Morgunblaðið - 17.06.1973, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.06.1973, Blaðsíða 11
-MORGUNBLAÐIÐ, SONN'ITDAGUK 17. JÚNl 1973 II Glefsur úr brezkum blöðum um landhelgisdeiluna Þingtnaðurinn Laurance Keed Bkrifar m. a. í bréfi til Daily Xelegraph: Frelsi á úthafinu, sem einnig inœr til fiskveiða, er ágætis kenn- ing, fræðilega séð — alliir væru frjálsir að notfæra sér auðæfi hafsins. En það yrði ekki þannig í reynd. 1 reynd þýðir það að ríku löndin, með sína fjármuni og tækni, fá að ösla um höfin í leit að fæðu. Og eiftir að þau hafa þurrkað upp miðiin á einum stað, er þeim frjálst að hefja eyðilegigingu þess næsta. Fátækari löndin geta þetta ekki. Þau geta eimgöngu stundað miðin næst ströndum sinum. Þeirra helzta vandamál er skort- ur á eggjahvituefni, og fiskafl- inn er þar bezta lausnin. Því kemur það ekki á óvart að þró- unarlöndin sikuli eiga samstöðu með fslandi að því er varðar út- fænslu fiskveiðilögsögunnar. Að sjálfsögðu telst ísland ekki til þróunarlandanna. Ekki er land ið heldur fátæikt. En landið er á sérstæðan hátt háð fiskveiðum, og vissulega veit ég ekki um neitt annað land svo algerlegá bundið auðæfum, sem það —- að áliti Breta — hefur enga lögsögu yfir. Þegar við fyrir 30 árum vor- um að berjast fyrir lífi okkar, lögðum við þá ekki einhliða allt Island undir okkur, og afsökuð- um það með því að hemámið væri sjálfsvöm? Laurance Beed, Neðri málstofunni. A. Menhinick, sem býr á Wight eyju, skrifar tál Daiiy Telegraph m. a.: Það er óumdeilanleg staðreynd að íslenzkir fallbyssubátar eru að fremja sjórán á úthafinu. Brezki flotinn ætti að taka þá fasta, eða, ef nauðsyn krefur að sökkva þeim . . . A. Menhinick, Cowes, I.W. Þingmaðurinn Anthony Meyer frá West Flint skrifar Times: Má ég, þingmaður Ihaldsflokks inis, sem hef jafnan haldið því fram að aBt frelsi sé byggt á lagalegum rétti, lýsa í dálkum yðair yfir vonbrigðum mínum yf *r því að brezka stjómin skuli haifa stigið þetta skref (að senda flotamn inn í fiskveiðilögsöguna). Ég veit að ríkisstjóm íslands hef ur neiitað að viðurkenna ákvörð- un Alþjóðadómstólsinis. En er það í rauninmi rétt hjá brezku stjómimni að taka að sér að þvimga frarn ákvörðun Alþjóða- dómstólsins? Yðar einlægur, Anthóny Meyer, Neðri málstofummi. Alan Gprst í Norwich, skrifar til Guardian m. a.: Það eru aðeims tveir eða þrlr þingmenm, sem hafa þorað að gagnrýna , árásaraðgerðir Bret- lan4s gagnvart ísl.andi, sem er að ber jast fyrir þvi að vemda mimmk andi þorskstofn við strendur sín ar. Perú er meðal þeirra landa, sem hafa fært út fisirveiðilög- sögu siírut rmm meir en ísland. Eftiir að hafa búið í f jögur ár á Nýfundmalandi væri ég fylgjandi því að lögsagan þar yrði færð út ií 100 rnilur. Erlend samkeppni og ótákma>rkaðarJ veiðar ’hafa nú þegrtir skáöáð fiesta fiskstofna. ísland hefúír gefið smáum og stórum þjóðum gott fordnrmi mneð ákveðipni ste'fuu sinni. Alan Gorst, Norwióh. The Guardian er eina brezka blaðið, sem fæst tíl að birta langt bréf frá Breta, sem inísettur hef- ur verið á íslandi undanfarið ár. Bréfritarinn er Clive Stacey, og hann býr að Eyrarvegi 12 á Flat- eyri. Fer hér á eftir útdráttur úr bréfi hans: Ég hef lesið mikið um báðar hliðair málsins, segir Stacey, og vildi í stuttu máli skýra málstað Islands, sem mér finnst hafa ver- ið viiða misskilinm 1 Englandi. 