Morgunblaðið - 12.12.1972, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.12.1972, Blaðsíða 23
MORGONBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1972 23 skyldunni að reisa nýja bæinn. Nóg var a3 starfa og lögðu börn in, sem aldur höfðu til, hönd að verki með móður sinni. Bræðurnir Sigurður og Rafn reru á Hýsi til fiskjar um sum- arið og farnaðist vel. Sigurður var formaöurinn og var það, þar til hann fiutti úr Flatey. Vorið eftir lét kunningi þeirra þá bræður fá trillubát, sem þeir máttu boiga eftir efnum og ástæðum Ekki voru nú efnin meiri en það, að þeir gátu ekki greitt út nema kr. 250.00 af and virði báOins, sem var kr. 1500.00. Sigurður sagði mér, að hann hefði eiginlega aldrei vit- að, hverníg þeir eignuðust þeissair 250 kr. Þeranan bát skirðu þeir Gjafar og varð þetta nafn þeim happasælt. Þrjá báta msð því nafni eignuðust þeir til viðbótar, hvern af öðr- um og voru þeir allir mikil happa- rg aflaskip. Þegar bræðurnir voru komnir á vélbát, gátu þeir farið að sækja lengia og stunduðu sjó- inn af kappi mörg sumur með góðum árangri og ekki létu syst umar sitt eftir liggja, því jafn- framt að hjálpa móður sinni við heimilisstöríin og búskapinn gengu þau með bræðrum sínum að útgerðarstörfunum í landi, svo sem lnrðingu aflans og lóða beitingu. Því má með sanni segja, að samstilltur vilji og átak fjölskyldu vinar míns, Rafns Kristjánssonar, ásamt hans með fæddu góðu kostum væru hon- um gott veganesti út i lífið. Aldrei féll Rafn fyrir þeirri freistingu ailt sitt líf að neyta vins eða tóbaks. Þess þurfti hann ekki, hann tók þátt í gleð skap íélaga sinna engu siður. Fyrir bessa góðu kosti var Rafn oft bjargarhella félaga sinna. Kynni okkar Rafns hóf- ust með þvi, að hann réðst há- seti á m.b. Vonina í vetrarbyrj- un árið 1945, sem ég og bræður mínir vorum eigendur að. Hann var á bátnum okkar um átta ára skeið. Hann byrjaði sem háseti, en var þó að nokkru leyti sem II. vélarr.aður, síðan stýrimaður og tvö siðustu sumrin 1951 og 1952 var hann skipstjóri með Vonina á síldveiðum fyrir Norð- urlandi. fig á margar góðar minn ingar frá samveru okkar og sam- vinnu frá þessum liðnu dögum, þó hér verði fátt upp rifjað. Ekki má gleyma að minnast á og þakka þær góðu móttökur og rausnarveitingar, sem mér og skipshöfn minni á Voninni hlotn uðust marg oft á heimili Rafns í Flatey. Eitt vorið, sem oftar, sóttum við Rafn í byrjun sildveiðinn- ar þvi hann hafði skroppið heim að lokinni vetrarvertíð. Þá var allri skipshöfninni boðið til matar veizlu og var þar ekkert skor ið við nögl, hlaðin borð af fyrsta flokks íslenzkum mat og þá má ekki gleyma kríueggjunum, sem sumum tókst að gera mjög góð skil. Krían verpir nefnilega ekki í Veslmannaeyjum og þvi var þetta aigjört nýnæmi fyrir okkur fíesta félaganna. Ég minnist þess, hve Rafn var oft glaður, ef þannig stóð á, að hægt var að láta Sigurð bróður hans og eins vini hans og kunningja fá síld í beitu, því þetta var á þeim árum, sem síldin var að byrja að hverfa frá Norðurland- inu. Við þessi tækifæri rifjuðust upp hjá Pafni hans gömlu og góðu bernskuendurminningar, þegar siJfur hafsins óð allt í kringum evjuna hans og svo langt sem s ugað eygði. Fyrir tilstilli Rafns urðum við stundum fyrir stórum aflahöpp- um við Flatey, og var það ekki sízt að þakka kunnugleika Rafns, sem þekkti sjávarbotninn eins og fingur sína. Þar í kring- um eyjuna. Sýnd var veiðin en ekki gefin, ef kastað var hvar sem sild sást og menn voru ókunnugir hotnlagi. Síldveiðarnar voru Rafni alla hans skipstjórnartíð mjög ánægjulegur veiðiskapur. Hann var á seinni árum einn með fengsæluslu og beztu