Morgunblaðið - 24.02.1973, Side 15

Morgunblaðið - 24.02.1973, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1973 15 —--------------«------------------ hvers væri mér svo kostur? Kannski aS fá hl'aupakennslu í islænzku í þremur skólum, kainnski kennarastöðu í Flens- borg eða við g.agn fræðaskól'an n á Akureyri —- og eí til viil seint og um síðir fast starf í Mennta- skóianum. — 1 öllum þessum skólum fyrst og fremst vinna víð að troða. í nemendur rruál- fræðiibreytiinigi og stafsetnin.gar reglum, — og svo má þá ekki gleyma skuldabagganum, sem yrði ekki minni en eftir guð- fræðinámið. Ég get l'íka sa.gt þér það, sem þú kannski reyndar veizt, að þó að Stefán Einars- son ætii sér að ljúka hér há- skól'aprófi, ber hann nokkurn' kviðboga fyrir þvi, að hve mi'klu leyti hann fái notið sin að nánai loknu.“ Richard þagnaði og var þung búínn, og ég mæl'ti af beiskju- blandinni samúð: „Ætli ég skilji þig ekki! Þetta er, eins og þú einmitt sagðir, í, aðalatriðum sarna sagan og hjá mér.“ Alit i einu flaug mér í hug, hvað kynni að vaka fyrir hortúm, og ég bætti við i hik- kenndum spurnartón: „Hefur það kannski hvarflað að þér að reyna að ryðja þér braut er- lendis — og þá máski helzt í Ameriku, — ég veit, að mjög margt fól'k af Austurlandi hef- ur flutt sig vestur um haf ?“ Riehard lfeit á miig eins og háiÆhissa: „Nú hittir þú naglann á höf- uðið. Mér hefur einmitt dottið þetta í hug, hvað sem verður. Ég hef fengið glögga vitneskju um, að þar er hægara um vik en hér heima að útvega sér vinnu, sem geti samrýmzt há- skólanámi, líka styrki, ef nem- andinn sýnir áhuga, dugnað og góða námshæfileika, og meira að segja eiga þeir, sem taka þar góð próf og vinna sér traust sem reglusamir, framsæknir og vel máli farnir gáfu- og dugn- aðarmenn, furðu greiða leið til að verða aðstoðarkennarar við háskóla og innan ekki ýkja iangis tíma prófessorar með góð- um launum og starfsaðstöðu. t>á er það og mjög mikil'vægt í mdn um augum, að ég get kynn.t is- lénzkar bókmenntir og sögu í næðu og riti og I viðtölum við áhugasama húmanistíiska há- skól'amenn, og svo eru það Vest ur-íslendingar. Eins og þú veizt eru nú í Kanada og Bandarikj- unum tugþúsundir manna af ís- lenzku bergi brotnir, íslenzk tunga lifir þar enn á vörum margra og ræktarsemi til ætt- iandsins í hjörtum ennþá fleiri, og ég mundi beinilínis leggja áherzliu á að veita þeim mönn- um lið, sem berjast þrotlaust fyr ir varðveizlú isilenzkrar tungu og menningararfs og reyna að stuðia að auknum skilningi á þvi hér heima, hvert gildi það hefur, að tengslin við Vestur-ís lendinga haldist sem lengst." Við höfum gengið fram og aft ur um Frikirkjuveginn, en nú nam Riehard Beck staðar, þagn aði og horfði á mig nokkur augnablik, bjarteygur og iéttur á brún. Hann rébti síðan úr sér, og það var yfir honum öllum allrt að þvi tigin reisn, þegar hann sagði: „Auðvitað er engan veginn víst, að ég nái þessum áranigri, en ég mun ekki láta miitt eftir Kiggja. Islendingasögurnar hafa verið þessari þjóð kveikja manndóms og karimennsku, og oft hafa mér dottið í hug frá- sagnimnar um þá menn, sem héð- an fóru utan og unnu sér frægð ag fé í vikin,gu á söguöM okk- ar. Og þá hefur mér orðið það fyrir að hugsa sem svo, að stúd entspróf ætti ek’ki nú að vera lakara fararefni en nokkur leikni i víigifimi og eitthvað af vaðmáli voru í þann tíð. Hvað sem verður í vetur, vona ég, að við eigum eftir að hittast síðar á ævinni." Svo kvöddum'St við með föstu handtaki. — Bókmenntir Erlendur Framh. af bls. 14 land með eigin augum. Samt er þetta mikla eyland, enn sem komið er, eins og eitt heljarmik- ið óskrifað blað. Ólíklegt er þó, að svo verði um lanigan aldur