Morgunblaðið - 04.02.1973, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 04.02.1973, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1973 3 STÆBSTA VEBSTÖÐ LANDSINS Vestmannaeyjar hafa áratug- uim saman haft þahn heiðurssess að vera stœrsta verstöð íslands. Framtak i sjávarútvegi hefur aRt frá því upp úr síðustu alda- mótum verið þar mjög þrótt- mikið, og hafa Vestmannaeying- ar alltaf aflað miMu meira en þeir gátu með eigin mannafla. Þetta hefur gert Eyjamar að miklu framfaraplássi með al- mennri velsæld. Sem daemi má nefna hið mikla átak Eyjamanna í byggingu einbýlishúsa og nú seinni árin rúmgóðra og af vönd uðustu gerð, sem þekkist hér á landi og þó víðar væri leitað. Þá er þar fyrirmyndarhöfn, svo að aldrei skortir bryggjurými fyrir hvort heldur hinn mikla fiski- skipaflota og aðkomubáta, sem oft eru margir, né fyrir flutn- ingaskip, sem mikið er jafnan af i Eyjum. Þá er að nefna vatns veituna, sem var stórfyrirtæki á maalikvarða ekki stærra byggð- arlags, en þar var bætt úr brýnu nauðsynjamáli. Rafmagn og sími hefur verið lagður í sjó yfir hið 12 km breiða sund, sem er milli lands og Eyja. Það mætti tiuhda margt í menningarlegu tiMiti, þó að þvi sé sleppt hér, þar sem Eyjamenn hafa sýnt fruimkvæði og mynd- arskap á þeim 7 áratugum, sem landið hefur að mestu -byggzt upp á og þótt lengra sé farið aftur í timann. 1 Eyjum eru 70—80 vélbátar af ýmsum stærðum, og þar eru framleidd 15—20% af sjávaraf- urðum landsmanna í 5 einhverj- um stærstu hraðfrystihúsum landsins, lýsisbræðslu, mörgum saltfiskstöðvum, þurrkhúsi, og svo mætti lengi telja. ibúatala Eyjanna er þó aldrei nema rúm 5 þúsund, eða 2%% þjóðarinnar. 23. JANÚAB 1973 Þennan dag dundu ósköpin yfir. Hans verður lengi minnzt i sögu Eyjanna. En þó er það mikið lán í óláni, að enginn skyldi týna lifi í þeim náttúru- hamförum, sem brutust út með gosinu á austanverðri Heimaey. Ef þá hefði verið hvöss suðaust- anátt, sem allir Vestmannaeying ar kannast svo vel við, er óvíst, eftir þvi sem í ljós hefur komið síðar, að svo vel hefði til tekizt. Það hefði verið geigvænlegt í vikursorta og svartnætti. Frá þvi gosið hófst hefur ver ið unnið látlaust björgunarstarf fram að þessu, fyrst að sjálf- sögðw á íbúum eyjarinnar og siðan eignum, fyrst með því að fiytja alit lauslegt burtu og sið- an að verja fasteignir fyrir eldi og ösku. Vikurinn hefur valdið gifur- legu tjóni á eignum manna og lagt al'lt atvinnulíf í rúst. En þó er hið andlega áfall enn tilfinn- anlegra, og getur í mörgum til- fellum orðið erfitt að bæta það, þó að gera verði ráð fyrir, að veraldlegu hlutirnir verði að fullu bættir. HVABF INN í ATVINNULÍF LANDSMANNA Það fólk, sem lifði og starfaði í Eyjum og undi þar glatt við sitt, hefur nú að minnsta kosti í bili og sumir fyrir full't og allt flutt í nýtt umhverfi. Það er viðbúið, að sumir samlagist þar hinum nýju nágrönnum, háttum þeirra og siðum, meira að segja að sum skipin fyigi með, en mik ill fjöldi mun kjósa að hverfa aftur til eyjunnar sinnar, ef þar verður gert byggilegt ir,nan til- tölulega skamms tíma. Það er því mjög mikilvægt, að endur- reisnarstarfið geti hafizt sem fyrst og það þó að gosinu sé ekki lokið. Hingað til hefur bar- áttan verið varnarstríð við vik- urinn, en nú þarf sóknin að hefj asf. Bílhlass eftir bBhlass