Morgunblaðið - 09.02.1973, Qupperneq 10
10
MORGUNBL.AÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. FEBRUAR 1973
Asgeir
Jakobsson:
9
A
KAffminum
Ég held, að þó að allir harð-
vítugustu áróðursmenn stjórn-
arandstöðuflokkanna tveggja,
fengju sjónvarpið til afnota
fyrir sig í eina viku samfleytt,
þá megnuðu þeir ekki að
næla sér í jafnmörg atkvæði
og Ólafur Jóhannes«son, for-
sætisráðherra færir stjómar-
andstöðunni í 10 mínútna
þætti, og ef hann fengi sjón-
varpið fyrir sig í viku, yrði
enginn stjómarsioini eftir í
landinu að henni liðinni.
Hvað sem sjálfstæðismenn
vilja almennt segja um Ólaf,
þá verður ekiki á móti því
borið, að vellukkaðri andstæð-
itng hefur Sjálfstæðisflokkur-
inn aldrei átt. Þar eftir eru
flestir hans ráðherrar og
hjálparkokkar og fyrir stjóm-
arandstöðuna gæti sýnzt rétt-
ast að halda að sér höndum
og trufla ekki mennina á
göngu þeirra til gálgans að
hengja sjálfa sig.
Morgumblaðið hefur sérlega
gilda ástæðu til að gleðjast
yfir Ólafi. Hann opnar ekki
svo munninn í fjölmiðlum, að
hann auglýsi ekki Morgun-
blaðið, og minni með því fólk
á, að það er ógemingur að
fylgjast með landsmálum
nema halda það blað. Sjón-
varpsauglýsingar eru dýrar,
og því er það kannski ekki
fjarri lagi, er maður nokkur
segir, sem fylgzt hefur með
sjónvarpsþáttum Ólafs frá því
hann tók við völdum, að for-
sætisráðherrann sé búinn að
auglýsa Morgunblaðið fyrir
sem svarar kvart milljón í
sjónvarpinu.
Fyrir Ólafi er ekki annað
blað til í landinu en Morgun-
blaðið. Um það vitnar nýleg-t
og heldur skemmtilegt atvik.
Eins og menn muna, gekk
ráðherrum rikisstjómarinnar
mjög misjafnlega vel að
gleypa loforð stjómarinnar
um að fella aldrei gengið,
hvað sem í skærist í efna-
hagsmálunum. Þeir lentu opin
berlega í mótsögn hver við
annan, eins og rejmdar í flest-
um frá því að láta ljós sitt
skina frekaur um ágæti Morg-
uniblaðsins, Hann greip fram í
. . . Þjóðviljanum lika.
Það varð snöggur stanz á
hlátrinum og brosið firaus.
Hnútan, sem Mogganum var
ætluð, var kominn svo fram-
arlega í munn ráðherrans, að
honurn svelgdist á við að ná
henni til baka til að kyngja
henni . . .
Það var leitt, að hann
slkyldi eki fá að ljúka við
setninguna, þá hefðum við
átt einu spakmælinu fleira
um Morgunblaðið og þama
fór kannski 20 þúsund króna
auglýsing í vasfcinn, sem mér
finnst að Eiður ætti að bæta
Mbl. upp við tækifæri. —
Vestmannaeyjaþáttur for-
sætisráðherra á dögunum hef-
ur vakið verðugt umtal. Hann
auglýsti Morgunblaðið að
venju og taldi það til tíðinda
að þar væri hallað réttu máli,
í sambandi við frásögn blaðs-
ins af blórabögglinum sæla,
frumvarpinu um eldskattana,
sem átbu að bjarga ríkiskass-
anum um leið og Vestmanna-
eyingum.
Það er aldeilis rétt að mis-
sagnir í Morgunblaðinu eru
svo fátíðar að þær eru alltaf
taldar til tíðinda og gert
rnikið veður út af þeim, en
vitaskuld fór ráðherrann ekki
með rétt mál. Það telst afturá
móti ekki til tíðinda.
