Morgunblaðið - 17.06.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.06.1973, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 1973 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JÚNl 1973 17 Útgefandi Framkvaemdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulitrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóri og afgreiðsla Augtýsingar Askriftargjald 300,00 kr. hf. Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Kor.ráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstraeti 6, simi 10-100. Aðalstraeti 6, sfmi 22-4-80. á mánuði innanlands. I lausasölu 18,00 kr. eintakið. ¥ dag er þjóðhátíðardagur íslendinga, 17. júni. Tæpir þrír áratugir eoru nú liðnir síðan þjóðin öðlaðist að nýju fullt og óskorað sjálfstæði og lýst var yfir stofnun íslenzka lýðveldisins. Þessum loka- áfanga í langri sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar verður í dag fagnað um land allt með hefðbundnum hætti. En þjóð- hátíðardagurinn er ekki ein- vörðungu dagur minninga um baráttu liðinna tíma. Hann á jafnframt að gegna öðru og ekki síður veiga- miklu hlutverki. Þjóðhátíðar- dagurinn á þannig að vera ís- lendingum hvatning til þess að standa vörð um öll þau málefni smá og stór, er varða sjálfstæði þjóðarinnar á líð- andi stund og í næstu fram- tíð. Mest allt lýðveldistímabilið hefur rikt festa og öryggi í utanríkis- og vamarmálum þjóðarinnar. íslendingar hafa gert sér Ijóst, að stefnufesta í þessum efnum er smáþjóð- um afar þýðingarmikil og ekki veigalítill þáttur í að tryggja sjálfstæði þeirra. Ut- anríkisstefnan hefur að mestu verið mótuð af aðild okkar að Norðurlandaráði, Atlantshafsbandalaginu og Sameinuðu þjóðunum. Á vettvangi Norðurlanda- ráðs höfum við leitað sam- stöðu með þeim þjóðum, sem okkur eru skyldastar. Segja má, að það samstarf hafi bor- ið mestan árangur á sviði menningarmála. Þessar þjóð- ir hafa þó einnig náin stjórn- málatengsl, enda oftsinnis mótað sameiginlega afstöðu á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna. En þar hafa íslending- ar lagt sitt litla lóð á vogar- skálarnar til þess að stuðla að bættri sambúð þjóða á milli. Með aðild íslands að At- lantshafsbandalaginu og varn arsamningnum við Bandarík- in hefur þjóðin á hinn bóg- inn tryggt öryggi lýðveldis- ins og um leið sjálfstæði. Með þessu móti höfum við ekki einungis tryggt eigið öryggi, heldur verið þátttak- endur í sameiginlegu varn- arstarfi Vestur-Evrópuríkj- anna. Atlantshafsbandalagið var stofnað á viðsjárverðum tímum. En fæstir bera nú brigður á, að starfsemi banda lagsins hefur leitt til meira öryggis og lagt grundvöll að bættri sambúð austurs og vesturs. Að undanfömu hefur slakn að á spennunni milli lýðræð- isríkjanna í Vestur-Evrópu og sósíalistaríkja Austur- Evrópu. Samstarf Vestur- Evrópuríkjanna hefur einnig verið að taka á sig nýja mynd og settar hafa verið fram hugmyndir um nýjan At- lantshafssáttmála. Óefað eiga miklar breytingar eftir að eiga sér stað í þessum efnum, en þessi þróun er þó enn sem komið er á algjöru frum- stigi. íslendingar verða að tryggja öryggi sitt og sjálf- stæði. Það verður um sinn bezt gert með því móti, sem verið hefur. Breyttar aðstæð- ur geta þó síðar leitt til þess að æskilegt verði að gera breytingar á því fyrirkomu- lagi varna, sem við nú búum við. Eins og nú er ástatt þurfa Íslendingar þó ekki einungis að tryggja öryggishagsmuni sína, heldur og lífshagsmuni. Við heyjum nú harða baráttu fyrir alþjóðlegri viðurkenn- ingu á rétti okkar til 50 sjó- mílna fiskveiðilögsögunnar. Lokamarkið í þeirri barátttu er að fá viðurkenndan rétt okkar til fullra