verður að fjarlægja úr byggðinni og það þó að áfram haldi að fenna í skörðin. Að lokum standa hús- in fin og falleg eins og fyrr nema þau, sem. orðið hafa ösku og eldi að bráð, og þau verður að reisa að nýju ennþá betri og glæsilegri og auðvitað hinum rúna eiganda að kostnaðarlausu. Fyrir framtíð Eyjanna eru um skiptin — brottflutningur fólks- ins — hættulegust. Allsstaðar vantar hráefni og verkafólk og þar á meðal ekki sízt iðnaðar- verkafólik. Og þarna er jafnvel mesta hættan á blóðtöku, jafn- vel meiri en á eignurn, þvi að þær er hægt að bæta. Það getur tekið langan tíma að bæta góð- an brottfluttan borgara, þó að málitækið segi, að maður komi manns í stað. EYJABNAB OG FBAMTÍÐIN Vestmannaeyjar eru þannig í sveit settar, að þær eru nokkum veginn mitt á milli Þorlákshafn- ar og Hornafjarðar sem lifhöfn fyrir hinni hafnlausu suður- strönd iandsins. Það eru auðug fiskimið báðum megin, sem verða ógjarnan nýtt að ráði af öðrum verstöðvum. En skilyrði þess er vitaskuld, að lifæð Vest- mannaeyja, höfnin, spillist ekki varanlega. Við það eru meira að segja líka bundnar vonir manna um endurheimt eigna sinna. Lífs þægindum, svo sem rafmagni, vatni og símá, ætti ekki að verða vandkvæði á að bæta úr, þó að ilda færi. Um flugvöllinn þarf ekki að ræða, það er svo sjálí- sagt, að hann kemur betri og fullkomnari úr þessari eldskirn. Að þessu öllu uppfylltu og þó einni ósk i viðbót, góðri ferju, sem gengi daglega milli Þorláks- hafnar og Eyja, verða Eyjarnar vonandi lífvænlegri staður og betri til búsetu en flestir aðrir staðir á landinu. Það er því eng- inn vafi á, að byggð verður end urreist í Vestmannaeyjum strax og gosinu lýkur og jafnvel að einhverju leyti fyrr, ekki sízt ef öskufallið hættir. Menn eru nú að ná meira og meira valdi á björguninni og vona, að komið sé yfir erfiðasta hjallann, þó að enn sé of snemmt að kveða nokkuð upp úr með það. Visindin styðja að visu von- ina. 1 dag getur því enginn sagt, hvenær aflafréttir fara að ber- ast frá Eyjum á ný, og mörgum mun á meðan þykja þar skarð fyrir skildi, þegar Vestmanna- eyjar vantar. Komið mötune yti í Eyjum á vegum Rauða krossins 675 máltíðir á 2 klukkustundum BÚIZT er við að 1000 manns mimi verða í fæði hjá mötuneyti Bauða krossins í Vestniannaeyj- um fram yfir næst.u helgi. Mötn- neytið tók til starfa undir um- sjón Bauða krossins fyrir þrem- ur dögum en fram að þeim tínia hafði Sigurgeir Jóhannsson ann azt matseld fyrir björgnnar- menn í Eyjum. í gær og í fyrra- dag voru gest.ir í niötuneytinu af greiddir við mjög erfiðar aðstæð ur um 5000 sinnum hvorn dag- inn með mat og hressingu, en í Eyjum voru þá 1000 manns, 200 við björgun á búslóðnm, 200 við önnur björgunarstörf og 600 Vestmannaeyingar, sem heimild höfðu fengið til að fara til Eyja. Þeir Erling Aspeliund, hótel- stjóri á Hótel Loftleiðum og Stefán Ólafsson, eigandi Múla- kaffis i Reykjavík, fóru til Vest- mannaeyja á þriðjudagimn sem sjálfboðaliðar á vegum Rauða krosisins. Var verkefni þeirra að skipuleggja mötuneytisnekstur i Eyjuim, sem hafði reynzt erfiður vegna skorts á starfsfóiki og bún aði. Að sögn þeirra Erlings og Stefáns voru afgreiddar 675 mál- tíðir í mötuneytinu sem er í húsakynnum ísfélagsins, á tveim klukkustumdum, á timabi'llnu frá ld. 20 til kl. 21 á þriðjudag, en 40 sendar út