Morgunblaðið - 04.02.1973, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1973
Frá skákmótinu
í San Antonio
í ÞÆTTI hér í blaðinu í vet-
ur var sagt lítillega írá
Kjúklingaskákmótinu svo-
nefnda í San Antonio í
Texas. Nú hafa loiks borizt
nánari fregnir af þessu móti,
en því lauk 14. desember.
Úrslit urðu sem hér segir:
1. Portisch (Ungverjal.) 10'/j
v., 2. Petrosjan (Sovétr.) 10 Vá
v., 3. Karpov (Sovétr.) 10 '/2
v., 4. Gligoric (Júgósl.) 10 v.,
5. Keres (Sovétr.) 9/2 v., 6.
Hort (Tékkósl.) 9 v., 7. Sutties
(Kanada) 9 v., 8. Mecking
(Brasilíu) 8 </2 v., 9. Larsen
(Dantn.) 8/2 v., 10. D. Byrne
(U.S.A.) 7. v„ 11. Evans
(U.S.A.) 61/2 v., 12. Browne
(Ástralíu) 6/2 v., 13. Kaplan
(Puerto Rico) 5 v., 14. Campos
(Mexíkó) 3VÍ v., 15. Saidy
(U.S.A.) 3/2 v., 16. Smith
(U.S.A.) 2 v.
Þar sem gerður er greinar-
munur á mönnurn, sem jafn-
marga vinninga hafa í þessari
upptalningu er farið eftir
stigum. Úrslit mótsins voru
óviss allt til síðustu umferð-
ar. Þegar síðasta umferðin
hófst voru þeir Petrosjan og
Karpov efstir og jafnir með
10 v., en Portisch hafði 9(4.
Petrosjan tefldi við Suttles
og Karpov við Mecking. í
báðum skákunum var samið
jafntefli, önnur varð 9 leikir
en hin 11, og sáðan hafa þeir
félagar trúlega ætlað að
Skipta með sér fyrstu verð-
laununum, þar sem Portisch
átti að tefla við Larsen. En
Portisch gerði sér þá lítið
fyrir og vann Larsen létti-
lega í 35 leikjum og með hag-
stæðari stigatölu er hann hinn
raunverulegi sigurvegari
mótsins, þótt verðlaununum
hafi verið skipt. Fékk hver
þeirra þremenninganna rúm-
lega 2.300 doilara í sinn hlut,
eða liðlega 230 þús. krónur.
Fjórði maður, Gligorc, fékk
hins vegar „aðeins" 700 doll-
ara.
Ýmsuim mun þykja sem
framimistaða Ameríkumann-
anna sé ekki sem bezt verður
á kosið, en þá er þess að geta,
að fjórir sterkusitu skák-
menn Bandaríkjanna þeir
Fischer, Kavalek, Lombardy
og R. Byme voru eíkki á
meðal þátttakenda. Donald
Byrne hefur ekki teflt mikið
í meiriháttar mótum undan-
farið og Evains hefur lö->gum
verið harla mistækur. Hins
vegar hefði maður vissulega
búizt við medru af Saidy og
ástralska stórmeistaranum
Browne. Frammistaða Kana-
damannsins Suttles er með
ágætum og hlýtur hann nú
stórmeistaratitií.
Aldursforseti mótsins Paul
Keres hafði forystuna firam-
an af, en í 13. urnferð tapaði
hann óvænt fyrir Evans,
gerði síðan jafntefli við
Smith, s>em er .skákimeistari
Texas, og lok.s varð hann
að sætta sig við jafntefli
við Gligoric, sem þar
með hlaut fjórða sætið.
Það var þó nokkur huggun
fyrir Keres, að hann hlaut
fegurðarverðlaun mótsiiins fyr-
ir skák sína við D. Byrne.
Fetnirða’werðiiaunin, sem
ná.mu 150 dollurum voru gef-
in af Mr. Turover. þeim
eamfa skákáhue'amauioi. eem
hér dva'dist á síðastliðnu
su.m’’i V’ð sikuium nú lí+a á
ckomim,'’le<ru skák.
Hví++: p Keres.
Svart: D. Byme.
Grúnfelds-vöm.
1. d4, Rf6. 2. c4, g6. 3. Rc3
d5. 4. Rf3 (önnur leið, sem
er í hávegum höfð af sóknar-
skákmönnum er hér 4. cxd5
ásamt e4. Einnig hefur verið
leikið hér 4. Bg5, en með mis
jöfnum árangri). 4. — Bg7. 5.
e3 — (Þessi rólegi leikur á
talsverðum vinsæildum að
fagna um þessar mundir, en
einnig er algengt að leika hér
5. Bf4 og 5. Db3). 5. — 0-0. 6.
cxd5, Rxd5. 7. Bc4, Rb6. 8.