yfirráða yfir auðlindum sjávarins yfir landgrunninu öllu. Sjónarmið okkar í fiskveiði lögsögumálum strandríkja njóta nú síaukins stuðnings þjóða heims. Allar líkur eru á því, að meirihluti ríkjanna á hafréttarráðstefnu Samein- uðu þjóðanna næsta ár muni styðja þennan málstað. Jafn- vel hörðustu andstæðingar okkar í Bretlandi virðast allt eins gera ráð fyrir að svo muni fara. Ómakleg og ruddalég flota íhlutun Breta í íslenzku land- helginni hefur vakið réttláta reiði landsmanna allra í þeirra garð. En hitt er þó fullljóst, að sú deila, sem við nú stöndum í er aðeins tíma- bundinn. Við munum sigra í þessari baráttu og fá rétt okkar viðurkenndan. í Ijósi þessara staðreynda hljótum við að taka ákvarðanir um áframhaldandi aðgerðir í landhelgismálinu. Lífshagsmunir okkar í þess um efnum eru í því fólgnir, að okkur takist að vernda fiskstofnana á miðunum um- hverfis landið og tryggja yf- irráð okkar yfir landhelginni, Allar aðgerðir hljóta að miða að því að færa okkur nær því marki. Á þessum þjóðhátíðardegi er íslendingum mest í mun að tryggja sem bezt öryggis- og lí'fshagsímuni sína. Af þeim sökum verðum við að forð- ast að stíga ótímabær skref í þessum efnum. Enn sem fyrr verður öryggi og festa að einkenna utanríkis- og varnarmálastefnu þjóðarinn- ar. FESTA I UTANRIKIS 0G VARNARMÁLUM GÍSLl J. ÁSTÞÓRSSON EINS OG MÉR SÝNTST Gæðapróf hinna vandlátu t>að sýnist augljóst mál að þeir sem vilja vera samviska heimsi'ns mega samt ekki haga sér svo kjánalega að svo fari að lokum að engion taki mark á þeim. Allis konar fólk og margt af þvi eflaust prýðis- vel gefið var gripið opiniberu samviskubiti við heimsókn þeirra Nixons og Pompidous og kvað upp þann úrskurð að þessir menn væru höfuð- paurarnir með svo genspillt- um þjóðum að þeir væru ekki * hæfir til ísilandisvistar. Nú slkal enginn dómur á það lagður hér hvort matið á Frökkum og Bandaríkjamönn um var réttlátt, rainglátt eða einungis hvatvislegt, en aft- ur á móti hlýtur sú spurn- ing að vakna hvaða þjóðir við Isiendingar getum verið þekktir fyrir að umganga.st úr því þessar tvær eru for- kastanlegar. Hverjum getum við boðið heim ? Hvaða þjöðir standast gæða próf hinna vandlátu ? Og hvar á jörðimni er hví- lík úrvalishjörð að það sé for svaranlegt að hleypa forustu sauði heninar hér út á Klambratúnið ? Það væru þá helst Færey- ingar. Það er auðvitað ekk- ert gaman að þurfa að segja það, en það eru svo margar þjóðir breyskar og meira en það frá sjónarhóli okkar sak leysingjanna að Mklega kæm- ist maður í mesta vanda ef maður ætti að nefna fleiri en tiu sem segja mætti að hefðu nokkurnvegiinn skammlaust siðfer ðis vot tor ð. Þó að við tökum ekki nema Rússann þá á ég bágt með að trúa því að hugsjónaimönnun um sem viija skyggnast inn I hjörtu fólks áður en við bjóðum þvi heim væri ljúf- ara að sýna félaga Breshnev auðsveipni heldur en þeim nefprúðu dánumönn'um sem gistu okkur á dögunum. Svo að rétt eitt sé nefnt þá eru þeir menn ekki beinlínis um burðarlyndir sem loka menn inni á geðveikrahælum af því þeir skrifa vitlausa bók; og ef Breshnev er að mati hug- sjónamannanna hótinu skárri ein veslings Nixon og aum- ingja Pompidou, þá er ég hræddur um að dómgreind þeirra vandlátu sé ekki al- veg eins kiár og hún þyrfti að vera. Það vaknar llika sú spurn- ing í sambandi við svona mál hvaðan fólkinu komi valdið sem hótar jafnvel að grípa tiil óyndisúrræða ef ekki verði látið að vilja þess. Það skal þó stmx tekið fram að Klambratúnsvakan fór prúð- manniega fram og var öllum aðilum til sóma eins og menn segja gjarnan. En þegar of- beldishótanir liggja í loftinu og menn standa með reiddan