Morgunblaðið - 04.02.1973, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1973
SAGAN
— Þú ert sannarlega orðin
ftn, sagði frú Brown, og horfði
á fallegu fötin á Blanche.
— Allt öðruvísi. Ég man forðum,
þegar...
Blanche gekk út. Pétur tók i
handlegginn á Jenny, og þrýsti
honum að sér, svo að lítið bar á,
en Cal, sem stóð úti í dyrum sá
það samt. Það voru engin tök á
því að segja Cal, að Pétur hefði
verið oí fljótur á sér og tekið
of djúpt í árinni — ekki að það
skipti nú neinu máli, hugs-
aði Jenny, er hún mætti fjar-
rænu augnatilliti Cals. Það
hafði hann gert henni ljóst,
kvöldið áður, rólega og vingjarn
iega.
Hún steig upp í bílinn. Hún
óskaði þess heitast, að hún hefði
getað talað við Cal undir fjögur
augu, að minnsta kosti nógu
lengi til þess að spyrja, hvers
vegna hann vildi ekki segja
Pétri frá svefntöflunum.
Nú sat Blanche í aftursætinu
við hliðina á Jenny. Dod-
son var, ef mögulegt var, ennþá
ólundarlegri en kvöldið áður.
Hann var í fleginn: skyrtu og
skinnjakka og var áberandi viga
legur. Hann spurði ekki einu
sinni um heimilisfang Jennyar,
en beygði inn í þvergötuna og
stanzaði við húsið. Blanche
sagði: — Nú, jæja . . .
Það var vist ekki annað hægt
að segja. Jenny þakkaði Dod-
son sem snuggaði eitthvað, og
steig út úr bílnum. Hún beið
þangað til sportbíll Dodsons —
eða öllu heldur Arts — var
kominn fyrir hornið, gekk svo
yfir í Þriðjutröð og fann lása-
smið, sem lofaði að koma eftir
tvo tíma og setja nýja læsingu
fyrir íbúðina hennar. Þá mundi
hún, að hún hafði ekki fengið
Hfínol eftii mídncetti
M.G.EBERHART
neinn hádegisverð og gekk inn í
kaffistofu og fékk sér kaffi og
hamborgara. Hún kunni þvi vel,
hve fáir voru þama inni á þess-
um ómerkilega veitingastað. Á
leiðinni heim kom hún við í
blaðasölu og keypti sér dag-
blað.
Það var einhver síðdegisró
yfir leiguhúsinu. Líklega voru
flestir íbúarnir vinnandi fólk.
Henni var ekki beinlínis vel við
að opna dymar að íbúðinni
sinni og fara þar inn, en hún
var nú óhreyfð, eins og hún
hafði skilið við hana, ásamt Cal,
og bar það með sér, að þar
hefði enginn verið á ferð.
Hún flýtti sér að lita yfir alla
ibúðina — skápa, baðherbergi og
eldhús. Það spillti ekki að vera
alveg viss, hafði Cal sagt. Ekk-
ert var fært úr lagi og engin
merki eftir neitt aðkomufólk, en
fingert ryklag yfir öllu.
Hún opnaði gluggann og loft-
aði út meðan hún las blaðið.
Enda þótt nafn Péturs væri ef
til vili mikilvægt í fréttinni, þá
var það samt ekki nógu mikil-
vægt til að komast i forsíðufyr-
irsagnir eða teljandi rúm til
lengdar. Inni í blaðinu
var stutt frétt um morðið á frú
Vleedam og réttarhaldið. Nið-
staða réttarhaldsins hafði sýni
lega verið of seint á ferðinni til
þess að komast í fyrstu útgáf-
una af blöðunum.
Hún ætlaði að fara að þurrka
af, þegar lásasmiðurinn kom.
— Nú ætti öllu að vera óhætt,
sagði hann, þegar hann hafði
lokið verkinu. — Hérna eru
lyklarnir yðar.
Ég skal ekki týna þessum,
sagði Jenny og greiddi síðan
manninum verkið.
Því fleiri lyklum sem þér
týnið, því meira græðum við.
í þýðingu
Páls Skúlasonar.
— Þakka yður fyrir.
Ibúðin sýndist svo tóm eftir
að hann var farinn. En skráin
var skínandi itigur og ný og það
var nokkur huggun. Enginn
skyldi reyna við þessa skrá með
lykli sem hún hefði týnt. Hún
hafði nú reyndar ekki týnt hon-
um, heldur hlaut einhver að
hafa stolið honum. Pétur —
Cal — Blanche Eða þá morð-
inginn? Þetta var óhugnanlega
stutt nafnaskrá.
