Morgunblaðið - 09.02.1973, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1973
Fa
JJ HÍLAl.IAUi\
'AiAjm
22*0*22*
RAUOARÁRSTÍG 31
BILALEIGA
CAR RENTAL
21190 21188
14444 g 25555
mfim
BILALEIGA -HVEFISGOTU 103
14444 25555
SKODA EYÐIR MINNÆ
SHODH
LEIGAN
AUÐBREKKU 44-46. -
SlMI 42600.
Lokað í dag
eftir hádegi vegna Jarðarfarar
Ragnheiðar A. Ingólfsdóttur,
Sigluvogi 13.
Tœkni hf.
Vélapakkningar
Dodge ’46—’58, 6 strokka
Dodge Dart '60—’7C,
6-—8 strokka
Fiat, allar gerðir
Bedford, 4—6 strokka,
dlsilhreyfill
Buick, 6—8 strokka
Chevrol. ’48—’70, 6—8 str.
Corvair
Ford Cortina ’63—’71
Ford Trader, 4—6 strokka
Ford D800 ’65—’70
Ford K300 ’65—’70
Ford, 6—8 strokka, ’52—'70
Singer - Hillma'i - Rambler
Renault, flestar gerðír
Rover, bensín- og dísilhreyflar
Skoda, allar gerðír
Simca
Taunus 12M, 17M o«_ 20M
Volga
Moskvich 407—408
Vauxhall, 4—6 strokka
Wiltys ’46—'70
Toyota, flestar gerðir
Opel, allar gerðir.
þ. É\m & co
Símar: 84515
Skeifan 17.
84516.
Lögvitring-
urinn
Tíminn hefur nú tekið sér
fyrir hendur að verja það, að
ríkisstjórnin sendi engan
mann til þess að túlka sjónar
mið íslendinga fyrir Alþjóða-
dómstólnum í Haag. Nú síðast
í gær vitnar blaðið í þau um-
mæli forsaetisráðherra, „að
öll þau rök, sem fslendingar
geti fært fram málstað sínum
til stuðnings, hafi legið og
liggi fyrir dómstólnum".
Af þessu tilefni er rétt að
leggja eftirfarandi spurning-
ar fyrir ritstjóra Timans, en
hann virðist einn af helztu
þjóðréttarfræðingum rikis-
stjórnarinnar.
1. Voru þessi gögn send af
islenzku ríkisstjórninni? Og
ef svo er, gat ekki þá verið
hætta á þvi, að íslendingar
viðurkenndu lögsögu dóm-
stólsins með því að leggja
þessi gögn fyrir dóminn?
Ennfremur væri rétt að fá
upplýst, hver er munurinn á
þvi að senda þessi gögn til
dómstólsins og að senda jafn-
framt mann til þess að skýra
gögnin enn betur fyrir dóm-
urunum.
2. Var dómnum skýrt frá
því, að það hefði verið skiln-
ingur islenzkra stjórnvalda,
að sérhver útfærsla íslenzku
landhelginnar tæki gildi
gagnvart Bretum og Þjóðverj
um þegar i stað, þrátt fyrir
málsskot til Haag, og að þess
ar þjóðir hefðu ekki mótmælt
þessum skilningi? Ef ekki var
skýrt frá þessum skilningi ís-
lenzkra stjórnvalda, þá af
hverju?
3. Var dómmun slcýrt frá
niðurstöðum Norðvestur-At-
lantshafsfiskveiðiráðsins í
júní sj., en þar lýsir ráðið
þeirri skoðun sinni, að
minnka þurfi veiði á islands
miðum nm nær 50% ella séu
fiskstofnarnir þar i hættu?
Ef þetta var ekki gert, af
hverju var þá þagað yfir þess
um upplýsingum? Voru þær
ef til vill óhagstæðar Islend-
ingum?
4. Ef það er skoðun ís
lenzku rikisstjómarinnar, að
útfærsla landhelginnar sé
einkamál islendinga og komi
ekki öðrum þjóðum við, af
hverju eru íslendingar þá að
taka þátt í alþjóðaráðstefnum
uni hafréttarmálefni í þeim tii
gangi að settar séu alþjóða-
reglur, sem heimili okkur
ótvírætt að færa út okkar
f iskveiðilögsögu ?
Alþýðublaðið
Allir þeir, sem starfa við
blöð þekkja það, að stundum
koma upp alls kyns gróusög-
ur, sem lítill fótur er fyrir.