hnefann framan i stjómar- völdum, hvað erum við þá að burðast með þing? Til skamms tima ruddust menn inn í Stjórnarráðið, dembdu sér þar á gólfið, brutu sam- an handleggina og neifuðu að hræra legg né lið nema geng- ið yrði að ailskonar kröfum sem þeir voru með á þvæld- um miða sem þeir drógu upp úr rassvasanum; meira að segja fuldorðnir menn. Ef svona aðferðir eiga eitthvað skylt við lýðræði, þá kem ég ekki auga á þær. Það er rétt eins og það sé til „gott“ of- beldi sem valið fólk megi nota á „vont“ ofbeldi. En menn sem beita ofbeldi und- ir því yfirsfcini að þeir séu að uppræta það, þeir eru komnir svo rækilega í gegn- um klofið á sjálfum sér að ég að minnstakosti skil ekki röksemdir þeirra. Þessi pistill er ekki skrif- aður tii þess að mæla með undirlægjuhætti við erlenda stórlaxa og þessum stórkost- legu sviðsetningum með mót- orhjólagargi og bilalesta- ti'lburðum og þrímáluðum um ferðarlögregluþjónum sem vísa almeimingi beint út á öskuhauga. Satt að segja leið isit mér svona samkomuhald, enda finnst mér oftast fylgja þessu einhverskon- ar geggjun hér uppi á Fróni, þegar við eins og ég drap á um daginn sópum ötlu ofan í skúffu og ráðherrar og ráðu- neytisstjórar og meira að segja ótindir bæjarfulltrúar taka til að hringsnúast kring um sjálfa sig eins og maður væri kominn niður á bryggju í Grindavík i brjál- aðri páskahrotu. Ég hef sagt það áður og leyfi mér að segja það enn: Ég held við höfum voðalega minnsmáttar- kennd. En við megum á hinn bóg- inn ekki kúvenda yfir í hin- ar öfgamar og gerast svo heil agir menn að við afsegjum að tála við aðrar þjóðir en þær sem eru í hvítasunnu- söfnuði'num. Við gefúm ekki pakkað saman og rokið burt af jörðinni, og við verðum að reyna að vera ofboðlítið raun sæ. Ef við hugsum um þetta í rólegheitum, þá ýkti ég held ur ekkert stórlega þegar ég nefndi Fíereyinga sem þá út- völdu þjóð fem enginn þarf að skammast sln fyrir að þekkja. Og síst skai ég neita þvi sem margir halda fram að fjöldi þjóða hagar sér tíðum þannig að manni blöskrar. En veröldin skánar ekkert við það þó að við gerumst einsetumenn. \ Reykjavíkurbréf j -----Laugardagur 16. júní- Fögur borg Þótt veðráttan í vor hafi í höf uðborginni sem annars stað- ar verið köld og heldur leiðin- leg, finnst öllum þeim, sem í Reykjavík búa, að þeir dvelji í fögru umhverfi. Þar er ekki ein ungis um að ræða náttúrufegurð iina, heldur hefur fólkið í höf- uðstaðnum einnig lagt sitt af mörkum til þess að fegra og bæta borgina, og jafnvel í kalsa- veðráttu þessa vors, hafa menn lagt stund á að prýða og fegra í krimgum sig. Á undangengnum árum hefur orðið bylting í gatnagerð í Reykjavík. Áður þurftu menn þar sem annars staðar í þétt- býli á Isiandi að búa við mold- argötur, ryk og óhreinindi, en nú má heita, að allar götur borg- arinnar séu fullgerðar, og jafn- framt er lögð áherzla á að græða og prýða opin svæði meðfram götum, garða og velli. Og eitt þeirra verkefna, sem mikil áherzla er lögð á undir forystu nýs borgarstjóra, Birgis ísleifs Gunnarssonar, er einmitt fegr- un umhverfisins, enda sjást þess hvarvetna merki, að mikið er gert. Nýlega samþykkti borgar- stjóm Reykjavíkur að stofna sérstakan sjóð til lánveitinga í því skyni að hraða fullnaðarfrá gangi lóða, sem borgin úthlutar íbúunum. Eins og allir þeir vita, seon brotizt hafa í húsbyggimg- um, er heldur þröngt um f járhag iirrn um það leyti, sem húsnæð- ið verður íbúðarhæft. Oft vill því svo fara, að á langinn dregst, að gengið sé frá lóðunum, ein- faldlega vegna þess að menn hafa ekki fjárráð til þess, en allt kostar peninga ekki sízt nú á tímum óðaverðbólgu. Hug- myndin