1 fyrsta lagi er það viðurkemnt samkvæmt alþjóðalögum að strajndríki á lögsögu yfiir hafs- botninum ög jarðlögunum á land grunninu við strendur sínar. Is- iaind heldur því fram að fárán- legt sé að halda þessu fram, en heimila jafnframt öðrum þjóð- um að skrapa botn lamdgrunms- ios með botmvörpum sínum. Togarar frá öðrum þjóðum hiirða nú helming heildanaflans af miðunum umhverfis ísland og ný legar skýrslur sýna að þeir eiga sök á því að drepa um 80% aills þess ókynþroska fisks, sem veidd ur er. DánarhlutfaU þorskstofns ins er nú 70% á ári. Þetta er að sjálfsogðu hærra hlutfall en stofn inn þolir til lengdar ... Það er augljóst að ef mikið er veitt af fiiski, sem er um það bil að hrygna, eins og brezkir og þýzk- ir togarar eru að gera, hlýtur að koma fljótt að þvi að aflinn minnki, eins og er að gerast. Það er staðreynd að erlendum togur- urn hefur farið fjölgandi á ís- lenzkum miðum, en miðin farið miinnkandi. Fjórtán erlendir fiski fræðimgar, sem njóta alþjóða við urkenningar, hafa saigt að ráð- legt væri að mimnka veiðarnar á Islandsmiðum um helming í nokk ur ár að minnsta kosti. Allt bendir til þess að um of- veiði á þorski sé að ræða, og að nauðsymJegt sé að grlpa til rót- tækra ráðstafana til að vemda harun. Ef Bretar sinna ekki þess- um aðvörunum verða afleiðing- amar alvarlegar. Aðeins um f jórð ungur afla brezkra fiskiskipa kemur frá íslandsmiðum. Þessi fjórðungur fer til atvinnugrein- ar, sem er ekki ýkja þýðingar- mikil fyrir Breta. Því miður er ekki sömu sögu að segja um Is- lendinga. Fiskafurðir eru svo til einu útflutnmgsvörur þeirra, og nema 82% heildarútflutnings (í BretJandi 0,002%). Ef aðvörunum sérfræðinganna verður ekki sihrnt og fallbyssu- bátastefnan fær að ráða, kemur að því innan fárra ára að brezkir og þýzkir togarar verða að hætta veiðum vegna þess að enginn þorskur er lengur tii á miðunum, en þá hafa þeir um leið brotið niður efnahag Islands, sem að öðru leyti hefur verið vinsamlegt ríki og mjög . þýðingarmikið bandalagsríki í NATO. Ef hins vegar yrði dregið úr veiðum eins og Islendingar hafa farið fram á bendir allt. til þess að þar verði nægur fiskur fyrir alla í framtíðiinni. Yðar einlægur, Clive Stacey. Einhver Edgar Banner í Sa- vage Club skrifar Daily Tele- graph m. a. þetta: Hvers vegna flytja fjölmiðlar okkar jafnan rangtúlkándi til- kyrminigar eins og: „Togarar okkar voru að veiðum 20 mílur (eða svo) inman 50 irtílna mark- anma“ í stað þess að segja eims og rétt er að þeir hafi verið að veiðum „20 milur fyrir utan al- þjóða 12 milna mörkin"? Edgar Banner. Brezkur klerkur, Norman S. Power í Birmingham, skrifar Morgunblaðinu m.a.: Það væri raunaJegt ef ísJenzka þjóðin tryði því að öll brezka þjóðin væri andstæð henni í fisk- veiðideilunmi. Flestir okkar hafa efckert með togara að gera; marg ir okkar reyna að sikilja hvaða þýðingu deilan hefur fyrir Island. Brezk blöð birta greimar og bréf, sem styðja málstað Islend- inga. Nýlega birti „Birmingham Post“ grein, sem var mjög hiið- hoil íslendingum. 1 Birmingham býr um ein milljón manna . . . Árásin á sendiráðið var sizt stuðningur'við þá, sem hafa sam- úð með máistað Isiands og reyna að skilja hvað þetta allt er mik- ið mál fyrir Islendinga. Það ger- ir heldur ekki skothríðin á Ever- ton. Hvað sem þið hugsið tii okkar vona ég að þið séuð sam- mála um að það sé ykkur hag- kvæmt ef brezkir lesendur styðja málstað ykkar í brezkum blöðum. Ég held ekki að það gæti gerzt Bréf þetta er frá manni, sem um langt skeið hefur verið hug- fanginn af sögu og menningu hetjuþjóðarininar á Isilandi. Innileg kveðja, Norman Power. T. B. McGlynn, 15 Birdwood Street, Launceston, Tasmaníu, Ástraliu, skrifar: Ég er Englendingur, og óska ykkur alls góðs í deilu ykkar við ríkisstjóm mína um fiskveiöilög- söguna. Ég hef aldrei til Islands komið, en þekki landið ykkar gegnum bækur þess og þjóð. Ég þekki eiinnig hafnarborgina Hull og íbúana þar, togaraeigendur, skipstjóra og sjóimenn. Ég vil enskum