Morgunblaðið - 04.02.1973, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1973
*>
*
56 Eyjabátum
ráðstafað
— til 23ja vinnslustöðva
í 10 verstöðvum
RÁTAFLOTANUM úr Vest-
mannaeyjum hefnr nú verið
deilt niðttr á vinnslustöðvar í
ýmsum verstöðvum hér á suð-
vesturhorni landsins, eins og
Morgunblaðið skýrði frá í gær.
Eru það alls 57 bátar, sem Út-
vegsbændafélagið í Eyjum hefur
vistað, en að auki eru 10 bátar
á vegum Einars Sigurðssonar.
Bátamir mttnu allir landa annað
hvort i Þorlákshöfn eða Grinda-
vík, en aflanum ekið þaðan til
hinna verstijðvanna. Vegagerð
ríkisins hefur nú í athugun að
auka viðhald á vegunum til Þor-
lákshafnar og Grindavíkur með
tilliti til þessarar ttmferðaraukn-
ingar frá þessum tveimur höfn-
um.
Morgunblaðinu hefur nú bor-
izt lisiti frá Útvegsibændafélaginu
í Eyjum hvemig einstakir báit'ar
skiptiast á vinnsiustöðvar og ver-
sitöðvar, og er hann birtur hér til
upplýsinga:
Þorlákshöfn: Þar leggja fknm
Eyjaibátar upp hjá þremur fisk-
virnislustöðvum. Hjá Giettingi
hf.: Sæ'uim VE 60 og EJlías
Sveinsso'n VE 167. Hjá Meitiin-
um hf.: Dan.ski Pétur VE 423 og
Haföm VE 23 og hjá Hafnar-
nesi hf.: Þórunn Sveinsdóttir.
Grindavík: Þar leggja sjö bát-
ar upp hjá fjórum fiskvintnslu-
stwðvum. Magniús Magmússon
VE 112 og Kap II VE 4 hjá
Hraðfrystiihúsii Þórkötlusíaða,
Jökuill VE 15, Sjöfn VE 37 og
Júlía VE 123 hjá Hraöfrvstihúsi
Grindavikur hf., Frigg VE 316
hjá Amarvík hf. og Stígandi
VE 77 hjá Fiskanesi hf.
Reykjavík: Þar leggja 18 bát-
ar upp afla I 5 vinnslu-
stöðvum. Andvari VE 100, Hrönn
VE 366, Gjafar VE 300 og Baldur
VE 24 leggja allir upp hjá Is-
biminum. Ófeigur II VE 325,
Ófeigur III VE 324, Frár VE 208,
Marz VE 204, ÖðMmgur VE 202,
Breki VE 206, Ver VE 200, Hraiun
ey VE 80 og Sindri VE 203 verða
hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur.
Kristbjörg VE 70 verður hjá Sjó-
fangi hf., Kristbjörg II VE 71
hjá SlS, Kirkjusamdi, og Ámi í
Görðum VE 73, Björg VE 5 og
Suðurey VE 20 hjá Ingimundi
hf.
Keflavík: Þar leggja 9 bátar
upp hjá 5 vinnslus'töðvum. Berg-
ur VE 44, Halkion VE 205, Hug-
inn II VE 55 og Emma VE 219
verða hjá Sjöstjömunni hf.,
Lunidii VE 110 hjá Röst hf.,
Gyi’fi VE 201 hjá Hraðfrystihúsi
Ól. Lárussonar, Ásver VE 355
hjá Hraðfrys'tihúsi Keflavíkur og
Sigurður Gísli VE 127 og ísleifur
IV hjá Keflavík hf.
Garður: Þar verða þrír hátar,
Hafliði VE 13, Freyja VE 125 og
Skúl'i fógeti VE 185 hjá Hrað-
f rystihúsi Meiöastaða hf.
Stokkseyri: Hjá hraðfrystihús-
imu þar verða fjórir bátar, Sæ-
björg VE 56, Stakkur VE 32,
Si'gurfari VE 138 og Sjöstjaman
VE 92.
Eyrarbakki: Hjá hraðfrystihús
inu þar verða einnig fjórir bát-
ar: Reynir VÆE 120, Ingólfur VE
216, Leó VE 400 og Guðm. Tóm-
asson VE 238.
Selfoss: Einn bátur, Hamra-
bergið VE 379, leggur þar upp
hjá Straummesi hf.
Hafnarf jörður: Þar verða tveir
bátar og leggur Gull'berg VE
292 upp hjá Venusi hf. en Isleif-
ur VE 63 verður hjá Ishúsi Hafn-
arfjarðar.
Óráðstafað: Eriingur VE 295,
Eyjaver VE 111, Sæfaxi VE 25
og Meta VE 236.
Ok
fram af
sjúkrahúsinu
Vestimannaeyjuim, laugar-
dag, frá Magnúsi Finns-
syni.