Þekkja allir blaðamenn það
af eigin reynd, að þegar til
átti að taka, var einungis um
að ræða endurtekningu á æv
intýri H. C. Andersens um
fjöðrina sem varð að hænu.
Að líta á blöð sem einhvera
konar ævintýrabækur handa
fréttaþyrstu fólki, er mjög
hæpin afstaða, ef blöðin eiga
að gegna sínu hlutverki.
íslenzk blöð hafa hingað
til verið blessunarlega laus
við æsifréttir byggðar á nán-
ast engum heimildum. Þau
hafa gert sér far um að skýra
rétt frá almennum atburðum
og hafa forðazt það að nota
óhamingju annarra sér að
söluvöru. En síðustu misseri
virðist vera orðin talsverð
breyting á afstöðu sumra blað
anna, og þau virðast í æ rík-
ara mæli taka sér erlend æsi
fréttablöð til fyrirmyndar.
Slík þróun jTði mjög til
óheilia íslenzku þjóðiífi. Og
það er vissulega ástæða til
þess að vara stjórnendur
þeirra blaða við, sem ætla sér
að skapa grundvöll undir
blaðaútgáfu sina með því að
skrifa æsifréttir á borð við
forsíðufregn í ranima, sem
birtist í Alþýðublaðinu í gær.
spurt og svarað Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið í síma 10100 kl. 10—11 frá mántidegi til föstudags og biSjið um Uesendaþjónustu Morg- unblaðsins.
Sigríður Ásgeirsdóttir, Fjöln
isvegi 16, spyr:
1. Mig minnir að Indriði G.
Þorsteinsson, framk.vaemda.stj.
þjóðhátíðarnefndar, hafi látið
svo um mælt í sjónvarps-
þætti, að í tilefni þjóðháitíðar
1974 ætti að neisa bókhlöðu
fyrir um 250 millj. kr., forn-
aldarbæ fyrir um 60 millj. kr.
og e. t. v. víkingaskip fyrir um
8 milljónir kr. Eru þessar
„minnistölur" réttar?
2. Hver er áætlaður kostn-
aður við háfíðahöldin sjálf?
3. Hefur iiorn i ð til tals að
hætta við þetta allt saman og
•áta féð renna í Ve.sbm.anna-
ey j asöfnunin a ?
Indriði G. Þorsteinsson fram
kvænilastj. þjóðhátíðarnefnd-
ar svarar:
1. Þessar ,gninnistölur“ eru
ekki réttar. Hvað snertir bygg
ingu bókhlöðu í tilefni 1100
ára afmælis Islandshyggðar
get ég ekkert um sagt. Það
mál heyrir undir sérstaka
nefnd, sem skipuð var til að
gera tillögur þar um. Dr Finn
bogi GuSmundsson er fonmað
ur þeirrar nefndar.
Þjóðlhátíðamefndin hefur
gert tillögu um að söguaidar-
bær verði reistur. Áætlunin
um byggingarkosfnað hans
hljóðar upp á uim 12 millj. kr.,
svo að þar skakkar allmiklu
frá „minnistölu” fyrirspyrj-
anda. Hins veg.ar liggur það
fyrir, að aðeins hluti þess
kostnaðar lendir á rí'kissjóði
vegna framlaga annars stað-
ar frá.
Um smíði á knörr eða vík-
ingaskipi er það að segja, að
hjá nefndinni feliur það undir
annan lið: „verk annarra". Það
eru ýmsir áhugamenn sem
hafa átt hungmyndina að
þessu, og ef af verður bera
þeir, en ekki þjóðhátíðamefnd
in eða ríkissjóður, kostnað
þar af.
2. Vinna þjóðhátíðamefndar
nú liggur m. a. í því að finna
út hver raunverulegur kostn-
aður við hátíðahöldin 1974
verður. Sú áætlun verður sáð-
an lögð fyrir ríkisstjóm.
3. Um þriðja liðinn geta
nefndarmenn eða starfslið
nefndarinnar ekkert sagt.
Nefndin er undiraðili þings
og stjórnar, skipuð til að
vinna ákveðið verkefni. Við
öf’iu.m allra gagna og gerum
áætlanir en endanlegt úrskurð
arvald um hvað gert verður
er í höndum ríkisstjómar.
