Morgunblaðið - 12.12.1972, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.12.1972, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1972 Ævar R. Kvaran: Sögur úr safni Hafsteins miðils Það er mikilJ fengur að þess- ari ágætu bók. Hún skiptist í tvo hluta. Fyrrí hlutinn er sér- staklega mikilsverður fyrir það, að þar greinir Hafsteinn frá þeirri undarlegu reynzlu, að alast upp og lifa í tveim heim- um samtímis. Lítiil vafi er á því, að slíkt hefur margan manninn hent á Islandi, því margir eru bráðskyggnir í æsku, þótt þessi hæfiieíki virðist hverfa flestum með aldrinum. Margt barnið hef ur af þessum ástæðum orðið iili- lega fyrir barðinu á blindu og algjöru skilningsleysi fullorðna fólksins. Er mér i þessu sambandi sér- taklega minnisstæð bemska eins magnaðasta sjáanda sem nú er uppi, Hollendingsins Ger- ards Croisets, þar eð ég hef ný- iokið við að íslenzka bók um hugsýnir hans. Sex sinnum varð sá litíi vesalingur að skipta um fósturforeldra, og alls staðar var hann barinn fyrir að vera „undarlegur". Sem bam varð hann að líða ótrúlegustu þján- ingar og varð fyrir það mann- íælinin. Hann sá undarlegar sýn ir, sem hann vitanlega hafði eng an skilning á. Ef hann i ógáti hafði orð á þessu, héldu alhr, að hann væri annað hvort. viti slnu fjær eða að spinna upp skrök- sögur. Það var helzta huggun hans að leika sér við börn, sem aðrir sáu ekki, eins og Hafsteinn Bjömsson. Bernska Hafsteins var sem bet ur fór gjöróiík þessu. Hann virð ist hafa verið vemdaður gegn sSíkum misskilningi, þvi ávallt virtist vera nærri honum fólk, eem hafði skilning á þessum und hrlega hæíiieika. Sérstaklega er fögur endurminning Hafsteins um Aðalbjörgu Magnúsdótt- ur, sem konain var á efri ár, þeg ar hann kynntist henni sem bam. Um hana kemst Hafsteinn m.a. svo að orði: „Hún var ein af þessum hljóðlátu konum i landinu, sem einar verða að berjast sinni baráttu. Hún hafði öðiazt rósemi þeirra, sem höfðu lært af langri lífsreynslu. Hún var mjög hógvær kona, sem lét hverjum degi nægja sína þján- ingu, var góð við allt og alla og fann málsbætur öllum þeim, sem mistök höfðu orðið á á lífs- leiðinni. Hún sat löngum, þeg- ar vei viðraði fyrir utan bæjar- dyr sinar með prjónana sína, prjónaði einhvern nytsaman hlut og naut umhverfisins, sem er harla fagurt. Þegar Aðalbjörg sat þannig úti fyrir dyrum sínúm með prjón ana sótti ég, krakkinn, mjög til hennar. Hún var svo ákaflega hlý, hún Aðalbjörg — gott að vera í návist hennar.“ En það sem skipti mestu máli fyrir litla snáðann var þó hitt, að hún skildi sýnir hans, vissi hvað var að gerast og gat út- skýrt fyrir honum, að ekkert væri að óttast. Bemska Hafsteins virðist hafa verið fögur og eru endur- minningar hans þvi Ijúfar og hlaðnar þakklætistilfinningu til þeirra, sem voru honum góðir og höfðu jákvæð áhrií á þroska hans. Þessar endurminningar Haf steins eru í senm merkileg heim- ild um það, hvernig það er, að vera gæddur sérstökum dulrænum hæfiieikum sem bam og alast upp inman um fólk, sem slikt er lokuð bók. En Haí- steinn var svo heppinin, að móð ir hans var einnig gædd slíkum hæfiietkum, þótt hún haíi farið dult með það; enda reynd- ist haran líkur herrni að skap- höfn. Þessar em durminn ingar eru einnig áminnmg tii fóiks uan það, að fara sér hægt í afstöðu sinni til þess sem börn segjast sjá og heyia. Hér á við spak- mæli E'nars Benediktssonar: „Aðgát skal höfð í nærveru sál ar“. Ég held að það hafi verið enska skáldið Thoonas Hardy, sem komst svo að orði: „Þó margt sé alltof furðulegt til þess að hægt sé að trúa því, er ekkert svo undariegt, að það geti ekki hafa gerzt.