Blaðið heimtaði strax dag-
inn eftir, að forsætisráðherra
stæði við orð sín, en það er
líkast til það, sem sízt tjóar
að bið‘ja Ólaf Jóhannesson um,
enda hefur hann ekki orðið
við tilmælum blaðsins.
Þessi þvæla ráðherrans hef-
Vinurinn bezti....
um meiri háttar málurn.
Eiður Guðnason átti tal við
forsætisráðherra í sjónvarp-
inu um gengisfellinguna. Þar
kom í tali þeirra, að Eiður
segir:
— Það stóð í blaði í gær,
að Alþýðúbandalagið hefði
verið andvígt þessari leið og
ágreiningur ríkt innan ríkis-
stjómarinnar . . .
Um leið og Eiður nefndi
„í blaði“ byrjaði forsætisráð-
herra að sfcælbrosa háðslega
og um það Eiður lauk setn-
ingunni hafði brosið breiðzt
um allt andlitið og ráðherr-
ann rak upp hæðnishlátur . . .
— Já, Morgunblaðinu, ha,
ha, . . .
Eiður brá nú hart við til
að forða forsætisráðherran-
Ólafur Jóhannesson
ur þó ekki orsakað það umtal
sem orðið hefur um þennan
þátt umfram aðra sjónvarps-
þætti Ólafs, heldur hitt, að
forsætisráðherra sýndi fágætt
ekitak af forsætisráðherra í
þingræðisrfki norðan Alpa-
fjalla. Hann öskraði þrívegis
á fólkið í sjónvarpssal án
nokkurs skiljanlegs tilefnis.
Þegar hann rak upp annað
öskrið var verið að ræða af
hógværð uim áframhaldandi
byggð í Vestmiannaeyjum og
allir sammála — þá reif for-
sætisráðherra sig uppí froðu-
fellandi ofsa, kreppti hendum-
ar um stólarmana svo að hnú-
arnir hvítnuðu, lyfti sér í
stólnum, spenntur eins og
stálfjöður, líkast því sem
hann byggi sig undir að
stökkva fram og fylgja orð-
Ásgeir Jakobsson
um sínum eftir, afmyndaðist
í andliti og öskraði á granda-
laust fólkið — Vestmanna-
eyjar skulu byggjast aftur —
Menn litu skelfingu lostnir
hver á annan með ótta og
spum í augum, eins og þeir
væru að leita að þeiim í sín-
um hópi, sem hefði gert for-
sætisráðherra svona reiðan —
með því að halda því fram
að Vestmannaeyjar ættu ekki
að byggjast á ný. Það ríikti
löng og alger þögn í sjón-
varpssalnuih. Margir litu til
útgöngudyranna. Þetta fólk,
sem hafði sýnt að það kunni
að forða sér undan eldgosi,
var sennilega að brjóta heil-
ann um, hver ráð væru til-
tækust við að forða sér undan
gjósandi ráðherra. Magnúsi
Bjarnfreðssyni varð svo mikið
um þetta gos, enda sat hann
við hlið ráðiherrans, að hann
fann ekkert frumlegra til að
segja þegar steinlhljóð hafði
ríikt um stund, en:
— Það rikir þögn . . . og
svo glotti hann út í annað
munnvikið, og hefur þá lík-
lega dottið í hug að bæta við:
. . . og ég er efckert hissa
á því . . .
Haukur Ingibergsson:
HUOMPLÖTUR
Söluhæsta LP plata ársins 1972:
Jólaplata Svanliildar.
Hljómplötuútgáfan 1972 (III)
Það hefur verið sagt um ís-
lenzka hljómplötuútgefendur
að þeir gæfu ekki út annað
en ómerkilegt léttmeti og
litu vart við þvi, sem teldist
til alvarlegra Msta eða hefði
meira en stundargildi.
