Morgunblaðið - 02.10.1973, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER1973.
KÓPAVOGSAPÓTEK
Opið öll kvöld til kl. 7, nema
laugardaga til kl 2, sunnudaga
frá kl 1 — 3.
SUÐURSTOFA
til leigu fyrir reglusaman karl-
mann. Upplýsingar í síma
1 9266
HÚSNÆÐI ÓSKAST
3ja — 5 herb íbúð óskast til
leigu frá 1. des. Má vera með
húsgögnum. Góð umgengni og
reglusemi. Gr eftir samkomu-
lagi Uppl. I síma 20160 og
11814.
LYFJAFRÆÐINGUR
með konu og ungbarn óskar að
taka á leigu 2ja til 3ja herb.
ibúð. Uppl. I sima 1 7555 eftir
kl. 19.
BÍLAVARAHLUTIR
Varahlutir i Cortinu, Benz 220,
'62 og eldri. Taunus 1 7M '62,
Opel '60-—'65 og flest allar
gerðir eldri bila.
Bílapartasalan, Höfðatúni 10,
simi 11397.
SKATTAR
Vilt þú fækka skattana Ef svo er
sendu þá 300 kr i pósthólf 261
merkt Skattar og þér fáið svar um
hæl.
BROTAMÁLMAR
Kaupi allan brotamálm lang-
hæsta verði. Staðgreiðsla.
Nóatún 27, sími 25891.
REGLUSÖM KONA
óskar eftir herb. með eldunarað-
stöðu eða 2ja herb. ibúð helzt i
Hafnarfirði. Húshjálp kemur til
greina Uppl i síma 51 326
NOTAÐAR VÉLAR
Höfum notaðar, ódýrar vélar, gir-
kassa, hásingar, felgur i flest
allar gerðir eldri bila.
Bílapartasalan, Höfðatúni 10,
simi 1 1 39 7.
Selfosshreppur
Óskum að ráða nokkra duglega verkamenn nú
þegar. Uppl. veittar í skrifstofu Selfosshrepps í
síma 1 1 87 og 1450
I dag er þriðjudagurinn 2. október, 275. dagur ársins 1973. Leodeg-
aríusmessa.
Árdegisháflæði er kl. 08.55, sfðdegisháf læði kl. 21.11.
Vér fórum allir villir vega sem sauðir, stefndum hver sfna leið, en
Drottinn lét misgjörð vor allra koma niður á honum. (Jesaja, 53.6).
Ásgrfmssafn,
Bergstaðastræti 74, er opið á
sunnudögum, þriðjudögum og
fimmtudögum frá kl. 1.30—4. Að-
gangur ókeypis.
Listasafn Einars Jónssonar er
opið alla sunnudaga kl. 13.30—16.
Opið á öðrum tfmum skólum og
ferðafólki. Sfmi 16406.
Náttúrugripasafnið
Hverfisgötu 115
Opið þriðjudaga, fimmtudaga,
laugardaga og sunnudaga kl.
13.30—16.
Arbæjarsafn er opið alla daga frá
kl. 14—16, nema mánudaga.
Einungis Árbær, kirkjan og
skrúðhúsið eru til sýnis. (Leið 10
frá Helmmi).
Læknastofur
Læknastofur eru lokaðar á
laugardögum og helgidögum, en
Iæknir er til viðtals á göngudeild
Landspítalans 1 síma 21230.
Almennar upplýsingar um lækna
og lyf jabúðaþjónustu í Reykjavík
eru gefnar í símsvara 18888.
Þann 30.6. voru gefin saman af
séra Þorsteini Björnssyni, Regína
Ólafsdóttir og Kristjón Friðjóns-
son, rafvélavirki. Heimili þeirra
er að Stórholti 22, R. (Studio
Guðm.).
Áttræð er f dag, 2. október, frú
Sigrfður Pálsdóttir frá Kirkjubóli
í Önundarfirði. Hún dvelst f dag
að heimili sínu, Aratúni 40,
Garðahreppi.
Þann 28.7. voru gefin saman i
Kópavogskirkju af séra Þorbergi
Kristjánssyni, Bonnie Laufey
Dupvis og Davíð Karl Andrésson.
Heimili þeirra er að Stóragerði
10, R. (Studio Guðm.).
Veljið hina sterkbyggðu og vinsælu
SKÓLARITVÉL frá okkur i ár
Skrifstofutækni h.f.
Addo-verkstæðiS
Hafnarstræti 5. Sími 13730.
Fermingarundirbúningur
Vegna ályktunar síðasta kirkju-
þings (1972) f sambandi við
kristilega fræðslu fermingar-
barna, hefur verið ákveðið að
hefja fermingarundirbúning
þeirra barna, sem fermast eiga í
vor (1974), nú í byrjun október,
og munu prestarnir f hinum ein-
stöku prestaköllum Reykjavíkur
auglýsa þann tfma, er þeir óska
að fá væntanleg fermingarbörn
sfn til viðtals.