hér eftir. Grænilendingar eru frumstæð þjóð og sem öðrum slíkum fjölgar þeim ört. Áætlað er, að þeir teljist ekki færri en hundrað þúsund um næstu alda- mót. Þá fer varlia hjá, að þeir taki að beraist hingað til lands fyrst einn og einn, siðan fleiri. Og mun þá fyrst blasa hér við sjónum útlendiniga, það sem þeir hafa aliitaf búizt við að sjá alls fyrst á ísialáði — Eskimóar! Þá, en tæpast miklu fyrr, eru líkur til að tengsl ok’kar við þessa næstu nágranna muni hef j- ast að ednhverju marki. Fræðileg og ýtarleg bók um Grænland nútímans — ágrip af sögu þjóða þess mætti auðvitað fylgja með -— væri vel þegin strax. Mætti þá gjarnan fylgja henni sikárra Grænlandskort en það, sem prenitað er í Fornum byggðum á hjara heims, en þar eru öll nöfn rituð á dönsku, þar með talið „Danmarksstræde"! Og væri hún myndskreytt, þyrfti umfram altt að vanda beíur til þess verks. Vondar hefðu lands- lagsmyndimar í þessiari bók þótt fyrir fjörutíu árum. Gegn- ir þá enn meiri furðu, að slíkt og þvílikt skuli þykja boðlegt nú. Þýðing dr. Kristjáns Eldjáms er vafalaust góðra gjalda verð, þótt stíllinn á henni jafnist ekki á við stílinn á þeiim bókum, sem hann hefur sjálifur samið. Hann kveðst hafa þýtt bókina „mest- ail'la fyrir um það bil aldiarfjórð- ungi". Eitthvað hefur sú þýðing þó verið yfirfarin síðan, þvi ég sé ekki betur en víða bregði fyr- ir orði nokkru, sem hvorki mun hafa heyrzt hér í mæiitu máli né sézt á prenti fyrr en á siðastliðn- um áratug, og er orðtetur það að vís'u hæpin endurbót. — Ráðvilltum Framh. af bls. 11 þó enn óljóst hve langt vald- beitingin hafi í raun og veru gengið, a.m.k. í samanburði við hið gifurlega mannhaf sem kín- verska þjóðin er. Megintilgang- ur þessarar sérstæðu byltingar var annars sá að koma í veg fyrir myndun nýrra og varan- legra forréttindastétta (1. til- vitnun), eins og gerzt hafði i Sovétríkjunum. Svo er að sjá af frásögnum ferðamanna sem þetta hafi tekizt, a.m.k. í bili. Þess vegna verður mjög áhugavert að fylgjast með þvi hvernig Kín- verjum tekst að koma upp og halda við hinu stéttlausa þjóð- félagi sem allir sósialistar keppa að. En ég legg áherzlu á að menn verða að forðast fordóma og kreddur þegar þeir meta gang mála í Kína. Utanríkisstefna hins væntan- lega risaveldis er mjög i deigl- unni, og er þar vissulega að finna nokkur atriði sem geta varla talizt sérlega geðfelld, svo sem andstöðu þeirra gegn Bangla Desh. Slikt er þó hé- gómi einn hjá þeirri yfirþyrm- andi spurningu, hvort Kína sem risaveldi tekur upp útþenslu- og heimsvaldastefnn eins og önnur stórveldi mannkynssögunnar. Hermálastefna þelrra bendir ekki til að svo verði (innskot frá G.H.) því að þeir virðast miða vígbúnað sinn annars veg- ar við skæruhernað í varnar- skyni innan iandamæra sinna en hins vegar við kjarnorkuvopn (2. tilv.). Á hinn bóginn leggja þeir litla áherzlu á þung her- gögn eins og t.d. skriðdreka, þannig að þeir virðast ekki búa sig undir hernað á landi utan Kína. Ég er þess vegna sæmilega bjartsýnn á að Kínverjar ali ekki með sér óhóflega stórveld- isdrauma (3. tilv.), enda veltur framtíð mannkynsins kannski á því. Ef þessi bjartsýni reynist réttmæt geta Kínverjar orð- ið góðir bandamenn smáþjóða í baráttu þeirra gegn hervaidi og auðvaldi." (4. tilv.). Þegar val tilvitnana úr þess- um kafla er skoðað vakna óneit- anlega ýmsar spurningar. Hvers vegna sleppir Guðmundur t.d. hinni mikilvægu samanburðar- setningu á eftir kommunni sem hann lætur afmarka 1. tilvitn- un? Fellur þessi setning kannski ekki inn í hina stöðluðu mynd „kommúnistans", sem G.H. reyn- ir að gefa lesandanum mestan part greinar sinnar? Á eftir 1. tilvitnun segir Guð- mundur annars: „Sem sagt for- réttindastétt næði vöidum!