er sú, að sjóður þessi eflist verulega á nokkrum ár- um, og á hann þá að verða þess megnugur að greiða fyrir þeim, sem vegna vanefna geta ekki að fullu gengið frá lóðum sín- um. Enn er hér stigið spor í þá átt að fegra og bæta umhverfi höfuðborgarbúa. Eins og að líkum lætur renna margir þeir, sem í þorpum og kaupstöðum búa víða um land, öfundaraugum til Reykvikinga, er þeir sjá götur þeirra, garða og gangstéttir, enda er umhverf ið viðast áþekkt því, sem í Reykjavik var, áður en það stórátak var gert, sem menn nú hafa fyrir augum. Og áreiðan- legt er að eitt hið mikilvægasta til að fá fólk til að una glatt við búsetu úti á landi, að átak verði þar gert á borð við það, sem í umhverfismálum hef- ur gerzt í Reykjavík. Og viissu- lega ætti það að vera unnt, jafn gifurlegar og þjóðartekjur eru nú orðnar, miðað við það, sem var fyrir fáum árum. Kanada nú — fsland fyrir 25 árum Fyrir skömmu ákvað Kanada- þing að lýsa yfir eignarráðum að öllum auðæfum sjávarins yf- ir landgrunni Kanada. Er meg- inefni laga þessara það sama og laganna um vísiindalega vemd- un fiskimiða landgrunnsinis, sem hér voru sett fyrir réttum ald- arfjórðungi, eða árið 1948. Um þá lagasetningu höfðu sjálfstæð- ismann alla forystu, og fremst- ir í flokki voru þeir Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson, sem með þeirri löggjöf mörkuðu þá stefwu, sem íslendingar hafa síðan fylgt i friðunarmálum, það er að segja að ná raunveruleg- um yfirráðum yfir auðæf- um hafsins á landgrunninu öttu í áföngum. Vissulega hlýtur sú framsýni, sem birtist í löggjöf- inni frá 1948, að vekja athygli, ekki sízt nú, þegar Kanada- menn gera þessa stefnu að sinni, hvorki meira né minna en fjórð- ungi aldar á eftir okkur íslend- ingum. Vissulega var það ætíð álita- mál, hve langt bæri að ganiga hverj u sinni tii að koma lögum þessum í framkvæmd. Orðið hef- ur að sæta lagi og forðast hverju sinni að ganiga lengra en svo, að líklegt mætti telja, að sigur vseri í sjónmáli. Fyrstu aðgerðimar voru útfærslan fyrir Norður- landi í 4 mílur 1951 og síðan 4 mílna laindhelgin og ný- ir grunnlíunpunktar 1952, í kjöl- far dóms Alþjóðadómsins, sem fél! Noregi í vil í deilu þeirra við Breta. Síðan var kappsamlega að því unnið að afla málstaðnum fylg- is á alþjóðavettvangi, m.a. Ræðarar undir árum. á tveimur ráðstefnum um haf- réttarmálefni, sem haldnar voru í Genf. Þeiim lauk raunar án þess að alþjóðalög yrðu setf um víðáttiu landheigi, en hins veg- ar var ljóst, að mikil! meiri- hluti þjóðanna aðhylltist 12 miilna fiskveiðilögsögu, og þess vegna var lagt til að stefna á 12 milurnar 1958, þótt svo illa færi að vísu þá, að raumveru- leg f.riðun náðiist ekki fram fyrr en 1961. Sigurinn 1961 En þegar íslendiingar höfðu unnið fullnaðarsigur í viðureiign inni við Breta út af 12 mítoa fiskveiðiitakmörkunum árið 1961 með þeim orðsendingaskiptum, sem þá áttu sér stað, var eðli- legt, að nokkurt Mé yrði á að- gerðum til frekari útfærslu. Hins vegar var þegar í stað tek- ið til við að vtona að auknu fylgi við fandgrumnsstefnuna, enda betoltois tekið fram í sam komuilaginu við Breta og Vest- uir-Þjóðverja, að við mundum halda áfram á þeirri braut að ná raunverulegum yfirráðum yfir Uundgrunninu öllu. Engum gat þess vegna bland- azt um það hugur, að sigurinn 1961 var einungis áfangi að lokamarkinu. Htas vegar vissi þá eniginn, hvenær næst mundi reynast unmt að hefja sókn. Sem betur fer var þróunto mjög ör á sjöunda áratugnum, þegar æ fleitri þjóðir hölluðuist á sveitf með þeim málstað, seam við Is- lendtogar hötfðum barizt fyrir. Vorið 1970 taldi Bjarni Bene- diktsson, þáverandi