Morgunblaðið - 12.12.1972, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.12.1972, Blaðsíða 13
MORGIMBLAÐIÐ, I>RIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1972 13 Norskur piltur handtekinn fyrir njósnir Osló, 11. des. — AP NORSKUR stúdent sem vann sem næturvörður við norska sendiráðið í Moskvu, hefur verið handtekinn og sakaður um njósn ir fyrir Sovétríkin. í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins um mál- ið er nafns hans ekki getið, en dagblöð í Osló segja hann heita Ole Martin Höeystad og vera 25 ára að aldri. Höyestad mun hafa verið við rússneskunám í Moskvu og feng ið vinnuna í sendiráðinu til að auðveldar honum að kljúfa náms kostnaðinn. Að sögn norsku blað anna var hann tíðum einn í sendi ráðinu að nóttu til og gat þá komist i ýmis leynskjöl. Aften- posten segir að Rússar hafi notað unga stúlku til að tæla hann til samstarfs, en Verdens Gang held ur því fram að stúlkan hafi ekki verið í neinum tengslum við leyniþjónustuna. Höyestad sendi bréf sín með „diplomatapósti" sendiráðsins og talið er að hann hafi með því móti komið orðsendingum til rússneskra njósnara í Noregi. — Bormann eða ekki Bormann? Myndin sögð af argentínskum kcnnara Buenos Aires, 11. des. — AP. ARGENTlNSK kona lýsti því yf- ir á sunnudag að ljósmynd sem birt var í brezka blaðinu Daily Express og sögð vera af Martin Líðan Trumans betri Kansas City, 11. des. AP. HARKY S. Truman, fyrrum forseti Bandaríkjanna, er nú ekki iengur talinn í bráðri lífs hættu, en að sögn lækna er ijartslátlur hans ennþá óreglu legur. Hann er því ennþá al- varlega sjúkur, en í gær gat hann lirosað til þeirra, sem önnuðust hann og sagt, að sér liði betur. Bormann og argentínskum leyni þjónustumanni að nafni Velasco, væri fölsuð. Yngri maðurinn væri að vísu Velasco, sem væri fjöl- skylduvinur, en hinn maðurinn væri Rodolfo Nicolas Siri, eigin- maður hennar. Siri er kennari við menntaskóla í Buenos Aires. Velasco hefur tekið undir þess- ar fullyrðingar. Hann segir að myndin sé af sér og Siri og lýsir því jafnframt yfir að öll frásögn Ladislas Farago af Bormann, sé fölsuð frá upphafi til enda. Velasco segir að hann hafi aldrei séð Bormann, aldrei leitað að honum og að skýrslurnar sem Farago vitni í séu falskar. Siri hefur ekki viljað tala við frétta- menn fyrr en hann væri búinn að ráðfæra sig við lögfræðing sinn. Ladislas Farago, höfundur greinanna, segir aftur á móti að ásakanir Velascos hafi ekki við nein rök að styðjast og að leyni- þjónustumaðurinn hafi gefið falskar yfirlýsingar. Svo sem frá hefur verið skýrt í frcttum, hefur Salvador Allende, forseti Chile, verið i heim- sókn í Sovétrikjunum, þar sem hann hefur fengið loforð um lán mikil til vopnakaupa auk annarrar aðstoðar. Hér sést Allende á tali við sovézkar blómarósir á Moskvuflugvelli, er hann kom þangað. Forseti Sovétríkj anna, Nikolai Podgorny, til vinstri, horfir á brosandi. Lifoi 32 daga í flug- vélarflaki í N - Kanada I>rír farþegar voru látnir YeMowknife, 11. des. — AP LEITARSVEITIR fundu í gær flak tveggja hreyfla Beechcraftvélar sem hvarf fyrir 32 dögum í óbyggðum Norður-Kanada. Flugmaður- inn, Martin Hartwell, vrar á lífi og við göða heilsu miðað við aðstæður, en þrír farþeg- ar hans voru látnir. Hartwell hafði dregið fram lífið á mosaskófum og þrúgusykri lengst af. Flugvél HartweMs var af gerðinni Beechcraft 18 og hann var í sjúkraflugi þegar slysíð varð. Með honum í vél- inni var 27 ára gömul hjúkr- unarkona, eskimóakona í barnsnauð og 14 ára eskimóa- piltur sem haldið var að væri með