Morgunblaðið - 09.02.1973, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. FEBRUAR 1973
13
Þota hrapar á hús
og tugir taldir af
San Francisco, 8. lebrúar.
NTB. AP.
AÐ minnsta kosti 40 manns biðu
bana þegar bandarisk herþota
steyptist á fjölbýlishús skammt
frá San Francisco í dag.
Margar kxöftugiar sprengiinigar
urðu af völdum slyssins. Mikill
eldur kom upp í fjölbýlishúsinu
og tveimur nálægum fjölbýlis-
húsum. Aðeiins þrjú llk höfðu
fundizt síðdegis í dag. Eldurinn
var svo rnikill að erfitt var að
fara inn í byggingamar.
Lögreglan segir að milli 60 og
100 manns hafi verið í bygging-
unum þegar herþotan steyptist
til jarðar. Þotan var í æfinga-
flugi og átti að lenda á Alameda-
flugstöðinni, sem er í fimm kíló-
Ennþá meiri
hörku hótað
á N - írlandi
Bel'fast, 8. febrúar. NTB—AP.
FULLTRÚAR kaþólskra manna
og mótmælenda á Norður-írlandi
gáfu til kynna í dag að með alls-
herjarverkfalli mótmælenda og
átökum sem kostuðu fimm
mannslíf í gær væru víðtækir
bardagar hafnir í héraðinu.
Skotbardagar héldu áfram
í dag í Portadown, skammt frá
Belfast. Jafnvel sverðum
og bogum var beitt í bardöguin-
um í dag.
Foringjar UDA (Varnarsam-
taka Úlsters) komu saman til
fundar og búizt er við að sam-
tökin segi brezka hermum strið
á hendur.
Kunnur forystumaður ka-
Loðnan
seinna
á ferð
við Noreg
Björgvin, 8. febr. — NTB
LOÐNUVEIÐI Norðmanna
hefur ekki þróazt eins og tvö
undanfarin ár, en norska fiski
málastjómin telur það ekki ó-
eölilegt.
Hrygningartíminn byrjar
greinilega seinna en tvö und-
anfarin ár, en á árunnm fyrir
1970 komu loðnugöngurnar
ekki upp að landinu fyrr en í
síðari hluta febrúar eða
seinna.
Hrygningarstofninn í ár
verður sennilega stór og tals-
vert stærri en i fyrra þótt
mælingar hafi sýnt að lengd
ókynþroska loðnu minni en
þrjú undanfarin ár, miðað við
meðaltal.
Stofninn 1968—70 er áætlað
ur 100 milljón hektólitrar og
er árgangurinm 1969 stærstur.
Minnst 70% af þessum stofni
verður kynþroska í vetur.
— Amerískt
flotalið
þóliskra, Paddy Devlin, sagði í
dag að deiluaðilar reyndu nú að
treysta aðstöðu sina sem bezt
áður en brezka stjómin birti
„hvítbók" sína uan umbætur á
Norður-írlandi. Whitelaw, Ir-
lan dsmál a ráðherra sagði þó í
dag að stefna brezkiu stjómarinn
ar væri óbreytt.
Varaformaður UDA, Tommy
Herron, sagði að samtökin
mundu hefja neðanjarðarbaráttu
gegn brezka hernuxn eins og
Irski lýðveldisherinn (IRA) og
Bretar yrðu að vera viðbúnir þvi
að berjast gegn tveimur skæru-
liðaherjum ef þeir veittu Norð-
ur-lrlandi ekki sjálfsstjóm á ný.
Von er á 1.500 brezkum her-
mönnuim til Norður-frlands til
viðbótar þeirn 16.500 hermönn-
um sem fyrir eru. 1 London er
haft eftir góðum heimilduim að
brezka stjómin hafi alvarlegar
áhyggjur af því ástandi sem
mundi skapast ef öryggissveiitir
yrðu fyrir árásum tveggja
skæruliðaherja. Þar með yrði
hernaðarástandið á Norður-fr-
landi óviðráðaníegt.
metra fjarlægð. Flestir sem áttu
heima í húsunum unnu í flug-
stöðinni.
Ellefu var strax bjargað úr
rústunum og þeir voru fluttir á
sjúkrahús. Fknm fengu að fara
von bráðar, en sex voru lagðir
inn. Líðan þeirra er ekki alvar-
leg.
Stórum lj óslkösturum var
komið upp á slysstaðnum í
kvöld og björgunarmenn nota
tvo stóna krana.