Bb3, c5. 9. 0-0, cxd4. 10. exd4
(í skákinni Gliigoric—Portisch
á Olyrnpíumótin u í Skopje
í haust var áframihaldið 10.
Rxd4, Rc6. 11. De2, a5, 12.
Hdl, Rxd4. 13. exd4, a4. 14.
Bc2, Ha5! og svartur náði
betri stöðu). 10. — Rc6. 11.
d5! (Hrekur riddarann og
bindur um leið svörtu peðin á
kónigs vængn uim). 11. — Ra5,
12. Bg5, h6 (Svartur neyðist til
að veikja kóngsstöðu siína lítil
'lega vegna hótunarinnar Hel
og síðan d6) 13. Be3, Bg4. 14.
h3, Bxf3(?) (Svartur kemur til
með að sakna þessa biskups.
Sterklega kom til greina að
leika hér 14. — Bd7). 15. Dxf3,
Rbc4. 16. Bcl, Rxb3(?) (Svart
ur er e.t.v. fulll ákafur i upp-
skiptum. B'skupinn á b3 gat
að vÍ8u orðið hættuiegur, en
engu að síður kom til gre'na
að leika hér Rd6 ásamt
Rac4 og síðan e.t.v. R?5. Nú
fær hvítur hálifopna línu fyr-
ir hrók nn og svörtu peðin á
drottningarvæng v'iða nve ta
áhyggjuefni %n hvíla o.-ð ð á
b3). 17. axbs, Rd6. 18. Hel,
He8. 19. Be3, a6. (Svartur
neyðist til að veikja peðastöð
una. Nú verða reitirnir b6 og
c5 til'va,'dar holur fyrir menn
hvíts). 20. Bf4, Dd7. 21. Ha4!
(Hirókurinn á nú greiða leið
til sóknar gegn svörtu kóngs-
stöðunni). 21. — Hac8. 22. g4,
a5!? (Svartur reynir að
flækja stöðuna. Eftir 23.
Hxa5, Dc7 hefði hann kannski
nokkra von um mótspil. Ker
es er hins vegar al'ltof lífs-
reyndur til þess að gleypa
við svona peðum). 23. Be5!
(Fjarlægir bezta varnarmann
svarts). 23. —- Hc5. 24. HÍ5,
Bxe5 (Svartur má að vísu
varla við þvi að láta þennan
biskup aí hendi, en staða hans
væri heldur ekki glæsileg
eftir 24. — f6. 25. Bd4, Hec8.
26. Ra4, ásamt Rc5, e6). 25.
Hxe5, b5. 26. De3, Dc7. 27.
Hf3, b4. 28. Re2, a4 (Býður
heim skemmtitegri lokaleik-
fléttu, en eftir 28. — Kh7 29.
Rd4 átti svartur fárra kosta
völ). 29. Dxh6, a3. 30. bxa3,
bxa3. 31. Hg5, a2. 32. Hxf7-!).
(Það er ekki á hverjum degi
sem menn geta leyft andstæð
ingnum að koma upp drottn-
ingu með skák t'l þess eims
að gefast upp i næsta leik).
32. — al = Df. 33. Kg2 og
svartur gafst upp, þar sem
hann er óverjandi mát.
Jón Þ. Þór.
Sjúkraliðor
Sjúkraliðar óskast að Vistheimilinu Arnarholti nú þegar.
Upplýsingar gefur forstöðukona Borgarspitalans í síma 81200.
Reykjavík, 2. 2. 1973.
BORGARSPlT alinn.
LE5IÐ
DRGIECn
Skrifstofuhúsnœði
Til leigu skrifstofuhúsnæði í miðbænum. Húsnæðið er
5 herb. og laust frá 1. marz n.k. Sanngjörn leiga.
Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 8. febrúar n.k.
merkt: „9441“.
senoin
Rauðir
Nýja tízkan
DANSKIR
HÁLFHÁIR
KULDA-
SKÓR
FRÁ
Úr vönduðu skinni
PÓSTSENDUM
Dómus Medicu
Sími 18 519
wmmmmmmmmBmmmmmammsmamaamMmmmmam
ÚTSALA - ÚTSALA
HAFNARFJÖRÐUR
Peysur og undirfatnaður kvenna, gallabuxur, bolir
og barnabuxur, ullargarn, Acrylgarn, skófatnaður
og fleira.
Gjörið svo vel og litið inn.
Verzlunin PERLAN,
Strandgötu 9.
Kantlímingarpresso
Höfum fyrirliggjandi PANHANS kantlímingarpressu.
Hagstætt verð.
G. ÞORSTEINSSON OG JOHNSON,
Ármúla 1, sími 24250.