síldveiði- skipstjórum landsins. Árið 1954 varð Rafn í fyrsta sinn skipstjóri á vetrarvertíð frá Vestmannaevjum og var hann þá með m.b. L'agarfoss, en þann bát átti Tómas Guðjónsson útgerðar maður. F yrsta vetrarvertið- in heppnaðist ágætlega og var mér það rr :ki! ánægja, að svo vel tókst til, þar sem ég átti nokk- urn hlut að, að hann varð skip- stjóri rr.eð þennan bát. Árið 1955 stofna þeir bræður Rafn og Sigurður, ásamt mági sínum, Birni Guðmundssyni, til eigin útgerðar og gera út leigu- bát, sem Niörður hét og er það upphaf að þeirri farsælu útgerð, sem á eftir kom, er þeir ráku í Vestmannaeyjum á sínum þrem ur bátum sem eins og fyrr er nefnt hécu allir Gjafar. Þeir voru allii' fluttir inn nýsmíðað- ir frá Kobandi með aðstoð og umboði Magnúsar Ólafsson- ar heildsala í Reykjavík. Þetta reyndust allt ágætis fleytur og blessaðist útgerð þeirra félaga með afhrigðum vel undir skip- stjórn Rafns. Fyrsti Gjafar í Eyjum, sem var 50 tonn geiðu þeir út vertiðarn ar 1956—1960, þá kom Gjafar 2. í röðinn: 130 sml., en þá seldu þeir þar.n, sem fyrir var. Árið 1964 stækkuðu þeir enn og kom þá þriðú Gjafar 248 sml. og seldu þeir þá þann, sem þeir áttu. Allir þessir bátar báru einkennisstafina VE 300. Upp úr 1950 hafði Rafn og öll hans fjötskylda flutzt frá Flatey. Sigurður Kristjánsson var þar lengst og cíðustu árin bjó hann einn. Hir. systkinin fluttust til Vestmannaeyja og eru bú- sett þar er, Guðrún og María eru búsettar i Keflavík. Ein syst irin Johanna Kristín, er gift bróður mínum, Guð- laugi Vigfússyni. Móðir Rafns er nú orðin öidiuð kona og síðustu árin hefur hún búið hjá Ingi- björgu, elztu dóttur sinni, og Birni tengdasyni sinum. Á jóiunum 1947 giftist Rafn eftirlifandi konu sinni Pálínu Sigurða1 aöttur frá Hruna í Vest mannaevjum. Á fyrstu búskap- arárum þeirra reistu þau sitt eig ið heimi’.i við Brimhólabraut 25. Þeim hjonum hefur sannarlega tekizt \ el í sameiningu að gera heimili sitt að fögrum og indæl- um griðastað og urðu gest- ir þeirra aðnjótandi mikillar al úðar og rausnar. Þar áttu bæði hjónin jafnan hlut að. Þau Pál- ína eignuðust sex börn; elztur er Kristjár Sigurður 24 ára, lærður flugmaður og giftur Ár- nýju Árnadóttur úr Keflavík og búa þau í Reykjavík. Hin börnin eru öll enn í heimahús- um: Hugiur, 18 ára, Vigdís 15 ára, Rafn 10 ára, Páll 7 ára og Sigmar 5 ára 25 ár veiða um komandi jól síðan Páhna og Rafn gengu í hjónabanl og eru þetta því silf Framhald á bls. 21. Minning; Sigurður Jóhannes son bifreiðarstjóri Hinn 18. sept. s.l. andaðist í sjúkrahúsi Siglufjarðar Sigurð- ur Jóhannesson bifreiðarstjóri, búsettur að Norðurgötu 13 þar í bæ. Of lemgi heifir dregizt að minnast þessa góða vinar míns og verðut nú reynt að bæta úr því með fáeinum kveðjuorðum. Sigurður var fæddur að Vík í Skagafirði 8. apríl 1905. For- elidrair hains vonu hjóniin Elísabet Jónasdóttir og Jóhannes Jóhann esson. Ungui að árum missti Sig urður foreldra sína og ólst því upp hjá vandalausum. Þegar hann er 16 ára leggur hann upp til sjóróðra af Suiðumesjiuim og vair ekki um amn.ain farkost að ræða en eigin fætur, væri slíkt varla talið björgulegt ferðalag nú, fyrir ungling á þeim aldri. Hin næstu ár er Sigurður svo við sjóróðra og í vistum, meðal annars á Holtastöðum og Geita- skarði í Húnavatnssýslu, en árið 1927 verða þáttaskil, þá fær hann sér réttindi til að aka bifreið og skömmu síðar gerist hann stjórnandi á fyrstu vöru- bifreið Kaupfélags Húnvetn- inga, þar með var hafið það starf, sen. síðan var hans aðal- vinna. Árið 1932 flytur Sigurður bú ferlum til Siglufjarðar og 17. júní næsta ár kvænist hann eft- irlifandi eiginkonu