botnlangabólgu. Eftir því sem Hartwell seg- ir lézt hjúkrunarkonan við nauðftendiniguna, eskimóakon- an nokkrum dögum siðar, en piilturinn eltki fyrr en eftir 23 daga. Flugvélin var vel búin undir óhapp af þessu tagi. f henni voru fimm svefn pokar, þykk segl fyrir vél- arnar, sem nota mátti til að gera skýli «g matvæli, sem hefðu enzt fimm manneskj- um i um sex öaga. HartweM er 45 ára gamall og hefur flogið í Kanada í tvö ár, en hann er af þýzkum uppruna og lærði að fljúga í þýzka flughernum í siðari heirns- styrjöldinni. Ekki er vitað hvers végna vélin fórst, þar sem Hartwell er á sjúkrahúsi og hefur ekki enn gefið skýrslu. Leit að vélinni var upphaf- lega hætt tæpum þrem vik- um eftir að hún týndist. Vegma m.'kiHar gagnrýni vina Hartwells, greip varnarmála- ráðiherra Kannda í taumana og fyrirskipaði að henni skyldi haldið áfram. Á laugardrgskvöid hringdi miðdll til flugfélagsins, sem Hartwell fliaug fyrir og lýsti slysstaðnum svo nákvæmilega að talsmenn flugfélagsins segja að hægt hefði verið að finna vélina eftir þeii-ri lýs- ingu. Til þess kom þó ekki, því ein leitarvélan.na heyrði dauft neyðerkaU og tókst að miða út flakið eftir því. Læknar segja að HartweM muni ná sér að fuiJ’U eftir þennan atburð en fyrst í stað verði hann að lifa á barnamat og fljótandi fæðu. — Apollo Framhald af bis. 1. indamenn vænta að gefi upplýs- ingar um aldur tunglsins o.m.fl. Fyrri tunglferðir hafa gefið um það vísbendingu, að tunglið sé ámóta gamalt jörðinni eða um 4,6 milljarða ára. Félagarnir þrír i ApoM'o 17 voru vaktir árla í morgun með fjörugri músik frá Kennedy- höfða — eða kl. 7,45 miðað við tímann þar. Þeir Cernan og Schmitt klæddust geimfötum sín um og hófust fljótlega handa um að flytja tæki og birgðir ýmiss konar eftir sérstökum gangi um borð í tunglferjuna. Þegar þeir höfðiu komið sér þar fyrir kvöddu þeir félaga sinn og bjuggust til brottferðar. „EKKERT HEFTTR BREVTZT — NEMA VIÐ.“ Hálf þriðja klukkustund leið frá því „Challenger" sagðl skilið við „America" til þess, er ferjan lenti. Skilnaðurinn fór fram þeim megin tunglsins, er frá jörðu snýr og gátu vísindamenn á Kennedy-höfða þvi ekkl haft radíósamband við geimfarana á meðan, — en svo renndi Chall- enger sér i glæsilegum boga yfir skörðótta fjallstinda og gátu þeir sem biðu á jörðu niðri, fylgzt með lendingunni stig af stigi. Fyrst var að koma ferjunni niður í um það bil 11 km fjar- lægð frá yfirborði tunglsins en lokalendingin tók 12 mínútur. Snerti Challenger yfirborðið ná- kvæmlega á tilskildum tíma kl. 19.55 GMT og Ceman kallaði „Challenger hefur lent við erum komnir.“ Svo varð dálítil þögn meðan geimfararnir útbjuggu tunglferjuna, svo að þeir gætu farið í loftið fyrirvaralaust aftur, ef þörf krefði. Lendingiarstaðuirimn var ta;p- lega 700 metra frá þeim punkti, sem upphaflega var við miðað en vel innam þeirra takmarka, sem honum höfðu verið sett. Schmitt, sem er jarðfræðing- ur að mennt, fyrsti lærði vís- indamaðuritnin, sem til tumglsins fer, var frá sér nuimion. „Þetta er hápunktur lífs rrá(ns,“ sagði hann ög bætti við; „Þetta þyrfti hver maður að upplifa 6101« sinni á ævinni.“ Síðam tók hann að lýsa steinunum umhverfis ferjuna af mikilli áfergju og kvaðst varla geta beðið með að fara út og skoða umhverfið. Hann athugaði aöa mæla eins og fyrir hann var lagt — og kallaði síðan; „Rafhlöðurnar hafa ekkert breytzt, — vatnið hefur ekki breytzt. Ekkert hefur breytzt nema við.