til slökkviliðs- manna. Lögð er áherzla á að bjóða heitan og næringanmikinn mat, og má geta þess að í kvöld málitíð hafa farið 200 lambalæri og 300 kíló af pylsum. Á mið- vikudaginn borðuðu 1500 manns í mötuneyti Rauða krossins i Vestmanmaeyjum. Matvælainm- kaupin annast skrifstofa Rauða krossins i Rey'kjavi’: og eru þar nú birgðir sem endast munu fram yfir helgi. Matsveinar af hótelum í Reykjavífc og nemar úr Hótel- og veitingaskóla íslands hafa unnið mjög mikið og gott starf í mötiumeytinu, en Sigurgeir Jó- hammsson er þar bryti. Mötuneyt ið er opið frá kl. 7 að rraorgni til 1 eftir miðnæfcti oog sfarfa þar rúmlega 30 manns á hvorri vakt. Við afgeiðslu á slíkiuim fjöitía hefur ekki verið hægt að nota venjulegan borðbúnað. Loftleiðir h.f., gá'fu pappa- og plastílát og bakka sem notuð hafa verið til þessa, og sömuleiðis mjólikur- dufit. Þá hefur Chef Orchid, mat- vælafyrirtæki á Kennedy-flug- velli, sem Loft'leiðir verzla við, EFTIBFABANDI samþykkt var gerð á fundi fulltrúaráðs Kaupmannasamtaka fslands þriðjudaginn 30. janúar sl.: „Fulltrúaráðsfundur Kaup- mannasamtaka Islands vottar Vestmannaeyingum samúð sína sent rúmlega 200 kiló af plastílát um að gjöf til mötumeytisins. Á miorgun eru svo væntanlegar 15000 einingar af plastborðbúnaði með flugvél frá Bandarikjumum. Verksmiðjam Vifilfell hefur líka gefið talsvert magm af drykkjar- íláifcum. Þeir Eriing Aspelund og Stefán Ólafsson munu verða áfram til aðstoðair við rekstur mötuneytis- Vestmannaeyjum. Jafnframt læt ur fundurinn í ljós virðingu sína fyrir stillingu og kjarki Eyja- búa á öriagastund. Fundurinn samþykkir að Kaupmannasam- tök íslands bjóði fram alla þá félagslegu aðstoð sem þau geta í té látið.“ ins og ætluðu til Eyja í dag að huga að frekara skipuiagi þess- ara mála, en þeir áætla þó að verði björgun búslóðia lökið um mæstu helgi muni fóilki i Vest- mannaeyjum fækka um 500 frá því sem nú er. Keyptu fiskflök vegna eldgossins MBL. BABST í gær svohljóð andi frétt frá rússnesku frétta stofunni APN: í REYKJAVÍK standa yfir við- ræður milli íslenzku fyrirtækj- anna „Sölumiðstöðvar hraðfrysti húsanna" og „Sambands ísl. sam vinnufélaga" annars vegar og fulltrúa sovézku utanríkisverzl unarsamtakanna „Prodintorg" hins vegar um söliu á frystum fisk: og flökum til Sovétríkjanna árið 1973. Þann 26. 1. 1973 þegar Prodin torg frétti um náttúruhamfarir þær, sem geisuðu i Heimaey voru samþykkt kaup á fiskflökum frá Vestmannaeyjum og þar með lát inn í ljós skilningur á þeim erfið leikum, sem komið hafa upp á íslaradi. Flökin, sem eru um borð i Hofsjökli verða send beint til Sovétríkjanna og verður ekki skipað upp á íslandi. — APN. Kaupmannasamtökin: Bjóða Eyjafólki félagslega aðstoð MALLORCA 1973 MALLORCA OG LONDON (12 eða 19 dagar) Brottfarardagar: 18. apríl (páskaferð), 20. og 23. maí, 7. og 20. júní, 10. og 24. október. MALLORCA BEINT MEÐ LEIGUFLUGI ÁN LUNDÚNAVIÐKOMU (14 eða 28 dagar) Brottfarardagar: 20. júní, 4. — 18. júli, 1. -— 15. — 29. ágúst, 12. — 26. september. 14. APRIL (10 DAGA PÁSKAFERÐ) Frjálst val um dvöl í hótelum eða íbúðum. Islenzk skrifs tofa Sunnu í Palma annast fyrirgreiðslu farþega okkar. Pantið snemma i Mallorcagerðir Sunnu. FERBASKRlfSTOFftN SUNNA RANKASTRIETI SiMAR 1640012070

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.