farsætisráð herra, að nú væri svo komið, að rétt væri að hetfja baráttuna fyrir frekari útfærslu fiskveiði- markanna og skyldi þá stefnt að lokamiarkinu, friðun landgrunns ins alls. Hann skipaði því land- helgisnefndina, sem í átti sæti fulltrúi hvers stjórnimálaflokks, og vildi með því reyna að tryggja, að fuli samstaða yrði um aðgerðir í landhelgismál u m, hvað sem ágreiningi liði um önn ur málefni. Ekki skal hér farið lengra út í að rekja sögu málstos og það, sem gerzt hefur sl. 3 ár. Það er ölluim í fersku mtoni og raun ar hetfur menn greint á um, hvernig að málum bæri að standa. Er það mál of ferskt og viðkvæmt tiil að rétt sé að hafa um það fleiri orð, einmitt núna, en það bíður síns tima. Aðstoð NATO-þjóða Þegar þeirri hugmynd fyrst var hreyft að vísa deilu okkar við Breta, vegna vopnaðr- ar ítilutunar þeirra, til Atlants- hafsbandiaLagsinis, snerust kornm únistar öndverðir gegn því. Þetta vamarbandalag vest- rænna þjóða, hefur ætíð verið þeim sérstakur þymir í augum, og flest vildu þeir ti! þess vinna, að koma í veg fyrir, að vina- og bandalagsþjóðir okkar íslend- inga létu málið til sin taka. Raunar var svö lanigt gengið að undirlagi þeirra, að hafnað var tilboði Norðmanna um að reyna að koma tU liðsinnis, meira að segja án þess svo mikið sem að ræða við þá og spyrjast fyrir um, hvað fyrir þeiim vekti. Svo fór þó að lokum, að jafnvel kommúnistar sáu, að ekki var unnt að komast hjá því að leita liðsinnis, þar sem liðs var helzt að vænta, einmitt hjá Atlants- haf sbandalagtou. Að vísu gerðu allir sér grein fyrir því fyrirfram, að Atlants- hafsbandalagið réð ekki yfir netou töframeðali, sem á einni nóttu yrði notað tU þess að knýja Breta tii undanhalds. Hms vegar fór ekkert á milli mála, að sá þrýstinigur, sem vit- að var að ýmsar bandalagsþjóð- ir mundu beiná að Bretum, hlyti að styrkja okkur og lama þá, eins og líka hefur komið á daginn. Þegar þetta er ritað, er ekki ljóst að fullu, hver verða muni árangurinn af aðgerðum banda- lagsþjóða okkar, en engum dylst þó, að hann er þegar mikill orð- inn, elíki sízt fyrir tilstuðlan frænda okkar og vtoa í Noregi og Danmörku. Það er þess vegna talsvert skrýtton hugsun arháttur, þegar menn telja, að íslendingar eigi að segja sig úr Atl'antshafsbandalagtou, ef það megni ekki að koma Bretum út fyrir fiskveiðitakmörkin. Öllum er ljóst, að sií'k ákvörðun mundi verða mikið áfall fyrir Norður- löndin, fremur en nokkur lönd önnur, og væri þeim þá illa launuð líðveizlan. Hitt liggur miklu nær, sem fram kom á fundi fréttamanna með Joseph Luns, framkvæmda- stjóra Atlantshafsbandalagsins, að Bretair yrðu reknir úr því, ef þeir héldiu uppteknum hætti og létu ekki af ofbeldisaðgerð- um í garð Islendinga, þótt spurn inig blaðamannisins kunni að hafa verið borin frarn 1 hálf- kærtoigi og framkvæmdastjóri NATO svaraði henni i léttum tón. Að minnsta kosti væri það rökréttari afstaða af okkar hálfu að krefjast brottreksturs Breta en að hlaupast sjálfir burt frá samstarfi við þá vini okkar, sem mest leggja sig fram um að koma okkur ti! hjálpar. Kæra til • • Oryggisráðsins 1 ályktun þeirri, sem miðstjórn og þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins gerðu skömmu eft- ir innrás Breta í landheigina, var áherzla lögð á kæru tiil Ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna, samhliða því sem málinu væri vísað til A tl an t.sha fsba ndal ags- ins. Fram að þessu hefur ríkis- stjórnin ekki sent slíka kæru og eniga skýringu gefið á drætti þeim, sem á þessu hefur orðið. Ljóst er að Vísu, að Öryggis- ráðið er svifaseimt, eins og al- þjóðastofnanir almennt, og ýms- ir