sinni Sigríði Þórðardóttur frá Siglunesi. Þau festu fljótlega kaup á góðri íbúð, Norðurgötu 13 og bjuggu þar ávallt síðan. Þau hjónin eignuð ust 4 sonu. Þórð, Hafstein Ingva, Jómas Þráin og Valgeiir Tóm- as, allir eru þeir hinir mann- vænlegustu sveinar. Vart þarf að leiða getum að hve þungt var fyrir fæti þeirra hjóna á frum- býlingsárunum, kreppa í landi, lágt kaup og stopul vinna, en dugnaður þeirra hjóna og hag- sýni húsfreyjunnar —- hún vann úti við fiskverkun og sildarsölt un þegar færi gafst — fleytti öllu í höfn. Sem áður er getið var bifreiða akstur aðalvinna Sigurðar eftir að hann flutti til Siglufjarðar, en er lítið var um vinnu í þeirri grein fór hann á togara og vann annað það sem til féll, hin siðari árin starfaði hann við fisk mat í heimabæ sínum. Sigurður var vel meðalmaður á hæð en leyndi henni nokkuð sökum gi'dleika, hann var af- renndur að afli og kjarkgóður, kom það sér oft vel i ferðum hans, þvi vart mundi heiglum hent að aka sumt af þeim leið- um sem hann varð að fara. Til þess er enn tekið hér um slóð- ir er hann hélt á sínum 100 kg pokanum undir hvorri hendi og fór ekki þvngslalega með. Störf sín öll stundaði hann af trú- mennsku og alúð og minn- isstætt má vera hve vel hann hirti bíla sína, bændur þeir er hann vann hjá töldu hann af- reksmann. Stórskorinn var Sigurður í andliti og þó vel farinn, svipur- inn hreinn og djarfmannlegur en harður nokkuð, var það og í góðu saroræmi við framkomu hans því ckki er þess að dylj- ast að ýmsum þótti hann gust- mikill og hrjúfur ákomu við litla kynningu en þeir er nánar þekktu tii vissu að undir skel- inni, sem lifið brynjaði hann, sló hlýtt og vinfast hjarta. Gjarnan má geta þess, að er Sigurður var bílstjóri hjá K.H. var hann að nokkru til heimilis hjá Jóni S. Baldurs, síðar frkvstj. og Arn- dísi konu hans, töldu þau hann síðan meðel beztu vina sinna og entist sú vinátta til lokanna, enda var Sigurður sjálfur tröll- tryggur þar sem hann tók því. Dýravinur var Sigurður og hestamaður góður, sat hann hesta vel og hélt þeim til gangs. Aðstæður leyfðu þó ekki að hann stunclaði þetta hugðarefni sitt að ráði, en jafnan reyndi hann að eiga hross til að hlaupa á bak ef stundir gáfust. Örugg- lega má ætla, að er á ævi Sig- urðar leið, hafi hugur hans æ oftar leitað vestur yfir fjöllin, til æskus\ eitanna, en fjörðurinn þröngi en fagri, sem búið hafði honum og fjölskyldu hans af- komuskilyrði hélt honum föst- um til hinztu stundar. Með Sigurði Jóhannessyni er genginn góður Islendingur af „gamla skólanum", dugmikill drengskaparmaður, sem skilaði þjóðféiagi sínu miklum arfi í störfum sínum og afkvæm- um. Við hjónin þökkum honum órofa trvggð og góða kynningu, hlýjar óskir okkar fylgja hon- um yfir á ókunna landið. Ekkju hans og sonum vottum við vin- áttu og samúð. Halldór Jónsson. Guðmundur Magnús son — Minning Fæddur 14. nóvember 1910. Dáinn 30. október 1972. Mánudaginn 30. óktóber síð- astliðinn lézt Guðmundur Magn- ússon, múrarameistari, tæplega 62 ára að aldri. Hann var fædd- uir á Akuteyri, sonur hjónanna Magnúsar Jónssonar og konu hans Halldóru Soffíu Árnadótt- ur. Voru þau hjón bæði Eyfirð- ingar að ætt. Guðmundur ólst upp með- al systkina sinna á Akureyri, en alls voru börnin níu og var hann næstyngstur þeinra. Af systkin- .unum eru aðeins tvö á lífi, Helga, sem býr í Reykjavík og Ólafur í Siglufirðl. Eins og títt var um heimilisfeður í kaupstöð um og kauptúnum á fyrri hluta þessarar aldar, stundaði Magnús faðir Guðmundar alla þá vinnu, sem til féll, en þó mun sjó- mennska hafa verið hans aðal- starf. Móðir Guðmundar var dug leg kona, góð móðir og vel