“ Sam frá þeirri miklu hættu að ný for réttindastétt næði völdum!" Sam kvæmt þessu hafa þeir ráðamenn sem urðu undir í menningarbylt ingunni verið hluti einnar for- réttindastéttar en Maó og fylg- ismenn hans hafa verið önnur forréttindastétt. Ég hef ekki áð- ur kynnzt slíkum skilningi á orð inu stétt. Annars liggur hér lík lega að baki sá vana- bundni skilningur okkar Vest- urlandabúa að völdum eða for- ystu fylgi endilega forréttindi, t.d. í formi mikillar einkaneyzlu eða sérstakrar aðstoðu afkom- enda til að „komast áfram“. Svo lítil umhugsun sýnir væntanlega að þessi skilningur okkar þarf ekki að vera algildur. í innskotsbrandara sínum í 2. tilvitnun virðist G.H. telja það til hermálastefnu Kínverja að þeir „sækjast eftir auknum áhrifum í Afríku, Albaníu og víðar“. Því miður er slík notk- un orða mér óskiljanleg. Á eftir 2. tilvitnun skýt- ur G.H. enn inn „brandara", en hann hefði orðið harla rýr ef Guðmundur hefði tekið upp setn inguna milli 2. og 3. tilvitnun- ar. Á eftir 3. tilvitnun spyr Guð- mundur hvað ég eigi við með hóflegum stórveldisdraumum. Aukasetningin sem hann slepp- ir á þessum stað hefði átt að geta skýrt þetta nokkuð fyrir honum og lesendum. 9. NÝVINSTRISINNAR Eins og fram kemur hér á und an er mestur partur greinar G.H. tilraun til að svara ræðu minni með þeim aðferðum og rökum sem beitt var gegn svokölluðum kommúnistum fyrir sosum 10— 20 árum. Hann gætir þess m.a. vandlega að sníða tilvitnanir sín ar þannig að þær falli inn í þetta mynztur. Undir lokin snýr hann þó við blaðinu og kallar mig nú nývinstrisinna, en slíkir menn teljast í hans augum alls ekki til kommúnista, þvi að hann segir orðrétt: „Ég heid að það séu þó blessaðir konunarnir sem séu hvað mest ráðvilltir um ný- vinstrisinnana . . (síðan kem- ur tilvitnun i Guðsgjafaþulu til skemmtunar a.m.k. Skömmu áður kemur fram að Guðmund- ur veit ekki hvar hann hefur þessa nývinstrisinna. Nú læt ég mér auðvitað í léttu rúmi liggja undir hvaða nafn- gift Guðmundi Hallgrímssyni þóknast að flokka skoðanir mín ar. Ég vil aðeins að lokum benda honum á að hann hefði getað reynt að lesa margumrædda ræðu mína í rólegheitum, velja mikilvægar tilvitnanir úr henni á heiðarlegan hátt og reyna síð- an að „svara" þeim. Með slíkum vinnubrögðum hefði kannski ekki þurft að gerast sá sjald- gæfi atburður að höfundur blaðagreinar lýsi því beinlínis yfir í lokin að hann viti í raun- inni ekkert hvað hann er að skrifa um. Sjötugur í gær: Jón Björnsson á Hafsteinsstöðum 1 gær (23. febr.) varð Jóm Björnsson bóndi og söngstjóri á Hafsteinsstöðum í Skagafirði sjö tugur að aldri. Fæddur er hann í Glaumbæ í Langholti og voru foreldrar hans Bjöm L. Jóns- son, sem lengi bjó á Stóru- Seylu og var oddviti og hrepp- stjóri í Seyiuhreppi og fyrri kona hans Steinvör Sigurjóns- dóttir. Ungur missti Jón móður sína, og ólst hann upp með föð- ur sínum og siðari konu hans, Margréti Bjönnisdóttur. Snemma bar á þvi, að Jón var gæddur rikri tóniistar- gáfu. Hann stundaði söngnám hjá hr. Geir Sæmundssyni, vígslubiskupi á Akureyri, og organleik lærði hann há Sigur geir Jónssyni á Akureyri. Jóni varð mikið úr þessu námi sínu. Unnandi söngs og tónlistar er hann mikill og i þágu sönglífs heima í Skagafirði hefur hann unnið merkt og mikið starf, sem seint verður fullþakkað. I hart nær 50 ár hefur hann verið orgianisti í Glauimbæjar- og Reyni'staðarkirkju og vænt- anlega verður hann það lengi enn. Sömu störfum hefur hann gegnt við Sauðárkrókskirkju frá s.l. hausti. í áratugi var hann söngstjóri karlakórsins Heimis. 