Morgunblaðið - 17.06.1973, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.06.1973, Blaðsíða 21
J.IÍ.OÍ wU LJ 1 M Xl—j d-d-J f . O d-J-^woiki -i- i . J UÍ'NÍ. -i-«j * «-> 21 Gullnáma í Atlantshaf ssprungu NÚ í júnítnámiffi mun konia saman við Azoreyjar eiim umfangsmesti neðan- sjávarleiðangur, sem nokk- um tima hefur verið komið á fót. Hlutverk hans er að rann- saka jarðskorpuna, þar sem hún er að myndast á meira en 9000 feta dýpi undir Atlants- hafinu. Leiðangurinn er kall- aður FAMOIJS (French-Amer- ican Mid-Oceanic Undersea Survey) og samanstendur af franskri og bandarískri sam- vinnu um athuganir á hafs- botni á miðju úthafinu. Búizt er við að þetta verði einhverj- ar mikilvægustu vísindarann- sóknir á hafsbotninum, sem nokkum tima hafa verið gerð- ar. Þama verða notuð fjögur köfunarhylki. Þrjú rannsókna- skip munu verða þeim tU að- stoðar og liggja við akkerí beint yfir fjallshryggnum, sem liggur eins og þráður eftir miðju Atlantshafi. Þess má geta i þessu sam- bandi, að franskir visdínda- menn úr þessum leiðangri voru á Islandi í fyrrasumar til að afla sér undirs töðuþekkingar á Atlkantshafshryggn um á landi og sprungunum í honum, þar sem hann liggur yfir Lsland, áð ur en þeir færu að athuga þess ar sprungur á hafsbotni i sum ar. Helzta taíkið i þessum vi®- indalega útbúnaði er fransiki dýfingarklefinn Arehimedes, sem gefur kafað niður á hvaða dýpi sem er í hvaða heimshafi sem er og sem hægt er að stjórna. Úr þessum litla klefa munu vísimdamennimir geta gert athuganiir og myndað hluta af yngsta bergi á yfir- borði jarðar. Eins og kunmugt er, þá er í miðju Atlantsihafinu rifan, þar sem tvo risasikiidi á yfir- borðinu rekur hægt hvorn frá öðrum, svo hægt að manmiegar athuganir geta varla greint það. Það veldur jarðskjálftum, byggir upp háa f jaliahryggi og færir meginlöndin tii á jarð- kringlunni eins og taflmenn. Þar sem þessir skildir eru að færast í sundur, eins og í Atl- antshafinu, myndast stöðugt ný jarðskorpa úr efni frá iðr- um jarðar, sem veliur upp til að fylla upp í gapið. En þar sem tveir skildir nuggast sam- an eða rekast á, eims og i San Andreas-gjánni í Kaliforndu, verða mifclir jarðskjálíftakippir þegar jarðstkorpan færist í nýja stöðu með rykkjum. Þró- un þesisarar jarðfræðikenning- ar er Líklega ednhver fróðleg- asta vísindaþróun, sem orðið hefur á undanfömum áratug- um. En það er aðeins kenming, og þó að fengnar sannanir séu mjög sannfærandi, þá geta beinar athuganir á samskeyt- um skjaldanna orðdð til gifur- lega mlkillar hjáLpar við að skýra í smáatriðum hvernig jarðskorpan verður tál. „Við erum að reyna að gera okkur nákvæma greán fyrir því hvað gerist þegar ný skorpa er að myndast," segir C. Riffaud hinn franski yfirmaður FAM- OUS-verkefnisiins. „En þær uppiýsingar væri ógerlegt að fá af yfirborðinu — við verð- um að kafa þama niður og skoða þetta.“ Ákvarðað hefur verið ná- kvEemlega fyrirfram hvar Archimedes og bandariska köf unarhylkið Alvin eiga að kafa niðu-r. Svona djúpköfunarleið- angur kostar svo óhemjumifcið, að óhugsandi væri að kafa bara og reifca um hafsbotninn tii að leita að einhverju at- hyglisverðu. Valinn hefur ver- ið mjög einkennandi hluti af mið-Atlantshafshryggnum, um 200 mílur suðvestan vdð Azor- eyjar, og gerðir hafa verið upp drættir og likön með viðeig andi köfunartæbni, swo að vis- indamennirmir, sem fara niður, eiga að vita nákvæmlega um legu landsins fyrirfram. Þegar þeir koma niður á botninn munu þeir sjá neðan- sjávar fjallshrygg með mjórri sprungu eftir endilöngu. Þetta er