Morgunblaðið - 09.02.1973, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. FEBRUAR 1973
3
GJALDHEIMTAN
MEÐ GÍRÓSEÐLA
Frá loðnulöndnn í Grindavík I gær.
(Ljósim.: GuðiíÍTOTUx).
Allur flotinn á land-
leið með fullfermi
TIL ÞESS að auðvelda gjaldend
um í Reykjavik greiðslu opin-
berra g-jalda, hafa verið prentað
ir sérstakir giró-seðlar, merktir
Gjaldheimtunni í Reykjavik og
þeim dreift í alla banka, bankaúti
bú og sparisjóði, svo og aðalpóst
hús og útibú þess auk póstgíró-
stofnnnar. Giróseðlar em afhent
ir gjaldendum ókeypis. Sérstakir
60 millj.
til RKÍ og
kirkjunnar
TÆPLEGA 60 miltjónir króna
hafa nú horizt Rauða krossi ís-
lands og Hjálparstofnun þjóð-
kirkjunnar í Vestmannaeyjasöfn
unina. í gær barst RKÍ m.a. 10
þúsund sterlingspunda framlag
frá brezkum stjórnvöldum en það
er um 2 milljónir 320 þúsund kr.
í»á barst Hjálparstoínun kirkj -
unnar í fyrradag 398 þús. króna
framlag, sem er söfnunarfé í Moe
fefflssveit, en þar með eru talin
íramTög vist- og starfsfólks á
Reykjalundi, í gær bárust og 420
þúsund krónur, sem Lionsklúbb
ur Búðardals safnaði og 120 þús-
und krónur sem KiwaniisKIúbbur
inn í Gerðahreppi safnaði.
Rauða krossinum hafa nú bor
izt 41 milljón 770 þúsund krónur,
en Hjálparstofnuninni hafa bor-
izt 17,5 milljónir króna í Vest-
marmaeyjasöfnundna.
Enginn f undur
SAMNINGAFUNDI í togaradeil-
unni lauk í fyrradag án árang-
uris. Annar fundiur hefur enn
ek'ki verið boðaður.
seðlar eru fyrir innborganir á
fasteignagjöldum og aðrir fyrir
innborganir á opinberum gjöld-
nm samkvæmt skattskrá.
Áríðandi er, að þeir sem greiða
fasteignagjöCid, skrái götuheiti og
fasteignanúmer á seðdlinn, en sé
um að ræða greiðslu opinberra
gjalda samkvæmt skattskrá,
þarf gjaidandi að skrá nafn sitt
og nafnnúmer. Kvittun á gdró-
seðil jafngildir í öllu tilliti kivitt
un frá Gjaldheimtunni.
(Fréttatilkynriinig frá
G j aldheimtunni).
Vörur
hækka
uml,8%
SÖLUSKATTUR hækkar hinn 1.
marz næstkomandi úr 11% í 13%
vegna sérstakis viðlagagjalds á
söluskattsstofn, en þetta er gert
sökum neyðarráðstafajia vegna
jarðelda á Heimaey. Þessi 2%
hæktkun söhiskatts heifiir þau
áhrif að vörur, sem eru með
söluskatti hækka allar um 1,8%.
Vara setn að stofni ti! kostar
100 krónuir, kostaði út úr búð 111
króniur, en keorur til með að
kosta eftir hækfcunina 113 krón-
ur. Mjólk, kjöt og nýr ffckur em
ekki mieð áreiknuðum söluskatti
þannig að þetta viðdagagjald kem
ur ekki til með að hafa áhrif á
þær vömr til hækkiunar. Þá er
ektki Ijóst, hvemig t. d. bensin
hækkar, þar sem verðjötfriunar-
atriði koma þar inn i. Sama gild
ir mieð allar vömr, sem verðj öfn-
un er á.
ALLUR loðnuveiðiflotinn var
annaðhvort á landleið í gær
með fullfermi, eða menn biðu
í höfnum eftir að geta losað í
það þróarrými, sem losnaði á
hverjum stað. Mikil loðnuveiði
var í gær og hafði þá verið frá
því klukkan 10 á miðvikudags-
morgun, er brælunni létti á
miðunum við Hvalbak. í gær
höfðu tilkynnt sig um 50 skip
með fnllfermi, 15 til 18 skip voru
á Austfjarðahöfnum og biðu
löndunar, en 20 skip voru á Ieið
til Þorlákshafnar og Grinda-
víkur, en frá miðunum til Þor-
Iákshafnar er 20 til 22ja stunda
sigling.
Um borð í bátumum, sem
biðu á Austfjarðahöfrium var
gizlfcað á að væm um 4000 totrm
áf loðnu. Síðastliðitnn laugardag
var búið að landa samtals 37
þúsund tonrium og í gær var
gróflega gizkað á að landað
hefði verið um 60 til 70 þús-
und tonmum, en samantekt á því
lá þá ekki fyrir.