“ Við getum öH verið þakklát þvi fólki, sem hafði áhrif á Haf stein Bjömsson í æsku og hlúði að hinum sérstæðu hæfileik- um hans, því hann hefur haft sí vaxandi hlutverki að gegna í því mikUvæga málefni að sanna okkur að látnir lifi. Hæfileikar Hafsteins hafa ný lega verið rannsakaðir af hlut- lausum þrautþjálfuðum vísinda- legum rannsóknarmöinnum i New York. Hafa þeir látið svo um mælt, að hæfileikar Haf steins væru svo einstæðir, að hann ætti tæpast sinn líka á sviði skvggnilýsinga. - Vonandi heldur Hafteinn sið- ar áfram endurmimningum sín- um. Hafsteinn Bjömsson hefur um alllangt skeið safnað merkum draumum og frásögnum af dul- rænum fyTirbrigðum, sem vinir hans hafa ýmist sagt honum eða útvegað honum. 1 síðari hluta bókarinnar er biirt sýnishom úr þessu safni hans. Er það merk viðbót við hið sívaxandi saírn dulrænna frásagna á íslandi. 1 þessum frásögnum öllum er fólg ið mikið rannsóknareíini fyrir dularsálfræðina í framitíðinni. Allir sem hafa hlýtt á Haf- stein Björnsson og nokkra til- finningu hafa fyrir tungu- taki, hljóta að hafa veitt þvi at hygli, hve vel hanm er máli far inn. Framburður hans er óvenju skýr og fallegur. Hefur honum einnig tekizt að varðveita fag- urt málfar norðlenzkrar alþýðu, eins og það gerist bezt meðal norðlenzkra bænda. Þessi látíausa fallega Lslenzka eyk ur eininig giildi þessarar bókar, sem áreiðanlega á eftir að verða mörgum til mikillar ánægju. Nokkrar upplýsingar um minkarækt á íslandi ÞORVALDUR G. Jónsson ritar grein í Morgunblaðið þ. 7. nóv., er harwi kallar „óhapp“ minka- ræktarmanna. Ritsmíð þessi er skriíuð meira af kappi en for- sjá, þar eð í henni er nokkuð af villandi ummælum og röng- um ályktunum. Mun ég ieitast við að skýra misskilning þann, er mér þyk- ir mestu varða í grein Þorvalds og hefur ekki verið leiðrétt- ur fyrr. Læt ég og fylgja með nýja skýrslu um stöðu loðdýra- ræktar í landinu. Höfundur hennar er Niels Glenn Hansen, samstarfsmaður Guumars Jörg- ensen, er getið verður hér á eft ir. í júlí 1971 kom til landsins Gunnar Jörgensen, einn helzti fóðurfræðingur Dana á sviði minkaræktar, en hann er yfir- maður tilraunabúsins í Trolles- minde i HiUeröd. Þorvaldur segir í grein sinni: „Gunnar Jörgensen heimsótti öll búin suðvestanlands og lík- lega eitt norðaniands." Hér skal það leiðrétt, að Jörgensen heim sótti ekkert bú norðanlands. Síð ar i greininni víkur Þorvaldur að úttekt G. J. á minkabúun- um og lætur að því liggja, að hún nái til allra búanna hér suð vestanlands, en það er rangt. Arctic mink h.f. við Akranes var síðasta búið, er Jörgensen heimsótti og hafði hann þá þeg ar skrifað áðurnefnda úttekt. Mun og rétt að geta þess, að Arctic mink hefur sitt eigið fóð ureldhús og fóðurlisti þsss var lagður fyrir Jörgensen og áleit hann listánn í lagi. Ennfremur taldi hann dýrin ein þau beztu, er hann hafði séð. Ætlunin með komu G. Jörg- ensen var sú, að fá hann til að miðla af þekkingu sinni og má ætia, að viðdvöl hans hériendis eé meðal annars meðvirkandi ástæðu fyrir