sprungudalur, varla 40 metra breiður en yfir kilómetrl á dýpt. 1 botni þessarar sprungu er ný jarðskorpa einm itt að koma upp. Amerisku og frönsku visinda mennirnii' ætla að reyna að fá staðfest hvernig nýja jarð- skorpan kemur upp um botn sprungunnar, og finna ná- kvæmlega hvað gerist þegar heitt efni úr iðrum jarðar lend- ir I ísköldu Atlantshafinu. „Þessi staður r nákvæmlega staðsettur í miðri sköpunar- sögu jarðarinnar,“ segiir X. Phichon, hinn franski fram- kvgemdastjóri leiðangursins. „Með því að sjá þetta með eig- in augum, þá getum við kannski komizt að einhverju sem máli skiptir um jörðina." Vísindamennina grunar, að þegar glóoheitt hraunið mætir Mið-Atlantshafssprimgan, sein liggur gegnum Azoreyjar og Is land. Köfunarleiðangurinn fer niðnr á hafsbotn við Azor- eyjar. köldu vatninu, þá verði sjór- inn þama heitur, og sleifci málma í stórum stíl úr berg- inu. Ef svo er, gæti þessd sprungudalur verið auðug gull náma, þó að hún sé ekki að- gengileg. Köfunarhylfcin, sem vísinda- mennirnir fara í niður á hafs- botn, eru mjög þröng og inni- Lokuð farartæki. Archimedes, franska köfunarhylkið, er á stærð við litinn dráttarbát, en þar af er aðeins látið brot af * rýminu í stefninu með þrýsti- búnað gegn álagi vatnsins á hafsbotni. Hinn hlutinn er eins og loftfar, sem styður við þetta li'tla hylki og gerir þvi fært að fara upp og niður eftir þvi sem þurfa þybir. Þrir menn svtja i kleíanum í Archimedes, sem er úr styrktu stáli og rúmlega tveir metrar í þvermál. Af þessu takmarkaða rými fer að minnsta kosti helm- . ingur undir visindatæ’rin, svo „húsrýmið" verður mjög tak- markað, svo ekki sé meira sagt. Archimedes kafar niður á 9000 feta dýpi eins og ekkert sé — hyikið hefur þegar farið meira en 30 þúsund fet niður við Kúrileyjasprunguna við Jap- an. Visindamennirnir munu skoða hafsbotninn gegnum þrjá útsýniisglugga, og taka myndir og stöðugar kvikmyndir af því sem þeir sjá. Þeir vonast til að vera famir að lesa úr og greina efnivið sinn í desember- mánuði, og eftir annan köfun- arieiðangur næsta sumar, geti þeir látið frá «ér fyrst-u vis- iindalegu skýrslumar um árang urinn snemrna á árinu 1974. „Þetta er upphafið á miklu ævintýri," segir Riffaud. „Við vonumst til að sjá hvemig jörð in verður til í smáatriðum.“ Verði FAMOUS þó ekki sé nema hálft eins heppinn og vís indamenn vona, þá kunnum við að læra meira á tveimur árum um þróun jarðskorpunnar en við höfum gert á slðustu 50 árum. (Nigel Hawkes, Observer) Verk Eyvindar enn á sviðinu í Moskvu Rætt við íslenzku fulltrúana á 15. þingi Alþjóða leikhúsmálasambandsins húsmanna, sem nú eru uppi, 15. þingi Alþjóða leikhúsniála sanibandsins, seni að þessu sinni var haldið í Moskvu, er nýlega lokið. Þing þessi eru haldin ann að hvert ár, og sendu að þessu sinni um 50 þjóðir fulltrúa sína til þingsins, cn 41 Jijóð á aðild að sambandinu. Fulltrúar fs- lands á Jiessu þingi voru Sveinn Elnarsson, Jijóðleikhússtjóri, sem var formaður nefndarinnar, Vig- dís Fiimliogadóttir, leikliússtjóri L.R., Þorsteinn Gunnarsson, leik ari og Klemens •lónsson, form. Félags isl. leikara. Morgunblaðið átti í gær s'tutt samtal við þau Vigdisi, Svein og Klemens, og innti þau fregna aif þeim málum, sem hæst hefði borið á þinginu. Sögðu þau, að tvö mál hefðu verið í brenni- depli. Annars vegar hefði það verið Leikhús þjóðanna, sem starfað hefði I Paris um áraraö ir á vegum sambandsins. Til- veru þess hefði nú verið ógnað með því að franska ríkið sem fnam til þessa hefur eitt stutt leikhúsið, hefði synjað því um nauðsynlegan