjóra við prentsmiðjuna Gutenberg. Bjuggu þau fyrst á Bjarharstíg 4, en keyptu siðan glæsilega íbúð í Blönduhlíð 29, þar sem þau sköpuðu sér einkar fagurt og vistlegt heimili, sem í hví- vetna bar augljóst vitni um smekkvísi og háttprýði húsráð- enda. Þeim Eggert og Stefaníu varð þriggja barna auðið. Eru það þau Ragnheiður, gift frú í Reykja vík, Stefán læknastúdent og Benóný Torfi, sem stundar nám á gagnfræðastigi. Stefania var greind kona, glað vær og viðmótsþýð. Hún var hlý, nærgætin og hugulsöm bæði við menn og málleysingja. Þá var hún mikil og starfsöm húsmóðir, enda bar heimilí henn ar fagurt vitni um natni, reglu- semi og snyrtimennsku. — Heim ili þeirra Eggerts og Stefaníu stóð ávallt opið fyrir vinum þeirra og venzlafólki. Þar lék um mann alúð og hlýja frá þeim hjónum báðum. Þeir voru einnig miargir er þar knúðu dyra og nutu þar gestrisni, góðvilja og margvíslegrar fyrirgreiðslu. Enda má fuliyrða að þau hjónin voru bæði vinsæl og vinmörg. Þeir eru því margir, sem með hlýjum þakkarhug drúpa höfði í söknuði og trega er þeir standa við hinzta b.eð Stefaníu Benónýs dóttur. Fyrir rúmum þremur árum tók hún að kenna þess sjúkdóms er eigi fékkst bót við og sem lagði hana á banabeð hinn 23. þ.m. Bar hún sjúkdóm sinn með frábæru þreki, stillingu og æðru leysi, enda naut hún í rikum mæli ástúðar, umhyggju og að- hlynnihgar frá ástrikum eigin- manni, börnum sínum, systkin- um og skylduliði. Hún átti einn- ig þvi láni að fagna að hafa eignazt óskiptan hlýhug og vin- áttu stjúpbarna sinna, sem sýndu henni á sérstakan hátt ræktarsemi og umhyggju hinn síðasta tíma. — í hugum nán- ustu ástvina hennar vakir minn- ing bennar, heiðrík, björt og fög- ur. Kærleiki hennar og fórnar- lund, sem aldrei brást, mun varpa birtu á vegu þeirra, um ófama ævileið. Og vinimir mörgu sem hún eignaðist kveðja hana með hlýrri þökk fyrir góð- vtíija hennar og hu'gljúfa kynn- ingu. Við hjónin sendum ástvinum hennar einlægar samúðarkveðj- ur og biðjum þeim farsældar og bless'unar um ókomin ár. Þorsteinn Jóhannesson. t Maðurinn minn, MAGNÚS HANNESSON, Gullteig 4, andaðist aðfaranótt 29. þessa mánaðar. — Jarðarförin auglýst síðar. Þóra Tómasdóttir. t Móðir mín, ÞÓRUNN ÓLAFSDÓTTIR, Hafnargötu 20, Sighjfirði, andaðist í sjúkrahúsi Siglufjarðar, þriðjudagrnn 28. nóv. Fyrir hðnd systkina og annarra vandamanna, Nanna Þórðardóttir. t Útför systur minnar, INGIBJARGAR L. AUSTMAR, Eskihlið 20, er lézt í Landsspítalanum 24. þ.m. verður gerð frá Dómkirkj- unni laugardaginn 2. des. kl. 10,30 f.h. Ólöf Loftsdóttir. t Móðir, fósturmóðir og amma okkar, KRISTENSA ARNGRÍMSDÓTTIR, er lézt 25. nóvember verður jarðsungin frá þjóðkirkjunni f Hafnarfirði, föstudaginn 1. desember kl. 2 e.h. Kristín Guðjónsdóttir, Þorkell Jóhannesson, Davíð Erlendsson, Mária Guðmundsdóttir, og bamaböm. t Faðir minn, SIGURJÓN S. SVANBERG, beykir, Reykjahlíð 10, andaðist 24. nóvember. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 1. desember næstkomandi klukkan 15. Guðbrandur Grétar Svanberg. t Elsku móðir okkar og fósturmóðir, GUÐRÚN ÓLADÓTTIR, Hátúni 6, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. desember. