Morgunblaðið - 12.12.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.12.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1972 ðfptltfóftfrfr Otgefandi hf ÁrvaJcur, Reytojavfk Pra'm'kvaemdastjóri HaraWur Sve'mssort. Riitatiórar M.attihías Johamressðn, Ey'ólífur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Rrtstíómarfulrtrúi Þorbijönn Guðmundasofl. Fréttastjón Björn Jólhannsison. AtJgJýsingas^fðri Árni Garðar Kristirnson. Ritstjórn og afgraiðsla Aðalstræti 6, sfcni 10-100. Augíýsingar Aðabtr'æti 6, símí 22-4-60 Áskríftargjafd 225,00 kr i imérwiðí irvnanlwKte I teusasöfu 15,00 Ikr eintakio. Oíkisstjórnin mun ekki beita gengislækkun." Þetta var meginloforð vinstri stjórnarinnar í efnahags- og kjaramálum í málefnasamn- ingnum fræga. Smásvik hafa að vísu verið framin á þessu loforði, því að stjórnin hefur látið krónuna falla með doll- arnum jafnt og þétt, þótt um það bil helmingur utanríkis- viðskipta okkar sé í annarri mynt en doliurum. Jóhannes , Nordal, Seðlabankastjóri, benti á það í sjónvarpsvið- tali, að eðlilegt gæti verið að fara millileið milli dollars og Evrópugjaldeyris en ríkis- stjórnin valdi þann kost að fella krónuna til fulls miðað við dollar. „Ríkisstjórnin mun ekki beita gengislækkun." Þrátt fyrir þá gengislækkun, sem að framan getur, hefði mátt ætla, að ríkisstjórnin mundi forðast hreina gengislækk- un gagnvart öllum öðrum færsluleiðin valin, og sú mun líka hafa verið ætlun stjórn- arherranna fyrst í stað. En brátt dró þó að því, að ráð- herrarnir gerðu sér grein fyrir margháttuðum vanda, sem fylgja myndi 3000 millj. króna beinni skattlagningu, sem ekki yrði dulin eða því sem nemur hvorki meira né minna en 75.000 kr. á hverja 5 manna fjölskyldu. En sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem gefnar eru í ritstjórnar- grein Tímans sl. sunnudag eiga menn að bera þessar byrðar bótalaust, hvort svo sem aðgerðirnar verða kall- aðar millifærsla, yfirfærslu- gjald eða gengislækkun. „Ríkisstjórnin mun ekki fyrir því, að skarpskyggni hans er langtum meiri en efnahagssérfræðinganna, sem sammála skiluðu áliti. Þess vegna hefur hann fundið nýja leið, sem nefnd hefur verið Ó-leið. Með Ó-leiðinni á að standa við fyrirheitið í mál- efnasamningnum og þá á allt að vera klappað og klárt. En hver er Ó-leiðin? Jú, hún er sú, að gramsa í tillögum valkostanefndarinnar og tína eitt úr hér, og annað þar. Er þetta í nákvæmu samræmi við það, sem Morgunblaðið spáði að verða mundi, þegar valkostanefndin var sett á laggirnar. En forsætisráð- herra vill nú sem fyrr standa við öll fyrirheit málefna- „RÍKISSTJÓRNIN MUN EKKI BEITA GENGISLÆKKUN gjaldmiðli. Þess vegna bjugg ust menn við því, þegar val- kostanefndin skilaði áliti sínu, að gengislækkunarleið- in yrði ekki farin, heldur yrði niðurfærslu eða milli- beita gengislækkun." í sam- ræmi við þetta glæsta fyrir- heit hefur forsætisráðherra lagzt undir feld og leitað að úrræðum út úr vandanum. Hann hefur gert sér grein 66 samningsins og „ríkisstjórnin mun ekki beita gengislækk- un" og Tíminn segir í ritstjórnar- grein sl. sunnudag, að „verð- hækkunaráhrif efnahagsað- gerðanna" megi ekki koma til framkvæmda í kaupgjalds vísitölu. Þar er umbúðalaust sagt, að menn eigi að bera áhrif gengisbreytinganna bótalaust, því að gengisfell- ing er það, sem nú er rætt um í ríkisstjórninni, hvort svo sem reynt verður að kalla hana uppfærsluleið, yfir- færslugjald eða eitthvað annað. „Ríkisstjórnin mun ekki beita gengislækkun." í um- ræddri ritstjórnargrein Tím- ans segir „að án þess að dreg- ið sé úr einkaneyzlu náist enginn umtalsverður árang- ur í þá átt að draga úr heild- areftirspurn, og þar með treysta stöðuna út á við". Hér er svo sannarlega ekkert farið dult með fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar. „Einka- neyzluna" á að minnka með því að draga stórkostlega úr kaupmætti fólksins, enda beinlínis sagt áður, að verð- hækkanirnar, sem framund- an eru, eiga ekki að koma fram í kaupgjaldsvísitölu. En ríkisstjórnin er vinveitt verka lýð, það sagði Eðvarð okkur á Alþýðusambandsþingi. Hún er stjórn hinna vinnandi stétta og þess vegna er það sem „ríkisstjórnin mun ekki beita gengislækkun"!! Hrafn Gunnlaugsson: Morð og af tökur í naf ni hugmyndafræði BAADER- MEINHOFF- GENGIÐ Það var vorið 1968 sem há- skólastúdentinTi Andreas Baader (kallaður Hans) komst í fyrsta sinn í aðal- frértatima fjöimiðla og á for síður dagblaða um allí Þýzka land. Ástœðan var ikveikja