Morgunblaðið - 17.06.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.06.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUN'BLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 1973 Verzlunarhúsnæði ósknst helzt í miðbænum. — Tilboð sendist Mbl. fyrir þriðjudagskvöld merkt: ,,8035". .. LE5IÐ un8a* vejum DflGLEGR Feróaþiónusta á Hótel Esju Höfum opnað söluskrifstofu til þjónustu við viðskiptavini okkar, í anddyri Hótel Esju Suðurlandsbraut 2, sími 16600. í? FLUCFÉLAC ÍSLA\DS MOSKVICH M434 sendtferóabifreíó beztu bífretóakaupín aóetns: Ur. 253.176.00 V góóir greíóslushtlmálar ^Bi TFOa'TUS Biíreiðar & Landbúnaðarvélar hí. iuðurlandshiaul U • Reykjavik - Simi 38000 Unnur Jónsdóttir, Holti - Minning MJÖG árla miarguns, á björtum sumardegi, lá leið miin suður Fljótsheiði í Þingeyjarsýslu. Heiðin glóði í morgunsól eins og stráið hefði verið perluskrúði yfir þennan fagra reit angahdi lyngs og unigira blóma. Döggin rauk undan fótum „skeiðfrárra jóa“, ferðin sóttist vel, en henni var heitið að Lundarbreiklku sem er kirkjustaður Bárðdaelinga. Þessi fagira minning kemur mér í hug, nú í kvöldkyrrðinni þegar éig er nýkamin frá jarð- arför Umnar í Holti, en hún átti sitt æskulheimili á Jarlsstöðum í Bárðardal undiir austurbreikku Fljótsheiðarinnar. Unnur Jónsdóttir var fædd 6. 1. 1895 á íshóli í Bárðardal í Þingeyjarsýslu, en íshóill er nú fyrir löngu kominn i eyði. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Þoúkelsson frá Víðikeri og Jóhanna Katrín Sigursturlu- dóttir frá Vatnsenda í Ljósa- vatnsskarði. Alsystkini hennar voru, G-uðrún, Sturla, Rebekka, Ástríður og Vemharður. Jón Þorkelssón var áður giftur og átti mörg böm. Meðan bílaöldin var enn ekiki upprunnin, var all langur kaup- staðarvegur úr Bánðardal til Húsavíkur, á þeirri leið var Reykjadalur mikilll áningar- og gististaður bæði fyrir Bárðdæl- inga og Mývetninga. Ég minnist því sem bam og unglingur margra er komu á æskuheimáli mitt, sem var í mikllli þjóð- braut þar. Þeirra á meðal voru systkinin frá Jarlsstöðum. Oft var „glatt á hjalla“, þtgar ungt fóllk var á ferðinni, gripið í orgel, tekið lagið og dansað. Frá þeim tíma þekiktumst við Unnur Unnur fór snemma að heim- an til némis og dvalar, hún gekk í Kvennaskölann í Reykjavík, útekrifaðist þaðan 1914. Hún átti mifcið athvarí á heimili séra Jóhanns Þorkelssonar dómfcirkju prests í Reykjavík, en hann var hálfbróðir Jóns föður hennar. Það taldi hún sitt annað heimili og talaði oft um með aðdáun. Haustið 1915 ræðst Unnur kennari við bamaskóla Siglu- fjarðar og kennir þar til 1918. Á Siglufirði voru tvær hálf- systur hennar búsettar, hinar mestu rausnar- og myndarkonur. Árið 1913 andast Jón á Jarls- stöðum, en fjölsfcyldan heldur þar áfram búskap enn um sinn. Harða vorið 1916 fer Sturla bróðir Unnar hina frægu glæsi- og glæfiraför, einn síns liðs, suður yfir Sprengisand. En heit- mey hans, hin stórættaða hefð arrnær Sigríður Einarsdóttir frá Hæli í Hreppum var þá komin að Uj ótshóluim í FLóa, þau höföu fest sér þá jörð, þar sett- ust þau að og „gerðu garðinn frægan". Það sama sumar filyzt fjölsfcyldan frá Jarlsstöðum suð- ur á land. Elzta systirin Guðrún verður þó eiftir, hún var gift Eiríki Sigurðssyni bónda á Sand hauguim í Bárðardal. Haustið 1918 verður Unnur bamakennari í Gaulverjabæjar- hreppi í Ámessýslu. Þar kynn- ist hún Sigurgrími Jónssyni og þau ganga í hjónaband vorið 1921 og setjast að og taka við búi á föðuríeifð hans Holti í Stokkseyrarhreppi. I Holti beið Un-nar mikið starf, reis þar brátt rausnargarður, þar hófst mifcil ræktun og uppbygging allra húsa. „En stundin er hröð og heimsláfið skammt" og við búsfcap eru engin grið gefin, margt venzla- og vandafólk kom að Holti. Húsmóður á slíku heimili hentar ekki að sitja með hendur í skauti, hún á margar annastundir. Unnur og Sigurgrímur í Holti voru bæði hinum beztu mann- kosturn og hæfileikum búin, enda hlóðust margvísleg störf á húsbóndann fyrir sveit og sýslu, var hann af þeim sökum að heiman meira og minna. Bömin í Holti urðu níu, öll eru þau löngu upp komin, allt hið gjörvilegasta og bezta fólk, þau hafa öll stofnað sín heimili og vex nú upp stór hópur af- komenda. Systkinin eru þessi: Jón, Hörður, Ingibjörg Þóra, Áslaug, Jóhann Vernharður, Skúll Birgir, Ragnheiður, Grím- ur og Hákon Gamalíel. Þrír af sonunum hafa ásamt húsfreyjum sínum setzt að á óðalssetrinum og búa allar fjöl- skyldurnar þar fyrírmyndar fé- lagsbúi. Áttu þau Unnur og Sigurgrímur þar sitt hefðarset- ur í skjóli sona og tengdadætra og nutu farsældar og ánægju í félagsskap ungu kynslóðarinnar meðan heilsan hélzt. Heilsu- leysi hefur sótt að þeim síðustu árin, oft varð Unnur að dvelja á sjúfcrahúsinu á Selfossi, nú síðast svo mánuðum skipti, að sjúkrabeðinu átti maður hennar margar ferðir. Hún andaðist 3. apríl síðastlið- inn og var jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju í björtu sól- skini á hlýjum vordegi. Kista hennar var fagurlega skreytt rauðum rósum, mikill mann- fjöldi fyligdi henni tii grafar. Unnur verður ógleymanleg þeim er henni kynntust. Hennar hljóðláta, hlýja og mikla bros verður munað. 10. 4. 1973 Aðalbjörg Haraldsdótt.ir. 17. JÚNÍ BLÖÐRUR MEÐ LYFTIGflSJ FÁNAR, RELLUR OG FLEIRA NE5TI Á ÁRTÚNSHÖFÐA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.