Þeir bátar, sem fara þurfa
fyrir Reykjanesið til þess að
lamda þuría að sigla frá miðun-
um á annan sólarhring og með
llöndun má gera ráð fyrir að
sigling firam og til baka frá mið-
unum taki um 3 sólarhrimga.
Spáð viar morðlægri átt áíram á
miðumum í gær og því lílkur til
að áfram verði sú mokveiði,
sem verið hefur. Þrír eða íjórir
bátar voru í gær á norðurleið
og ætluðu að landa á Raufar-
höfn, en þar var búið að til-
fcynma, að ioðnumóttaka gætl
hafizt.
V estmannaey j ahöf n;
Eiðið opnað á
teikniborðinu
Á 1-2 mánuðum er hægt að gera
nýja innsiglingu úr norðri
GERÐIR hafa verið frumdrætt
ir að nýrri innsiglingu í Ve«t-
mannaeyjahöfn ef til slíkra
framkvæmda kynni að koma.
Halldór Hannesson deUdar-
verkfræðingnr hjá Vita- og
hafnaniálastjóm hefnr unnið
þessa frumathugun og er í
henni gert ráð fyrir rennu í
gegn um Eiðið á milli Heima
kletts og Klifsins. Jafnframt
yrðu gerðir hafnargarðar fyr-
ir þessa innsiglingu úr norðri.
Remnan í gegn um Eiðið
yrði 45 metra breið með 5 m
dýpi miðað við stórstraums-
meðalfjöru, en með þeim halla
sem yrði á rennumni frá 5 m
dýpiskanti til beggja hliða
yrði hún talisvert breiðari. Um
það bil 100 þús. rúimmetra af
jarðvegi þyrfti að taka úr Eið
inu til þess að gera renrauna,
en það er svo til sama magn
og þyrfti í þá tvo hafmargarða,
sem gert er ráð fyrir á frum
teikningum. Þó ber þess að
geta að talsverðar breytingar
yrðu líklega gerðar á stað-
setnimgu hafnargarðanna, þ.e.
vestari garðurinn myndi lík-
lega byggjast lengra út, en sú
auistari yrði jafnvel ekki
byggður.
Á frumteiknin.gunni ná
hafnargarðamir tveir um 200
rraetra út frá Eiðin-u, en þar
er um 10 metra dýpi. Um 5,5
metra dýpi þarf til þess að öll
íslenzk skip geti siglt um inn-
siglinguna. Hausar hafnar-
garðanna yrðu líklega gerðir
úr tveimur stálbrúsum, 15 m í
þvermál, en þilið til lamds úr
jámi, stálbrúsum eða grjóti.
Ef grjót yrði notað þyrfti um
100 þús. rúmmetra. Sýnt er þó
að ekki er hægt að nota efnið
úr rennunni í garðana, því að
það er allt of smágert.
Verajuleg innsiglingarleið í
Vestmanraaeyjahöfm nú er um
50 metra breið milli hafnar-
garðanna miðað við innsigl-
ingarmerkin. Geta má að inn-
siglingim í Grindavíikurhöfn er
30 m bneið.
Það ódýrasta við gerð inn-
siglirLgarinnar í gegn um
Eiðið er gerð remnumnar.
Myndi hún kosta nokkra tugi
milljóna, en öll framkvæmd-
in eins og frumathugun gerir
ráð fyrir miyndi kosta 120—
130 milljónir kr. Gerð rennu
í gegn um Eiðið. Fyrst kom
Ijúlka innan tveggja mánaða
frá því að byrjað yrði á verk-
inu.
Fimmta hluta efnisins væri
hægt að ýta upp, moka
fimmta hluta til og 60% þyrfti
að dæla með sanddæluskip-
um, en þau eru Sandey, Hák-
VESTMANNAEYJAR EIÐI
SKYNDIAÆTLUN UM AO RJÚFA EIÐIÐ,
VERJA SKARDIÐ ME€ 6ÖRÐUM, SEM
MYNDA NÝJA INNSIGLINGU I HÖFNINA.
JAN. 1973.
Innsiglingin í Vestmannaeyjahöfn var fær í gær, en höfð loknð af öryggisástæðlmn.
Á kortinn sést frnmhugmyndin að gerð innsiglingar í gegnum Eiðið ef til kæmi.
ur og dæluskip Vesbmannaey-
inga sjálfra.
Umræður í Eyjum hafa oft
komið upp á þessari öld um
það að gera nýja innsiglingu
í Vestmannaeyjahöfn og hef-
ur ávallt verið rætt um rennu
í gegnum Eiðið. Fyrst kom
slík hugmynd upp um alda-
mótin, en þótti ekki tækni-
lega framikvæmanleg þá.
- á.j.
•s.
(