Morgunblaðið - 09.02.1973, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.02.1973, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUÐAGUR 9. FEBRÚAR 1973 15 kvæði og lýsa því fyrir landsmönn- um e'ns og vert væri. Og kannski hef ur einhver snillingurinn þegar snúið því án þess ég muni eða finni það í ljóðaþýðingum sr. Matthíasar. En heimildir hef ég ekki við höndina. xxx Eins og fyrr getur telja margir Johannes V. Jensen mikilvægasta skáld E>ana á þessari öld og m.a. er stór og merkileg sýning á verkum hans í Konunglegu bókhlöðunni. Sænska skáldið, Harri Martinson, sem komið hefur til íslands og glatt það með heimsókn sinni og hefði auð vitað átt að fá bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, þegar síðasta ljóða bók hans var lögð þar fram, en ein- hver (nú þegar gleymdur, hugsa ég) hreppti þau í staðinn, segir að J. V. Jensen sé mesta skáld Dana frá H. C. Andersen. J. V. Jensen bjó í Rahbeks Allé, skammt frá Bakkahúsinu, og kemur m.a. af þeim sökum við þessa sögu. En þó fyrst og síðast vegna áhuga hans og ástar á bókmenntum fslend- inga. Oehlenschlæger leiddi hann á fund þessara bókmennta, það er við- urkennd staðreynd. Við eigum að hafa minningu þeirra beggja i heiðri. V ð höfum líka snarað verkum eftir J. V. Jensen og þýtt einhver ljóð eftir Oehlenschlæger, ef ég man rétt. Það er engu líkara en Friðriksberg sé eins konar andleg höfuðborg 1 lands, eða hafi a.m.k. verið það. Nú þegar við erum búin að fá handritin, ættum við að gera kröfu til þess að fá Friðriksberg heim, a.m.k. á það frekar heima á íslandi en í Vietnam. XXX Áður en við göngu.m á vit Johs. V. Jensens skulum við heilsa upp á heiðursskáldið í Bakkahúsinu, Hans Hartvig Seedorff og konu hans. Þang að komu öll skáld og „andans menn“ frá því Rahbek prófessor keypti hús ið 1829 og þar til hann lézt, svo að ekkert var sjálfsagðara en við kæm- um þangað í heimsókn! Eftir dauða Rahbek-hjónanna var húsið m.a. leigt Heiberg og Grundtvig. Nú er húsið safn, en andrúmsloftið eins og á nota legu heimili. Þau hjón búa á efri hæð hússins, safnið er á neðri hæðinni þar sem Rahbek-hjónin tóku á móti gestum sinum. Þar er m.a. stytta af Thorvaldsen og teikning af honum og Oehlen'sehlaager, mynd af Bagge sen og H. C. Andersen, svo að þeirra sé helzt get ð sem koma við sö'gu is- lenzkra bókmennta og menningar. Ekki er þess getið að neinn íslend- ingur hafi verið í þessum félagsskap, en bezt gæti ég trúað þvi að Sigurð- ur Breiðfjörð hafi talað þar við skurð goð sitt, Baggesen, óforbetranlegan andstæðing Oehlenschlægers. Og þó. Það var víst lítið drukkið þama í Bakkahús'nu eins og Unuhúsi forðum daga. Oehlenschlæger orti til Thor- valdsens og segir m.a.: „Og hurti.g reiste sig Helten kiæk, Og Helten under hans Hænder, Og Billedet stod til Canovas Skræk, Som vel Heimskringla nú kiender." í Bakkahúsinu er stytta af Oehlens ehlæger eftir Bissen, lærisvein Thor- valdsens, einnig myndir af Ingemann og Heiberg, ef ég man rétt. Og svo að sjálfsögðu: Unu sjálfri, frú Rah- bek. Baggesen er með stríðnissvip á myndinni, fínlegri í andliti en ég hélt. Þarna