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Þórdis Haildórsdóttir, Guðmundur Halldórsson, Unnur Jónsdóttir. Minning: Magnús Sigurðsson fyrrv. aðstoðaryfirlögregluþjónn Fæddur 27/8 1895 Dáinn 15/11 1972 MAGNÚS var fæddur í Svigna- skarði í Mýrasýslu, en fluttist átta ára að aldri að StórafjáUi í Borgarhreppi og dvaldi þar í Eiginmaður minn og faðár, Geir Ásmundsson, frá Víðum, sem andaðist 24. þ. m. í Land- spítalanum, verður jarðsung- inn frá Kópavogskirkju föstu- daginn 1. des. kl. 13.30. Lilja Jónsdóttir og börn, Kársnesbraut 63, Kópavogi. t Móðir okkar, Gyða Hallgrímsdóttir frá Siglufirði, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju föstudaginn 1. des. kl. 1:30. Helga Þ. Kröyer, Hulda Þorgeirsdóttir, Óli Geir Þorgeirsson. foreldrahúsum öll sín uppvaxtar ár. Foreldrar Magnúsar voru hjón in Guðrún Tómasdóttir frá Ket- ilsstöðnm í Dalasýslu og Sigurð- ur Magnússon frá Lambastöðum í Mýrasýslu. Sigurður á Stóra- felli faðir Magnúsar mun hafa verið þriðji maðu.r frá séra Snorra á Húsafelli. ForeJdrar Magmúsar voru bæði komin af merkum og traustum ættum. Systkini Magnúsar voru þrjú: Einar bóndi á Stórafjalli, kona hans var Hólmfríður Jónsdóttir frá ölvaldsstöðum. Þau bjuggu vel og myndarlega. Einar er dá- inn fyrir nokkrum árum. Sigriður sem var gift Tómasi Jónassyni í Sólheimatungu og bafa búið þar vel og myndar- lega. Guðrún, ógift, stundaði lengi verzlunarstörf í Reykjavík. Hún lézt fyrir nokkrum árum. Um þessi systkini öll má með sanni segja það, að þau voru vel gefin, glæsileg að útliti, traust og að öllu hið mesta manmkosta- fólk, sem ávann sér traust og virðingar samferðafólksins á lífsleiðinni. Fyrst lágu leiðir okkar Magn- úsar saman er við vorum á Hvít- árbakkaskólanum, 1917—’19. Næst lágu leiðir okkar saman í Reykjavík 1920 er við fórum báð ir að dvelja þar að mestu leyti. t Innilegar þakkír fyrir sýnda samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns, GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR, Safamýri 67. Fyrir mína hönd, móður hans, barna og tengdabarna Guðbjörg Guðmundsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞÓRDlSAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Hörpugötu 8. Óskar Á. Sigurgeirsson, Margrét Óskarsdóttir, Jens Jónsson, Sigrún Óskarsdóttir, Sigurður Albert Jónsson og barnabörnin. En svo störfuðum við Magnús saimam í lögregliuliði Reykjavík- ur frá 1. janúar 1928—1940. Fyrstu tvö árin vorum við á næturvöktum. Þá voru oft ekki nema 5—6 menn á næturvakt í einu og var einn af þeim á stöð- inni. Við Magnús höfðum oft svæðið frá Lækjargötu og allt þar fyrir innan til vöktunar og skiptum þvi þannig að annar hafði allt fyrir siunnan Lauiga- veg en hinn allt fyrir norðan og niðrað sjó. Svo hittumist við á ákveðmum stöðum á Laugavegi öðru hvoru og bárum saman bækurnar, þvi ekki máttum við vera saman nema fáar mínútur í senn, ef út af því var brugðið, gat það varðað stöðumissi. Um Magnús vil ég segja það af langri kynningu og samstarfi í löigreglunni, að hamn var af- burðamaður að hugrekki og hreysti, en mjög laginn við að hafa góð og róandi áhrif á æsta menn oig ölvaða, enda var hann mjög verklaginn við hvað sem hann vamn. Það siagði vitur maður um Skarphéðin Njálsson, að heldur vildi hann fylgd hans en tíu manna. Ég segi það sama um minn kæra horfna vim Magnús Sigurðsson. Árið 1923 kvæntist Magnús Maríu Kristinu Guðjónsdóttur. Hún dó eftir fárra ára sambúð. Þau eignuðust eina dóttur, önnu Maríu, hún er gift öve Lumd Jörgensen vélvirkja. Árið 1933 kvæntist Magnús Herborgu á Heygum í Færeyj- um, glæsilegri gæðakonú. Þau eignuðust 4 börn: Ólaf verzlunar roann, Sigrúnu sem dó á fyrsta ári, Sigrúnu E. verzlunarstúlkú og Kristínu Kolbrúnu, gifta Matthiasi Matthiassyni tækni- fræðingi í Reykjavik. Nokkuð föst venja var það, að við Magnús fórum með konúr okkar á tvær meiriháttar sam- komur á hverjum vetri. Það voru árshátiðar Starfsmannafé- lags Reykjavíkur og Borgfirð- ingafélaigsins. Þá var það ófrávíkjanleg venja að við sátum við sarna borð og auk þess átti það oft sér stað að við áttum ánægjulegar samryerustundir þessar fjölskyld ur á heimi'luij-n .olckar sitt á hvað. Á Iftilll okkar Magnúsar var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.