Hún þurrkaði af og lagaði til.
en síminn orkaði enn á hana
eins og segull. En Cal mundi
ekki hringja til hennar. Hann
hafði þvegið hendur sínar vegna
velvakandi
Velvakandi svarar í síma
10100 frá mánudegi til
föstudags ki. 14—15.
i_____________________________
0 Bundinn er sá,
er barnsins gætir
Sigríður Pétursdóttir skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Þriðjudaginn 16. janúar 1973,
ef ég man rétt kom félagsráð-
gjafi fram í sjónvarpinu meðal
annarra í-þætti þar sem fjallað
var um vandmál einstæðra for
eldra. Stjómandi þáttarins
spurði m.a. um fjárhagsástæð-
ur þessa fólks. Félagsráðgjafinn
svaraði því til að „einstæð móð
ir með fjögur börn, hefði um
24.000.- kr. á mánuði og væri
hún í ódýrri húsaleigu t.d. hjá
bænum og greiddi sem svarar
4.000,- á mánuði fyrir húsnæði;
ætti hitt að duga fyrir hana og
börnin. Ef við reiknum með 30
dögum í hverjusm mánuði verða
þetta 606.06 á dag eða
kr. 121.02 á mann miðað við
fimm manna fjölskyldu.
Þegar sá atburður gerðist nú
á dögunum að maður slasaðist
mjög illa við að bjarga fólki
undan óðum byssumanni, kom
fram í blöðum að fjölskylda
hans átti að fá kr. 509,- á dag.
Bæði blaðamenn og aðrir töl-
uðu um þetta sem smánarlega
upphæð og einhverjir skrifuðu
I Velvakanda og sögðu, að af
þessu væri ekki hægt að lifa.
Sem betur fór safnaðist þessum
manni fé, sem hann hefur fylli-
lega unnið fyrir, svo að fjöl-
skylda hans þarf ekki að draga
fram lífið á þessum sultarlaun-
um.
0 Hvernig er hægt að lifa
á 121 krónu á dag?
En þá vil ég spyrja félags-
ráðgjafann: „Hvernig get-
ur nokkur móðir, (í þættinum
var tekið fram, að átt væri við
móður) fætt og klætt börn sín
sómasamlega af kr. 121,- á dag?
Eða er ekki ætlazt til, að börn
einstæðra mæðra eða feðra
njóti þess sama og aðrir þegn-
ar þjóðfélagsins.
Félagsráðgjafinn tók fram,
að lltið hefði verið gert til þess
að auglýsa félagsmálastofnun-
ina. Hér er kjörið tækifæri: ger
ið grein fyrir þvi í víðlesnasta
blaði þjóðarinnar hvernig
fimm manna fjölskylda „lifir"
af 121 krónu á dag fyrir hvern
fjölskyldumeðlim þegar kg af
kjöti kostar langt á annað
hundrað krónur og fiskur
60—80 kr. hvert kg., svo ekki
sé minnzt á fatnað eða meðul
og læknishjálp, en e.t.v. eiga
börn einstæðra mseðra ekki að
l,eyfa sér að veikjast eða vera
hliýtt klædd.
Þetta er mörgum öðrum en
mér umhugsunarefni hvernig
fólk, sem á víst að vera vel að
sér á þvi, sem það fjallar um,
getur látið sér aðra eins fjar-
stæðu um munn fara.
0 „Húsnæði hjá bænum“
Svo er það einnig umhugs-
unarefni, hvað félagsráðgjaf
inn átti við með „ef hún hef-
ur húsnæði hjá bænum“. Átti
að koma því inn hjá
þorra fólks, að einstæðar mæð-
ur séu „á bæ“ með húsnæði?
Ég þekki margar, sem vinna
baki brotnu til þess að sjá fyr-
ir börnum sinum og hafa aldrei
þegið af bæ, svo það er alveg
óþarfi að koma þeirri athuga-
semd að, þó að einhver móðir
hafi þurft að leita á náðir bæj-
arins um stundarsakir, vegna
húsnæðis fyrir sig oig böm sín.
Við bíðum mörg eftir
skýringu á þvi hvernig hægt
sé að lifa á kr. 121.02, það
verður nefnilega llítið eftir hjá
mörguim þegar búið er að
greiða skatta og sikyldur e.t.v.
getur félagsráðgjafinn nú
kennt þeim að lifa af þvi sem
hún ætlar móður og börnum.
En eitt veit ég. Félagsráðgjaf-
ar og þá væntanlega börn
þeirra einnig eiga ekki að lifa
af þessari Simánarupphæð, ef
tekið er tillit til kaupkrafna
þeirra. Það ætla þeir öðrum.