TlÐINDALÍTIÐ var hjá lög-
gæzluliðinu í Vestmannaeyj-
um í mótt, en frá eldstöðvun-
uim bárust naíklar drunur. —
Vindur var 7-9 stig að suð-suð
vestan og uim 8 leytið í morg-
un hófst taisvert gos og stóð
eldsúlan 100—200 metra í loft
upp. Hraunflyk.surnar þeytt-
usit hátt í loft upp, en ösku-
og gjallifall varð aðeins á
hraunið, sem runnið hefur
austur af eynni.
Eftir að áttin breyttist í gær
kvöldi átti löggæzluliðið hér
rólega daga.
1 gær var rutt af þaki
sjúkrahússins gjallhlassi sem
áætlað er að hafi verið um
600 tonn að þyngd. Gjallinu
var rutt með dráttarvél, sem
komið hafði verið upp á þak-
ið. Er ökumaður hennar var
þar við vinnu sína, hénti það
óhapp hann, að í stað þess
að aka vélinni áfram, varð
honum það á að aka aftur á
bak. Við það steyptist hann
og dráttarvélin ofan af þaki
sjúkrahússins og hafnaði mað
urinn og vélin í sitt hvorum
gjallbingnum. Maðurinn slas-
aðist ekki, heldur hóf þegar
að ýta gjalli frá húsinu, sem
er 4 hæðir.
1 morgun hófst þakmokst-
ur af fullum krafti, enda kom
fjöldi manna með Esjunni í
gærkvöldi. Snemma í morgun
sáust flokkar varnarliðs-
manna ganga í fylkingu upp
í kaupstaðinn. Þeir „marsér-
uðu“ í tvöfaldri röð með
skóflur um öxl.
Eyjabátar:
Byrja
róðra
í næstu viku
— 600 moka
Framhald af bls. 32
er einnig orðinn hreinn að
mestu.
Ekkert hraun rennur í átt að
innsiglingiunni og er ástandið
þar óbreytt. Dýpi var mælt í höfn
irrni í dag og hefur hún aðeins
grynnkað um 20 sentimetra, eða
sömu dýpt og öskumagnið nem-
ur á svæðinu umhiverfis.
Þá vinna um 100 trésmiðir við
að byrgja glugga og styrkja hús
þök með stoðum og því sem til
þarf. Gengur það verk vel.
Öskugos er lítið sem ekkert,
eins og undanfarna daga, en þó
igefur það af og til frá sér gjali-
pus.
Skákdæmi
Friðriks
1 SKÁKÞÆTTI Friðriks Ólafs-
sonar í sjónvarpinu í gær lagði
hann eftirfarandi skákþraut fyr-
ir áhorfendur:
Hvitur lék í þessari stöðu
Kgl !i2, og þá tók svartur til
sir ía ráða.
EINAR Sigurðsson útgerðarmað
ur, gerir út tíu báta frá Vest-
mannaeyjum og munu bátar
hans ýmist vistaðir í Keflavík
eða Reykjavík. Bátarnir eru
Draupnir VE 500, Einir VE 180,
Elliðaey VE 45, Guilborg VE 38,
Gunnar Jónsson VE 500, Heima-
ey VE 1, Kópur VE 11, Surtsey
VE 2, Bára VE 141 og Sómi VE
28.
Morgunblaðið hafði samband
við Einar Sigurðsson, og spurði
hvort áhöfnum báta hans, hefði
að sama skapi tekizt að koma
sér fyrir.
— Já, þeir hafa nú flestir kotn
ið sér fyrir, en hjá öðrum er
hörmungarástand og vU ég þar
sérstáklega nefna til tvo skip-
stjóra á nýjustu bátunum —
Surtsey og Heimaey. Þeir standa
enn á götunni með fjöiliskyldur
sínar ag hafa hvergi getað feng
ið inni, þrátt fyrir látlauisar aug-
lýsingar og leit eftir ílbúðum.
Hafa skipstjóramir haft það við
orð, að þeir verði að taka fjöl-
skyldurnar um borð, ef þeir eigi
að geta farið í róðra. Hins vegar
hefur öðrum skipstjóranum ver-
ið boðin ibúð í einni verstöðinni
hér, vilji hann koma og taka við
bát sem þar er gerður út, sagði
Einar.
— Veiztu um fleiri sem svona
er ástatt fyrir?
— Mér er ekki kuniniugt um
það meðal sjómannanna, en hins
vegar veit ég að það er eins
ástatt fyrir mörgum mikilvægum
mönnum í fyrirtækjum í Eyjum,
og get ég t. d. nefnt verksmiðju-
stjórann nann þar, sem ekki hef
ur yfirgefið verksmiðjuna frá
því gosið hófst, þó að kona hans
sé hér í Reykjavík með börnin
á götunni og sé að tala um að
flytja í eitt herbergi uppi á Kjal
arnesi, sem stendur þar til boða.
Hins vegar hefur þessum sama
manni verið boðið gull og græn-
ir skógar vilji hann koma I at-
vinnu annars staðar. Sýnist mér
að slík boð séu eitthvað svipuð
erlenda tilboðinu að taka við svo
og svo mörgum fagmönnum frá
Vestmannaeyjum og útvega þeim
atvinnu og húsnæði, vilji þeir
koma.
— Hvenær heidur þú, Einar,
að fyrstu Eyjabátarnir hefji
róðra?