er sloppur Oehlenschlægers, vesti og regnhlíf, peningapyngja hans guilpenni og minnismiði með þeim sálmum sem syngja átti við útför hans. úti við gluggann í aðalstofunni er stóll og þar sat Oehlenschlæger og horfði út um homgluggann. Þá náði sjórirm þangað sem nú eru hús og út hverfi — og Málmey í Svíþjóð blasti við augum skáldsins í góðu veðri. Þannig komst Málmey inn í heimsþók menntimar, því að á hana er minnzt i innblásnu ljóði, sem á upphaf sitt þama við horngluggann. Og svo er þarna gult lauf úr lárviðarsveignum sem Esaias Tegner, sagnaljóðskáldið mikla sem Matthías Jochumsson þýddi á islenzku, lagði um háls Oehl- enschlægers í Dómkirkjunni í Lundi 1829, þegar hann krýndi hann skáld- mæring Norðurlanda. Engu er líkara en þetta fólk sé þarna enn, að það sé ekki farið. Enda .^r .það ekki farið. Það er enn þarna, í þessu danska Unuhúsi, „frægasta húsi Danmerkur sem mest hefur ver ið lofsungið", hefur verið sagt. xxx Hans Hartvig er einstæður maður: ljúfur, harður, ákveðinn, skilningsrik ur, opinskár. Vísnasöngvari af guðs- náð sem er misjafnlega vinsælt á vor um dögum eins og kunnugt er. Ann íslandi. Rætur hans standa djúpt í evrópskri menningu og hann hefu.r m.a. þýtt allt „Vetrarævintýri" Hein- es af miklum hagleik. Hann hefur hlotið Oehlenschlægers-verð- launin fyrir ljóð sín og bústaðinn að umgjörð í ellinni. Og hann uinir sér vel, en bezt skemmtir hann sér þegar hann hlustar á Oehlenschlæger og Baggesen rífast: „Þeir rífast alltaf uppi á lofti, svo að ég heyri til þeirra. Þeir vilja hafa áheyrendur,“ segir Hans Hartvig, „annars þykir þeim ekkert varið i að rífast." Hans Hartvig sagði að ég væri þorskur, af því ég hefði ekki heim- sótt s:.g fyrr. Ég sagði honum að það væri alkunn staðreynd. En bar svo einnig við alkunnu litillæti og feimni, áður en málið var tekið af dagskrá. Skáldið opnaði faðminn og fagnaði okkur eins og brosandi sól. xxx E tt sinn kom J. V. Jensen að máli við Hans Hartvig og bað hann þýða íslenzk ljóð á dönsku. En Hans Hart- viig færðist undan: „Ég kann ekki ís- lenzku,“ sagði hann. „Það gerir ekk- ert,“ sagði J. V. Jensen, „aðalatriðið er að kunna að skrifa dönsku.“ Þessa kenningu sína sannaði hann i verki og sýndi með því m.a. áhuga sinn á íslenzkum bókmenntum, enda þýddi hann Egils sögu með Arinbjamar- kviðu, Höfuðiausn og Sonatorreki, auk allra dróttkvæðanna — allt á guillaldardönsku, sem hafði mikil á- hrif á hugsun og bókmenntalega þró un í Danmörku og víðar, því að J. V. Jensen hlaut Nóbelsverðlaun eins og kunnuigt er. Um níu öMum eftir dauða Þormóðs Kolbrúnarskálds og Si.g- hvats Þórðarsonar spyr Johs. V. Jen- sen þá: „Líkar ykkur þögnin, ykkur sem mælist svo vel?