0 Mannréttindi
1 25. gr. Mannréttindayfirlýs
ingar Sameinuðu þjóðanna sem
Island er aðili að, stendur svo
í 25. grein. „1) Hver maður á
kröfu til l'ifskjara sem nauð-
synieg eru tií vemdar heiisu og
vellíðan hans sjálifs og fjöl-
skyldu hans. Telst þar tii mat-
ur, klteðnaður, húsnæði, lækn-
ishjálp og nauðsynleg félags-
hjálp. 2) Mæðrum og bömum
ber sérstök vernd og að-
stoð. Öll börn, skilgetin sem
óskilgetin, skulu njóta sömu fé
lagsverndar.“
Ég bið félagsráðgjafann að
athuga þetta. Þarna er
ekki gerður munur á börn
um einstæðra mæðra og öðrum
bornum, sem svo heppin eru að
njóta samvista við báða for-
eidra. Vona ég nú, að ekki
standi á svari.
Virðingarfylllst,
Sigríður Pétursdóttir.
0 Setið fyrir svörum
Júlíus Ingvarsson skrifar:
Það er eins og að vera gefið
utan undir að vera vitni að slík
um atburði sem flutningur sjón
varpsþáttarins „Setið fyrir
svörum", var á dögunum. Þar
var samankominn hópur
hrjáðra og heimilislausra Vest-
mannaeyinga annars vegar og
nokkurra framámanna í björg-
unar- og úrræðamálum þeirra,
hins vegar. Þó vil ég undan-
skilja tvo þeirra, þá Magnús
bæjarstjóra í Vestmannaeyjum
og Sigurð Þórarinsson jarð
fræðing, en þeirra svör
voru bæði greinargóð og upp-
lífgandi eftir atvikum. Eiga
þeir þakkir skilið, en víkjum
þá að hinum.
Forráðamenn Almanna
vama voru nú örlátið ráðvillt
ir, enda engin furða, eftir að
FLORIDA
AUGLYSINGASTOFA KRIST1NAR 36.2
Með sófasettinu FLORIDA kynnum við merka
nýjung.'Sófinn er jafnframt fullkomið hjónarúm
af beztu gerð, þótt engan gruni við fyrstu sýn,
að um svefnsófa sé að ræða.
KJÓRGAROI SÍMI 16975
hafa tekið margar og mikilvæg
ar ákvarðanir undanfarið, sem
sumar hverjar hafa brotið í
bág hver við aðra. Til dæm-
is virtist herra landlækn-
ir (ekki man ég nú hvað hann
heitir) ekki geta svarað spyrj-
endum greinilega öðru en því,
að nú væru Vestmannaeyjar
hættusvæði (þ.e.a.s. svæði, sem
er hættulegt) og þá sérstaklega
innfæddum, eins og greinilega
hefur komið fram í aðigerðum
Almannavarna. Eftir að hafa
íhugað málið, finnst mér orðið
hættusvæði yfirleitt eiga við
um það svæði, sem fyrirbrigð-
ið Almannavarnir er í nám-
unda við. Svör Péturs Sigurðs
sonar voru þó skárri, þótt ég
efist urn að þau hafi veitt spyrj
endum nokkra úrlausn.
Aftur á móti voru svör for-
sætisráðherra með öðrum hætti
og verður að teljast allifurðu-
legt með hvaða hætti þau voru
oftast fram sett, sérstak-
lega þegar tekið er tillit til
þess, að efni spurninganna var
viðkvæmt mál. Það er algjör
óhæfa að öskra framan í fólk,
sem er að reyna að fá
vitneskju um hvað sé til úr-
ræða vegna ömurlegs hlutsikipt
is. Ekki geri ég ráð fyrir að
því hafi verið blátur í hug,
enda verkuðu svörin eins og
svipuhögg í andlitið. Það er
kannski hægt að láta svona
heima hjá sér, en ekki á al-
mannafæri.
0 Aðkomumenn hæfari
en heimamenn
Við björgunarstarfið í Vest-
mannaeyjum hafa ýmsir þeir
hlutir gerzt, sem íslendingum
er enginn sómi að á stund eins
og þessari. Vonandi verður aHt
sltkt tekið til meðferðar á rétt-
an hátt, þegar þar að kemur.
Eða hvers konar ráðstafanir
eru það, að senda ókunna menn
til starfa í Eyjum, svo sem við
útskipun á fiski og annarri
vinnu, á sama tiima sem heima-
mönnum er skipað að halda si'g
í landi. Mætti draga þá álykt-
un, að þeir séu ekki
sjálfbjarga á við aðra, né haifi
þekkimgu á þessum s törf -
um, eða voru útskipunarstörf-
in unnin í sjálfboðavinnu ? Og
hverjir réðu þessu? Bara þetta
atriði gæti hæglega brotið nið-
ur andlega sterkan mann, þó
ekki væri við svona átakanleg
skilyrði, en þrátt fyrir allt
óska ég þess, af heiilum huig,
að Vestmannaeyinigar standi
fast saman og Háti ekki bug-
ast og fái ríkuleg laun fyrir
dugnað sinn og dómgreind við
þessa hörmulegu athurði.
Júlíus Ingvarsson,
Hraunbraut 6,
Kópavogi."