Morgunblaðið - 30.11.1972, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.11.1972, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1972 14444^25555 14444^25555 ® 22 0-22- BÍUIEIGA CAR RENTAL tt 21190 21188 SKODA EYÐIR MINNA. Shodr LEIGAN AUÐBREKKU 44-46. SÍMI 42600. FERÐABlLAR HF. Bilaleiga — sími 81260. Tveggja manna Citroen Mehari. Fimm manna Citroen G. S. 8—22 manna Mercedes-Benz hópferðabflar (m. bllstjórum). HÓPFERBIB Til leigu í lengri og skemmri ferðir 8—34 farþega bílar. Kjartan Ingimarsson, sími 32716. UFIIMB ■IH mmim STAKSTEINAR Mamma, mamma má ég? Framsóknarráðherrarnir hafa oft reynt að bera það af sér að undanförnu, að þeir séu ekki annað og meira en taglhnýtingar kommúnista- riddaranna i rildsstjórninni. Heldur gengur þeim þó erfið- lega að reka slyðruorðið af sér. Ekki er það undarlegt svo oft sem þeir hafa orðið berir að því, að geta ekki staðið á eigin fótum, og fara ekki spöl- korn án þess að liafa hand- festu á pilsfaidi þeirra Lúðvíks og Magnúsar. Hafa framsókn arráðherrarnir orðið ósjálf- stæðari með hverjum degi sem hefur liðið. Og nú hefur . loks keyrt um þverbak, eins og glöggt má ráða af viðtali sem blaðam. Mbl. átti við þá Lúðvík Jósepsson sjávarút- vegsráðherra og Einar Ágústs son utanríkisráðherra vegna landiielgisviðræðnanna og birt var í Mbl. í gær. Þar segir m.a.: „Einar Ágústsson utan- ríkisráðherra sagði í viðtali við Mbl. í fyrradag fvrir fund inn með Bretum, sem hófst klukkan 17, að hann væri ekki mjög bjartsýnn á samkomu- lag. Þegar síðan klukkustund arfundi var lokið sagði Ein- ar, að heldur virtist honum staðan hafa liðkazt. Er hann hafði þetta mælt, kom Lúð- vik Jósepsson sjávarútvegs- ráðherra inn í samtalið, sem fram fór í ráðherrabústaðn- um og þá fór fram eftirfar- andi samtal milli blaðamanns ins og ráðherranna tveggja: Lúðvík Jósepsson: Hann má ekki segja það hann Ein- ar, því að þá kemur þetta allt öfugt. Ef maður segir að maður sé bjartsýnn, þá kem- ur á eftir að samningar séu að takast — og það er logið í fólkið. Ef maður segir að maður sé svartsýnn þá segja menn: Hann vill ekki samn- inga. Þá er lika logið í fólkið. Og af því á ekkert að segja um þetta. Ekki eitt einasta orð um það.“ Einar Ágústsson: „Ég vil segja eins og ég sagði í út- varpinu í dag . . Lúðvík: „Nei, það á ekki að segja eitt einasta orð um það. Einar: „Já, já . . .“ Blaðamaður Mbl.: „En er það rétt, sem heyrzt hefur á skotspónum, að viðræðurnar hafi gengið betur í morgun, en snurða hiaupið á þráðinn síðdegis?" Einar: „Má ég . . Lúðvík: „Nei, nei, nei — siður en svo, — það er ekk- ert liæft í því. .. .“ Þessi grátbroslegi farsi er hvorki eftir Moliere, Holberg né Ómar Ragnarsson. Hann var frumsaminn og fiuttur af tveimur háttvirtum ráðherr- um í rikisstjórn fslands 27. nóvember 1972. fslendingar hafa aldrei áður búið við siíka stjórn siðan Jörundur heitinn hundadagakonungur var og hét. Landsölumenn Alþýðuflokkurinn boðar nú þá stefnu, að taka eigi upp að nýju stefnu miðalda, að allt jarðnæði á fslandi hverfi á hendur opinberu valdi. Verða þeir þannig fyrstir fs- lendinga til þess að hverfa frá þeirri stefnu, sem átt hef- ur hvað mestan þátt í því, að gera islenzka bændur efna- lega sjálfstæða og útrýma leiguliðunum og hjáleigun- um. Nú skal ekki dregið í efa, að Alþýðuflokknum gengur gott eitt til í þessu máli sem öðrum. Sérhagsmunir ráða ekki ríkjum í þeim flokki síð- ur en svo. En þó er vert að vekja athygli á því, að þess hefur aldrei orðið vart í söl- um Alþingis, að þingntenn Aiþýðuflokksins væru neitt sérstaklega á móti því að selja einstaklingum jarðir í eigu ríkisins. Aldrei hefur t.d. Bi-agi Sigurjónsson borið það við að greiða atkvæði á móti slíkum jarðasölum, jafnvel ekki einu sinni, þegar um er að ræða eyðijarðir. Sumir Al- þýðuflokksmenn hafa meira að segja staðið að tlllögum að slíkutn jarðasöium. Menn hljóta því að bíða þess með eftirvæntingu, þegar frmmörp um sölu jarða í eigu ríkisins koma fyrir Al- þingi í vetur. Þá hljóta Al- þýðuflokksmennirnir að mæla gegn slíkum tillöguin; eða viija þeir ekki stefna að því að allt Iand verði í eigu opin- berra aðila þegar fratn líða stundir? spurt og svaraÓ I Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINSI Hringið í sima 10100 ki. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biCjið um Lesendaþjónustu Morg- unblaðsins. SJÓNVARPIÐ Jón Þórarinsson dagskrár- stjóri skemmtideildar sjón- varpsins svarar næstu þrem- ur spurningum: Guðrún Gnðlaugsdóttir Kárs nesbraut 5, spyr: Af hverju er sjónvarpið hætt að hafa helgistund með barnatíman'Um ? Svar: Helgistundin var áður sjálf- stæður dagskrárliður í upp- hafi dagskrár á sunnudögum en án tengsla við Stundina okkar, en það var nýlega ákveðið að hafa hana í dag- skrárVok á sunnudagskvöld- um næst á undan þjóðsöngn- uim. Úlfar Þorsteinsson, Hraun- bæ 6, spyr: Sér ekki sjónvarpið sér fært að hefja á ný dans- kennslu fyrir byrjendur, eins og einu sinni var. Væri hægt að fá þessa tilsögn á laugar- dögum, seinni partinn? Svar: Ef danskennsla fyrir byrj- endur verður tekin upp í sjón varpinu, en um það hefur engin ákvörðun verið tekin, er líklegt að hún myndi verða á dagskrá siðdegis á laugar- döguim. Björgvin Þórisson, Hring- braut 107, spyr: Er von til að hljómsveitin Huimb’ie Pie muni spila í sjón varpinu? Svar: Það liggur ekkert fyrir um það að þessi hljómsveit komi fram í sjónvarpinu. SUNDURLIÐUN LAUNAMIDA H.jördis Þorleifsdóttir, Ás- braut 7, spyr: í mörgum tilvikum fær launb?gi aðeins peningaupp- hæð eða ávísun mánaðarlega frá launagreiðanda fyrir unn- in störf og launamiða ósund- urliðaðan í lok ársins. Er launagreiðandi ekki skyldug- ur til þess að láta sundurlið- aðan launamiða fyligja launa- greiðslu mánaðarlega? Hvað segja lögin? Haruldur Steinþórsson fram kvæmdastjóri BSRB, svarar: Það munu ekki vera laga- ákvæði um þetta, en hins veg ar er mjög óþægilegt fyrir iaunþegann að vita ekki um sundurliðun á launaupphæð- um og frádrætti, sem stund- um skiptast í fast kaup og yfirvinnu svo og frádrátt vegna skatta o. fl. Þetta hef- ur heldur versnað með til- komu skýrsluvélauppgjörs. ÚTVARPIÐ Brynhildur G. Hansen, Hlé- gerði 3, Kópavogi, spyr: Fáum við að heyra meira af framhaldssögunni Draum- urinn um ljósaland, sem frú Þórunn Elfa las í útvarpið? Hjörtur Pálsson, dagskrár- stjóri, svarar: Um það hefur engin ákvörð un verið tekin og það verður að minnsta kosti áreiða. ílega ekki strax. Úlfar Þorsteinsson, Hrann- bæ 6, spyr: Er ekki hægt að fá fleiri messur frá dómprófastinum okkar, Jón: Auðuns, í útvarp- ið? Hjörtur Pálsson dagskrár- stjóri, svarar: Okkur hefur áður borizt svipuð fyrirspurn og ég svara sem fyrr: Mér er ekki kunnugt um að dómprófastur inn eða aðrir prestar Dóm- kirkjunnar hafi orðið afskipt- ir hvað varðar útvarpsmess- ur. SKEMMD SJÓNVARPSTÆKI Halldór G. Kristjánsson, Suðureyri, spyr: Hver á í raun og veru að borga brúsann ef skemmdir verða t.d. á sjónvarpstæki vegna gífurlegs spennufalls á rafmagni eins og svo oft á sér stað á Suðureyri? Gísli Jónsson framkvæmda stjóri Sambands íslenzkra rafveitna, svarar: Að mínum dómi er ekkl hægt að útiloka þann mögu- leika að rafveitur séu skaða- bótaskyldar. Hins vegar get- ur orðið erfitt eftir á að sanna að skemmd hafi orðið af völd um spennufalls. Dugleg stúlku óskust til afgreiðslustarfa. Upplýsingar á staðnum í dag frá kl. 2—5 ekki í síma. ASK.UK Sudmiandsbraut 14 NÝ SENDING Dag- og kvöldkjólar. Pilsbuxur, síðar. Stutt og síð pils. Blússur, peysur, morgunsloppar (velour og frotté). Nauðungaruppboð Að kröfu Sveins H. Valdimarssonar, hrl., verður ísskápur (Bosch) seldur á nauðungaruppboði, sem haldið verður að Vatnsnesvegi 33 í dag kl. 14. Bæjarfógetinn í Keflavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.