“ En hann gáf þeim aftur málið, þvi að haann snaraöl hvorki meira né minna en 600 erind um i konungasögum á danska tungu. Þó að þögnin geti verið mikilvæg, túlkar hún ekki það líf sem við vil'j- um að samtíðin eigi. Og raunar hafa bæði Þormóður, Sighvatur og önnur íslenzk skáld ávallt talað við nýja og nýja kynslóð á íslandi. Og munu væntanlega gera, þrátt fyrir allt. Og ef vel er á méil'um haldið af okkar hálfu eiga þeir allir erindi við nýja og nýja samtíð um allan heim. En við höfum ekki timt að leggja eyri af mörkum til að brjóta þeim leið inn í heimsmenn'nguna. Fyrir það eigum við a.m.k. ekki heiður skilíð. XXX Fyrsta erindi Sonatorreks, eða „Sþnnetabet", er svo í dönskum bún- ingi Johs. V. Jensens: „Det falder mig træls at rþre Tunge, en Sten paa Brystet stemmer for Aandedrættet. Med Ordets Tryllemakt har det sig trangt naar Tankens Hus i Stormen hælder.“ Hans Hartvig þýddi 'aftur á móti „Deutschland. Ein Wintermarchen", ferðaljóðaflokk Heines frá 1844 („Tyskiand. Et Vintereventyr", heit- ir það í þýðingu Hans Hartvig See- dorffs). „Ég gerði það á stríðsárun- um, þýzku nasistunum auðvitað til gleði og ánægju," sagði hann bros- andi. Þýðingin er afrek út af fyrir s'g, Heine fer á kostum, ljóðrænn, ferskur, skarpskyggn, háðskur, bein- skeyttu.r og viðkvæmur — og Hans Hartvig töltir án þess missa gang- inn. í formálanum, eða París kvödd, seg ir Heine (sem er á leið heim til Þýzkalands eftir 13 ára fjarveru): „Ade, mein Weib, mein schönes Weib, Du kannst meine Qual nicht fassen, Ich briide dich so fest an mein Herz, Und musst dich doch verlassen.“ í þýðingu Hans Hartvig er þetta svo: „Farvel, min Viv, min dejlige Viv, jeg kan ej forklare min Smærte. Forlade dig maa jeg, enidskþnt jeg saa fast trykker dig ind til mit Hjærte.“ Þetta mætt' segja svona á íslenzku, a.m.k í blaðagrein: „Ég kveð þig indæla yngismær og einn veit hve sáran ég kvarta. Ég verð að fara, en fast og vel ég flétta þig inn i mitt hjarta.“ Þjóðverjar héldu upp á 150 ára af- mæli Heinrich Heines i alllt haust og fram eftir vetri og síðast þegar ég vissi voru þýzk blöð enn að minnast á hann. En hugur vor hvarflar ekki síður til Jónasar sem gaf sumurn ljóða hans íslenzkan ríkisborgararétt. En við skulum halda áfram ferða laginu með Heine dálítinn spöl i við- bót. Hann sér, þegar hann hefur á- varpað kirkjuna í Köln, heilsað upp á Rín og hún fagnað syni sínum eftir öll þessi ár, styttuna sem fylgir hon- um síðan eins og afturganga; og Nap oleon Bonaparte hverfur ekki úr huga hans: hann rifjar upp útför hans sem hann var viðstaddur í Paris, hugsjónin holdi klædd vi'tjar hans aft- ur, „til'li'tið kait eins og stjama", „einn dag kem ég og breyti þinni ver- aldarhugsun í veruileik". Og svo segir Heine í VIII kafla: „Und die Freiheit kommt mit Spiel und Tanz, Mit der Fahne, der weiss-blau-rot- hen; Vielleicht holt sie sogar aus dem Grab Den Bonaparte, den Todten!“ Og í þýðingu Hans Hartvigs: „Og Friheden kommer, með Spil og med Dans, með Fanen den hvid-blaa-r0de. Ja, muglivis aabner hun Graven igen for Bonaparte, den D0de.“ Það gæti til bráðabirgða verið svo á Menzku: „Og frelsið kemur með fögnuð og dans og fánann hvit-bláa og rauða, það sækir þig kannski og ber þig brott þig Bonaparte, hinn dauða.