fjárhagslegan stuðning. Samþykkt hefði verið á þiinginu, að stefnt skyldi að þvi að reka þetta leitehús á öðr- um grundvelli, þ.e. að þjóðirnar Skiptust á að hiafa eins konar iistahátíð, þar sem leikflokkar frá hinum ýmsu þjóðum kæmu fram. Þetta væri miklu raunhæf ari leið, því að hingað ti'l hefðu aðelins Parisarbúar fengið að njóta þessa leikhúss. Jafnframt var gerð ályktum um að koma upp alþjóðlegri leiksmiðju, und- ir forystu tvegigja frægustu leik- þeirra Jean-Louis Barrauelt og Peter Brooke, þar sem kanna skyldi nýjar aðferðir leikhús- vinnu. Hins vegar hefði þátttaka „þriðja heimsins“ i alþjóðlegu leikhúslífi verið mikið raxld, en til J>ess hóps teljast löndin utan Evrópu og N-Ameríku. Var á þingimu samþykkt að unnið Skyldi að þvi að starfsemi Al- þjóða leikhúsmálasambandsins færðist í aufcnum mæli til þess- ara landa, í formi útgáfustarf- semi, fyrirlestrcthalds og nám- skeiða. Þá var og samþykkt að frum- kvæði rikja „þriðja heimsins" að gefa út bókallsta, — eins kon air alfræðisafn, um leikhúsiif þeirra landa. Þingið vann störf sin á þann hátt, að skipt var í fimrn nefnd- ir, sem hver um sig fjallaði um ákveðin svið, en síðan voru áitt nefndanna lögð fyrir allsherjar- nefnd. Þesisar fimna nefindir voru: Ailsherjarnefnd, nefnd um stöðu leiikhússins og stefnu, nefnd, sem fjaliaði um leikhús- mál þriðja heimsins, önnur, sem fjallaði um leikhúsið og Beskuna og loks nefnd, sem fjallaði um leikhúsið og tónlist. í þeirri nefnd, sem fjallaði um stöðu leikhúsanna og stefnu, voru þrír af fremstu leikhúsmömnum, sem uppi eru, umræðustjórar, þeir Jean-Louis Barrauelt frá Frakklandi, Alan Schneitíer frá Bandarikjunum og Rúsisinn Tov stonogov. Sögðu þiu Vigdís, Sveinn og Klemens að nærvera þessara manna hefði mjög sett svip sinn á þingið, en það hefði haft mjög örvandl áhrif að hitta þessa menn, sem og aðra framá- menn I leikhúsmálum víðs vegar að úr heiminum. I nefndinni sem fjaMaði um æskuna og leikhúsið urðu svo fjörlegar umræður, að ekki þótti kleift að leysa þau vanda- mál, sem þar blasa við á annan hátt en að stofna tii milliþinga- funda, sem eiga að fjalla um það, hvernig fiugmyndir ungs fólks megi virkja í þágu leik- hússins, jafnt í hefðbundnu sem óhefðbundnu formi, þannig að það gæti fært leikhúsinu þá endurnýjun, sem það þarfnast á öilum timum. Á meðan þingið stóð yfir áttu fulitrúamiir J>ess kost að sjá margs konar leiksýningar i Moskvuborg, og hefði það verið mjög gagnlegt. Gátu J>au þess, að það hefði komið J>eim á óvart að prófverkefni Eyvindar Er- lendssonar, leikstjóra, sem hann setti upp í Moskvu við brott- fanarpróf, „The baMad of the sad café“, væri enn sýnt, 6—7 árum eftir að Eyvindur setti það upp. Hann væri að sjálf- sögðu skrifaður leikstjóri verks ins. Þá sögðust þau hafa orðið vör við talsverðgn áhuga hjá ýms- um sovézkum leikhúsmöninum á því að taka verk Hal'ldórs Lax- ness, Atómstöðina, til sýningar, en bækur Halldórs hafa notið vinsælda um iangt skeið í Sov- étríkjunum. Loks má geta j>ess, að við kosningu i framkvæmdastjóm samtakanna gerði Sveinn grein fyrir J>ví, að Islendingar gætu ekki stutt kosningu fulltrúa frá Bretlandi og stungu upp á full- trúa frá öðru landi í hans stað. Það náði þó ekki fram að ganga. Á þinginu dreifði íslenzka nefnd- in fjölmörgum kynningarbækling um m.a. um landheLgismálið. Sögðu þau, að það hefði virzt mælast vel fyrir, og hefðu land- helgisbæklingarnir runnið út eins og heitar lummur. Sveinn Kinarsson, Vigdís Finnbogadóttir og Kleinens Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.