Þessi gagnrýni er bæði rétt
og röng. Það er rétt, að hið
fyrirferðarmesta á íslenzkum
hljómplötumarkaði er alls
konar afþreyingartónlist,
sem er vinsæl í dag en
gleymd á morgun. En það er
hins vegar staðreynd, að eitt
aðalvandamál nútímaþjóðfé
lags eru hinar gífurlegu tóm-
stundir, sem fólk almennt hef
ur, og þá er spuming, hvort
þessi afþreytingartónlist er
nokkuð verri en margt annað
sem maðurinn getur unað sér
við frá því að hann hættir að
vinna, og þar til að hann fer
að sofa, en sá tími er lenigi að
líða hjá mörgum þeim, sem
ekkí eiga sér brennandi
áhugamái.
Það er rangt, að íslenzkir
hljómplötuútgefendur hunzi
„hinar göfugu listir". Fálk-
Inn hefur um margra ára
skeið gefið út hljómplötur
með þjóðlegu efni, aðallega
upplestri og leikritum auik
söngs, og nú á síðari árum
hafa SG hljómþlötur farið
inn á þessa brauit. Galinn er
bera sá, að þótt gefnar séu
út hljómiplötur þar sem Karla
kórinn í Bolungarvík syngur
íslenzk ættjarðarlög, þjóð-
skáldið frá Gljúfrasteini les
kafla úr sínum frægustu
verkum og dáðustú ieikarar
þjóðarinnar flytja hin beztu
leikrit, þá seljast þessar
hljómplötur ekki nema í litlu
upplagi, en kosta engu að síð
ur sitt í framleiðslu. Þetta er
þvi spurning um fjármagn, og
það er varla hægt að ætlast
til þess af einkafyriirtækjum,
að þau fari að gefa út hljóm-
Á s.l. ári kom út hljómplata
með Guðrúnu A, Sííuonar.
pdötur, sem ekki skila kostn-
aði þótt til slíks væri hægt
að ætlast, ef í hlut ættu opin
berar stofnanir, sem ætlað
væri að efla hinar „fögru
listir".
Á árinu komu út nokkrar
hljómplötur, sem tilheyra þess
um fliokki. Má þar nefna
hijómiplötu með Einsönigvara-
kvartettinum og aðra með
Guðrúnu Á. Símonar, þar
sem hún syn-gur íslenzk lög
við undirleik Guðrúnar Krist
insdóttur. Var sannarlega
tími til kominn, að Guðrún
syngi inn á hljónmplötu, og
mættu þær gjaman verða
fleiri. Karlakór Reykjavífour
söng inn á eina plötu lög
eftir Bjarna Þorsteinsson og
Lúðrasveit ReykjavEkur lé-k
inn á aðra. Útgefandi þess-
ara hljómplatna voru SG
Mjómplötur. Þá kom út fyrir
jóiin hljómplata hjá Fálkan-
um með söng Dómkirkjukórs
ins, eins og hann var fyrir 40
árum undir stjóm Sigtfúsar
Einarssonar, þess merka frum
herja í tónlistarmálum Islend
inga. Er gaman, að þessi hljóð
rituu sfculi nú vera tiil i að-
gengilegu formi. Og fyrst
þessi jólaplata er talin, verð-
ur hin jólaplatan á markaðin-
um að fylgja með, þótt hún
eigi tæplega hekna í þessum
flokki. Það er sölúhæs-ta LP
plata ársins, híjómplaita Svan
hiidar Jakobsdóttur, Jólin,
jóll-n. Á sú plata eftir að
heyrast á næstu árum. Þá er
aðeins eftir að geta um úrval
efnis úr Útvarp Ma tthildi,
sem að vísu er gamanefni, en
miun, þegar fram Mða stund-
ir, verða gott dæmi um þjóðfé-
lagsástand á Islandi á árun-
um eft-ir 1970, þar sem efnið
er mjög hnyttilega saimið og
líflega flutt. Eru þar með upp
tal-dar þær LP plötur, sem út
komu ár-ið 1972 og í næsta
þætti verður gerð grein fyrir
45 snúininga hijómplöitum.