Morgunblaðið - 02.10.1973, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÖBER 1973.
3
Morgunblaðið í dag er offset-
prentað. Þar með eru komnar til
framkvæmda þær tæknilegu
breytingar á útgáfu blaðsins, sem
unnið hefur verið að um skeið.
Hin nýja tækni veldur gjörbreyt-
ingu á vinnubrögðum við útgáfu
blaðsins, Þegar fram í sækir mun
tæknibreytingin gera kleift að
bæta mjög efni blaðsins og útlit,
en fyrstu vikurnar, meðan starfs-
fólk er að venjast nýjum starfsað-
ferðum, má búast við einhverjum
byrjunarörðugleikum, sem les-
endur taka vonandi ekki illa upp.
NÝ TÆKNIDEILD
Siðustu meiriháttar breytingar
á útgáfu Morgunblaðsins urðu á
árinu 1956 er „rotations" pressa
blaðsins var tekin í notkun, en
áður hafði Morgunblaðið verið
prentað í svokallaðri flatpressu.
Þegar „rotations" pressan var
tekin í notkun í maímánuði 1956,
gjörbreyttist öll aðstað* blaðsins
og þess er vænzt, að svo verði
einnig víð þessa breytingu nú.
Síðasta Morgunblaðið, sem prent-
að var í gömlu pressunni, kom út
sl. sunnudag, en framvegis verður
blaðið prentað í hinni nýju offset-
prentvél, sem er af gerðinni
Cottrell V-25, framleidd af banda-
rísku verksmiðjunni, Harrislnter'-
type. Offsetprentvélin getur
prentað allt að 25 þúsund eintök á
klukkutíma. Offsetprenivélin var
tekin í notkun haustið 1972, er
prentun Lesbókar hófst í henni,
en auk þess hafa ýmis aukablöð
verið offsetprentuð.
Morgunblaðið er nú sett á ný
Ijóssetningartæki frá sama fyrir-
tæki og eru þau af gerðinni „Foto-
tronic 600“. Þau geta sett allt að
50 línur á mínútu í dagblaðsdálk.
Gatastrimlarnir eru settir á
Datek-gataborð. Verkstjórar i
hinni nýju tæknideild Morgun-
blaðsins verða Ingvar Hjálmars-
son og Ólafur Emilsson.
BREYTINGAR VEGNA
OFFSETPRENTUNAR
Fyrst f stað verða engar breyt-
ingar á efni eða stærð Morgun-
blaðsins, en eftir nokkrar vikur
munu bæði Morgunblaðið og Les-
bók stækka að blaðsíðufjölda.
Eins og lesendur Morgunblaðsins
hafa orðið varir við, hafa mikil
þrengsli verið í blaðinu síðustu
misseri. Auglýsingamagn hefur
aukizt verulega, en ekki var hægt
að stækka blaðið að blaðsíðu-
fjölda í gömlu prentsmiðjunni.
Nú verður innan tiðar breyting á
því, og mun þá þjónusta blaðsins
við lesendur batna og lesefni
verða meira.
Fyrstu vikurnar a.m.k. verður
fréttaskrifum að ljúka nokkuð
fyrr en verið hefur og mun verða,
er frá líður. Er athygli fréttarit-
ara Morgunblaðsins vakin á því,
auk þess, sem hugsanlegt er, að
síðbúnar fréttir komist ekki í blað
ið á næstunni. Tilkynnt hefur
verið, að framvegis verði afmælis-
og minningargreinar að berast
fyrr til ritstjórnar en verið hefur
og er sú regla ófrávíkjanleg. Þá
hefur móttökutima auglýsinga
verið breytt. Ymsir þeir, sem að
staðaldri skrifa greinar í Morgun-
blaðið hafa hingað til fengið að
lesa prófarkir af greinum sínum
sjálfir. Með hinni nýju tækni er
þetta ekki lengur hægt. Þannig
fylgja ýmsar breytingar í kjölfar
offsetprentunar Morgunblaðsins,
en mestu skiptir þó, að breytingin
verði til þess, að lesendur fái í
hendur betra blað með betra og
fjölbreyttara lesefni. Að því
marki fyrst og fremst er stefnt
með þeirri breytingu, sem nú
verður á útgáfu Morgunblaðsins.
Unnið með nýju aðferðinni . . .
. . . og hér sjáum við „gömlu aðferðina kvadda með sfðasta sunnudagsblaði.