ummælum Allan Norris, frá skinnauppboðsfyrir- tækinu Hudson bay í London, en hann er sérhæfður í mati á minkaskinnum og líídýrum. Norris var hér á íerð í nóv. og skoðaði öll minkabúin í land inu og að þeirri ferð lokinni sagði hann dýrin falleg og stór. Aí þessum jákvæða dómi A Norris er dregin sú ályktun, að fóðursamsetning og aðstaða dýranna sé nokkuð góð, þó auð- vitað sé reynt að gera betur, þvi ekki er mögulegt að ná góð- um árangri í greininni án fyrr- greindra atriða í lagi. Rétt er að leiðrétta enn einn misskilning úr grein Þorvalds, en þar segir, að oddvitum minkaræktar hér á landi virð- ist ókunnugt um starfsreynslu Magnúsar B. Jónssonar, nú skólastjóra á Hvanneyri, á sviði minkakynbóta, en Magnús staríaði að þeim í Noregi, við mjög góðan orðstír. Það skal tekið fram, að stjórn S.Í.L. gekk á fund fyrr- verandi landbúnaðarráðherra og bað um Ieiðbeiningar Magn- úsar B. Jónssonar, en beiðni þessi mun ekki haía borizt Magnúsi. Skýrsla Niels Glenn Hansen (cand. agro.), írá því hann var hér á ferð síðari hluta nóvem- ber. „Eftir heimsóknii á íslenzku minkabúin, jafnt sunnanlands, sem norðan, birti ég hér athug- anir mínar og skoðanir á stöðu minkaræktar hérlendis og fram tíðarhorfum hennar, sem at- vinnuvegar á íslandi. Almennt eru minkabúin innréttuð af hag kvæmni, segja má þó, að á nokkrum stöðum séu gerðir hlutir, vegna spamaðar, sem ekki eru jafn hentugir og þeir gætu verið. Ég á hér við t.d. að búrin eru víða ekki með loki. Þannig að eingöngu er hægt að ná til dýranna gegnum hreið- urkassann. Að auki hefur eitt búanna hagrætt búrum á tveim hæðum til betri nýtingar, án þess að athuga, að loftið í þannig húsi getur orðið tölu- vert ammoniak mengað. Þetta eru þó hlutir, sem auð- velt er að hetrumbæta og þeir eru fyrir hendi í Skandinavíu, þrátt fyrir margra ára reynslu. Fóðureldhúsin eru veikasti hlekkurinn, þar eð staðsetning þeirra er í flestum tilfellum í byggingum, sem ekki eru gerð- ar með þessa starfsemi fyrir augum, og þar af leiðandi erf- itt að innrétta með hagkvæmni í huga. Á nokkrum stöðum er að- staða erfið og ekki þægilegt að viðhafa nauðsynlegan þrifnað. Það verður þó að segjast, að öflugar tilraunir eru gerðar til hagsbóta á þessu sviði. Fóðureldhúsið á Grenivik er góð undantekning, þar sem það er nýbyggt, hagkvæmt og vel hannað fyrir starfsemina. Á flestum stöðum eru of litl- ar frystigeymslur og á einstaka stað eru klefarnir illa staðsett- ír fyrir góða vinnuaðstöðu. Skinnaverkunaraðstaða er erf- ið víðast hvar. í sambandi við byggingu á nýrri fóðurstöð í nágrenni Reykjavíkur verður að athuga byggingu skinnaverk unarstöðvar á sama stað. Útkoman á hvolpafjölda bú- anna hefur verið, að meira eða minna leyti, óeðlileg árið 1972. Það er skoðun min, að vítamin- blanda sú er notuð var, beri að mestu ábyrgð á því. Ég rök- styð þetta álit mitt með eftir- farandi: 1) Lausleg athugun á vita- mínblöndunni bendir til vönt- unar á Bl. 2) Hiutföllin milii járns og kopars í blöndunni eru 2:1, en hið venjulega 10:1. 3) Verst heíur geragið á bú- um, sem fengið hafa fóður frá fóðurstöðinni í Hafnarfirði, þar sem gefinn hefur verið frekar Mtill aukaskammtur af B víta- mínum, með fyrrgreindri víta- minblöndu. A-ftur á móti hafa þeir minka búgarðar, sem notað hafa stærri aukaskammt af B víta- míni, fengið betri árangur. 