— Flotinn fer að tínast að
smátt og smátt. Búið er að koma
flestum ef ekki öllum bátunum
í viðskipti á ýmsum verstöðvum,
en auðvitað er margt ógert til
undirbúnings veiðanna. Þó veit
ég um nokkra Eyjabáta, sem
byrja róðra i næstu viku.
10-12
íbúðir
fyrir Eyjamenn
SÍÐUMÚLI sf. á húsnœði í iðn-
aðarhverfi í Síðumiúla í Reyíkja-
vík. Fyrirtækið hefur boðið það
Rauða krossinum tií afnota fyr-
ir Vestmannaeyinga og jafn-
framt sótt um það til borgar-
ráðs að fá áð innrétta það sem
íbúðarhúsnæði. Var það leyfi
veitt til bráðabirgða til lausnar
á húsnæðisvandamálum fólks úr
Eyjurn. Þarna mun vera hægt að
inmrétta 10—12 íbúðir og hýsa
70—80 manns.
Rauði krossinn heifur safnað
og undirbúið sliík tilboð, en opin-
berir aðilar taka urn þau áikvörð-
un.
Hvítur reykur stígur nú upp frá fiskimjölsverksmiðjunni.
Fiskimjölsverksmiöjan í Eyjum:
Mátti ráða í 2
verksmiðjur
Með þeim mannafla sem gaf sig f ram
Loðnumóttaka gæti hafizt í vikulok
MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í
gær til Einars Signrðssonar út-
gerðarmanns, og spurði hann
hvernig gengið hefði að fá menn
til starfa í fiskimjölsverksmiðju
hans i Vestmamnaeyjum. Eins og
skýrt vair frá í blaðinu á föstu-
dag augiýsti Einar eftir mönn-
um til starfa í verksmiðjunni, en
þá gaf enginn sig fram.
— Það vœri of vægt að orði
kveðið að segja að það hafi geng
ið framúrs'karandi vel eftir að
Morguniblaðið hafði skýrt frá erf
iðleiikunum að fá menn og hve
rnikið væri í húíi að fá verk-
smiðjuna í gang. Er skemmst
frá þvi að segja, að það hefði
verið hægt að ráða í tvær verk-
smiðjur með þeim mannskap,
sem gaf sig fram, sagði Einar.
— Eitt stórkostlegt tiiboð kom
frá álverksimiðjunni í Straums-
vik, sem bauðst til að senda 25
vélvirkja til Eyja til þess að
hjálpa við undirbúninginn. Má
kannski segja, að þeir hafi ekki
snúið sér til réttra aðila, þar
sem við vorurn, þvi að fleiri
kunna á slikri aðstoð að halda
í Eyjum. En í hópnum sem gaf
sig fram var mikið af Vestmanna
eyinguim, sem höfðu unnið i
verksmiðjunni áður.
— Er þá haegt að byrja að
bræða loðnu fljótíega?
— Ég held að það standi þá
ekki á öðru en að byggja yfir
þrærnar, en þær taka 10 þús-
und lestir af loðnu eða um 20
milljónir króna í verðimiæti. Er
rétt að geta þess, að 25 manna
hópur trésmiðanema í Iðnskól-
anum hefur boðizt til að fara til
Eyja til að vinna þetta verk. Og
væri ráðizt í þetta verkefni nú
þegar held ég að hægt væri að
byrja móttöku á loðnu í verk-
simiðjunni í lbk næstu viku.
— Er ekki harla mikilvægt
fyrir loðnuflotann að verksmiðj-
urnar í Eyjum geti starfað með
fuliuim krafti?
— Jú, áreiðanlega. Þetta gæti
sparað loðnubátunum siglingu
allt. austur til Seyðisfjarðar og
norður á Vestfjarðahafnir, oig
það verður ekki talið í krónum
hvað það mundi kosta né áhætt-
an sem er samfara slíkum sigh
ingum með tilliti ti'l mannslSfa
óg skipa.
Jón G. Þórarinsson.
Orgeltón-
leikar
JÖN G. Þórarinssoon, organleik-
ari, heldur tónleika í Bústaða-
kirkju í dag, sumnudag.
Á efnisskrán.ni er Passacaglia
í d-móll og Pneiudíía og fiúgia i g-
moiE eftir Dietrioh Ðuxtehiudie og
Partita „O Gott, du firoimimer
Gott“ og Preliudia og fúga í h-
moll eftir Johann Sebaistian
Bach.
Tónieikarnir hefjast kl. 5 síð-
degis og er aðgangur ókeypis.
Varði heiður sinn
með vasahnífi
UM KL. 03.30 í fyrrinótt var
óskað eftir aðstoð lögreglunn
ar í húsi í Árbæjarhverfi, og
sagt að þar væri inigiir mað-
ur, særður af hnífsstuilgum.
Þarna reyndist vera 16 ára
piltur sem var með minni-
háttar áverka á líkama og
höfði. 33 ára gömul kona
hafði veitt honum þessa á-
verka með littum vasahnifi
og hafði hún talið sig vera
að verja heiður sinn. — Bæði
munu hafa verið undir áhrif-
um áfengis.