1 þeim fé- lagsskap var Jón lífið og sálin og engum má fremur þakka lang lífi kórsins en honum. Með fleiri söngfélögum hefur Jón starfað sem söngstjóri, svo sem Samkór Sauðárkróks, en söngstjóri hans var Jón í 5 ár. Fátt er meiri lyftistöng öllu heilbrigðu félagslífi en söngfé- lag á borð við þau, sem Jón á Hafsteinsstöðum hefur helgað krafta sina og starfað fyrir af eftirminnilegum áhuga og ósér- plægmii. Alll't yröi líf okkar í strjálbýlinu fábreyttara og tóm legra, ef við nytum ekki siíkra hæfileika og áhugamanna sem Jón á Hafsteinsstöðum er. Því fuilyrði ég að hann hefur unnið meira og betra starf fyrir hér- að okkar en margur ainnar. Hon- um eigum við Skagfirðingar mik ið að þakka. Og ég nota þetta tækifæri, þegar Jón stendur á timamótum í lífi sínu, að þakka honum fyrir samstarfið allt og óbrigðula vináttu, og þá ein- læga ó.sk ber ég í brjósti, að ég og söfnuðir mínir tveir fái lengi enn að rtjóta gildismikilla starfa hans. Jón á Hafsteinsstöðum á í fór uim sinuim mik’nn fjölda tón- smiða, sem hann hefur gjört. Ýmis sönglög hans eru þegar kunn þjóðinni, en vel væri far ið, ef fleiri tónsmíða hans yrðu almenningi kunnar. Mörg lög Jóns eru fögur og einstaklega sönghæf. Þótt tónlistin hafi átt svo rík- an þátt í huga Jóms, sem raun ber vitni, hefir hann ekki sleg- ið slöku við í aðalstarfi sínu, sem er búskapur hans. Enginn vafi er á þvi, að Jón á Haf- steinsstöðum hefir verið í hópi dugmestu bænda Skagafjarðar. Búnaður hans hefir ein- kenmzt af áhuigia, forsjálmii og fyrirhyggju og á þeim vettvangi hefir hann skilað miklu dags- verki. Kvæntur var Jón ágætri og mikilhæfri konu, Sigríði Trjá- mannsdóttur. Hún andaðist 1969. Einn son eignuðust þau hjón, Steinbjörn, sem býr á Haf steinsstöðum. Kona hans er Esther Skaftadóttir og eiga þau fjögur börn. Ég og kona mín færum Jóni beztu blessunaróskir okkar og bökkum honum kynnin og alla vinsemd. Gunnar Gislason. — Samtal við Elsu Framh. af bls. 10 aðri gerð og Snæfellsjökull og Hekla, en er talið vera miklu elidra. Ég þóttist finna merki um að það hafi gosið í ísaldarlok eða fyrir um 10 þúsund árum. Þeð verður að teljast útkuimað, þó að ekki þori ég auðvitað að taka alveg ábyrgð á því. En þarma við Jökiulsá í Fljótsdal er þó áreiðanlega öruggari staður til virkjunar en á eldgosa- beltinu. — Hafa önnur svæði, þar sem þú hefur verið við rann- sókmir, reynzt áhugaverð? — Ég hefi aðallega verið við Tungnaá og þar er t.d. Vatmsfellið og sivæðið þar í krimg mjög áhugavert. Þar hefur trú'lega verið umhorfs líkt og nú er í Grimisvötnum. Gosið hefur í lægð og mikið af gosefnum hefur svo borizt í burt í jökul'hlaupum. E.t.v. li'ggur eitthvað af gosefnum þess á söndunum á Rangár- völlum. Þetta hefur gerzt í ís- aldarlok. En þá hefur orðið gos í Þórisvatni sjálfu nokkru síðar. Þar er einmig mymdarliegur gígur í Austur- botni, sem við höfum kal'lað Brand. Við gosið hefur farið flóðbylgja frá Þórisvatmi í Köldukvísl og eru flóðset niður mieð ánni, t.d. við Rjúpmadal. Margt hefur gerzt á þessum slóðum og eldvirkmi verið mikil á Tungnaáröræf- um, bæði á seinasta ísaldar- skeiði og á nútima, þó að þar hafi verið rólegt sl. 1000 ár. — 1 lok samitalsins spyrjum við Eisu um ætt og uppruna, eims og siður er á ísl'andi. Hún er ættuð úr RanigárvaHa sýsliu og af Fásikrúðsifirði, en fædd í Vestmannaeyjum. Fað ir hennar Vilmundur Guð- mundsson drukknaði af skipi fyrir 39 árum, en móðir henn ar et Guðrún Björnsdóttir frá Fagurhóli í Lamdeyjum. Sjáif er hún gift Páirnia Lár- ussymi verkfræðingi. —E.Pá. Teiknistofa óskar eftir húsnæði. — Æskileg stærð 50—70 fm, þó ekki skilyrði. Aðeins gott húsnæði kemur til greina. Áhugasamir hringi í síma 26340 eða 25491 eftir kl. 7.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.