“ Heima fyrir fyigdust eiginkon ur Cernans og Evans með því sem fram fór — kona Cernans hafði upplifað þetta áður, því að Cernan var í för Apollo 10 árið 1969. Fyrir henni var æsilegast augnablikið er Apollo 17 fór á braut umhverfis tunglið: „Ég er auðvitað ekki alveg eins tauga óstyrk núna og ég var þá,“ sagði hún við fréttamenn — „ekki svo að skiija, að maður taki þessu eins og sjálfsögðum hlut — en í fyrra skiptið grét ég næstum af hræðslu og spenningi.“ - USA Framhald af bls. 1. Shriver, frambjóðendur Demó- krataflokksins og lét það verða sitt fyrsta verk að lýsa því yfir, að ekki ætti að kjósa til embætta eða starfa innan flokksins neina þá flokksmenn, sem unnið hefðu gegn þeim sl. sumar. Strauss er taliinn nijóta verulegs fylgis meða.1 frjálslyndra mamina í Demókratafflokknum og er þarunig líklegur til að koma í veg fyrir klofning hans. Þó mætir hamm amdspymnu margra af áköf- ustu fyigismönmiuon McGovemns, siem óttast, að bamn reymist of íhaldssamur. Strauss hefur og lýst því yfír, að haem mumi auka áhrif blökkurnmnma í flok'ksfor- ystumini em jafmframt sagzt amd- vigur hugmiymdiinmi um „ikvóta- kerfið“ sem mjög hefur verið um- deilt inman flokksins að undan- förmu. Jeam Westwood sagði af sér embætti formanms af frjálsum vilja, eftir atkvæðagreiðslu í lamdsmiefnd flokksins, þar sem fellt var með 105 atkvæðum gegn 100 að vísa henni úr embætti. Kvaðst hún ekki hafa hugsað sér að verða í því til lamgfrarna hvort sem væri og því væri hún fús að ví'kja fyrir eimhverjum, sam haldið gæti flokkstmöninujn sam- eimuðum. Helztu andstæðimgar Strauss við fommanmslkjörið voru George Mitchell frá Maine og Charles Mamaitt frá Califormáu sem nutu stuðnings áköfustu fylgismanmia McGoverms. Meðal frjálslyndari stuðnings- mianna Strauss er hins vegar tal- inn Donald Peterson frá Wiscoms- in sam kveðst sanmfærður um, að Strauss muni framfylgja þeim emdurbótum, sem ákveðmar voru á síðas'ta landsþingi flokks- iims. — Kissinger Framhald af bls. 1. ons, Bandaríkjaforseta í ör- yggismáhim mundi koma til ísraels á næstunni, því að frið ur milli ísraels og Araharíkj anna væri stór þáttur í friðar áætlunum Kissingers. Fkki vildi Shapp neitt frek- ar um mál þetta segja, Hann er sjálfur til Tel Aviv kominn til þess að hitta að máli Goldu Meir, forsætisráðherra íraels og Abba Eban, utanrikisráð- herra, Þess cr getið i frétt AP, að Shapp sé demókrati en ekki um það sagt, á hvers veg um hann er til Israels kom- inn, hvort hann er þar á eigin vegnm flokks síns eða banda- rísku ríkisstjórnarinnar. Af Kissinger eru þær fréttir annars helztar, að hann ræddi við Le Duc Tho sendimann N- Vietnama í París í dag og er búizt við, að þeir hittist aftur á morgun. Alexander Haig jr. hershöfðingi, aðstoðarmaður Kissingers fór heim til Banda- ríkjanna á laugardag og ræddi við Nixon, forseta, um helgina. Hann mun hafa feng- ið ný fyrirmæli frá forsetan- um og er það trú manna i París, að nú komist aftur veru legur skriður á samningavið- ræðumar. Sérfræðingar beggja aðiia ræddust við lengi í gær, sunnudag, og hittast aft ur í fyrramálið, áður en fund- nr þeirra Kissingers og Thos hefst. — Fékk flakið Framhald af b!s. 1. Danska flugmálaráðuneytið segir að öll tæki vélarinnar séu fj'rir löngu ónýt og því fáist engar upplýsingar um hvað olli slysinu, þótt flakið væri rannsakaði Mikil leit var gerð að flug- véiinn: þegar hennar var sakn að á sínum tíma, en það fannst aldrei neitt sem gat gefið til kynna hver örlög hennar hefðu orðið. Sveinn Patursson var búsettur í Dan mörku, en móðir hans var Ss- lenzk og faðirinn færeyskur. Kona hans, Kirsten var dönsk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.