“ xxx Hans Hartvig sýndi okkur marg- ar verðmætar bækur: fyrsta ljóða- safn Oehlenschlægers og k>kk, dökk- an og grásprengdan, úr hári hans: „Ég sýni hann aðeins við sérstök tækifæri. Það er aliveg óhætt að sýna íslendingum lokk og prentað mál, þið fariið aldrei með neitt nema handrit,“ sagði hann. Hann sýndi okkur útgáfu Oehlenschlægers á sögu Saxo Graimmatikusar, smárit frá 1818. „Professor Oehlenschlæg- ers Erklæring om hans forhold til jusrtitsr&d Baggesen", bók úr eigu Grundtvigs með nafni skáldsins, stóran doðrant með ljóðaflokki Klopstocks um Messías, sem Islend- ingar þekkja að góðu eiinu, en flokk- inn samdi Kliopstock vegna styrks siem hann, þýzkt skáld, fékk frá Dön- um; allt handleikið með ást og al- úð. xxx Hans Hartvig safnar frímerkjum, ekki sízt íslenzkum. Hann hlakkar til þegar frimerkjaflokkurinn til minningar um 1100 ára byggð Is- lands kemur út 1974. „En hvi í ósköpunum hafið þið ekki gefið út frimerki með myndum Nielsar Fin- sens og Thorvaldsens? Þeir voru báðir hálfíslenzkir. Það er ekki eðli- legt að þið skuliuð ekki gefa út frí- merki með þeim og það sem er óeðlilegt er rangt. Ef þið látið þetta ógert af tillitssemi við Dani, þá er það óþarfa tillitssemi. All't sem er óeðlilegt verður viðkvæmt. Og þetta er ekkert viðkvæmt mál. Ef þið gæfuð út frímerki með mynd- um þessara manna og einhver Dani gagnrýndi það, muindi ég ráðast harkalega i blöðum á slíka þröng- sýni.“ Svo sagðist hann ætla að sækja fleiri bækur og það var með eindæm- um hvað ég fékk að sjá marga dýr- gripi. Enda kom skýringin nokkru siðar. Rétt áður en við fórum, sagði Hans Hartvig við Bent A. Koch: „Ég get visit ekki skrifað á þetta eintak af „Vetrarferð“: „til min medateist“.“ Fyrrum ritstjóra Kristilegs dagblaðs leizt ekki á það og þar kom sam- tali þeirra um þetta efni, að Hans Hartvig varð að viðurkenna að ekk- ert skáld gæti verið guðieysingi. Þegar skáldið hafði gert þessa játn- ingu, kvaddi Bent með gleði í hjarta. Hann sagði Hans Hartvig að brezk- ir togaramenn hefðu heimtað her- skipavernd á Islandsmiðum. „Þess- ir Istendingar fá allt sttt fram og nú 50 sjómílurnar," sagði skáldið. „Og það kæmi mér ekki á óvart, þótt herskipin brezku þyrftu að biðja um vemd.“ xxx „Þarna sérðu,“ sagði Hans Hart- vig að lokum sigri hrósandi, „eina leiðin til að þagga niðri i honum er að rétta homim bækur.“ xxx Ég stóð i næst efstu tröppunni og kvaddi. „Gættu þin á þessu," sagði Hans Hartvig, „það var í þessari tröppu sem H. C. Andersen ákvað, 17 ára gamall, að verða skáld. Qg það gæti farið eims fyrir þér.“ Ég flýtti mér úr tröppumni. Og þegar við komum út í fjúkið rifj- aði ég upp það sem stendúr á graf- steini H. C. Andersens í Assistance- kirkjugarði. Það er erindi úr ljóði eftiir hann sjálfan og lýkur svo: „Vort Jordliv her er Evighedens Fr0. Vort Legme d0r, men Sjælen kan ei d0.“ Nei, sál H. C. Andersens deyr ekki, hugsaði ég. Og það var gott að hann stóð i næstefstu tröppunni. Nú er hann í þeirri efstu. Og gröf- in hans er sígræn, enda hefur eng- inn sáð fal'legri frækornum en hann í ómótaðar bamssálir viða um heim. Litill íslenzkur drengur lagði blóm á gröfina hans um daginn. Litii drengurinn kann þvi illa að ævin- týraskáldið skyldi deyja. En það var bót í máli að „hann hefði hvort eð er verið orðinn 170 ára“. M. Bakkahúsið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.