fiskimönnum ekkert illt, en ég sé mörg sterk rök fyrir af- stöðu IsJands. Rétt er að jafn margir búa í Hull og á öliu Is- landi, en England hefur margar aðrar leiðir til að sjá mömnum fyr ir atvinnu, hvað Island hefur ekki. Við höfum iðnað, verzJun, bankaviðskipti, landbúnað og auð velda mannflutninga til annarra enskumælandi landa, en þið haf- ið fisk, noklcra hveri og kiindur, auk nokkurra rithöfunda, eftir því sem mér skilst. Brezki fiskiðnaðurinn hefur verið gjaldþrota um lanigt skeið, efnahagslega gjaldþrota og einn- ig siðferðilega. Fiskimáladeild landbúnaðarráðuneytisins í Lon- don er iliræmd meðal opinberra starfsmanna fyrir þjónkun sina við samtök togaraeigenda. Ef mennirnir í London hefðu litið brezka fiskiðnaðinn þjóðlegum augum, alþjóðlegum augurn, eða EFTA augum (og það er enn ekki of seint), hefðiu þeir sparað milljónir punda með þvl að segja togaraeigendum að England geti ekki veitt þeim auð mönnum fjárhagslegan styrk, sem geti ekki skilað arði, geti ekki greitt fyrir þjálfun áhafna sinna, hafi ekki ráð á þedm lág- marks öryggisbúnaði, sem fyrir- skipaður er á öl'l'um öðrum skip- um, geti ekki séð lífshagsimuni nágrannaríkis, er gæti séð Eng- landi fyrir fiski ódýrar og hag- kvæmar, og svo framvegis. Þeir eru siðferðilega gjaldþrota vegna þess hverjum augum þeir líta al- mannafé, velferð áhafha sinna og hagsmuni mjög merkrar þjóðar, Islendinga. Meðal annarra orða þá er brezki flotinn jafnan mjög ófús að þjóna á hafinu við IsJand við þau störf, sem hann gegnir þar nú. Flotinn hefur ekki mikla trú á þess konar aðgerðum, og auk þess hefðbundið vanimat á fis'ki- mönnum og mikla andúð á fiski- máladei'ld ráðuneytiisins. Home utanríkisráðherra er að sjálf- sögðu maður með athyglisverðan og fjölbreyttan feriJ í opinberri þjónustu i augum ákveðinna hópa Breta, en ekki sJcyldi gerð- ur samanburður á opimiberum um mælum hans að því ér varðar samræmi, öliu heldur fyrir þá fáguðu fastheldni við vaJdbeit- ingu gegn smærri þjóðum, sem i 1 rím felst. Afstaða hans til Hiitl- ers-Þýzkalands var áberandi önn ur þegar hann var eiwkaritari „Mr. J‘aime-Berlin“ (Neville ChamberLain) árið 1939. Ég vona og trúi að þið vinnið algeran sig ur í baráttu ykfcar fyrir 50 miilna fis'kveiðilögsögu, og mér þykir leitt að málstaður Islands skuli ekki fá að njóta sanmmælis I mlnu eigin landi, sem áður gat verið hreykið af að vernda rétt smáþjóðanna, en er nú svo smátt og hræsnisfullt. Ykkar einlægur T. B. McGlynn. Einhver John í Aldershot 1 Englandi, sem skrifar eftirnafn sitt svo iila að það er ólœsilegt, segir m.a. í bréfi til Mbl.: Meðan svo kallað þorskastrið er nú háð verður að minnast þess að hér í Bretlandi eru það ekJtí allir, sem styðja stefnu stjómar okkar í málimu hvað vairðar að senda flotann inn I íslenzka lögsögu. Gerið það því, hugprúðu Islendingar, dæmið okkur ekki of hart! Sjál'fur styð ég ykkur í baráttu yfckar fyrir 50 mílna lögsögu. Og ég sJcamm- ast mín ekki fyrir að viðurkenna það opinberlega, þvi óg er ekltí einn um það. Án 50 mílna markanna yrði fiskurínn ffljótlega uppurinn vegna aukinnar eftSrsipumar, hann hyrfi ffljótlega eins og af öðrum miðum, þar sem ofveiði hefur verið srtunduð. Fiskverndunarstefna stjómar ykfcar ætti að tryggja nægilegt framboð af fisJtí mörg komandi ár. Bn þar fyrfr utan, hvað ann- að en frsk hefur Island til að tryggja efnahag sinn? Beztu ám aðaróskir Island, John....... Aldershot, Eniglandi. Þannig telur sænska blaðið Dagens Nyheter að unnt væri að ná bráðabirgðasamkomulagi í landhelgisdeilunni. í neinu öðru landi! Úr bréfum til Mbl. um landhelgisdeiluna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.