tæknilegir annmarkar eru tald ir á því að koma máltou fyrir ráðið. Samt fer ekkert á milli mála, að rikisstjórnin eins og aðrir hafa talið meiri árang- urs að vænta af aðgerðum Atl- an'tshafsbandalagsins en örygg- isráðsins úr því að ekki var þeg- ar í stað leitað á þess náðir. Þegar allt kemur til alls við- urkenna þesis vegna allir í verki, að meiri von sé um að- stoð af hálfu NATO en SÞ. En samkvæmt þeirri röksemda- færslu að okkur beri að hverfa úr NATO, ef því tekist ekki að koma Bretum úr fiskveiðiland- helginni, ættum við þá enn þá frekar — og fyrr — að fara úr Sameinuðu þjóðunum. Sjá væntanlega allir, hvar við vær- um á vegi staddir í baráttu okk- ar, ef við færum þá leið að ein- angra okkur, í stað þess að reyna einmitt að beita áhrif- um okkar í öllum þeim samtök- um, sem við höfum aðgang að. tll þess að vinna málstað okkar fylgi og ná fultoaðarsigri. Hitt er svo annað má!, að hverjum sönnum Islendingi hitn ar í hamsi, þegar ráðizt er að lífsbjörg þjóðarinnar með þeim hsetti, sem Bretar hafa gert sig seka um. En ekki er bræðin líklegasti bandamaðurton i við- kvæmri deilu eins og þessari, heldur köld skynsemi. Lúðvík segir satt! Það vakti undrun þeirra, sem höfðu getað aflað sér nokkurr- ar vitneskju um viðræður þær, sem fram hafa íarið miili ís- lehzku rikisstjórnarinnar og hinnar brezku og tilboð þau, sem gerð hafa verið á báða bóga, að Lúðvik Jósepsson skyldi í sjónvarpinu sl. þriðju- dagskvöld skýra svo til alveg rétt frá gangi mála. íslenzku ráðherrarnir eru tíðir gestir í sjónvarpi og útvarpi, og stund- um koma þeir þar að tilefnis- litlu, en i þetta skipti var fróð- legt að heyra sjávarútvegsráð- herra lýsa því, hvemig skoð- anaskipti höfðu verið á þessum samningafundum og hvað hvor aðili hafði boðið hinum. Raunair var það lika athyglis- vert, að Lúðvík Jósepsson skyldi í lok sjónvarpsþáttarins draga mjög í land frá því, sem hann áður hafði fram haldið. Nú vildi hann ekki lengur halda til streitu þvi sjónarmiði sínu, að ÖM samkomulagstilboð af íslands háifu væru niður fallin vegna hernaðaríhl u tunar Breta, held- ur sló hann úr og í, enda hafa bæði forsætisráðherra og utan- ríkisráðherra opinberlega lýst yfir, að tilboð þeirra til Breta standi, ef aftur verður unnt að taka upp samningaviðræður og batfizt verði handa, þar sem frá vair horfið. Raunar verður ekki hjá því komizt að benda á, að það væni býsna mikil þrákelkni af Breta hálfu, ef þeiir þrjózkuðust við það etftir allt, sem á undan er gengið, að fara með herskip sin út fyrir 50 miluirnar, þegar slík- ar yfirlýsingar hafa verið gefn ar af hálfu íslenzikm stjóm- valda. Þótt þeir hyrfu með her- skipin út fyrir, væiri aðstaða þeirra nákvæmlega hin sama og hún var, þegar sdðast var setið við saminingaborð, oig stolt þeirra er meira en lítið, ef þeir geta ekki sætt siig við að vem í sömu sporum og þeir voru, þeg- ar þeirra eigto landar, brezku togaraskipstjórarnir, gripu til þess ráðs, sem Bretastjóm taldi knýja sig til að senda flotann inn í islenzka fiskveiðilögsögu. Allt á floti Tveim dögum eftir að Morg- uinblaðið greindi frá því, að gengishækkunin svonefnda, sem framkvæmd var í vor til þess að falsa visitöluna enn e'nu siinni, væri runnin út í sand inn, tilkynnti Seðlabankinn í umboði ríkisstjórnarinnar, að nú ætti gengi íslenzku krónunn ar að verða breytilegt eða „fljót- andi", eins og það hefur verið kallað. Þar með er þá gengið komið á flot, og ætti það að geta talizt í góðu samræmi við allt annað 1 íslenzku efnahagstífi um þessar mundir, því að um það má segja: „Allt á floti alls staðar“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.