skapi farin. Ég get ímyndað mér að til hennar muni hann m.a. hafa sótt sína léttu lund og þann hæfileika að koma öllum í gott skap í kringum sig. Strax og Guðmundur hafði aldur til fór hann að taka til hendi og varð þá fyrst fyrir að fara í sveit. Var hann þá svo heppinn að komasi á gott heimili en það var að Finnastöðum í Sölva dal hjá hjónunum Jósef Jónas- syni og Sigríði Jónsdóttur. Minntist hann verunnar þar af mikilli hlýju. Tæplega tvítugur að árum hóf svo Guðmundur ævistarf sitt, er hann gerðist nemi í múraraiðn, en í þeirri grein starfaði hann um 30 ára skeið, bæði sem sveinn og meistari. Iðn sína nam hann hjá Tryggva Jónatanssyni múr- arameistara á Akureyri og lauk prófi árið 1934. Það sama ár 29. ágúst giftist Guðmundur hinni glaðlyndu og vel gefnu konu Kristínu Magnúsdóttur frá Ól- afsfirði og var hún næstyngst átta systkina. Var mikið jafn- ræði með þeim hjónum. Hófu þau búskap á Akureyri og farnaðist vel, þó börnin yrðu mörg, því Guðmundur var eftir- sóttur til starfa, enda hamhleypa til allra verka. Á Akureyri bjuggu þau svo i nítján ár eða til ársins 1953, er þau flutt- ust til Reykjavíkur. Þá höfðu þeim fæðzt 6 börn, sem öll eru á lífi, en þau eru: Magni, tækni- fræðingur, kvæntur Valgerði Guðmundsdóttur, Halla Soffía, húsfreyja, gift Halldóri Karls- syni, Viðar, múrari, kvænt- ur Berglind Hálfdánardöttur, Margrét Heiðdís, heitbundin Jó- hanni Guðbjartssyni, Oddný Guðfinna, heitbundin Herði Hall grimssyni, Sigurgeir heitbund- inn Guðbjörgu Eddu Björgvins dóttur. Öll eru börnin mesta myndar- fólk, og öll búsett í Reykjavík nema Halla, sem býr á Akureyri. Barnaböm þeirra Guðmundar og Kristínar eru nú þegar þetta er ritað orðir. 14 talsins. Eins og áður sagði fluttust þau hjón Guðmundur og Krist- ín til Reykjavíkur haustið 1953 og hafa búið hér síðan. Fyrst bjuggu þau I Skipasundi 46, en þar bjuggum við hjónin þá á neðri hæð hússins ásamt fjórum elztu börnum okkar og þar hóf- ust kynni sem staðið hafa óslit- ið síðan. Því skal ekki neitað að við kviðuro því nokkuð að fá svo stóra fjölskyldu í húsið og vissulega óráðin gáta hversu til tækist um sambýlið. En það er skemmst fré að segja að allur var sá kvíði ástæðulaus og þakk aði ég það ekki sízt glaðlyndi þeirra hjóna og einstakri tillits- semi, hver sem i hlut átti. Böm okkar, og reyndar fjölskyldurn ar, bundust þá vináttuböndum sem ekki hafa raknað síðan. Oft á síðkvöldum var skroppið í kaffi til Kristinar og rifjaði Guð mundur þá upp glaðar stundir frá Akureyri og minntist þá fé- laganna úr Karlakór Akureyr- ar, en Guðmundur var einn af stofnendum kórsins. Sumarið 1956 keyptu þau hjón in íbúð að Kambsvegi 22 og hafa búið þar siðan. Vafalaust hefur Guðmundur þá lagt harðar að sér, en góðu hófi gegndi, þvi nokkru síðar fékk hann hjarta- áfall er hrjáði hann til dauða- dags. Varð hann þá að leggja frá sér múrskeiðina og taka upp léttara starf. Gerðist Guðmund- ur vaktmaður við Iðnaðarbank- ann árið 1962 og vann auk þess ýmis önnur störf við bankann. Efast ég ekki um að hann hefur verið góður liðsmaður þar, eins og annars staðar þar sem. hann lagði hönd á plóginn. Guðmundur var einarður mað ur í skoðunum og fór ekki í fel- ur með álit sitt á mönnum eða málefnum og gat þá orðið hvass yrtur. Engan vildi hann þó særa. Samúð hans var öll og óskipt með þeim, sem stóðu höll- um fæti i lífsbaráttunni. Það þurfti engum að koma á óvart „þvi hjartað var gott, sem und- ir sló“. Við minnumst Guðmundar Magnússonar þakklátum huga og senduir. konu hans, börnum og öðruro ástvinum samúð- arkveðjur. Sveinbjörn Markússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.