tveggja stórra verzlunarhúsa sem hann hafði undirbúið og skipulagt ásamt fylgikonu sinni Gudrun Ensslín. Mikil verðmæti eyðilögðust við íkveikjumar, en þar sem til- rœðið átti sér stað að nætur- lagi týndust engin mannslíf í eldinum. Sagt var að íkveikjan væri hefnd af hálfu vinstri sinnaðra vegna þess að einn af foringj um þeinra, Rudi Dutschke, hafði slasazt lífshættulega i átökum við lögregluna nokkru áður. Sjálfur hafði Dutsokhe margsinmis tekið afstöðu gegn hermdarverkutm svo skýringin er naumast ein hlít. Baader var fangelsaður skömmu eftir íkveikjurnar og dæmdur í langa fangelsisvist. Vorið 1970 fékk Baader leyfi til að fara á bókasafn i fylgd með varðmönnum, til að ná sér i fræðibækur um afbrota- hneigð unglinga og ástæður hennar. Baader sneri ekki aftur til fangelsisins úr þess ari ferð, heldur flúði með að- stoð tryggra skoðana- bræðrá. Mikil skothríð hófst Ulrike Meinhof, annar af leið togum gengisins. við flóttatilraun Baaders og særðist einn varðmannanna lífshættulega. Meðal þeirra sem leystu Baader úr haldi var hin 38 ára gamla blaðakona Ulrike Meinhof, ásamt nokkrum stúd enum, en í hópi þeirra þótt- ust menn þekkja Gudrun Ens slin, fyrrverandi fylgikonu hans. Ulrike Meinhof hafði uinn- ið sem blaðamaður við mál- gagn vinstri stúdenta, Kon- kret, og vakið athygli fyrir öfgafull sfcrif, hlaðin eldmóði og byltingarhugmyndum. Hún hafði meðal annars skrif að af mikiili heift um réttar- höldin gegn Baader og kall- að meðferð málsins dóms- morð. Að þvi er fréttaskýr- endur halda, var það á þess- um tíma sem Ulrike varð sannfærð um, að þjóðfélaginu yrði ekki breytt eftir leikregl um lýðræðisins, heldur yrði að grípa til róttækra að- gerða. Hún ákvað að fórna sér í nafni hinnar blóðugu byltingar og hóf að skipu- leggja flótta Baaders. Eftir flótta Baaders voru samtök þau stofnuð sem geng ið hafa undir nafninu Baad- er-Meinhofgeri'gið og RAF, eða: Rote Armee Fraktion. Meðlimir samtakanna eru álitnir hafa verið um 30 manns þegar bezt lét. Flestir í hópnum voru stúdentar frá Frjálsa háskólanum M Berlín. Þar fyrir utan eiga samtök- in verndara og aðstoðarmenn sem hafa skipt hundruðum. Vestur-þýzka lögreglan tel- ur sig geta sannað, að Baad- er og hörðustu skoðanabræð- ur hans hafi stundað nám í skæruhernaði sumarið og haustið 1970 á Sardiniu og í Sýrlandi. 3. grein Upp úr haustinu 1970 hófst svo sú alda hermdar- verka og árása sem gerði gengið heimsfrægt. Bankarán virtust genginu hugleikin og tókst þeim að komast yfir eina milljón marka. A ferð- um sínum óku þau um á stoln um bílum og virtu engin lög né reglur. Eitt sinn kom til skotbardaga við lögregluna og féllu þá þrír af meðlimum gengisins og tveir lögreglu- þjónar. Nokkru síðar komst á kreik sá kvittur að Ulrike Lögregluþjónn virðir fyrir sér veRsklístru með mynd af 19 meðlimum Baader-Meinhof gengisins. Meinhof væri látin. Hafði þá dregið mjög úr starfsemi hópsins og voru ýmsir farn- ir að halda að saga hans væri öll. En hinn 11. maí, sprungu þrjár heimatilbúnar sprengj- ur fyrir utan aðalbyggingu amerísku höfuðstöðvanna í Frankfurt am Main. Við sprenginguna lézt einn offic- er og þrettán aðrar manneskj ur. 1 kjölfarið sigldu fleiri sprengjutilræði. Alvarlegast þessara í Heidelberg hinn 24. maí, þar sem þrír amerískir hermenn Iétu Iífið. í leynileg um bréfum til fréttastofn- ana hefur Rote Aremee Fraktion tekið á sig ábyrgð- ina af þessuim tilræðum. Baad er-Meinhofgengið hafði þann ig þróazt í stórglæpamanna- flokk með ótal mannslíf á sam vizkunni. Tilgangurinn var aðeins einn, að bylta þjóð- félaginu, og byggja á rústum þess nýtt kommúnistiskt þjóð félag. Það var um mánaðamótin maí-júni 1972 sem lögregl- unni tókst að hafa hendur í hári Andreas Baader í ein- býlishúsi i Frankfurt. Lög- reglan hafði umkringt húsið og skorað á þá er héldu sig innan dyra að gefast sjálfvilj ugir upp, en Andreas Baad- er og félagar hans svöruðu með skothríð. Lögreglan gerði þá innrás og náði Baad- er og félögum hans lifandi. Baader var lítiillega særður. Síðan Baader lenti í fang- elsi heíur verið frekar hljótt um gengið, en þó hefur heyrzt frá hópnum við og við. Réttarhöld í máli Baader Meinhofsgengisins standa fyr ir dyrum og á þá eflaust margt eftir að koma fram sem varpar ljósi á sögu þess. Með öll þau morð og hryðjuverk að baki sem Baader-Meinhof- gengið tók á sig má telja víst að meðli/mir þess eigi þunga dóma yfir höfði sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.