T. .1. Brand, Barmalilíð 48,
spyr:
Hverjir ráðstafa þvi fé, seim
safnast til Vestmannaeyinga
og ekki fer beint til bæjar-
sjóðs Vestmannaeyja eða út-
gjalda sem hann verður að
bera?
Björn Tryggvason, forni.
Rauða kross íslands, svarar:
Móttökuaðilar framlaga til
Vestmannaeyinga eru fjórir.
Ríkissjóður tekur við gjöfum
frá erlendum ríkisstjórnum.
Hjálparstofnun kirkjunnar
hefur tekið við fé úr útréttri
hjálparhendi margra og ráð-
stafar því til hags fyrir Vest-
mannaeyinga.
Rauði kross Islands hefur
þegar notað eða ráðstafað um
20 millj. kr. af því sem til
hans hefur borizt til alls kyns
hjálparstarfs við Vestmann®-
eyinga og t. d. til búslóða-
flutninga fyrir þá, sem sagt
til neyðarhjálpar. Nú er einn-
ig tekið að huga að félagslegri
uppbyggingu fyrir fóikið og
að henni er hlúð á Reykjavik-
ursvæðinu og viðar og hefur
tekizlt samstarf milli RKl og
Hjálparstofnunar kirkjunnar
á því sviði.
Fjórði aðilinn er bæjars jóð-
ur Vestmannaeyja og vil ég
sérstaklega benda félagshóp-
um og einstakiingum að !áta
gjafir sinar ganiga til hans,
því álag á hann er gifurlegt
en tekjuhliðin nánast engin,
því útsvarstekjur hafa með
öllu fallið niður svo og aðrir
fcekjuliðir.
Ráðumst ekki á garðinn
þar sem hann er lægstur
Úthlutun stöðvuð á 90 íbúðum í Breiðholti
— STÖÐVUÐ hefur verið
útlihitun á 90 íbúðum í Breið-
holti. Af þeim eru þrjátíu og
sex 2ja herbergja og fimmtíu
og fjórar 3ja herbergja. Voru
þessar íbúðir auglýstar fyrir
síðustu áramót og var áætlað
að afhenda þær fullgerðar á
timabilinu júní-sept. 1973. Um
400 umsóknir höfðu borizt
um þessar íbúðir. Þetta kom
fram í viðtali í gær við Magn
ús L. Sveinsson, framkvæmda-
stjóra V. R., en hann á sæti
í 3 manna nefnd þeirri, setn
gerir tillögur um úthliitiin
þessara íbúða.
Magnús sagði, að mikil
óánægja væri komin upp á
meðal þess fólks, sem átt
hefði I vændum að fá íbúðir
í Breiðholti, er nú væri áform
að að ráðstafa til Vestmanna-
eyinga.
— Samkvæmt lögum, sem
sett voru í samraami við júní-
samkomulagið 1965 eru þess-
ar iþúðir eimgöngu ætlaðar
efnaliitlu láglaunafólki verka-
lýðgfélaganna cng kvæntum
iðnnemum. 1 reglugerð um
úthlutun íbúðanna segir, að
„umisækjendur sem þyngri
hafa fjölskyldu og eiga ekki
eða hafa ekki átt á sJ. 2 ár-
um viðunandi (eða fullnægj-
andi) íbúð, skuli að öðru jöfhu
sitja fyrir um kaup á íbúð-
um“.
— Megin þorri þeirra 400,
sem sóttu um þessar 90 íbúð-
ir er efnalítið iláglaunafólk,
sem enga möguTeika hefuir á
að eignast íbúð með öðrum
kjörum en hér eru boðin. Þetita
fólik hefur heldur ekki nokkra
getu til að leigja sér húsnæði
á því verði, sem yfiríeLtt er
nú ríkjandi og fier stórhækk-
andi með hverri vikunni, sem
líður. Hér er um að ræða ein-
stæð foreldri með allt að 5
böm, eldra fiólk, sem aldrei
fyrr hefur haft möguleika á
að eignast þak yfir höfuðið,
fólk sem ekki hefur fullla
starfsorku og því lágar tekj-
ur, ungt fólik með aHt að 3—
4 böm, sem býr inni á öðrum
fjöiskyldum oig hefur orðið að
koma eignum sínum í
geymslu og fjölskyldur sem
hafa leystst upp vegna hús-
næðisleysis.
Það kom fram, I þeim um-
sókn.uim sem nefndin var bú-
in að ranntsaka áður en hún
Framhald á bls. 20
Magnús L. Sveinsson.