Talsimaður flughersins sagði
að ekki væri vitað um orsakir
slyssins. Hann taldi að flugmað-
urinn kynni að hafa orðið var
við einhverja bilun, breytt um
stefnu út á San Franciscoflóa.
Flugmaðurinn beið bana í slys-
inu. Flugvélin var af gerðinni
A 1 Corsair.
Svíar
vilja
stærri
lögsögu
Stokkhólmi, 8. febr. — AP
SVÍAR \il,ja stækka landhelgi
sína á Eystrasalti og hafa um
nokknrt skeið kannað mögn-
leika á samstöðu Eystrasalts-
landanna um slíka útfærslu.
Ingemund Bengtsson land-
búnaðarráðherra skýrði frá
þessu i þlnglnu. Hann taldi
ekki nauðsynlegt að stækka
landheligina i trássi við vilja
annarra landa. Hann sagði að
sænska stjórnin tæki endan-
lega afstöðu þegar niðurstöð-
u.r könnunar nnar lægju fyrir.
Verkamenn
Vanir verkamenn óskast strax. Mikil vinna.
Upplýsingar hjá verkstjóra.
JÓN LOFTSSON HR
Hringbraut 121 ® 10 600
Framhald af bls. 1
á gosstaðnum, að 5 dagar séu
í það, að fyrsta íiskvinnslustöð-
Lu í Vestmannaeyjum lendi undir
hraun.
Áætlun D, gengur út á
það, að sprengja hrauninu
heppilegan farveg. Sérfræðingar
eni væntanlegir til Eyja á morg-
un (föstndag) til þess að kanna
allar aðstæður nánar. Megin-
hugmyndirnar eru þær að beita
sprengjum til að sprengja yfir-
borð hraunsins í sjónum og
þannig nota sjóinn og kælikraft
hans til að be.ina hraunstraumn-
um í sem heppilegasta átt. Til-
raunir á þessn sviði hafa aldrei
verið framkvæmdar í heiminum
áSur.
snyrti-og hárgreidslustofan
austurstræti 6 símí22430
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 43., 45. og 49. tbl. Lögbirtingablaðs
1972 á húseign að Borgarmýri 5 (sútunarverk-
smiðju) á Sauðárkróki með tilheyrandi lóðarréttind-
um, vélum og verkfærum, þinglýstri eign Loðskinns
hf., fer fram að kröfu bæjarsjóðs Sauðárkróks,
Brunabótafélags Islands og innheimtumanns ríkis-
sjóðs á eigninni sjálfri, föstudaginn 16. febrúar 1973,
klukkan 14.
Bæjarfófetinn á Sauðárkróki.
Djúpmenn
Árshátíðin að Hlégarði verður laugardaginn 10.
febrúar kl. 20 stundvíslega.
Dagskrá:
Formaður félagsins setur skemmtunina.
Ræða: Sr. Þorsteinn Jóhannsson.
Andrés Valberg kveður til Djúpmanna.
Jörundur skemmtir.
Dans.
Sætaferðir frá Umferðarmiðstöðinni kl. 19. Pantanir
í síma 40748 til kl. 17 í dag og laugardag til kl. 12.
Skemmtinefndin.
1 x 2 — 1 x 2
5. leikvika — leikir 3. febrúar 1973.
Úrslitaröðin: 1X1 — 11X — 2X2 — 2X1.
1. vinningur: 11 réttir — kr. 313.500,00.
Nr. 49409.
2. vinningur: 10 réttir — kr. 6.400,00.
Nr. Nr. Nr. Nr. Nr.
8479 23644 36030 + 60684 77420 +
10827 + 30644 + 37938 + 71601 + 77424 +
17562 33652 37944 + 72271+ 79839
17973 35513 + 37945 + 72430 + 85331+
20692 + + nafnlaus
Kærufrestur er til 26. febrúar. Kærur skulu vera skriflegar. —
Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstofunni.
Vinningsupphæðir geta lækkað. ef kærur verða teknar til greina.
Vinningar fyrir 5. leikviku verða póstlagðir eftir 27. febrúar.
Handhafar nafnlausra seðla verða að framvisa stofni eða senda
stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Get-
rauna fyrir greiðsludag vinninga.
GETRAUNIR — þróttamiðstöðin — REYKJAVÍK.
Aður NU |
Pavo rasp 29.70 24,40 |
Mjallar sjálfgljái 61.60 54,90
U. Svið 84.30 71,50
K.J. Smjörsíld 46.00 38,oo
ATÁ Ræstiduft 31.80 28,50 ‘
IDfM Kornbrauð 65.50 53,80
HKSIH ''s.
K-KAUPMAÐURINN
býður lœgra vöruverð