Rétt til fermingar á árinu 1974
hafa þau börn, sem fædd eru 1960
og áður. Vorfermingar fara að
jafnaði fram í aprflmánuði.
Þau börn, sem fermast eiga f
október f haust verða einnig boð-
uð til viðtals við prestana.
Dómprófastur.
Dómkirkjusókn
Væntanleg fermingarbörn í
Dómkirkjusókn 1974 eru vinsam-
lega beðin að koma til viðtals við
prestana sem hér segir:
Fermingarbörn sr. Þóris
Stephensen (1974), fimmtudag-
inn 4. október, kl. 6 e.h. Haust-
fermingarbörn (1973) samkvæmt
umtali.
Fermingarbörn sr. Óskars J.
Þorlákssonar (1974) föstudaginn
5. október kl. 6 e.h. Haustferm-
ingarbörn (1973) þriðjudaginn 2.
október kl. 6 e.h.
Laugarnessókn.
Þau börn, sem fermast eiga í
vor eða næsta haust, eru beðin að
koma til viðtals í Laugarnes-
kirkju fimmtudaginn 4. október
kl. 6 e.h. Haustfermingarbörnin,
sem fermast eiga nú f haust, komi
i kirkjuna miðvikudaginn 3. októ-
ber kl. 6 e.h.
Séra Garðar Svavarsson.
Árbæjarprestakall
Væntanleg fermingarbörn mín
árið 1974, eru beðin að koma til
innritunar og viðtals í dag, þriðju-
daginn 2. október, í húsi Fram-
f arafélagsins, Hlaðbæ 2. Stúlkur
komi kl. 18.30, en drengir kl.
19.15, og hafi með sér ritföng.
Séra Guðmundur Þorsteinsson.
Háteigskirkja
Fermingarbörn næsta árs
(1974) eru beðin að koma til við-
tals í Háteigskirkju sem hér
segir:
Til séra Jóns Þorvarðssonar,
fimmtudaginn 4. október kl. 6 síð-
degis, til séra Arngríms Jóns-
sonar föstudaginn 5. október kl. 6
siðdegis.
Hallgrímskirkja
Væntanleg fermingarbörn dr.
Jakobs Jónssonar eru beðin að
koma í kirkjuna á morgun, mið-
vikudag 3. október kl. 18.00.
Væntanleg fermingarbörn séra
Ragnars Fjalars Lárussonar eru
beðin að koma í Hallgrímskirkju í
dag (þriðjudag) kl. 18.00.
Grensássókn
Fermingarbörn 1974 komi til
viðtals í safnaðarheimilið að
Háaleitisbraut 66, fimmtudaginn
4. október kl. 6.00 síðdegis.
Séra Halldór S. Gröndal.
Ásprestakall
Fermingarbörn ársins 1974
komi til viðtals f Asheimilinu
Hólsvegi 17, n.k. miðvikudag 3.
október, eins og hér segir: Börn
ur Langholtsskóla kl. 17.00. Börn
úr Laugalækjarskóla og önnur kl.
18.00.
Séra Grímur Grímsson.
Digranesprestakall.
Séra Þorbergur Kristjánsson
biður haust- og vorfermingarbörn
1974 að koma til innritunar í
Kópavogskirkju föstudaginn 5.
október kl. 5-6 síðdegis.
Kársnesprestakall
Séra Arni Pálsson biður haust-
og vorfermingarbörn 1974 að
koma til innritunar í Kópavogs-
kirkju fimmtudaginn 4. október
kl. 5—6 síðdegis.
Bústaðakirkja
Væntanleg fermingarbörn vor
og haust 1974, komi i kirkjuna á
föstudaginn kl. 6 síðdegis, og hafi
með sér ritföng.
Séra Ólafur Skúlason.
Langholtsprestakall
Fermingarbörn 1974 beggja
prestanna komi til viðtals kl. 6
síðdegis, fimmtudaginn 4. októ-
ber.
Arelíus Nfelsson,
Sigurður Haukur Guðjónsson.
Breiðholtsprestakall
Fermingarbörn 1974 komi til
innritunar föstudaginn 5. októ-
ber. Úr Breiðholti III i Fellaskóla
kl. 1 e.h. Ur Breiðholti I í Breið-
holtsskólakl. 4 e.h.
Séra Lárus Halldórsson.
Nesprestakall
Væntanleg fermingarbörn, vor
og haust 1974, eru beðin að koma
til innritunar í Neskirkju eins og
hér segir: Börn, sem eiga að ferm-
ast hjá séra Jóhanni Hlfðar komi
n.k. miðvikudag, 3. október kl. 6
e.h.
Börn, sem eiga að fermast hjá
séra Frank M. Halldórssyni, komi
n.k. fimmtudag, 4. október, kl. 6
e.h.
Vinsamlega hafið með ykkur
ritföng.
Sóknarprestarnir.
Gangið
úti í
góða
veðrinu