4) Allir starfsmenn búanna hafa nokkum veginn sam- hljóða, þó hver í sínu lagi tek- ið eftir breytingum til hins betra vegna skipta til nýrrar vítamínblöndu. Búin á Norður- landi hafa að jafnaði 3 hvolpa á fengna læðu. Þetta eru þeir ekki ánægðir með (og er það gott). Ég vil þó leyfa mér að segja, að árangurinn 3 hvolpar á læðu er ekki sem verstur, þeg ar tekið er til athugunar, að stærsti hluti læðanna er á fyrsta ári, en þær eru venju- lega ekki jafn frjósamar, eða fæða sem nemur 0,5 hvolpum minna en 2ja og 3ja ára læður, og eins hitt, að starfsfólk bú- anna er ekki sériega reynslu- mikið. Það er mín ákveðna skoðun, eftir að hafa talað við flesta um sjónarmenn minkabúanna á ís- landi, að þeir eru mjög áhuga- samir í sínu starfi, og að þeir geti á frekar stuttum tíma safn að slíkri reynslu, að þeir nái árangri í likingu við önnur Norðuriönd. í mótsetningu við skandinav- isku löndin hefur ísland það hagræði, að geta notfært sér fengna reynslu okkar að svo miklu leyti, sem hægt er að nýta hana við íslenzkar aðstæð- ur. Lauslega áætlað má gera ráð fyrir að fiskur og fiskúrgang- ur, sem fyrir hendi er, í minka- fóður hér, sé nægilegur fyrir framleiðslu 500.000 skinna á Norðurlandi, 1 millj. skinn á Suðvestúrlandi og þar að auki einhverrar framleiðslu á Aust- urlandi. Eðlilegt er því, að reikna með, að ísland geti fram leitt 1,5—2 millj. skinna. Þar sem vélvæðing í iandbún- aði eykst eins og annars staðar í heiminum, má gera ráð fyrir meira umframvinnuiafli innan hans, og það gæti hugsazt, að áhuigi væri fyrir minkarækt hjá bændum, er byggju í nágrenni sjávarplássa. í Skandinaviu eru það bændur, sem aðallega hafa byrjað framleiðslu á mink. Og það er ekkert sem mælir á móti því, að íslenzkir bændur geti á sama hátt breytt búfjárrækt í minkarækt. í Skandinaviu hefur plasmoc- yose breiðzt út á búunum. Blóð rannsókn hefur því verð tek- in upp viða sem eðlilegur lið- ur í rekstri búanna. Til þess að komast hjá útbreiðslu þessa kvilla á íslandi vil ég ráðlegigja að blóðrannsókn verði gerð reglulega af þeim dýrum, er nýtt verða til undaneldis. Ég vil þó undirstrika, að það er ekk- ert sem bendir til mikiliar út- breiðslu kviilans á íslandi í dag, því öll dýrin voru blóð- rannsökuð og laus við sýkina, er þau voru fJutt til Jandsins. Það er skoðun mín, að leið- beiningar þær, er Gunnar Jörg- ensen gaf þegar hann heimsótti búin í júlí ’71, hafi verið tekn- ar til greina að svo miklu leyti sem þær hafa ekki kostað stærri fjárfestingar. Ég er sannfærður um, að loð- dýrarækt á íslandi hefur bjarta framtíð ef hún notfærir sér hin náttúrulegu skilyrði, sem fyrir hendi eru i mynd hins ódýra fóðurs af háum gæðaflokki." Þetta var álit hins danska sér fræðings. Von er á honum aft- ur til landsins í júní á næsta ári, einnig er gert ráð fyrir að Gunnar Jörgensen verði hér í marz. Þess má geta, að ráðstafan- ir eru í gangi til þess að koma á blóðrannsókn á dýrunum hér lendis. Að síðustu vænti ég þess, að ef einhverjir finna hjá sér hvöt til þess að skrifa um minkarækt afli þeir sér upplýsinga hjá við- komandi aðilum, þannig að um missagnir verði ekki að ræða. Það er öllum fyrir beztu, ekki sízt þeim sjá-fum. HaUgrímur Ilallgrímsson, gjaidkeri Sambands íslenzkra Joðdýraræktenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.